Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1995 51 TVítug og starfaði sem bamaskólakennari í Nígeríu: Stutt á milli þess þróaða og vanþróaða - segir Sigga Bima Valsdóttir sem bjó meðal innfæddra í Afríku „Ég var búin aö ákveöa fyrir löngu síðan aö þegar ég lyki stúdentsprófi langaði mig aö fara til Afríku. Ég fann samtök sem heita Alþjóðleg ungmennaskipti og gat valiö á milli Nígeríu og Ghana. í fyrra var mjög tvisýnt ástand í Nígeríu varðandi stjómmálin og mér þótti það spenn- andi. Mig langaði að upplifa eitthvað ævintýraríkt í óhku menningarsam- félagi," segir Sigga Birna Valsdóttir, sem er nýkomin heim frá Nígeríu eftir tíu mánaða dvöl þar. Sigga Bima lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir ári. Hún leitaði til Alþjóðlegra ung- mennaskipta, sem em fyrir ungt fólk, 20-27 ára, en félagið aðstoðar við útvegun á atvinnu í útlöndum. Sigga Bima segist ekki sjá eftir því að hafa farið því hún sé reynslunni ríkari. Starf hennar fólst í því að kenna ungum börnum og var margt við kennsluna sem kom henni á óvart. Vopnaðar löggur um allt „Ég bjó helminginn af timbihnu hjá fjölskyldu en hinn hlutann í skólan- um þar sem ég starfaði. Þegar ég kom til Nígeríu var tekið á móti mér á flugvelhnum en mér brá nokkuð við að sjá alla þessa vopnuðu lögreglu- menn um allt. Ég var spurð í þaula af þessum vopnuðu mönnum hvað ég væri að gera til landsins og hvað ég væri með í farangrinum. Sem bet- ur fer var tekið á móti mér og það fólk hjálpaði mér í gegn annars veit ég ekki hvemig þetta hefði farið. Ég var keyrð í þorp sem var klukku- stundar akstur frá höfuðborginni Lagos. Þar áttum við að vera í tvær vikur til að undirbúa okkur. Þaö var aht logandi í verkfóhum, allir bankar lokaðir og bensínafgreiðslur sömu- leiöis. Þess vegna máttum við ekkert fara út í þessar tvær vikur. Við heyrðum lætin í fólkinu sem bjó í þorpinu og vöknuðum upp viö byssu- skot eina nóttina. Það er óhætt að segja að við höfum verið mjög hrædd enda fengum við engar upplýsingar. Við vorum sjö útiendingar þarna saman, öll frá Evrópulöndum, en við vorum öll á vegum samtakanna. Okkur leist ekkert á þetta og vildum helst fara heim aftur,“ segir Sigga Birna. Maturinn var líka nýstárlegur fyr- ir unga fólkið því hann var sterkur nigerískur matur sem borðaður var með puttunum. „Við fengum öll í magann fyrst,“ útskýrir Sigga Bima. „Rauður pipar er notaður ómælt í ahan mat.“ Höfðu aldrei séð hvítan mann Þegar þessar tvær vikur voru liðn- ar fór Sigga Birna í þorpið þar sem hún átti eftir að dvelja og starfa. „Ég kom að morgni til í húsið þar sem ég átti að búa en þá voru engir full- orðnir heima. Hins vegar voru þar um tuttugu börn sem aldrei höfðu séö hvítan mann fyrr. Þau buðu mér á setjast á stól sem þarna var og þar sat ég til klukkan níu um kvöldið þegar foreldrarnir komu heim. Börn- in skoppuðu í kringum mig allan tím- ann og þótti mjög spennandi að snerta mig. Húsakynnin virkuðu hörmuleg við fyrstu sýn. Aht mjög skítugt enda er fólk þama ekki mikið að hugsa um hreinlæti,“ útskýrir Sigga Birna ferðaðist mikið um Nígeríu og hér heimsækir hún Nígeríumenn sem búa i strákofum. hún. „Ég var eina hvíta manneskjan í þorpinu. Að vísu er margt hvítt fólk búsett í Nígeríu en þaö starfar yfir- leitt fyrir alþjóðleg fyrirtæki og býr á vernduðum svæðum sem eru vest- ræn á ahan hátt. Ríkir eða fátækir í mínu þorpi bjó fólk ekki í strákof- um eins og á sumum stöðum í Níger- íu. Þama voru steinhús, fólkið hefur sjónvarp, myndband, síma og fína bha. Hins vegar em allar samgöngur afar erfiðar og síminn virkaði ekJd nema einstöku sinnum. Húsakynnin em líka hörmuleg, mjög sóðaleg og lítið sem ekkert af innanstokksmun- um. Það kom mér raunar á óvart' hversu margt var nútímaiegt þarna en þó svo stutt á milli þess þróaða og vanþróaða. Þarna voru menn of- boðslega ríkir eða fátækir. Margir ríkir íbúar aka um á Mercedes Benz og BMW. í rauninni upplifði ég miklu meiri fátækt en ég hef nokkum tíma séð en einnig hef ég aldrei séð jafn mildð ríkidæmi. Mhhstétt er hins vegar varla sjáanleg. Þar sem verð- bólgan í landinu hefur verið rosalega mikh undanfarið eru þeir fátæku alltaf að verða fátækari og þeir ríku auðugri." Kennarinn með prikið á lofti Sigga Birna segir að fólkið hafl tek- iö sér vel og að íbúarnir í þorpinu séu yndislegt fólk. „Ég féh í rauninni mjög inn í þetta umhverfi. Konan, sem ég bjó hjá, er eigandi skólans sem ég kenndi við. Fyrstu vikumar fóm í undirbúningsvinnu við skól- ann sem átti að hefjast í byijun sept- ember. Skólakerfið er allt öðruvísi en við þekkjum. Fyrstu tvo mánuð- ina var ég aðstoðarkennari í bekk sem í voru fjörtíu nemendur. Mér gramdist mikið hversu ofbeldi er ríkt í skólastarfinu. Bömin eru lamin með prild ef þau gera ekki eins og sagt er. Þegar ég geröi athugasemd við þetta var hlegið að mér og ég spurð hvernig ég ætlaöi mér þá að ná aga. Ég var uppfull af ahs kyns hugmyndum um breytingar á skóla- Sigga Birna hafði mikla ævintýraþrá og lét drauminn um að komast til Afríku verða að veruleika. DV-mynd GVA starfinu en hafði ekki verið lengi þegar ég áttaði mig á því að það er ekki hægt. Börnum er ekld kennt að vera góð hvort -við annað eöa að hægt sé að vinna saman. Eftir að bömin fæðast em þau ahtaf á bakinu á móðurinni sem hugsar mjög vel um þau. Um leið og þau eldast eru þau í umsjá eldri bama. í rauninni em þaö börnin sem vinna öll verk, þau sækja vatn, elda matinn, þrífa húsið, þvo þvottinn og gæta annarra barna. Börninvinnaöll heimilisstörf Við bjuggum uppi á annarri hæð, þar sem var ekkert vatn, og elsta bamið í húsinu, sem var tólf ára, fór á hveijum degi og sótti 100 lítra af vatni og bar á höfðinu heim. í byijun var ég verulega undrandi á þessari bamaþrælkun en síðan kemst maður að því að það er ekki hægt að breyta þessu. Maður getur ekkert gert enda er þetta allt annað menningarsamfé- lag en maður á aö venjast. Þegar ég tók við sem aðalkennari bekksins varð ég að sanna mig og Nemendur Siggu Birnu voru vanir því að láta berja sig til hlýðni. „Ströndin í Nígeriu er mjög falleg," segir Sigga Birna sem er hér með _ Nigeríumanni sem var nýlega kom- inn frá Þýskalandi þar sem hann hafði starfað á vegum Alþjóðlegra ungmennaskipta. hafði þá komist að því að mér varð ekkert ágengt nema hafa prikið í höndunum. Mér datt ekki í hug að nota prikið en það dugði börnunum sem ógnun að sjá það.“ Að sögn Siggu Birnu var eingöngu töluð enska í skólanum og ekkert barn máttí nota annað tungumál. Hún segir aö það hafi gengið vel fyr- ir börnin að skhja hana. „Ég lærði sjálf heilmargt á þessu,“ segir hún. „Það var mjög einkennilegt að koma inn í þetta samfélag en mér finnst mun erfiðara að koma heim ~ aftur. Maður bjóst í rauninni viö því versta í Nígeríu en menningarsjokk- ið er miklu meira að koma heim og sjá alla velmegunina og heyra fólk kvarta yfir smámunum. Það verður erfitt að aðlagast samfélaginu hér aftur.“ Sigga Birna starfaði í barnaskólan- um í sjö mánuði en ferðaðist síðan um landið í þijá mánuði. „Nígería er miklu stærra land en ísland og á tveimur vikum ferðaðist ég næstum fimm þúsund kílómetra. Við ferðuð- umst á rútum sem bhuðu á klukku- . tíma fresti en maður lét sig hafa það.“ Bætirvið sig þekkingu Nú hefur Sigga Birna sótt um inn- göngu í Kennaraháskólann og langar aö mennta sig á því sviði. „Mig lang- ar aö fara aftur th útlanda og gera eitthvað svipað þegar ég hef lokið námi. Ég vh hafa meiri reynslu og þekkingu til að takast á við svona verkefni. Ég myndi þó varla fara á sama s'tað.“ Sigga Birna segir að sér hafi komið mjög á óvart hversu mikh spihing er í Nígeríu. Þar ganga ahir hlutír út á mútur. „Það er hægt að borga sig út úr öhu,“ segir hún. Sigga Birna telur að ungt fólk eigi að notfæra sér þann möguleika að komast út fyrir landsteinana og reyna eitthvað nýtt. „Ég vh hvetja ungt fólk th að láta drauma sína rætast," segir hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.