Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 46
62 FÖSTUDAGUR 16. JÚNl 1995 Afmæli Guðjón Hjörleifsson Guöjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Ásavegi 26, Vest- mannaeyjum, verður fertugur á sunnudaginn. Starfsferill Guöjón fæddist í Vestmannaeyj- urn og hefur ætíð átt þar heima. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagrifræðaskóla Vestmanneyja 1973, iðnskólaprófi frá Iðnskólanum í Vestmanneyjum 1974 og hefur meiraprófsréttindi og skipstjórnar- réttindi fyrir þrjátíu tonna báta. Guðjón stundaði versiunar- og skrifstofustörf hjá versluninni Tanganum í Vestmannaeyjum 1973-75, var gjaldkeri og skrifstofu- stjóri hjá Sparisjóði Vestmannaeyja 1975-90 en hefur verið bæjarstjóri í Vestmannaeyjum frá 1990. Guðjón hefur verið bæjarfulltrúi í Vestmanneyjum frá 1994. Hann var formaður Nemendafélags Gagn- fræðaskólans í Vestmannaeyjum, var formaður ungtemplarafélagsins Flakkarans, formaður Bjargveiðifé- lags Vestmannaeyja, formaöur Ey- verja, félags ungra sjálfstæðis- manna og sat í stjórn þess í tólf ár, auk þess sem hann var formaður bygginganefndar Vestmannaeyja- bæjar og samninganefndar Vest- mannaeyjabæjar. Hann er nú for- maður stjórnar Bæjarveitna Vest- mannaeyja og stjómar Lífeyrissjóðs starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Þá hefur Guðjón setið í stjórnum íþróttafélagsins Þórs, Bridgefélags Vestmannaeyja, Veiðifélags Elliða- eyinga og félagsins Akóges í Vest- mannaeyjum, auk þess sem hann er félagi í Hrekkjalómafélaginu. Fjölskylda Guðjón kvæntist 16.6.1979 Rósu Elísabetu Guðjónsdóttur, f. 26.7. 1959, húsmóður. Hún er dóttir Guð- jóns Stefánssonar, húsasmíðameist- ara í Vestmannaeyjum, og Ernu Tómasdóttur húsmóður. Börn Guðjóns og Rósu Elísabetar eru Sæþór Orri, f. 27.11.1979, Silja Rós, f. 24.7.1987; Sara Dögg, f. 9.12. 1990 og Sindri Freyr, f. 21.7.1994. Systkini Guðjóns eru Lilja Dóra, f. 7.10.1947, húsmóðir í Ólafsvík; Guðmunda, f. 23.4.1949, húsmóðir í Vestmannaeyjum; Guðni, f. 8.11. 1957, netagerðarmeistari í Vest- mannaeyjum; Halldór, f. 9.11.1960, trésmíðameistari í Vestmannaeyj- um; Sigrún, f. 25.8.1962, húsmóðir í Vestmannaeyjum; Jónína Björk, f. 24.5.1966, húsmóðir í Vestmanna- eyjum. Foreldrar Guðjóns eru Hjörleifur Guðnason, f. 5.6.1925, fyrrv. Guðjón Hjörleifsson. múrarameisari og húsvörður við Framhaldsskólann í Vestmannaeyj- um, og Inga Jóhanna Halldórsdóttir, f. 30.11.1927, húsmóðir. Guðjón og Rósa taka á móti gest- um í Akógeshúsinu í Vestmannaeyj- um á afmælisdaginn frá kl. 20.00. afmælið 16. júní 95 ára 50ára Guðrún Helgadóttir, Mávahlíð 38, Reykjavík. 90ára Vilhelmína Vilhjálmsdóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík. 85 ára Lára J. Sigurðardóttir, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. 80 ára Ragnheiður Rögnvaldsdóttir, Bólstaðarhlíö 45, Reykjavík. Guðbjörg Bjarnadóttir, Einibergi 3, Hafnarfirði. Björg Baldvinsdóttir, Lyngholti 14D, Akureyri. Sigríður Helgadóttir, Víöilundi 14F, Akureyri. 70 ára Bryndís von Ancken, Ásabraut9, Grindavík. Karl H. Gunnlaugsson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Guðlaug Rósa Friðgeirsdóttir, Hólum 15, Vesturbyggð. Friðþjófur Kristjánsson, Ejarðarstræti 6, Isafiröi. IngibjÖrg Gísladóttir, Sólbraut5, Seltjamarnesi. Stefán Ólafsson, Leirutanga9, MosfeUsbæ. Eiginkona hanserBára BjörkLárus- dóttir. Þautakaámóti gestumáheim- ili sínu á af- mælisdaginn milli kl. 18.00 og 21.00. Kristján Grétar Jóns- son, Skipasundil2. Reykjavík. Hannerað heiman. Ragna Árnadóttir, Ægisgötu 23, Akureyri. Inga Hrönn Ingólfsdóttir, Þverholti 17,Keflavik. Bergur Jónsson, Vesturbergi29, Reykjavík. Pálína Karlsdóttir, Urriðakvísl 1, Reykjavík. 40 ára 60ára Katrín Aðalbergsdóttir, Dalbakkal, Seyðisflrði. Marsibil Hólm Agnarsdóttir, Víðimýri 4, Sauðárkróki. Halldóra Bjarnadóttir, KvígindisfeUi, Tálknafirði. Sigurlina Sigurgeirsdóttir, Fögrubrekku 24, Kópavogi. Sigurður Emil Pálsson, Víðimel 39, Reykjavík. Björk Baldursdóttir, Miklubraut 44, Reykjavík. Ásdís Hauksdóttir, Brekkutanga 7, Mosfellsbæ. Eiríkur Ottó Bragason, Miðhúsum4, Reykjavík. Vilbörg Þórarinsdóttir, Sævarlandi 2, Reykjavík. »» OKUMENN Athugið að til þess að við komumst ferða okkar þurfum við að losna við bifreiðar af gangstéttum. Kærar þakkir. Blindir og sjónskertir. 1 yUMFEROAR ® Blindrafélagið ] Ingibjörg Magnúsdóttir Ingibjörg Magnúsdóttir húsmóðir, Þorsteinsgötu 5, Borgamesi, verður sjötíu og fimm ára á sunnudaginn. Starfsferiil Ingibjörg fæddist í Feigsdal við Arnarfiörð og ólst þar upp. Hún var í farskóla frá tíu ára til fiórtán ára aldurs og lærði jafnframt hjá móður sinni, stundaöi nokkuð sjálfsnám með stuðningskennslu Ríkisút- varpsins og sat í KÍ1940-42. Eftir að Ingibjörg gifti sig var hún húsfreyja að Grenjum í Álftanes- hreppi í fiórtán ár en flutti í Borgar- nes 1960 þar sem hún hefur átt heima síðan. Þar stundaði hún heimakennslu fyrir forskólabörn um nokkurt skeið en hefur svo auk heimilisstarfa stundað ýmis önnur störfíBorgamesi. Ingibjörg hefur starfað með Kven- félagi Borgarness í nálega þrjátíu ár, sat í stjórn Verkalýðsfélags Borg- amess í tólf ár og í stjórn Félags eldri borgara i Borgamesi í nálega sex ár. Hún hefur í allmörg ár svar- að spurningum Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins. Fjölskylda Ingibjörg giftist 10.7.1946 Þiðrik Baldvinssyni, f. 16.3.1911, bónda að Grenjum og síðar verkamanni í Borgarnesi. Hann er sonur Balcivins Jónssonar og Benónýju Þiðriksdótt- ur sem lengst af bjuggu að Grenjum. Dóttir Ingibjargar og Þiðriks er Rebekka Björk Þiðriksdóttir, f. 28.11.1955, húsmóðir og skrifstofu- stúlka í Borgarnesi, gift Viðari Pét- urssyni bakara og eru börn þeirra Hjalti, f. 20.5.1977, Kári, f. 27.10.1979, Ingibjörg, f. 12.10.1983 og Þiðrik, f. 1.8.1988. Systkini Ingibjargar: Páll Magn- ússon, f. 5.10.1921, verkamaður á Bíldudal; Helgi Magnússon, f. 28.10. 1923, d. 24.7.1961; Magnús Magnús- son, f. 21.1.1927, bílstjóri í Kópa- vogi; Svanlaug Magnúsdóttir, f. 2.4. 1930. húsmóðirí Reykjavík; Skúli Magnússon, f. 25.9.1934, yogakenn- ari í Reykjavík. Foreldrar Ingibjargar voru Magn- ús G. Magnússon, f. 1891, d. 1959, bóndi við Arnarfiörð, og Rebekka Þiðriksdóttir, f. 1890, d. 1992, bónda- konaog kennari. Ætt Foreldrar Magnúsar voru Magnús Júlíus Jónsson, b. í Þiðriksvalladal og Feigsdal, og k.h., Ingibjörg Magn- úsdóttur. Rebekka var dóttir Þiðriks, b. á Háafelli í Hvítársiðu, Þorsteinsson- ar, b. á Hurðarbaki í Reykholtsdal, Þiðrikssonar. Móðir Þiðriks var Steinunn Ásmundsdóttir, hrepp- stjóra í Elínarhöföa, Jörgenssonar, b. í Elínarhöföa, Hanssonar Kling- enbergs, b. á Krossi á Akranesi, ættföður Klingenbergsættarinnar. Ingibjörg Magnúsdóttir. Móðir Jörgens var Steinunn Ás- mundsdóttir, systir Sigurðar í Ás- garði, langafa Jóns forseta og Tóm- asar Sæmundssonar Fjölnismanns. Móðir Rebekku var Guðrún, systir Helga, föður Jóns, prófessors og skálds í Kaupmannahöfn, og Ingi- bjargar, móður Helga Guðmunds- sonar lektors í málfræði. Guðrún var dóttir Sigurðar, b. á Háafelli í Hvítársíðu, Guðmundssonar, hreppstjóra á Háafelli, Hjálmars- sonar, ættföður Háafellsættarinnar. Móðir Guörúnar var Þuríöur Jóns- dóttir, b. í Deildartungu, Jónssonar, dbrm. og hreppstjóra í Deildartungu og ættfööur Deildartunguættarinn- ar, Þorvaldssonar. lilja Stefánsdóttir Lilja Stefánsdóttir garðyrkjumaöur, Grensásvegi 58, Reykjavík, verður sjötugámorgun. Starfsferill Lilja fæddist aö Merki í Jökuldal í Norður-Múlasýslu og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Garðyrkju- skóla rikisins 1947-49. Lilja fór að vinna við garðyrkju- störf 1966 og stundaði þau til 1993, lengst af hjá Ræktunarstöð Reykja- víkur í Laugardal. Hún starfaði hjá Félagi garðyrkjumanna, sat í stjórn þess um skeið, í stjórn Lífeyrissjóðs garðyrkjumanna, samninganefnd og gegndi fleiri trúnaðarstörfum. Lilja var kjörin heiðursfélagi Félags garðyrkjumanna 1993. Fjölskylda Liija giftist 12.8.1950 Sigurði Sæ- munidssyni, f. 7.3.1916, verkstjóra. Hann er sonur Sæmundar Einars- sonar og Guöbjargar Jónsdóttur en þau bjuggu að Stóru-Mörk undir Vestur-Eyjafiöilum. Börn Lilju og Sigurðar eru Jökull Eyfells, f. 2.5.1950, vörubílstjóri í Kópavogi, kvæntur Kristínu Hlíf Andrésdóttur frá Berjanesi undir Eyjafiöllum og eiga þau þrjú börn; Stefán, f. 18.5.1952, matreiðslu- meistari er rekur veitingastaðinn Vitann í Sandgerði, kvæntur Bryn- hildi Kristjánsdóttur og eiga þau þijú börn; Trausti, f. 15.4.1957, raf- virki á Keflavíkurflugvelli, kvæntur Hönnu Dóru Magnúsdóttur og eiga þau tvö syni; Sólveig, f. 8.5.1962, aðstoðarstúlka hjá tannlækni, bú- sett í Reykjavík, gift Gunnari Erni Guðmundssyni og eiga þau tvær dætur. Lilja átti tíu systkini, þar af sjö hálfsystkini samfeðra en hún á nú fimmsystkiniálífi. Foreldrar Lilju voru Stefán Bene- Lilja Stefánsdóttir. diktsson, f. 24.4.1974, d. 21.12.1954, bóndi að Merki í Jökuldal, og s. k. h„ Stefanía Óladóttir, f. 27.8.1886, d. 4.2.1934, húsmóðir og sauma- kona. Lilja veröur að heiman á afmæhs- daginn.' LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRflÐA A VALDA ÞÉR SKABA! RÁÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.