Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Page 12
12
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995
Spumingin
Hvaða stjórnmáiamanni
treystirðu best til að
stjórna landinu?
Sigurður Oddsson umdæmistækni-
fræðingur: Ég held ég svari þessu
ekki.
Árni Björn Kristbjörnsson sjómaður
og Birkir Árnason: Halldóri Ás-
grímssyni. Hann virkar sem heiðar-
legur maður.
Finnur Þór Birgisson laganemi: Hall-
dóri Ásgrímssyni. Hann er svo
ábyrgur og heiðarlegur stjórnmála-
maöur.
Stefán Pétursson sjómaður: Ólafi
Ragnari Grímssyni. Mér líkar týpan.
Hann er með góða hárgreiðslu.
Hallgrímur Erlendsson áhugaljós-
myndari: Friðriki Sophussyni. Hann
er góð fyrirsæta.
Sveinn Syeinsson, sjómaður: Það veit
ég ekki. Ég held að engum sé treyst-
andi.
Lesendur
Óhugnanleg land- og gróðureyðing:
Staðið yfir fé
á fialli
Guðrún Kristjánsdóttir skrifar:
Ég vil taka undir gagnrýni þá sem
birst hefur um að reka fé á fjall og
afrétti þar sem ekki er hægt að kom-
ast hjá gróðureyðingu, jafnvel land-
eyðingu, eins og dæmi hafa verið
rakin um, m.a. úr Mývatnssveitinni.
Hér eru auövitað að verki bíræfnir
landeyðingarmenn eins og kemur
fram í ágætri forystugrein í DV mið-
vikudaginn 14. júní sl. Ég tek undir
flest af því sem þar er sagt og vil
bæta við nokkrum orðum frá mér
um málið.
Landgræðslustjóri hefur verið
mikið í fréttum út af þessu máli og
mér sýnist hann afar varkár í orða-
vali um gróður- og landeyðingu
hinna mývetnsku bænda. Það er allt-
af gott að vera kurteis og ekki skal
landgræðslustjóri sakaður um ill-
mælgi eða hortugheit. Hann er til
fyrirmyndar að því leyti. Það er hins
vegar ekki til fyrirmyndar að geta
ekki tekið á þeim málaflokki sem
viðkomandi embættismaður er sett-
ur yfir. Það hefur ekki tekist enn að
fá bændur né aðra sem jafnvel eiga
hvað mest undir að hefta landfok og
gróðureyðingu til að vinna að raun-
hæfri ræktun landsins í sveitum og
afréttum þeirra.
En það eru ekki bændur einir sem
bera hér sök. Það má líka nefna ótal
hópa úr þéttbýlinu, svo sem fjalla-
Sárin eru alls staðar og þau eru forkastanleg, segir bréfritari.
jeppaeigendur, vélsleða- og sport-
menn af ýmsum gerðum, sem hafa
lagt hönd á plóg skemmdarstarfsem-
innar í þess orðs fyllstu merkingu.
Sárin eru alls staðar og þau eru for-
kastanleg og ættu að vera refsiverð
af hæstu gráðu. Landgræðslan er þó
það opinbert batterí sem á að krefj-
ast refsingar fyrir spjöll á náttúr-
inni. Hún er eign landsmanna og til
þess er batteríið m.a. að vernda hana
fyrir spellvirkjum.
En á sama hátt og landgræðslu-
stjóri hrósar bændum fyrir að vera
nú einni viku siðar á ferð með fé sitt
á gróðursnauða afréttina telur hann
þeim það líka til tekna að þeir ætli
nú að standa yfir fé sínu til 18. júní!
Hvaða skrípaleikur er nú þetta eigin-
lega? Er þetta það nýjasta í land-
græðslu og náttúruvernd, að standa
yfir fénu á meðan þaö hámar í sig
nýgræðinginn, svo veigalítill sem
hann er? Getur félag fjallajeppa-
manna skaffað stööuvakt gegn öku-
mönnum sem aka ótroðnar slóðir
hálsa og hálendis - þótt ekki væri
nema út júnímánuð?
Kvennalistakonur gegn kvennakúgurum
Ólöf S. Eyjólfsdóttir skrifar:
Það hvein í pilsum er sá kvittur
gaus upp að Salóme Þorkelsdóttir,
fyrrverandi forseti Alþingis, hefði
haft lægri laun en Ólafur G. Einars-
son í sama embætti og þótti þarna
þefur af kvennakúgun.
Þetta varð mál málanna hjá
kvennalistakonum sem fóru hamför-
um. Skrifaðar voru margar greinar
og var konum mikiö niðri fyrir. Gaf
þetta þeim orðrómi byr undir væng-
inn að kvennalistakonur væru bara
menntakonur í Reykjavík.
Öllum létti þegar í ljós kom að
Salóme, sem býr í Mosfellsbæ, fékk
staöaruppþót, rúmlega þreföld
verkakvennalaun, auk þingfarar-
kaupsins, enda efalaust dýrt aö borða
í hádeginu í ríkisreknum niður-
greiddum mötuneytum í Reykjavík.
Á sama tíma og deilt er um keisar-
ans skegg fóru bílstjórar fólksflutn-
ingabifreiða fram á nokkur þúsund
króna kaupauka, en á meðal þeirra
eru einnig konur. Og enn liggur flot-
inn bundinn við bryggjur.
Kvennalistakonum væri hollt að
líta niður til kjara kynsystra sinna á
vinnumarkaðinum og greina kjarn-
ann frá hisminu. Það þarf að byggja
hús og baráttu frá grunni.
Fræsum og fræsum við þröngan borgarhag
Björn Magnússon skrifar:
Það er komin vætutíð. Þá taka
verktakar borgarinnar til við fræs-
ingar. Alveg án tillits til þess hvort
götur eru illa farnar eða ekki. Þannig
er nú, t.d. á Snorrabrautinni og
Hringbrautinni hér í Reykjavík, búið
að rífa malbikið upp og eftir standa
hárgreiðuteinar sem við ökum eftir
og hugsum hlýtt til verktakanna sem
vinna verkið af alúð og kostgæfni við
þröngan borgarhag. Sólrún og skatt-
greiðendur sjá um greiðslu.
En hvernig skyldi staðið að þessum
fræsingum og viðgerðum öllum? Var
t.d. ekki Snorrabrautin fræst í fyrra
og líka Hringbrautin (Landspítala-
megin)? Er einhver ábyrgur aðili frá
borgarverkfræðingi sem kannar ná-
u
þjónusta
-fyrir
neytendur allan
sólarhringinn
Aöeins 39,90 mínútan
kvæmlega hvar viðgerðar er raun-
verulega þörf? Eöa er verktökum lát-
inn sá þáttur eftir? Mér finnst hér
verulega illa að verki staðið og þörf
á algjörri endurskoðun á þessum
gatnafræsingum öllum.
Margar götur, t.d. í eldri hverfum
borgarinnar, hafa mátt bíða árum
saman eftir verulegum endurbótum.
Þannig minnist ég t.d. vestasta hluta
Ásvallagötunnar (þangað sem ég á
stundum erindi) og fleiri gatna þarna
vestur frá.
Gangstéttarhellur við sumar götur
eru meira en 50 ára gamlar (þessar
gömlu, þiö vitið 50x50 cm) og ganga
margar á misvíxl þannig að fólk rek-
ur tærnar í við annað hvert fótmál.
Það er líka búið aö krítarmerkja
sumar götur með einhverjum tölum.
Það var gert í fyrra. Að sögn fyrir
neðanjarðarviðgerð en ekkert hefur
bólað á þeirri vinnu.
Svona mætti tína til verkefni sem
raunveruleg þörf er á að fram-
kvæma. En það er fræsingin sem
gengur fyrir. Og malbikunarflokkur
fylgir í kjölfarið. Sums staðar, vel að
merkja. Annars staðar bíða hár-
greiðutindar fræsingarsérfræðing-
anna vikum saman þar til malbikun-
argengið kemur með ónýta malbikið
til að breiða yfir tindana. - Og síðan
þarf að fræsa að vori.
Boðið upp á hárgreiðutinda að loknum árlegum fræsingum.
Fjölmörg
forsetaefni
K.Þ. skrifar:
Sá leiði misskilningur skýtur
nú upp kollinum að núverandi
forseti íslands hafi „ekki tekið
ákvörðun um hvort hún gefi enn
kost á sér til endurkjörs". - Stað-
reyndin er sú að þegar frú Vigdís
bauð sig fram til endurkjörs fyrir
þremur árum lýsti hún þvi ó-
tilkvödd mjög skýrt yfir aö hún
hefði ákveðið að leita ekki kjörs
fimmta sinni, árið 1996. Því er
óviðeigandi af nokkrum einstakl-
ingum að hvetja hana til að ganga
á bak orða sinna. Á næsta ári
hefur núverandí forseti setið á
forsetastóli í 16 ár, eða töluvert
lengur en til stóð þegar hún bauð
sig fram í fyrsta sinn, áriö 1980.
Ættu því flestir aö geta tekið und-
ir að tímabært sé að einhver leysi
frú Vigdisi Finnbogadóttur af
hólrai. Er heldur ekki að efa að
margir góðir einstaklingar geta
komið til greina, enda nokkrir
tilnefndir manna á meðal undan-
farin ár.
Flugmennfagna
samningum
Ásbjörn hringdi:
Þá hafa flugmenn samið, svo
ekki stöðva þeir aðstreymi er-
lendra ferðamanna hingað í sum-
ar. Það er víst um nóga aðra að
ræða í ferðaiðnaðinum sem geta
tekið til við verkfallshótanir. En
skyldi flugmönnum hafa ofboðið
samkeppnin frá öörum flugfélög-
um og viijað semja sem fyrst?
Óprúttin er þó yfirlýsingin um
hinn nýja Kjarasamning: Launa-
hækkanir til samræmis við það
sem samiö var um á almennum
vinnumarkaði! Ætli almemiir
launþegar séu sammála?
Hvaðhefði
Ingólfursagf?
Elísabet hringdi:
Ég fékk bækling frá Heimdalli
inn um lúguna fyrir skömmu. Þar
kemur fram að landsmenn voru
fram til 10. júní sl. að vinna fyrir
sköttunumm sínum, eða í 160
daga. Þetta er skattheimta í lagi!
Það er ekki nema von að unga
fólkið spyrji hvað landnámsmað-
urinn Ingólfur Amarson, sem
flúöi tilíslands til að komast und-
an yfirgangí norskra konunga,
segði ef hann væri iátinn vinna
nær helming ársins fyrir ríki og
sveitarfélög.
Ferill Bjarkar
ófagur
Sigurbjörg Jónsdóttir skrifar:
Eg er ein þeirra sem ekki er
ýkja hrifin af þeim fyrirgangi sem
fjölmiölar hér hafa skapað vegna
söngkonunnar Bjarkar Guð-
mundsdóttur. í sumum þeirra
pistla sem um hana birtast hér
eru hreinlega ógeðslegar lýsingar
hennar á einkalífi hennar, eins
og t.d. birtist í Morgimpóstinum
nýlega. En það er fleira. Nú kem-
ur líka í ljós aö hún sækir hug-
myndir og hljóð í leyfisleysi til
annarra tónlistarmanna. Og nú
hefur hún fyrírgert rétti sínum
hjá BBC meö því að nota óviður-
kvæmilegt orðbragð. Þetta allt er
ófagur ferill en ég vona aö henni
auðnist að sleppa fyrir horn, hvað
sem öðru líður.
Ennþádýrara
íFæreyjum
Jón hringdi:
ÉglasbréfíDV um „Brjálað bíla-
leiguverð" á íslandi. Ég hef þó enn
verri samanburð frá Færeyjmn og
það nýlegan, eða frá sl. helgi. Fyrir
þriggja daga bílaleigu greiddi ég
3.100 danskar krónur, eða 35.700
ísl. kr.! Og þar að auki kílómotra-
gjald eftir 100 km. Það er því enn
þá dýrara að taka bílaleigubíl hjá
frændum okkar, Færeyingum.