Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Síða 20
20
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995
Dagur í lífl Margrétar Pálmadóttur kórstjóra:
Á tónleikum
með Diddú
Margrét Pálmadóttir kórstjóri hefur endalaus verkefni og nú undirbýr hún sig á fullu fyrir sautjánda júní.
DV-mynd Brynjar Gauti
Ég var í ljúfum draumi einhvers
staðar í ijarska þegar ég heyrði
barnsgrát. Þaö tók mig dálitla
stund að átta mig á því að hann
tilheyrði mér. Ég teygði mig eftir
litlu dótturinni, Matthildi, og
skellti henni á brjóstið. Hafði
reyndar ætlað mér að lúra svolítið
lengur en þá kom sú fimm ára, Sig-
ríður Sofila, og spurði hvort það
væri ekki kominn dagur.
Klukkan var orðin hálfátta og
kominn tími fyrir morgunverkin.
Ég skipti á þeirri litlu, greiddi,
tannburstaði og klæddi. Eftir
morgunmatinn, sem samanstóð af
kornfleksi, ristuðu brauöi og kafíi,
lögðum viö af stað niður í Kvenna-
kórshús en þar biðu margvísleg
verkefni. Til dæmis þurfti að und-
irbúa dagskrána fyrir saufjánda
júní og Landsmót íslenskra
kvennakóra.
Það voru tónleikar á dagskránni
þetta kvöld. Bamakór Grensás-
kirkju, sem ég hef stjórnað, ætlaði
að halda upp á fimm ára afmæhð
með sérstökum tónleikum í Sel-
tjarnarneskirkju. Grensáskirkja
hljómar ekki nógu vel og nýja
kirkjan er ekki tilbúin og þess
vegna fengum við Seltjarnarnes-
kirkju lánaða. Ég átti enn eftir að
finna nokkrar stelpur til að syngja
með mér í beinni útsendingu Dæg-
urmálaútvarpsins. Það tókst. Eg
fór síðan með stelpumar mínar í
pössun. Sú eldri, Sigga, var á leið
í Listasmiðjuna en Matthildur, sem
er fimm mánaða, fór til pabba síns.
NæstmeðBjörk
Fyrsta spurning Þorsteins hjá rás
tvö til okkar var: „í fyrra sunguð
þiö með Kristjáni á Ítalíu, nú syng-
ið þið með Diddú í kvöld. Með
hveijum ætlið þið næst að syngja?"
Þær svöruðu því: „Með Björk“.
Þetta eru ákveðnar stelpur.
Ég var orðin mjög stressuð enda
klukkan orðin korter í fimm og ég
átti eftir að ljúka við gerð efnis-
skrárinnar. Það er ekki mín sterk-
asta hlið að pikka á tölvu. Ég sett-
ist þó við fínu tölvuna okkar í
Kvennakórshúsinu við Ægisgötu
og formaður foreldrafélagsins
hjálpaði mér síðan að ljósrita. Allt
var á síðustu stundu en klukkan
sex var þetta orðið klárt.
Ég dreif mig heim, sem er nánast
yfir götuna, skellti mér í bað, fór í
kórskokkinn og flýtti mér út í
kirkju. Eiginmaðurinn, Hafliði
Arngrímsson, sá um að gefa böm-
unum kvöldmat. Ég hafði engan
tíma til að borða.
Kórbörnin biðu eftir mér í ný-
straujuðum kórbúningunum með
glampa í augum sem ég fæ bara að
sjá á slíkum hátíðarstundum. Það
er uppskemhátíð. Síðan kom
Diddú og bömin tíndu fram eitt og
annað sem þau báðu hana um eig-
inhandaráritun sína á. Hún er
stjarna í þeirra augum. Hvergi í
heiminum er hún eins elskuð og
hjá íslenskum börnum. Kirkjan
fylltist af fólki og söngurinn ómaði
í tvo klukkutíma,
Sofnaði í blómahafi
Ég er viss um aö foreldrarnir fá
trú á íslenskri æsku og börnin
þakka guöi fyrir að hafa drifiö sig
á æfingar alla laugardagsmorgna.
Á eftir var boðið til veislu íhliðar-
sal. Foreldrar höfðu bakað og út-
búiö þetta líka fína veisluborð.
Þegar ég kom heim var ég bæði
þreytt og sæl. Ég var umvafin gjöf-
um og sofnaði í heilu blómahafi
upp úr miðnætti. Einhvers staðar
í fjarska heyrist grátur... Ó, boy!!!
Finnur þú fimm breytingar? 314
56J4
/VWl
O O o o /WW
/W-Wf O p p
Mér sýnist þetta líka vera vitlaust en það tekur 38 menn fjögur
ár aö fara yfir þetta.
Nafn:
Heimili:.
Vinningshafar fyrir þrjú hundmðustu og tólftu get-
raun reyndust vera:
1. Eirikur Nielsen 2. Halla Gunnlaugsdóttir
Melgerði 11 Ekrusíðu 9
• 200 Kópavogi 603 Akureyri
Myndirnar tvær virðast við fyrstu
sýn eins en þegar betur er að gáð
kemur í ljós að á myndinni til
hægri hefur fimm atriðum verið
breytt. Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með krossi
á myndinni til hægri og senda
okkur hana ásamt nafni þínu og
heimilisfangi. Að tveimur vikum
liðnum birtum við nöfn sigurveg-
aranna.
1. verðlaun:
Zodiac Sigma 300 sími, aö verðmæti kr.
4.950, frá Hljómbæ, Hverfisgötu 103,
Reykjavík.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækurnar sem era í verð-
laun heita: Líki ofaukið og Blálijálmur,
úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, aö verð-
mæti kr. 1.790. Bækurnar era gefnar út
af Frjálsri fjölmiðlun.
Vinningarnir verða sendir heim.
Merkiö umslagið með iausninni:
Finnur þú íimm breytingar? 314
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík