Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 Sérstæð sakamál Hefnd látíns manns? LeGrange, fulltrúi í rannsóknar- lögreglunni í Jóhannesarborg í Suöur-Afríku, varð frægur í heima- landi sínu áriö 1957. Þá haföi verið brotist inn í mörg hús í hverfi efna- manna í borginni og maður og kona, sem höföu komið að inn- brotsþjófnum, höfðu veriö myrt. LeGrange hafði veitt því sérstaka athygh að ummerki á hurðum og dyraumbúnaöi, sem innbrotsþjóf- urinn hafði átt viö, var í öllum til- vikum eins. Taldi fulltrúinn hann ætíð beita sömu tækjum á sama hátt og væru verksummerkin því ígildi fingrafara og ættu að nægja til sakfehingar kæmi sá seki fyrir rétt. Smám saman varð til allmikið safn trébúta úr íbúðum þeim sem brotist hafði verið inn í. Jafnframt voru teknar myndir sem sýndu í smáatriðum það sem líkt var með ummerkjum á þeim. Símtalió Að kvöldi 5. október var brotist inn í níu íbúðir í Dorchester Mansi- on í Rissisk-stræti í Jóhannesar- borg. Þegar innbrotsþjófurinn kom í níundu íbúðina var þar fyrir fimmtugur maður, Roderick Aitc- hison. Innbrotsþjófurinn réðst á hann og myrti hann. LeGrange fulltrúi og aðstoðar- maður hans, Hendrick Gryffen- berg, könnuðust við ummerkin við íbúðirnar níu en nú fundu þeir greinilegt far eftir skóhæl á parket- gólfi í stofu mannsins sem myrtur hafði verið. Þaö var gaumgæfilega mælt og myndað en innbrotsþjóf- urinn og morðinginn lék þó lausum hala sem fyrr. Þremur dögum eftir morðið hringdi kona í LeGrange fulltrúa og sagði: „Ég get látið þig fá síma- númer mannsins sem myrti herra Aitchison." Eftir að hafa greint frá því lagði konan á án þess að segja til sín. í ljós kom að síminn var skráður hjá Cyrii Jones en hann var á saka- skrá fyrir ýmis minniháttar aíbrot. Þá hafði hann tekið út nokkra stutta dóma. Handtakan Með húsleitarheimild upp á vas- ann hélt LeGrange heim til Cyrils Jones. Enginn reyndist heima og hófu rannsóknarlögreglumennirn- ir nú leit. Hún bar fljótlega árangur því í íbúðinni fannst þýfi úr mörg- um innbrotanna og taska með alls kyns áhöldum, þar á meðal skrúf- járn með brotnum oddi. Sýndu til- raunir, sem síðar voru gerðar, að það skildi eftir sig sams konar ummerki og þau sem fundist höfðu við innbrotin. Þegar húsleitin stóð sem hæst kom kona Cyrils Jones, Hendrina, heim. Hún reyndi að aövara mann sinn en lögreglumönnunum tókst að hindra það. Þegar skór hans fundust varð ljóst að hæll á einum þeirra svaraði alveg til farsins sem fundist hafði á gólfi Aitchisons. Cyril Jones var ákærður fyrir innbrotin og morðið á Aitchison. Þá var að sjálfsögðu ekki vitað hvort dómarinn myndi taka um- merkin á huröunum og dyraum- búnaðinum sem órækar sannanir fyrir því að ákærði væri sá seki. Dauðadómur LeGrange lagði alls fram gögn frá þrjátíu og níu innbrotum og í rétt- inum hélt hann því fram að um- merkin eftir innbrotsþjófinn og tæki hans væru álíka áreiðanleg gögn og fingrafór. Svo vék hann að farinu eftir skóhælinn en sérfræð- ingar sögðu engan vafa á því leika LeGrange fulltrúi. að það væri eftir skó í eigu ákærða. Cyril Jones var dæmdur til dauða og skyldi hengdur. Að dómsupp- kvaðningu lokinni gekk LeGrange til hans og rétti honum höndina. „Ég tek alltaf í höndina á dauða- dæmdum manni,“ sagði fulltrúinn, „til að sýna að ekki er um persónu- lega afstöðu að ræða. Ég er aðeins að vinna mitt verk.“ Cyril Jones tók ekki í hönd hans og sendi honum ískalt augnaráð. Þegar fangelsispresturinn reyndi í þriðja sinn að ræða við Jones greindi hann veikt bros á vörum hans. Svo sagði hinn dauðadæmdi: „Þú gefst ekki upp, er það? En ég hef ekki þörf fyrir þína hjálp. Ég fer beina leið til vítis og þú getur ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Hvers vegna ertu þá að tala við mig?“ Bréfin Faðir Andrew MacVeigh vildi hins vegar ekki gefast upp og sett- ist við hlið Jones. Þá sagði hann: „Faðir, ég vil ekki særa tilfinningar þínar en ég hef ekki áhuga á því sem þú ert að segja. Veiti þaö þér hins vegar einhverja ánægju að ræða viö mig skaltu gera það en ég vil hins vegar helst fá að vera einn.“ Þegar presturinn var farinn bað Cyril Jones um pappír og skrif- færi. Svo skrifaði hann fjögur bréf. Eitt til konu sinnar, eitt til hvorrar af tveimur konum sem hann þekkti, en þær grunaði hann um að hafa vísað lögreglunni á sig, og loks eitt til LeGranges fulltrúa. í bréfinu, sem hann sendi konu sinni, stóð: „Ég veit að þú hefur verið mér ótrú og nú, þegar ég er á leiðinni í gálgann, kalla ég eftir- farandi bölvun yfir þig: Ef þú giftir þig aftur mun hjónabandið standa skemur en í ár. Þá deyr maðurinn þinn. Það sama mun koma fyrir yngsta son þinn en elshugi þinn er faðir hans. Þú munt aldrei finna hamingju og frið.“ Illir spádómar Næstu tvö bréf voru eins oröuð ef frá eru talin nöfn viðtakenda. Þau voru annars vegar til Corneliu Koekemoer og hins vegar til Betty Labuschagne. Þau voru svona: „Ég Cornelia Koekemoer. I síðari heimsstyrjöldinni fékk Cyril Jones, þá ungur maður (sitjandi í miðjunni), tvær orður fyrir hetjuskap á vígvellinum. veit ekki hvort það varst þú sem vísaðir lögreglunni á mig. Ef það varst þú kalla ég yfir þig eftirfar- andi bölvun: Þú munt deyja á þung- bæran og sársaukafullan hátt og biðja Guð um að lina þrautir þín- ar.“ Loks skrifaði hann þetta bréf til LeGranges fulltrúa: „Ég mun bíða komu þinnar til vítis og sjá til þess að þú njótir dáhtið meiri hita en aðrir. En áður en þú kemur muntu þjást. Þú færð ekki fleiri tækifæri til að senda neinn í gálgann. Ferli þínum mun bráðlega ljúka og þú endar lífdaga þína örkumla." Cyril Jones gekk hnarreistur og brosandi til aftökunnar. Hetta var sett yfir höfuð hans, snörunni brugðið um hálsinn og svo var lok- unni á hlemminum undir fótum hans kippt burt. Nokkrum sekúnd- um síðar var hann allur. Fyrsti spádómurinn Ekki liggur fyrir hvernig viðtak- endur bréfanna brugðust viö þeim. Ljóst er þó að Hendrina Jones, sem varð ekkja við aftökuna, tók hótan- ir manns síns fyrrverandi ekki ýkja. alvarlega. Hún átti sér elsk- huga, eins og maður hennar haföi haldið fram í bréfi sínu, og gekk með barn hans. Maðurinn hét Jakobus van Niekerk og vann í gullnámu. Þau gengu nú í hjóna- band en það stóð aðeins í fimm mánuði. Þá fórst Niekerk í náma- slysi. Nokkrum vikum síðar fékk sonur hennar, Benjamín, mænu- veiki og dó. Síðar var hún spurð hvort hún myndi gifta sig í þriðja sinn og þá svaraði hún: „Eg trúi ekki á bölvun en á hinn bóginn hef ég ekki í hyggju að hætta á neitt.“ Annar spádómurinn Ekkert kom fyrir Betty Labusc- hagne en hún tók 'líka bréfinu frá Cyril Jones létt. Það var ekki hún sem hafði hringt til lögreglunnar og gefið upp símanúmer hans. Það hafði Cornelia Koekemoer gert. Árið' 1970 varð hún lasin og leitaði læknis. Kom þá í ljós að hún var með krabbamein í brjósti. Var henni tjáð að eina leiðin til þess að hún fengi heilsuna aftur væri að gangast undir skurðaðgerð. Fyrri aðgerðin tókst ekki og varð hún að gangast undir aðra. Sú tókst ekki heldur og næstu mánuði þjáð- ist hún mikið. Loks batt dauðinn enda á þjáningarnar. Þegar Koekemoer var að því spurð hvort það hefði verið hún sem vísaði á Cyril Jones svaraði hún því játandi. Hún sagðist hafa veriö ástkona hans en hann hefði ekki viljaö fara frá konu sinni og kvænast sér. Hefði hún viljað hefna sín á honum fyrir það með því að koma honum í hendur lögreglunn- ar. Þriðji spádómurinn Árið eftir að Corneha Koekemoer lét í minni pokann fyrir sjúkdómn- um, sem lagðist svo þungt á hana, var LeGrange fulltrúi kallaður þar til sem bardagi stóð við hóp af- brotamanna. Þar særöist hann illa og um tíma var tvísýnt um líf hans. Læknum tókst þó að bjarga honum en hann var lamaður neðan mittis og hefur verið í hjólastól síðan. LeGrange segist enga trú hafa á því að bölvun, sem Cyril Jones kallaði yfir hann, hafi ræst. Þegar hann er spurður hvaða skýringu hann gefi þá á því að það sem hinn dauðadæmdi sagði fyrir um í bréfi sínu hafi ræst svarar hann aðeins: „Það var hrein tilviljun, annað ekki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.