Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1995, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 1995 ist Á toppnum ' Lag Bjarkar Guðmundsdóttur, Army of Me, af plötunni Post, er komið í toppsæti íslenska listans. Lagið hefur vakið mikla athygli og það sama er að segja um hin lögin á plötunni. Björk hefur lát- ið hafa eftir sér að hún sé mun sáttari við þessa plötu en Debut. Það kæmi ekki á óvart þó fleiri lög á plötunni ættu eftir að skjót- ast upp vinsældalistann. Nýtt Smellurinn Cuanto Le Gusta með Páli Óskari og milljónamær- ingimum kemur nýtt inn á list- ann þessa vikuna. Páll Óskar er alltaf jafhvinsæll og þetta nýjasta lag sveitarinnar hefur gert storm- andi lukku þar sem þeir félagar hafa verið að spila. Hástökk Hástökk vikunnar er lagið No Matter What You Do með söng- konunni Oliviu Newton-John sem gerði það m.a. gott í kvik- myndinni Grease. Það hefur lítið sem ekkert heyrst frá þessari söngkonu í langan tíma en ef marka má þetta nýjasta lag henn- ar er hún hvergi nærri hætt. Söngkona Breeders í klípu Kelley Deal, söngkona hljóm- sveitarinnar Breeders, er heldur illa á vegi stödd þessa dagana. Fyrir nokkru komst lögreglan yfir hraðsendingu tfl hennar sem innihélt heróín en Deal reyndi að verjast með því að segjast ekki vita neitt um sendinguna. Það stoðaði hins vegar lítt því tals- menn hraðsendifyrirtækisins báru að söngkonan hefði sagst eiga von á sendingu þegar fyrir- tækið hafði samband við hana. í þeirri veiku von að sleppa við fangelsisdóm hefur Deal nú boð- ist tfl að fara í meðferð við eitur- lyfjafikn sinni en vafasamt er talið að yfirvöld láti hana sleppa svo auðveldlega. Kærastinn kærir George O’Dowd eða Boy Geor- ge öðru nafni er sem kunnugt er kominn út úr skápnum fyrir fullt og fast fyrir nokkru og fer ekki leynt með það. Ekki eru allir jafh hrifnir af þessu og síst af öllu gamlir kærastar popparans. Einn þeirra, Kirk Brandon að nafni, er til dæmis afar óhress með elskulega mynd af sér og Ge- orge sem birt er í plötupésa sem fylgir nýlegri plötu söngvarans. Og honrnn þykir líka illa að sér vegið í texta á plötunni og hefur boðað málsókn á hendur Boy Ge- orge fái hann ekki bætur fýrir. BYLGJUNNII DAG KL. 16.00 r \ 1 rr i ! , J 1 J: j: 7A' t;jn jjf;rn rr r7 n. r 72 \ T\\( tJjÚA I ttJí, rtjí7 - %4-A V.T IJ e r J r J ÞESSI VIKA SÍÐASTA VIKA FYRIR 2 VIKUM VIKURÁ USTANUM TOPP 4® t 2 2 7 ' •••3VIKANR.1— ARMY OF ME BJÖRK n Ti 10 5 BE MY LOVER LA BOUCHE n m 12 5 SOME MIGHT SAY OASIS n m 14 4 LET HER CRY HOOTIE & THE BLOWFISH 5 1 1 5 VOR f VAGLASKÓGI SIXTIES - NÝTTÁ LISTA - • 1 CUONTO LE GUSTA PÁLL ÓSKAR OG MILUÓNAMÆR... m 34 2 - HÁSTÖKK vikunnar ... NO MATTER WHAT YOU DO OLIVIA NEWTON-JOHN ni 5 5 6 LAY LADY LAY DURAN DURAN 10 17 5 LIGHTNING CRASHES LIVE rcnm 1 END OF THE CENTURY BLUR (TT) 3 4 4 LIVING NEXT DOOR TO ALICE (WHO THE X IS ALICE) GOMBIE 12 6 6 6 HOLDING ON TO YOU TERENCE TRENT D'ARBY 14 22 4 l'LL BE AROUND RAPPIN '4 TAY 22 _ 2 BUDDY HOLLY WEEZER 18 23 3 LOVE CITY GROOVE LOVE CITY GROOVE 16 8 3 9 HAVE YOU EVER REALLY LOVED A WOMAN BRYAN ADAMS 27 - 2 THIS AIN'T A LOVE SONG BON JOVI 18 9 7 10 SELF ESTEEM OFFSPRING n 28 'V. “ 2 SEXY GIRL SNOW n 23 28 3 NETFANGINN (ÉG SEGI þAð SATT} SÁLIN n 30 38 3 WATER RUNS DRY BOYS II MEN H 25 - 2 SÖKNUÐUR SIXTIES n 39 - 2 COME AND GET YOUR LOVE REAL MCCOY n NÝTT 1 MÉR VAR SVO KALT S.S.SÓL n 26 31 4 SOMEONE TO LOVE JON B. & BABYFACE n 31 40 3' BIG YELLOW TAXI AMY GRANT SM 11 8 5 ÉG ELSKAALLA STJÓRNIN 28 17 25 4 MADE IN ENGLAND ELTON JOHN 29 15 9 8 CAN'T STOP MY HEART FROM LOVING YOU AARON NEVILLE 31 1 WHEREVER WHOULD I BE D.SPRINGFELD/D.HALL 13 15 4 EVERYDAY LIKE SUNDAY PRETENDERS 32 19 20 3 CRIMSON AND CLOVER SPANISH FLY 33 16 13 6 SKY HIGH NEWTON 34 21 16 5 ÉG SÉ UÓSIÐ BUBBI OG RÚNAR 35 20 11 7 BABY BABY CORONA 1 KONUR OG VfN BUBBI OG RÚNAR 37 24 24 6 THIS WAY TO HAPPINESS GLENN FREY NÝTT 1 DOLL PART HOLE NÝTT 1 (YOU GOT ME) ALL SHOOK UP NELSON m 1 DEAR MAMA 2 PAC Kynnir: Jón Axel Ólafsson Islenski listinn er samvinnuverkefni Bylgjunnar, DVog Coca-Cola á Islandi. Listinn er niðurstaða skoðanakönnunar sem er framkvæmd af markaðsdeild DVihverri viku. Fjöldi svarenda er á bilinu 300 til 400, á aldrinum 14 til 35 ára af öllu landinu. Jafnframt er tekið mið afspilun þeirra á islenskum útvarpsstöðvum. Islenski listinn birtist á hverjum laugardegi í DV og er frumfluttur á Bylgjunni kl. 16.00 sama dag. Listinn er birtur, að hluta, í textavarpi MTV sjónvarpsstöðvarinnar. Islenski listinn tekur þátt i vali "World Chart" sem framleiddur er af Radio Express í Los Angeles. Einnig hefur hann áhrifá Evrópulistann sem birtur er í tónlistarblaðinu Music & Media sem errekið af bandariska tónlistarblaðinu Billboard. Yfirumsjón meö skoðanakönnun: Hrafnhildur Kristjánsdóttir - Framkvæmd könnunar: Markaðsdeild DV - Tölvuvinnsla: Dódó - Handrit: Sigurður Helgi Hlöðversson, Ágúst Héðinsson og ívar Guðmundsson - Tæknistjórn og framleiðsla: Þorsteinn Ásgeirsson og Þráinn Steinsson - Útsendingastjórn: Halldór Backman og Jóhann Garðar ólafsson - Yfirumsjón með framleiðslu: Ágúst Héðinsson - Kynnir: Jón Axel Ólafsson DV Tone Loc lagður inn Bandaríski rapparinn Tone Loc sem sló í gegn um árið með laginu Funky Cold Medina ligg- ur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa misst meðvitund á körfubolta- leik! Ekki er talið að leikurinn hafi haft svona slæm áhrif á heflsu rapparans heldur leikur grunur á að einhver óþverri hafi verið með í spilinu. Troðið hjá Bon Jovi Rokksveitin Bon Jovi tætir nú og tryllir um Asíulönd fjær og ætlar allt af göflum aö ganga. A döguniun hélt sveitin tónleika í Jakarta í Indónesíu og komust færri að en vildu. Þeir sem ekki fengu miða brugðust ævareiðir við og réðust til ixmgöngu með þeim afleiðingum að yfir 300 manns slösuðust í troðningmun og þykir mildi að engir fórust. Plötu- fréttir Hin rómaða sveit Blur hefur í hyggju að gera plötu með göml- um lögum eftir Pete Townshend og The Who eingöngu. Og drengimir hafa mestan áhuga á að fá Elton gamla John til að leika á píanóið á plötunni. Þeir Blur- menn eru reyndar með aðra plötu í smíðum sem inniheldur eigið efni. Útgáfútími hefúr ekki verið ákveðinn en sennilegast er að platan komi út með haustinu... Hinn rómaði kavaler, Michael Hutchence, söngvari INXS, er með sólóplötu í vinnslu en ýms- ir erfiðleikar í einkalífinu hafa tafið vinnu við plötuna töluvert. . . Bandaríska hljómsveitin Green Day, sem notið hefur gíf- urlegra vinsælda fyrir plötu sína, Dookie, er byrjuð að vinna að upptökum á nýrri plötu sem von- ir standa tfl að komi út í lok árs- ins... Flavor Flav á Hraunið Rapparinn Flavor Flav, liðs- maður hljómsveitarinnár Public Enemy, var fyrir skemmstu dæmdur í þriggja mánaða fang- elsi og tfl að undirgangast með- ferð vegna eiturlyfjafíknar að því loknu. Dóminn fær hann fyrir skotárás á nágranna smn eftir orðaskak um kærustu rappar- ans. Flav er þegar kominn bak við lás og slá og sleppur í fyrsta lagi út 23. júlí, það er að segja ef hann hagar sér vel. -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.