Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995
Neytendur_________________________________________________________________dv
Hagkaup flytur inn sælkeramat:
Fuglastríðið heldur áfram
hiá Bónusmönnum
„Yfirdýralæknir treysti sér ekki til
þess að gefa mér grænt ljós á þetta
fyrr en að höfðu samráði við land-
búnaðarráðherra. Þar sem hann var
ekki við náðist þetta ekki í gegn í
dag,“ sagði Jóhannes í Bónusi í sam-
tali við DV í gær en kjúklingarnir,
sem Jóhannes er búinn að flytja til
landsins, hggja enn í tollinum.
„Ég er með öll skjöl og allt til alls
þannig að ég get ekki ímyndað mér
annað en þetta náist í gegn á morgun
[í dag] en annars veit maöur aldrei
hverju þeir taka upp á,“ sagði Jó-
hannes.
Danskir ostar í Hagkaup
Eins og fram kom í DV í gær hefur
Hagkaup hafið sölu á dönskum ost-
um. Þessir ostar eru svokallaðir sæl-
keraostar, sem eru að meðaltali
25%-30% dýrari en íslenskir ostar
hafa verið. En þessir ostar eru viðbót
við markaðinn, ostar sem þessir hafa
ekki verið til hérlendis og því líklegt
að sælkerar láti verðið ekki aftra sér
frá kaupunum.
Óskar Magnússon, forstjóri Hag-
kaups, segir hinsvegar að það sé ekki
stefna Hagkaups að fara að flytja inn
allrahanda vörur bara vegna þess að
nú megi það í kjölfar GATT-sam-
komulagins.
„Við höfðum ætlað okkur að flytja
inn erlendar vörur til þess að geta
boðið neytendum lægra vöruverð,
nú er hins vegar komið á daginn að
innfluttu vörurnar verða ekkert
ódýrari og bæta því ekkert hag neyt-
enda eins og við héldum að þær ættu
að gera. En það hefur kannski aldrei
verið í spilunum," sagði Óskar.
Óskar sagði að Hagkaup myndi
fara sér mjög hægt í innflutningi af
þeim orsökum sem raktar hafa verið
hér. Þó muh eitthvað af sælkeramat
koma í Hagkaupsbúðirnar á næst-
unni, svo sem paté og slíkt.
Lækka innlendar vörur?
„Hins vegar gætum við vel hugsað
okkur að reyna að stuðla með ein-
hverjum hætti aö lægra verði á inn-
lendum vörum. Við höfum til dæmis
rætt um það að taka upp samstarf
við bændur með einhverjum hætti
og reyna þá að hagræða með það
fyrir augum að lækka framleiðslu-
kostnaðinn.
Það mætti hugsa sér að lengja slát-
urtímann og lækka kostnað í hinum
og þessum þáttum. Mér finnst að
minnsta kosti síst minni ástæða til
þess að skoöajíetta en innflutning á
þessum tímamótum," sagði Óskar.
þær með ólífuolíunni og grillið. Mylj-
ið svartan pipar yfir úr kvörn.
Eplaspjót eru líka einfóld og góð
með þessu. Tekin eru græn epli og
þau skorin í 8-10 báta. Þræðið þau
upp á tréteina og penslið þau með
smjöri sem búið er að bræða og
hræra út í 1 tsk. karrí. Teinamir eru
þá lagðir á grillið og pipraðir eftir
smekk.
„Með þessu er komin úrvals helg-
armáltið sem allir geta gert sjálfir.
Blóðbergið geta menn meira að segja
tínt sjálfir úti í móa. Verði öllum aö
góðu,“ sagði Ingvar Sigurðsson og
neytendasíðan tekur undir það.
Ingvar Sigurðsson með góðgæti á grillið.
DV-mynd JAK
Lostæti á grillið um helgina
I þeirri rjómablíðu sem flestir
landsmenn hafa notið að undanförnu
má víða finna grillilm leggja frá íbúð-
arhúsum þegar nálgast fer kvöldmat.
Sífellt fleiri eru að prófa sig áfram á
grillinu og það er því tilvalið að birta
hér tvo frábæra og einfalda grillrétti.
Við höfðum samband við einn
mesta grillmeistara landsins, Ingvar
Sigurðsson á Argentínu, og hann
sagði að eftirtaldar tvær uppskriftir
yrðu allir að prófa. Uppskriftirnar
eru báöar fyrir fjóra.
Sveppahattar á salati
16 stk. stórir sveppir
1 stk. Dala-yrja eða gráðostur
Olía til að pensla
Stilkurinn tekinn af sveppunum
þannig að bara sveppahattarnir séu
eftir. Þeir eru svo penslaðir með ol-
íunni og lagðir á meðalheitt grill
þannig að sú hlið snúi niður sem
stilkurinn var í. Snúiö þeim svo við
eftir 1-2 mín. og þá er ostinum, sem
þá á að vera búið að skera niður,
raðað inn í sveppahattana. Þetta er
látið grillast þar til osturinn er
bráðnaður í sveppunum.
Grillmeistarinn Ingvar ráðleggur
fólki síðan að rífa niður iceberg salat
eða kínakál, skera tómata og papriku
og setja þetta á disk. Kreista sítrónu
eða hella ólífuolíu yfir og setja síðan
sjóðandi heita sveppahattana ofan á.
„Þarna erum við komin með ljúf-
fengan forrétt, sem er mjög vinsæll,
enda alveg ótrúlega einfalt að gera
hann,“ sagði Ingvar.
Grísakótelettur
með íslensk-
um og austurlenskum blæ
Marinering:
2 msk. tómatsósa
2 msk. ólífuolía
2 msk. blóðberg
2 msk. teriaki sojasósu
2 msk. hunang
2 msk. edik
eitt hvítlauksrif
1 tsk. saxaður engifer (má nota duft)
Hálf tsk. estragon
Hitið saman í örbylguofni eða potti
hunangið, edikið, tómatsósuna og
sojasósuna. Restinni er svo blandað
út í, látið kólna og kóteletturnar svo
penslaðar með þessu. Látið standa
með marineringunni á í 6-8 tíma.
Þerrið þá marineringuna af og grillið
í um þaö bil fjórar mínútur á hvorri
hlið. Penslið þá marineringuna aftur
á og grillið áfram þannig að hún nái
að krauma á kjötinu síðustu 2-3 mín-
úturnar.
Með þessu er mjög gott að hafa
kúbítsskífur (zucchini), sem skornar
eru á ská í langar sneiðar, penslið
UjIlÍJ mrifejjJ Qf'jú
í kjölfar mikillar umræöu um umhverfismál á undanförnum árum, gerist þaö æ algengara
aö framleiöendur státi sig af þvl aö vörur þeirra séu umhverfisvænar. Til þess aö gera
neytendum auöveldara fyrir aö velja vörur sem hafa fengiö opinbera viöurkenningu sem
umhverfisvæn vara, eru slíkar vörur merktar meö sérstökum umhverfismerkjum.
Gera veröur skýran greinarmun á þeim merkjum og öðrum „heimatilbúnum" merkjum
sem fyrirtækin búa til sjálf og hafa sjaldnast fengið hlutlausa umsögn.
Hér eru tvö þeirra oþinberu merkja sem gefin hafa veriö út og staöfesta aö fylgst hafi
veriö með framleiösluferlinu frá upþhafi og varan sé sannarlega umhverfisvæn.
Græna merkiö hér til hægri er norræna umhverfismerkiö. Þaö
er samstarfsverkefni Noregs, Svíþjóöar, Rnnlands og Islands
og var gefiö út árið 1989. Framleiöendur mega ekki nota þetta
merki nema áöur hafi fariö fram á vörum þeirra rannsóknir og
skoöanir. í þeim er tekiö tillit til framleiöslu, flutnings, notkunar
Fjólubláa merkiö hér til vinstri er umhverfismerki
Evrópusambandsins og var fyrst tekið í notkun 1992.
Tilgangur merkisins er aö verðlauna vörur sem hafa lítil
áhrif á umhverfið og ekki slöur aö vera upplýsandi fyrir
neytendur sem vilja veija vörur sem eru umhverfisvænar.
Bæði þessi merki eru áreiöanleg og.verðskulda traust
neytenda þó svo nauösynlegt sé aö hafa í huga aö
viöurkennt umhverfismerki þýðir ekki aö varan sé laus
viö alia ókosti, aðeins aö hún uþþfyllir ákveöin skilyröi.
Heimildir: Græna bókin úm neytendur og umhverfi, 1995 __________
- ..............i...
og förgunar.
$
W/
Vill að BSÍ borgi sér glataðan böggul
- sjaldgæft að bögglar tapist, segir framkvæmdastjóri BSÍ
„Það eru núna liðnar rúmar þijár
vikur síðan ég sendi þennan pakka
og hann er enn ekki kominn í leitim-
ar. Framkoma BSÍ er líka fyrir neðan
allar hellur í þessu máli. Eg hef ver-
ið dreginn á svari allan þennan tíma
og mætt dónaskap frá starfsfólki þar.
Það er alveg á hreinu að ég mun aldr-
ei fara með pakka þangað aftur ótil-
neyddur," segir Sævar Helgason sem
segir sínar farir ekki sléttar af sam-
skiptum við BSÍ.
Varahlutur til Selfoss
Sævar, sem er yfirmaður á Bíla-
partasölu Garðabæjar, þurfti að
senda varahlut í bíl austur á Selfoss
í lok júní. Hann fór með varahlutinn
á BSÍ og skilaði honum af sér í
bögglamóttökuna og hefur kvittun
upp á það. Síðan þá hefur hann ekk-
ert frétt af pakkanum.
„Þegar ég hringdi til Selfoss daginn
eftir að pakkinn var sendur sögðu
þeir að pakkinn hefði ekki komið
með rútunni. Ég fór strax að grafast
fyrir um það hvar pakkinn gæti ver-
iö og ég hef enn ekki fengið nein svör
við því. Þeir hafa bent hver á annan,
sagt að ég hafi merkt pakkann vit-
laust, að pakkinn hafi verið sóttur á
Selfossi og fleira í þeim dúr.
í samtölum mínum við starfsmenn
BSÍ hef ég líka mætt dónaskap og það
var skellt á mig í eitt sinn þegar ég
sagðist ætla að taka upp samtalið.
Aðalmálið er samt að þessi pakki
er enn ekki fundinn og tjónið sem
ég verð fyrir vegna þessa, 12.180 kr„
hefur ekki enn veriö bætt,“ sagði
Sævar.
Mjög sjaldgæft
„Ég man vel eftir þessu máli, enda
eru símtölin í kringum það búin að
vera mörg. Því miður hefur pakkinn
ekki komið í leitirnar þrátt fyrir að
við höfum farið yfir allt ferhð og leit-
að gaumgæfilega á öllum möguleg-
um og ómögulegum stöðum," sagði
Gunnar Sveinsson, framkvæmda-
stjóri BSÍ.
Hann sagði að svona atvik væru
sem betur fer sjaldgæf en „það koma
fyrir mistök, eins og með svo mörg
önnur mannanna verk.
Við erum enn þá að leita af okkur
allan grun. Það tekur auðvitað mik-
inn tíma að leita því pakkinn hefði í
raun getað farið hvert á land sem er,
ef það hafa á annað borð orðið ein-
hver mistök í skráningunni. Það eina
sem við vitum er að við tókum viö
pakkanum, hann fer í rútuna og síð-
an vitum við ekki hvað hefur gerst.
Þetta var mjög liti.il pakki, hann
gæti hafa verið tekinn í misgripum
með einhverium stærri farangri,
hann gæti hafa dottið út milli stafs
og hurðar eða eitthvað annað, við
vitum það ekki,“ sagði Gunnar.
Hvers er ábyrgðin?
Aðspurður um það hvort BSÍ borgi
skaðann í tilfellum sem þessum sagði
Gunnar:
„Auðvitað munum við reyna að
koma til móts við þetta tjón. I lögum
er kveðið á um það að svona tjón
eigi að bæta í hlutfalli við þyngd
pakkans en það er erfitt, sérstaklega
þegar við vitum ekki fyrir víst hvað
var í pakkanum. Aftur á móti stend-
ur á öllum okkar kvittunum að flutn-
ingur sé á ábyrgð sendanda en öll
svona tilvik viljum við samt skoða
sérstaklega og meta það hvemig
hægt er að bæta viðkomandi tjónið á
sem sanngjarnastan hátt.
í þessu máli hafa allir lagst á eitt
við að reyna að finna þennan pakka
og ég fullyrði það að allir hafa sýnt
fyllstu kurteisi við málsaðila. Við
emm þjónustufyrirtæki og við reyn-
um að þjóna fólki eins vel og við get-
um.“ sagði Gunnar.