Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 21. JÚLl 1995 11 Fréttir Fyrrum umhverfisráðherra kaupir frystihús í Úganda: Nota sumarf rfið í að koma þessu af stað - segir Júlíus Sólnes sem er einn íslenskra eigenda Sólgleraugu sérflokki „Þetta var rekið sem þróunarverk- efni ítalska ríkisins sem gafst upp á rekstrinum fyrir tveimur árum. Við vinnum nú að því höröum höndum að koma rekstrinum af staö. Ég eyði í þetta sumarfríinu mínu,“ segir Júl- íus Sólnes, verkfræðingur og fyrr- verandi umhverfisráðherra, sem nú er staddur í Masese í Úganda þar sem hann ásamt fleiri íslendingum hefur fest kaup á frystihúsi. Fyrirtæki Júlíusar heitir Nording African Fishing og að því standa, auk hans, Ingi Þorsteinsson, ræðismaður í Kenía, og Ásmundur Ásmundsson, meöeigandi Júlíusar að verkfræði- stofunni Byggð. íslenskur gæöafisk- ur hf. í Keflavík er einnig meðeig- andi auk Úgandamanna sem eiga hlut í hinu nýja fyrirtæki. Kaupverð frystihússins var 1,1 milljón dollara en útborgum 110 þús- und dollarar. Óstjórn er talin hafa ráðið því að ítölum lánaðist ekki aö reka fyrirtækið en það kostaði þá á bilinu 14 til 15 milljónir dollara. Hann segir frystihúsið vera af svip- aðri stærð og meðalfrystihús á Is- landi en auk þess fylgi með í pakkan- um öflug útgerð ásamt trésmíða- verksfæði og vélsmiðju. „Þetta er af sömu stærðargráðu og meðalfrystihús á íslandi. Viö leigjum rekstur útgerðar meö þar sem fylgja um 30 fiskibátar og á þeim rekstri er miklu betra ástand," segir hann. Júlíus segir að það þurfi að taka til hendinni duglega áður en hjólin fari að snúast. „Þetta er rosalegt fyrirtæki að taka við hér. Þetta er þaö stórt og margt sem þarf að laga. Það eru með mér hérna tveir harðduglegir íslenskir vélstjórar sem leysa öll þau vanda- mál sem upp koma,“ segir Júlíus. Nílarkarfi og sankti pétursfiskur eru að sögn Júlíusar helstu nytjafisk- amir á þessum slóðum. Hann segir að hinir nýju eigendur muni leggja áherslu á frystingu en ítalamir hafi unnið fiskinn í kaldreykingu. „Hugmyndafræðin hjá ítölunum gekk ekki upp. Þeir ætluðu að selja kaidreyktan fisk án þess að hafa nokkurn markaö fyrir hann. Það er afskaplega góöur markaður fyrir Sigurvegararnir, Jórunn Lilja, Hrund og Sigríður Lára. DV-mynd Ómar Glæsilegar Eyjameyjar Ómar Garðaisson, DV, Vestmarmaeyjum; Keppnin Sumarstúlka Vestmanna- eyja fór fram á skemmtistaðnum Höfða 15. júlí. Þar var einnig valin stúlkan með bjartasta brosið svo og besta ljósmyndafyrirsætan. Tíu stúlkur tóku þátt í keppninni og það var ekki létt verk fyrir dómnefnd að velja á milli þeirra. Hrund Gísladóttir, 21 árs Eyjamær, hlaut titilinn Sumarstúlka Vest- mannaeyja. Bjartasta brosið átti Jór- unn Lilja Jónasdóttir og það voru stúlkurnar sem kepptu sem völdu hana. Sigríður Lára Andrésdóttir var kjörin besta ljósmyndafyrirsætan - Canon-stúlka kvöldsins. NýjaBláa lóniö: Vegagerð sam þykktmeð skilyrðum Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Skipulagsstjóri ríkisins hefur fall- ist á fyrirhugaða vegagerð aö nýja Bláa lóninu við Grindavík en flytja á lónið 700 metra. Annars vegar er um að ræða svokallaða nyrðri leið frá Grindavíkurvegi að noröaustur- homi nýja byggingarsvæðis Heilsu- félagsins hf. sem rekur Bláa lónið. Vegurinn verður rúmlega tveir km. Hins vegar er syðri leiðin frá Grindavíkurbæ vestur með fjallinu Þorbirni að suðvesturhorni bygging- arsvæðisins, um þrír km. Fállist er á framkvæmdina með þeim skilyrðum að ekki verði tekið efni til framkvæmdanna í Amarsetri og samráð verði haft við eftirlits- mann Náttúruvemdarráös. Áður en framkvæmdir hefjast við syðri leið- ina á vera búið að semja við vamar- liðið um tenginu við Vatnsveitu Grindavíkur. Júlíus Sólnes hefur ásamt fleiri ís- lendingum keypt frystihús við Viktor- iuvatn í Úganda. frystar afurðir bæði í Evrópu og Ameriku. Það má til gamans geta þess að botnfiskaflinn úr Viktoríu- vatni er meiri en ailur botnfiskafli af íslandsmiðum eða rúm 500 þúsund tonn,“ segir Júlíus. Hann segir að heimamenn hafi tek- ið honum og félögum hans vel og margir fagni þeim sem rekstraraðil- um. „Fólk hér hefur tekið okkur mjög vel og margir hafa haft á orði að þeim lítist betur á þetta en þróunarverk- efni ítalanna. Við metum það þannig að þetta sé tilraunarinnar virði," seg- ir Júlíus. Hannn segist reikna með að það verði starfandi á bilinu sex til átta íslendingar við fyrirtækið þegar það kemst í gagnið. „Ég á von á að þetta verði komið í gang í haust. Það er óhemjumikið verk fyrir höndum,“ segir Júlíus. -rt UTILIF" It- GLÆSIBÆ . SÍMI S81 2922 I »OI)I COCA-COLA W íy ÍSLENSKI LISTINN ER BIRTUR í DV Á HVERJUM LAUCARDECIOG A SUNNUDÖGUM KL 14 ER USTINN FRUMFLUTTUR Á BYLGJUNNI. BYLGJAN ENDURFLYTUR LIST- ANN Á MÁNUDAGSKVÖLDUM MILU KL 20 OG 23. Kynnir: Jón Axel ólafsson 60TT ÚTVARPI ISLENSKI LISTINN ER SAMVINNUVERKEFNI BYLGJUNNAR. DV OG COCA-COLA A ISLANDI. LISTINN ER NIDURSTADA SKODANAKONNUNAR SEM ER FRAMKVÆMD AF MARKADSDEILD DV I HVERRI VIKU. FJOLDI SVARENDA ER Á BILINU 300-400. A ALDRINUM 14-35 ARA AF OLLU LANDINU. JAFN- FRAMT ER TEKID MID AF SPILIUN ÞEIRRA A ISLENSKUM UTVARPSSTODVUM. ISLENSKI LISTINN BIRTIST A HVERJUM LAUGARDEGI I DV OG ER FRUMFLUTTUR A ÐYLGJUNNI KL. 14 A SUNNUDOGUM I SUMAR. LISTINN ER BIRTUR AO HLUTA I TEXTAVARPI MTV SJONVARPSSTÖDVARINNAR ISLENSKI LISTINN TEKUR ÞATT I VALI WORLD CART' SEM FRAMLEIDDUR ER AF RAOIO EXPRESS I LOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN AHRIF A EVROPULISTANN SEM BIRTUR ER I TONLISTARBLADINU MUSIC & MEDIA SEM ER REKID AF BANDARISKA TONLISTARBLADINU BILLBOARO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.