Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 12
FÖSTUDAGUR 21. JULÍ1995 12 ' Spumingm Hvert er uppáhaldsfrétta- efnið þitt? Hjalti Már Brynjársson nemi: Iþrótt- ir. Sverrir Örn Björnsson nemi: Erlend- ar stjórnmálafréttir. Sigurlína Kristmundsdóttir dagmóð- ir: Ómar Ragnarsson er alltaf svo skemmtilegur. Björg Jónsdóttir hjúkrunarfræðing- ur: Iþróttir. Davíð Magnússon nemi: íþróttir. Björn Jóhannsson viðskiptafræðing- ur: Viðskipti. Lesendur Sjálíboðaliðasamtök: Styrkja vitund um náttúruvernd Á hverasvæðinu á Reykjanesi, skammt (rá Reykjanesvita. Þorvaldur Örn Árnason skrifar: í tíu sumur hafa Sjálfboðaliðasam- tök um náttúruvernd skipulagt vinnu víða um land. Aðallega hafa verið lagðir eða lagfærðir göngustíg- ar en einnig unnið að uppgræðslu. Markmiðið er að vernda náttúruna og gera hana jafnframt aðgengilega fyrir ferðamenn, einnig að styrkja vitund þátttakenda um náttúru- vernd. Unnið er á fallegum stöðum sem mikilvægt er að vernda og gefst fólki góður tími til að njóta fegurðar þeirra. Meðal staða þar sem unnið hefur veriö eru Skaftafell, Skógafoss, Goðafoss, Þórsmörk, Jökulsárgljúf- ur, Landmannalaugar, Lónsöræíi, Kerið, Þingvelhr, Vestmannaeyjar, Mývatn, Djúpavatn o.tl. Sjálfboðahöasamtök um náttúru- vemd hafa öðlast þekkingu á gerð göngustíga sem faha vel í landslagið og raska því lítið. Þau þjálfa upp eig- in verkstjóra og hafa m.a. notið að- stoðar við það frá bresku sjálíboða- liðasamtökunum BTCV. Það er keppikefli samtakanna að stígamir séu lítið áberandi en þjóni samt vel því hlutverki að leiða fólk nær nátt- úmnni. Sjálfboðaliðasamtökin gera gjarna lága, fremur mjóa malarstíga og í stað voldugra stiga eru gerð lítt áber- andi stein- eða tréþrep. Það er tölu- verður galdur að gera svo hófsöm mannvirki þannig úr garði að leys- ingavatn og frostlyfting grandi þeim ekki. Tilgangur vinnuferða samtakanna er margþættur. Þar má fyrst nefna verkið sjálft, það er stígurinn sem lagður er, landið sem grætt er o.s.frv. Svo er ekki síður mikilvægt að fólk fær gott tækifæri til að skynja nátt- úrufegurð, læra um náttúm viðkom- andi svæða, kynnast fólki með svip- uð áhugamál og ræða við það m.a. um náttúrvemd. Þótt mikið sé unnið í vinnuferðunum eru þær jafnframt skemmtileg námskeið í náttúru- vernd. Næsta verkefni Sjálfboðahðasam- takanna er um næstu helgi, 22.-23. júlí á hverasvæðinu á Reykjanesi, skammt frá Reykjanesvita. Þar á að leggja stíg og smiða göngubrú og pall að hveram og afmarka vegi og bílastæði. Þar næsta verkefni er í Lakagígum og stendur í 5 daga, 26.-30. júlí. I lok ágúst verður unnið í Landmanna- laugum, í september á Fjallabaksleið syðri og í október verður tínt birki- fræ í Þórsmörk. Þessi verkefni Sjálfboðahðasam- takanna um náttúruvernd em þjóð- þrifamál. Svar við lesendabréfi 14. júlí: Hundahald í þéttbýli Agnes Ýr Þorláksdóttir skrifar: Kæri iðnaðarmaður: Mér rann til rifja að lesa hve iha þér hður vegna hundahalds. Þessi hræðsla þín við þessi yndislegu dýr gæti átt rætur sínar að rekja til atvika í æsku en þetta hefur veriö kallað dýra-fóbía. Hægt er að ieita sér aðstoðar hjá sér- menntuðu fólki. Um hundahald vil ég segja þetta: Síðan byrjað var að veita undanþág- ur fyrir hundahaldi hefur umgengni hundeigenda stórbatnað. Vissulega eru svartir sauðir í hverjum hóp. Eg man ekki eftir tilviki hérlendis þar sem hundur hefur drepið mann en get hins vegar nefnt mörg dæmi um hunda sem bjargað hafa lífi og eign- um manna. Ég hef með eigin augum séð hund bjarga bami frá drukknun við Elliða- árnar. Þrívegis hafa hundar látið vita um bruna hér í Reykjavík. Hundur lét ungan mann vita að veriö væri að brjótast inn í næstu íbúö og það voru og hundar frá sveitabæjum sem stóðu sig svo vel í Súðavík. Hver er réttur okkar sem viljum eiga hund? Ég má ekki kvarta yfir börnunum í húsinu mínu sem garga og ólátast fyrir utan gluggana og á göngum, eða mótorhjólinu sem vek- ur mig snemma morguns, en þú mátt kvarta og gera kröfur um mitt heimilislíf vegna þess áð hundurinn minn rekur kannski upp bofs þegar einhver kemur í heimsókn. Séu börnin þín hrædd við hunda þá er það þér að kenna. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. í stað þess að fylla böm hræðslu við þessi dýr þá er betra að kenna þeim aö um- gangast þau. Ég vona innilega, þín vegna, iðnaðarmaöur, að kvikni í eða brotist sé inn hjá þér þá verði hund- ur í næsta húsi sem láti þig vita. „Monorail" og mjólk frá Selfossi Páll skrifar: Nú em komnir nýir tímar og lítið annað að gera fyrir okkur en að bretta upp ermarnar. Kvartanir og væl gagnast okkur ekki lengur. Við eigum að taka upp þá hætti sem ná- grannaþjóðir okkar em búnar að búa við árum saman og sumar síðast- liðna hálfa öld eöa lengur. Samgöngumálin eru brýnust. Ein- hverra hluta vegna em t.d. ekki nein- ar járnbrautir hér, ekki sporvagnar WMHMþjónusta allan sólarhringinn mm Aðeins 39,90 mínútan - eða hringið í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 „Monorail" i Þýskalandi likt og bré(- ritari minnist á. eða rafdrifnir vagnar á hjólum eins og sums staðar eru notaðir. Og þar eru snjóalög að vetri jafnvel meiri en hér á suövesturhominu. Það ætti því að vera auðvelt að nota og halda við shku samgöngukerfi. Og ekki vantar okkur raforkuna. Ég vil sjá framfarir og stórhug í þessum mál- um. Takmarkað samgöngunet inn- anlands er líklega okkar stærsti þröskuldur hvað varðar uppbygg- ingu atvinnulífs utan Reykjavíkur. Er það t.d. nokkuð fjarstæðukennt að leggja svokallað „monorail" milli Reykjavíkur og Selfoss? Hraðlest sem hangir i pípu- eða stöngum og er því ofar snjóalögum og ófærð á jörðu niðri. Pípurnar mætti svo auð- veldlega nota til að flytja mjólkina frá Selfossi til Reykjavíkur í stað þess að aka henni meö þungaflutn- ingabílum. - AUt tæknilega auðvelt í framkvæmd og mun ódýrara í upp- setningu og viðhaldi en vegalagning- in. Upp með framkvæmdaviljann, niður með úrtölurnar. Aðeinseinn ámóti? Helgi Helgason hringdi: Heræfmgar hafa staðið yfir hér á landi um nokkurra daga skeið. Fáir nöldra út af þeim að þessu sinni. Kannski hefur öll barátta gegn her í landi og svoleiðis nokkru lagst af hér með þíðunni miklu sem gengið hefur yfir heiminn eftir fall Berlínarmúrs- ins. Einn sýnir þó lifsmark í and- ófinu, Steingrímur J. Sigfússon alþm. Hann er nú líka í framboðs- hugleiðinguni, blessaður karlinn, og verður að hafa heitt á könn- unni ef einhverjir væru eftir sem vildu þiggja sopa. Þrýstingurinná gengisbreytingu Bjöm Jóhannsson hringdi: Enn ætla þeir í samtökum fisk- vinnslunnar aö láta reyna á það hvort ríkisstjórnin lætur ekki til leiðast að breyta genginu til að afla fiskvinnslurekendum rýmri fjárráða. Þannig sitja þeir nú um forsætisráðherra og fleiri til að koma sínum málstað að. Ekki dettur mér annað í hug en að þeir fiskvinnslumenn hafi sitt í gegn að venju. Ef ekki þá er þessi ríkisstjórn stöðugri en allar aðrar á undan henni. Textinn þvælist fyrir Lórus skrifar: Ég hef fylgst með nokkram þáttum um sögu rokksins í Sjón- varpinu á þriöjudögum. Prýði- lega gerðir þættir þar sem birt eru viötöl viö rokkara, lífs og liðna, og sýndar upptökur frá tónleikum eða gömlum sjón- varpsþáttum. Þættirnir er ágæt- lega þýddir en engu að síður skemmir textinn heilmikið fyrir. Þegar viötöl eru birt viö gamla rokkara eða menn í rokkbrans- anum kemur texti á ensku sem segir hver sé á ferö og í hvaða hljómsveit hann var eða er eða á hvers vegum hann talar. Sá texti er neðst á skjánum en svo leiðin- lega vill til að íslenski textinn hylur hann yfirleitt. Það yrðí vel þegið ef ráðstafanir yröu gerðar til að áhorfendur vissu við hvern verið væri að tala hverju sinni. Viðviyumvinna Tveir unglingar skrifa: Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti tugmilljóna aukafjárveit- ingu vegna suraarvinnu skóla- fólks í kringum tvítugt. í þessu felst engin lausn fyrir okkur og aðra 13 og 14 ára unglinga sem urðum fyrir barðinu á niður- skuröi Reykjavikurhstans í Vinnuskólanum. Við vildum vinna allt sumariö en fáum bara vinnu í 6 vikur. Þá er kaupið svo lágt aö fáir leggja sig fram og hafa slæm áhrif á hina sem vilja vimta. Svona lágt kaup eykur ekki virðingu ungUnga fyrir vinnu. Ætlar borgarstjóri ekki að gera eitthvaö í þessu? Við skipt- um kannski ekki eins miklu máU og eldri unglingar, við verðum ekki komin með atkvæðisrétt í næstu kosningum? Hörmuleg var myndin Áslaug hringdi: Hörmuleg var sjónvarpsmynd- in um aðbúnað bama og þá sér- staklega stúlkubarna í Kína. Hörmulegt er líka til þes aö vita að íslenskar konur ætU að fylkja liöi til Kína vitandi að þar verður engu um þokað á meðan komm- únistastjórn er þar við lýði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.