Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 32
Frjálst, óháð dagblað Veðriðámorgun: Ágætis veður Á morgun verður vestlæg átt, gola eða kaldi. Búast má við því að það verði léttskýjað fram yfir hádegi um mestallt land en síðan fer að þykkna upp suðvestan til. Hiti verður á bilinu 6 til 16 stig, hlýjast í innsveitum sunnan og austan til. Veðrið í dag er á bls. 36 LOKI Verður ekki að setja kvóta á drykkju möppudýranna? FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995. Líkamsárás í Hróarskeldu: Mótmæli Norðurlandanna: Danskir lög- _ reglumenn yfirheyra íslendinga „Menn frá okkur munu aðstoða dönsku lögreglumennina við yfir- heyrslurnar en við höfum að öðru leyti ekkert haft um málið að segja. Vinnan við þetta er að hefjast en þeir dönsku vilja ekkert um það segja hvort íslendingarnir eru grunaðir um verknaðinn. Þeir segjast hafa nýjar upplýsingar og vonast til að íslendingarnir geti aðstoðað þá við að upplýsa málið,“ sagði Ragnar Vignir, hjá RLR, en tveir danskir 1 ' rannsóknarlögreglumenn munu næstu daga yfirheyra níu íslendinga vegna árásar á danska stúlku í Hró- arskeldu í Danmörku frá því í mars. íslendingarnir voru á slátraraskóla í Hróarskeldu í vetur og voru þá yfir- heyrðir af dönsku lögreglunni. Á átt- unda hundrað manns hafa verið yfir- heyrðir vegna málsins en það er óupplýst með öllu. Stúlkan fannst illa út leikin og meðvitundarlaus og er hún nú fyrst að ná meðvitund að nýju. -sv NíuáleiðíSmugu Fimm íslensk skip eru nú við veið- ar í Smugunni og níu til viðbótar á . siglingu þangað núna. Veiði hefur glæðst til muna á svæðinu og hugsa margir sér til hreyfings þangað þessa dagana. -sv Tveiráofsahraða Tveir menn á bifhjólum voru tekn- ir fyrir ofsaakstur í Reykjavík í gær- kvöldi. Annar ók á Miklubraut á 140 km hraða en hinn á Sæbraut á 132 km hraða. Báðir misstu mennirnir ökuskírteinisínástaðnum. • -sv Hnífsdalur: Stúlkaíógöngum á Búðarhyrnu Stúlka lenti í ógöngum þegar hún ætlaði að ganga á Búðarhymu ofan Hnífsdals í gærkvöldi. Hún gekk upp það sem kallað er Hraunsgil en komst síðan ekki niður aftur. Tók hún þá það til bragðs að halda alla leið upp. Sést hafði til stúlkunnar úr bænum og bóndinn á Hrauni og björgunarsveitarmenn fóru henni til aðstoðar. Komið var til byggða um tvöleytið í nótt. Ekkert amaði að stúlkunni. -sv Krefjumst þess að Hin- rik keppi ekki - segir formaður HÍS „Við munum krefjast þess á sið- ferðilegum grunni að Hinrik Braga- son dragi sig til baka frá heimsmeist- arakeppninni. í ljósi mótmæla Norð- urlandanna og hótana Finna um að hætta við að senda sitt fólk í keppn- ina munum við gera þetta. Það er ekki verið að dæma Hinrik en þetta gerum við til þess að mótið í Sviss eyðileggist ekki. Það yrði mjög dap- urt hlutskipti og erfitt að sjá fyrir endann á því,“ sagði Jón Albert Sig- urbjörnsson, formaður Hestaíþrótta- sambands íslands, við DV í morgun. Eins og fram kom í DV í gær hafa félög eigenda íslenskra hesta í Sví- þjóð, Danmörku, Finnlandi og Nor- egi mótmælt þátttöku Hinriks Braga- sonar vegna Gýmismálsins og krafist eða skorað á hann eða viðeigandi hestamannasamtök að hann dragi sig til baka frá HM í Sviss í ágúst. Hestamenn í Evrópu eru greinilega komnir á þá skoðun að þátttaka hans muni setja svartan blett á mótshald- ið. „Við höfum þegar reynt að fá Hin- rik til að hætta við en hann hefur sagt að hann hafi rétt til að keppa. í ljósi mótmæla Norðurlandanna munum við hins vegar reyna að fá hann til að skipta um skoðun," sagði Jón Albert. -Ott Herstöðva- andstæðingar mótmæla Ægir Mar Karason, DV, Suöumesjum; möppudýr hefðu i, segja trillukarlar í Olafsvik Reynir Traustason, DV, Ólafevite „Þetta er mjög erfitt og sárt val og það er Ijóst að hvor kosturinn sem tekinn verður mun kosta gif- urlegan niðurskurð. Ég held aö um helmingur muni velja banndagana. Ég reikna með að þurfa sjálfur að taka kvótann nauðugur viljugur." segir Kristófer Edilonsson. trillu- ; karl í Ólafsvík, um þær lagabreyt- ingar sem eru að komast í íram- kvæmd varöandi krókabáta. Fyrir nk. mánudag þurfa króka- karlar að vera búnir að velja á milli sóknarkvóta eða banndaga, Trillukarlar eru mjög óánægðir með breytinguna og segja báða kosti vera afleita. Þá segja þeir aö þetta muni kosta stóraukið at- vinnuleysi í landi. „Þetta þýðir um helraingsniður- skurð hjá flestum bátunum, hvor kosturinn sem tekinn verður. Al- gengt er að við einn stai'fi um 4 manneskjur en við niðurskurðinn gerist það að fólki verður fækkað. Þá stórminnkar atmnna á staðnum og hér verður atvinnuleysi í vax- andi mælþ" segir Albert Guð- mundsson. Hann segist ekki sjá neina ljósa punkta við breytingarnar sem auk atvinnuleysisins muni leiða til þess að fiski verði hent í vaxandi mæli. „Þeir sem velja kvótann munu grípa til þess að henda fiski eins og gerist á öðrum kvótabátum. Menn munu aðeins koma með stærsta fiskinn að landi, það er borðleggjandi," segir Albert. Aðrir trillukarlar, sem DV ræddi við, tóku í sama streng og einn þeirra sagði að ný lög um króka- veiðar væru óskiljanlegar öllu hugsandi fóUtí. í kvöld verður fundur í Grundarfirði þar sem trillukarlar hy ggjast mæta og búist er viö hitafundi. „Það mætti haida að þau möppu- dýr, sem að þessum breytingum standa, hafi samið þetta i fylliríi," sagði Kristófer Edilonsson. Trillukarlar í Ólafsvík segja ný lög um krókaveiðar boða stóraukið atvinnuleysi og að fiski verði fleygt í vaxandi mæli af þeim krókabátum sem fari á kvóta. Þá segja þeir Ijóst að veiðiheimildir minnki um allt að helming við breytinguna. DV-mynd GVA Lögreglan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði 15 herstöðvaandstæðinga, sem voru komnir inn á vallarsvæðið á ólöglegan hátt í gærkvöldi til að mótmæla æfmgunum, sem nú standa yfir. Þeir klifruðu yfir Stapafellshhð- ið við stóru ratsjárskermana. Þegar lögreglan hafði rætt við þá yfirgáfu þeir svæðið friðsamlega um kl. 23. Að sögn lögreglunnar virtist mesta fjörið fyrir fólkið að láta mynda sig við skiltið þar sem stendur „Aðgang- ur bannaður" en það hangir á vallar- girðingunni; - það er þeir sem voru innan girðingar voru myndaðir af félögum sínum fyrir utan. Alls tóku 30 manns þátt í mótmæla- göngunni sem hófst við Rockville um kl. 21. Lögreglan á vellinum kalláöi út 3 menn aukalega og auk þess var lögreglan í Keflavík með 2 menn þar og einn bíl. Þá Var herlögreglan með mikinn viðbúnað og fylgdist með fólkinu úr fiarlægð. FRÉTTASKOTIÐ 562*2525 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- ast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLYSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAMAFGREIÐSLA Oð ÁSKRIFT EB OPIN; Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 KL. 6-8 LHUÖARDAGS- OG MANUOAGSMORGNA Ertu búinn að panta? P 14 P dagar til þjóðhátíðar FLUGLEIÐIR Innanlandssími 5050 200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.