Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 5 » | I > > í > I I ► I Fréttir I kjölfarið á velgengni plötunnar Post: Sjón ritstýrir bók um Björk - sem kemur út í Englandi og víðar í undirbúningi er útgáfa á tímariti um söngkonuna Björk Guðmunds- dóttur og fylgdarlið hennar. Fyrsta tölublaöið kemur út í haust í Eng- landi og víðar í bókarformi og síðan er stefnt að útkomu tímarits fjórum sinnum á ári bókarfonni. Bókin nefnist Post líkt og nýjasta hljóm- platan og er gefm út af forlaginu Blo- omsbury í Englandi. Sjón, Sigurjón B. Sigurðsson, ritstýrir tímaritinu og skrifar bókina að mestu leyti. í miklu viðtali í bókinni viö Björk fær Sjón Skotann Craig McLean til liðs við sig. Ljósmyndir í bókinni eru m.a. teknar af Bernharði Valssyni sem nú starfar í París. Sjón er að ritstýra bók og tímariti um Björk Guðmundsdóttur söngkonu. Sjón sagði í samtali við DV aö bók- in yrði mjög vegleg, 60-70 blaðsíður og í stóru broti með þykkum pappír og úrvali litmynda. Bókin kemur aðeins út á ensku og verður liklega ekki í boði á íslandi. „Auk viðtals við Björk verða viðtöl viö flesta þá sem komu nálægt gerð plötunnar Post. Meðal annars er við- tal við leikstjórann sem stýrt hefur helstu myndböndum Bjarkar," sagði Sjón. Um svipað leyti og bókin kemur út í haust ætlar Björk að gefa út plötu með nokkrum endurgerðum lögum af Post, auk nýrra laga með klassísk- um tónlistarmönnum á borð við Eve- lyn Glennie og Brodsky kvartettinn. í umræddri bók er einnig að íinna viðtöl við Evelyn og Brodsky-hópinn. í tímaritinu, sem byijar að koma út um áramót, er að frnna tíðindi af Björk og samstarfsfélögum hennar í tónlist og myndbandagerð. Tímarit- inu er ætlað að svala fróðleiksþyrst- um áhangendum Bjarkar um allan heim og dreifingin er í hundruð þús- undumeintaka. -bjb Miklar laxatorfur hafa verið í Reykjavíkurhöfn að undanförnu og hafa margir freistað gæfunnar. Dæmi er um að veiðimaður hafi náð 6 löxum i einni lotu. Bannað er að veiða lax í sjó en stangaveiðar eru heimilar sé ekki bein- linis verið að bera sig eftir laxi. DV-mynd Sveinn Sala ríkisfyrirtækja og eigna: Markmið skilgreind eftir á - segir ríkisendurskoöandi í afmælisriti endurskoöenda Nýlega varð Félag löggiltra endur- skoðenda 60 ára og af því tilefni kom út veglegt afmælisrit í umsjón Birgis Guðmundssonar. í ritinu kennir ýmissa grasa úr sögu endurskoöunar á íslandi sem ekki hefur verið til áður á einum staö. Þá eru í ritinu þrjár viðamiklar faglegar greinar eft- ir virta fræðimenn sem fengur er að fyrir áhugamenn um fyrirtækja- rekstur og viðskipti. í samtalsgrein um stjórnsýsluend- urskoðun kemur einnig ýmislegt at- hyglisvert fram og e.t.v. vekja eftirf- arandi ummæli Sigurðar Þórðarson- ar ríkisendurskoðanda athygli í ljósi einkavæðingar stjómvalda á undan- gengnum árum: „Hins vegar er annað sem við höf- um gagnrýnt og hefur gert okkar starf erfiðara en ella og það er að oft hefur verið misbrestur á því að markmið með sölu fyrirtækja eða eigna hafi verið vel skilgreind fyrir- fram. Raunar virðist það hafa verið nokkuð algengt að eignir era seldar og svo era fundin og skilgreind ein- hver markmið eftir á, sem gætu pass- að niðurstöðunni úr tiltekinni sölu.“ -bjb HELGARTILBOfl - í Rúmfatalagernum ÍmuM Vandað garðsett úr smíðajárni. Áður: 14900 kr. Nú aðeins: kr. E v Á hjólum. Eitt hliöarborö og ein undirhilla. Aður: 2990 kr. Nú aðeins: Sólstóll á hjólum með þykkri sessu. Aður: 1500 kr. Nú aðeins: Skyrtur Þekkt vörumerki. Margar stærðir og mynstur. Verð i U.S.A. 15.95$ (1013 isl/kr.) hjá okkur I fallegum litum og mörgum stærðum. Verð ÍU.S.A. 39.95$ (2537 ísl/kr) Aðeins hjá okkur ® Holtagóröum Skeifunni 13 A Reykjavík Reykjavik 72 Noröurtanga 3 UU Akureyn * Reykjarvíkurvegi Hafnarfiröi RUMFATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.