Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1995, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1995 13 dv_________________________________________________Fréttir Hafbeitarstöðin Vogavík: Tapið milljón á mánuði og starf- seminni hætt Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Staðreyndin er að við erum að hætta starfseminni og í ljósi þeirra endurheimta sem nú eru á laxi er það ekki röng ákvörðun að loka stöð- inni,“ sagði Ragnar Guðjónsson, starfsmaður hjá Fiskveiðasjóði ís- lands, í samtali við DV. Fiskveiðasjóður íslands hefur rek- ið hafbeitarstöðina Vogavík í Vogum í 4 ár eða frá því að Vogalax hf. varð gjaldþrota. Mikill taprekstur hefur verið á stöðinni öll árin eða rúmlega milljón á mánuði. Ætlun sjóðsins í upphafi var að reyna að reka stööina í þessi 4 ár með hagnaði og ná upp í þær ábyrgðir sem sjóðurinn varð að leysa til sín þegar Vogalax hf. varð gjaldþrota 1991. Þær námu 70 millj. kr. Sjóðurinn hefur því tapað rúm- lega 110 millj. króna á laxeldinu. Endurheimtur á haíbeitarlaxi hafa verið mjög lélegar og mun minni en vonað var. í upphafi var talið að þær yrðu 6-7%. Þær voru um 3% fyrstu árin en nú í ár eru þær innan við 1 %. Fiskveiðasjóður átti að skila Landsbankanum stöðinni í janúar 1996 en því verður flýtt. Sjóðurinn hefur ekki heldur getað selt stöðina. Landsbankinn á fyrstu 40 milljónirn- ar í söluverðmæti stöðvarinnar en umfram það hefði runnið til sjóðsins. Samkvæmt heimildum DV hefur til- boð í stöðina upp á 40 milljónir bor- ist Landsbanka frá Sæbýli hf. í Vog- um sem hefur leigt hluta af stöðinni í 2 ár. Sæbýli er með vinnslu á sæ- sniglum og hefur rekstur gengið vel. Þeir munu ekki fara út í neina starf- semi með hafbeitarlax. Fiskveiða- sjóður mun fara fram á að fá aðstöðu til aö taka á móti hafbeitarlaxi sem á eftir að skila sér í ár og næsta ár. 'iaiggg|gjiMSf. - _________________________________________________________________________________________________ Féð rekið á fjall. DV-mynd Jón Ben. Langholtskot 1 Hrunamannahr eppi: Nýr fjárstof n og fé rekið á fjall í fyrsta sinn í 20 ár - hefur riða borist til landsins með gæludýrafóðri? Jón Benediktsson, DV, Hvolsvelli; Fé á bænum Langholtskoti í Hrunamannahreppi var rekið á fjall 19. júh en allt fé á bænum var skorið niður fyrir nokkrum árum vegna riðuveiki. Nú hefur verið komið upp nýjum fjárstofni og 20 ár frá því síð- ast var rekið á fjall frá bænum. Þar eru nú 150 fullorðnar ær og mun reksturinn taka íjóra daga inn yfir Sandá að Bláfelli. Ég kom í Langholtskot þegar féö var skorið niður og þá sagði hús- freyja mér eftir ráðunautum, sem héldu þá fund með heimilisfólkinu, að grunur væri um að í innfluttum mat fyrir gæludýr gæti borist riðu- veiki. Þetta vekur ýmsar spurningar og líka hvernig á þvi stendur að Sunnlendingar reka fé sitt á fjall l /2 mánuði á eftir Mývetningum?. Sagt er að riðuveikivírusinn drep- ist. ekki fyrr en eftir tveggja tíma suðu en gæludýrafóður er soðið stuttan tíma og rotvarnarefnum bætt í. Ekki er þó strangara eftirlit með þessum vörum en kalkúnalærum. Hvort tveggja þó soðið kjöt. Á Eng- landi voru gerðar tilraunir á tveimur eyjum þar sem ekki var riðuveiki. Á annarri var notað gæludýrafóður en hinni aðeins kjötvöðvar í fóðrið. Þar sem gæludýrafóður var notað kom upp riðuveiki en ekki á hinum staðn- um. Það merkilega er að erfitt hefur reynst að fá þetta staðfest. Orsök rafmagnsleysisins: „Liðavernd“ vitlaust stillt Komið hefur á daginn hveijar or- sakir rafmagnsleysisins í Reykjavík hinn tólfta þessa mánaðar voru. Frá aðveitustöð við Elhðaár liggja nokkr- ir 11 kW dreifistrengir upp í iðnaðar- hverfiö á Ártúnsholti. Einn þessara strengja bilaði vegna galla í tengi- búnaði. Að sögn Gunnars Aðal- steinssonar, rekstrarstjóra hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur, varð þá meira álag á rafdreifikerfið og leiddi það til þess að „liðavernd" í aðveitu- stöð 7 á Hnoðraholti sló út en það er búnaður sem hefur það hlutverk að koma í veg fyrir að of mikill straum- ur fari inn á dreifikerfið. Hefði liða- verndin verið stillt með þeim hætti að hún gæti hleypt í gegnum sig þeim aukna straumi sem bilunin í dreifi- strengnum kahaði fram hefði ekki komið til þessa víðtæka rafmagns- leysis. Nú hefur hún hins vegar ver- ið stillt svo að ekki ætti slíkt að henda aftur. K I N G A Aðaltölur: Ltrii Vinningstölur miðvikudaginn: . 19.07.95 VINNiNGAR FJÖLDI VINNINGA HJPPHÆÐ Á HVERN VINNiNG n 6 af 6 1 42.950.000 B 5 af 6 +bónus 0 1.997.501 EJ 5 af 6 4 64.570 0 4 af 6 212 1.930 0 3 af 6 +bónus 774 220 vinningur fór til Finnlands Heildarupphæd þessa viku: 45.785.221 Áisi, 2.835.221 UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 8IRT MEO FYBIRVARA UM PRfNTVILtUR Tónleikar á sundunum bláu í kvöld, föstudagskvöld Hljómsv. Vinir Dóra spiiar með undirleik öldunnar. Brottför frá Ægisgarði (gegnt hvalbátunum). Fargjald kr. 1.000. Allar veitingar um borð. • Ss. Árnes, sími 893 6030. ú feta í fótspor bróður Cadfaels? TAKTU ÞÁTT í spennandi leik B» BÓKANNA og SJÓNVARPSINS Þú getur unnið þér inn helgarferð með heimsókn í Shrewsburyklaustur, heimaslóðir spæiaramunksins nsæla sem er frægur af bókunum og líka úr sjónvarpi. Það eina sem þú þarft að gera er að leysa eina eða fleiri af fjórum gátum um Bróður Cadfael svörin við gátunum finnur þú í bókunum um Cadfael. Ef þú leysir allar fjórar gáturnar fjórfaldar þú vinningsmöguleika þína. Gáturnar birtast ein í einu í HELGARBLAÐI DV. l'jf'É'3 , 8-júh-gát* I5. jíil-gáta 22. júlí-gáta Liki ofaukia Bláhjálmur Líkþrál maðurinn Athvarf öreigans Glæsileg utanlandsferð í boði I Dregið verður Or rétium lausnum og hlýtur einn I heppinn sigurvegari glæsilega helgarferð fyrir tvo I til Shrewsbury með heimsókn í klaustrið. r.yM < Flogið verður 25. ógúst með Air Emerald jr til Luton ó Englandi - möguleiki er oð fram- j Cé-R T^xú. lengja dvölina I Englondi eða á írlandi. I [K. AUKAVERÐLAUNI Tíu heppnir þátttakendur verða dregnir úr pottinum | og hljóta þeir tíu Úrvalsbækur að eigin vali, að heildarverðmæti 8.950 kr. I hver pakki. - Skilafrestur er til 9. ágúst. t>ú sendir lausnirnar til Úrvalsbóka | | rr - merkt Bróðir Cadfael - Þverholti ll - 105 Reykjavík. Bækurnar um bróður Cadfael fóst á næsta sölustað og kosta aðeins 895 kr. og enn þó minna á sérstöku tilboði í bókaverslunum. «Uu|!^MU(M.UOK 8 EMERALD AIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.