Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 Fréttir Selko-hurðir í Mosfellsbæ gera stórsamning: Framleiða þúsundir hurða fyrir þýskt fyrirtæki - gæti skapað 30-40 manns atvinnu Fyrirtækiö Selko-hurðir í Mos- fellsbæ hefur gert samning sem gild- ir til áramóta viö þýskt fyrirtæki um framleiðslu nokkur þúsund hurða fyrir Þýskalandsmarkað. Að sögn Þórðar Axelssonar, framkvæmda- stjóra Selko-hurða, hefur samning- urinn verið í undirbúningi undan- farna tvo mánuði. Viljayfirlýsingar liggja fyrir um framlengingu samn- ings ef vel tekst til. Þá gæti fram- leiðslan oröið vel á annað hundrað þúsund hurðir. Um yrði að ræða tí- falt meira magn en selst af hurðum á innanlandsmarkaði í dag. Þýska fyrirtækið, sem framleiðir karma og annast heildsöludreifingu á hurðum, flytur hráefni í hurðirnar til íslands en þær eru framleiddar úr margs konar viðartegundum. Þórður vildi í samtali við DV ekki gefa upp verð- mæti samningsins en ljóst er að það skiptir milljónum. Vegna samninganna við Þjóðverja verður stofnað nýtt fyrirtæki sem hefur hlotið nafnið Mos hf. Fyrirtæk- ið Selko-hurðir er aðallega í eigu Þóröar en nokkrir innlendir aöilar koma að stofnun Mos. Það mun framleiða hurðir undir vörumerkinu Selko en Selko sem fyrirtæki verður lagt niður. Selko-hurðir verða áfram seldar á innanlandsmarkaði. Fram- leiðslan verður áfram í gamla Ála- fosshúsinu í Mosfellsbæ með örlítið endurbættum tækjabúnaði. Þórður sagði að fjölga þyrfti starfs- mönnum um 5 fram að áramótum en í dag starfa 7 manns við fram- leiðslu Selko-hurðanna. Ef samning- ar verða framlengdir sagðist Þórður gera ráð fyrir að 30-40 starfsmenn yrðu hjá Mos hf. „Þjóðveijarnir telja sig ná meiri gæðum með framleiðslu hér á landi. Þeir útvega allt hráefni nema að við útvegum lakkið á hurðirnar," sagði Þórður. Ljóst er að þetta er einhver stærsti samningur sem innlent húsgagna- fyrirtæki hefur gert í útflutningi. Hann kemur til með að skapa mikil viðskipti fyrir Eimskip þegar fullir gámar af hráefni verða fluttir frá Þýskalandi til íslands og þeir fylltir tilbakaafSelko-hurðunum. -bjb Fjögurra síðna auglýsingablaðauki frá Bónus-Radíói fylgir DV í dag. - Sjá bls. 27-28 og 37-38. NIÐURSTAÐA - segir Ami Möller, stjómarformaður Miðils Orðrómur hefur verið á kreiki um að Mánudags- og Helgarpósturinn Á Hinrik Bragason aö taka þátt í hestaíþróttum á HM I Sviss? komi ekki út eftir helgi. Arni Möller, stjórnarformaður Miðils hf. sem gef- ur blaðið út, sagði í samtali við DV að ekki væri fótur fyrir þessum fregnum. „Við erum að fara í gegnum nafla- skoðun þessa dagana. Allir þættir rekstrarins eru skoöaðir. Pósturinn er ekki að hætta, hann kemur út á mánudag og fimmtudag og vonandi bara um alia framtíð. Eitt af því sem við erum að skoða er aukning hluta- flár en þetta skýrist nánar hjá okkur á mánudag," sagði Ámi. Ámi sagði að áætlanir um fjölda áskrifenda og lausasala hefðu ekki gengið upp, hlutimir heföu þróast hægar en vonast var til. „Þetta þýðir m.a. aö dregist hefur að greiða starfsmönnum laun. Að meðaltali skuldum við starfsmönn- um tveggja til þriggja vikna laun.“ Árni sagði að ekki lægi fyrir hver settist í ritstjórastól Gunnars Smára Egilssonar sem ritaði eftirminnileg- an kveöjupistil í Helgarpóstinum sl. fimmtudag. Sigurður Már Jónsson aðstoðarritstjóri væri starfandi rit- stjóri og ákvarðanir í þessu sam- bandi yrðu einnig teknar á mánudag. Gunnar Smári sagðist í samtali við DV fyrst og fremst hafa verið orðinn leiður á blaðamannsstarfinu og neit- aði því að uppsögn hans tengdist ó- sætti við eigendur blaðsins um áframhaldandi rekstur þess. Gunnar Smári mun reyndar ritstýra Mánu- dagspóstinum um helgina í fjarveru Sigurðar Más. -bjb Jaðarskattur nálgast 100% Friðrik Sophusson sagði á blaða- mannafundi í fjármálaráðuneytinu að íslenska tekjuskattskerfið væri sérstakt og gallað þar sem einungis þriðjungur greiddi tekjuskattinn. Sagði hann að tekjutengingar gerðu það að verkum að jaðarskattur gæti í sumum tilvikum nálgast 100 pró- sent og ef hann færi upp fyrir það tapaði fólk beinlínis á því að auka framtaldar tekjur sínar. Sagði Friðrik að vinna færi af stað við endurskoðun á þessu í haust eftir að búið væri að ganga frá fjárlögum. Sú vinna færi fram í samvinnu viö aðila vinnumarkaðarins. -GJ Þykkur reykur Slökkviliðið var kallað út að Vest- urgötu 35b í fyrrakvöld. Nágrannar höfðu oröiö varir við reyk í kjallara. Talsvert þykkur reykur var á staðn- um þegar slökkviliðið kom en lítill eldur. Frekast var eins og spónaplöt- ur og annað timbur hefði sviðnað. Húsráðandi var að brugga í kjallar- anum og var ekki sáttur við veru lögreglu og slökkviliðs. Lögreglan flutti manninn á slysadeild þar sem hann hafði andað að sér einhverjum reyk. Hann mun einnig hafa verið búinn að bragða mjöðinn. Bruggmáliðerírannsókn. -sv Kassagerðin: Vaxvél of hitnaði Síðasti útsendingardagur útvarpsstöðvarinnar Hringsins, hjá félögunum Baldri Kristjánssyni og Birgi Haralds- syni, var í gær. Þá fengu þeir Jón Axel og Gulla Helga til liðs við sig í söfnun fyrir Barnaspitala Hringsins. Margir góðir gestir komu í hljóðstofu Hringsins, þar á meðal Bubbi Morthens sem hér sýnir Gulla skínandi skallann. Fyrir framan þá sitja, frá vinstri, Jón Axel, Baldur og Birgir. Söfnunin gekk vel hjá þeim piltum. DV-mynd JAK Pósturinn í naflaskoðun Brunaboði fór í gang í Kassagerð- inni í Reykjavík í gær. Vél sem vax- ber pappír hafði ofhitnað og reykur frá henni sett kerfið í gang. Slökkvi- liðið í Reykjavík fór á staðinn en þurfti ekkert að aðhafast. Viðvörunarkerfi í Sundaskála fór einnig í gang en þar reyndist ekki vera neinn eldur. -sv Þórður Axelsson með eina af Selko-hurðunum sem fara á Þýska- landsmarkað. DV-myndJAK Stuttar fréttir Engínn Bónus hjá Prestl Vörumerkjaskrá hefur hafnað beiðni Sendibílastöðvarinnar Þrastar um notkun á vörumerk- inu Bónus-Greiöabill. Vöru- merkjaskrá tók þar með mótmæli Jóhannesar Jónssonar í Bónusi sf. til greina. LafmóðflriLeifsstöð Segja má aö starfsmenn Leifs- stöðvar á Keflavíkurflugvelli hafi verið lafmóðir í gær þvi hvorki meira né minna en 5 þúsund far- þegar fóru um stöðina. Sam- kvæmt Bylgjunni var þetta anna- samasti dagur sumarsins. NartaðíNagga Kjötiðja Kaupfélags Þingeyinga á Húsavik hefur sent frá sér nýja afurð, unna úr lambakjöti, sem nefnist Naggar. Um er aö ræða skyndirétt sem hefur verið i þró- unsl.3 ár i samstarfi við RALA. PoulNyrupkemur Poul Nyrup Rasmussen, forsæt- isráöherra Ðanmerkur, og eigin- kona hans, Lone Dybkjær, eru væntanleg í opinbera heimsókn til Islands dagana 7. til 11. ágúst næstkomandi. Áskoruntil foreldra Átakið Stöðvum unglinga- drykkju hefur sent frá sér áskor- un til foreldra ungmenna að senda þau ekki eftirlitslaust á útihátíðir um verslunarmanna- helgina. Sérstaklega er varaö viö þjóðhátiðinni í Eyjum og tónleik- unum á Kirkjubæjarklaustri. Eyðijörðumfjölgar Jörðurn í eyði hefur fjölgaö um þriöjung í landinu síöan 1980. Eyðijarðir voru 1836 talsins í árs- lok 1994, þar af átti ríkið 182. Hlutabréfáhlaupum Hlutabréf að söluverðmæti 55 milljónir króna skiptu um eig- endur á fimmtudag og fóstudag. Verðið hefur sömuleiðis rokið upp og náöi þingvísitala hluta- bréfa sögulegu hámarki í gær, 1169stigum. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.