Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 17 Fegrunaraðgerðir ódýrastar á Islandi Þeim hefur ekki fækkað sem láta stækka á sér brjóstin, soga burt fitu og lyfta maganum þrátt fyrir að Tryggingastofnun taki ekki lengur þátt í kostnaðinum. Fegrunaraðgerð- irnar kosta flestar nokkra tugi þús- unda en eru reyndar hvergi ódýrari en á íslandi, að sögn Guðmundar M. Stefánssonar, sérfræðings í lýta- skurðlækningum. „Það hefur nú verið rætt meira í gríni en alvöru hingað til að það væri hægt að auglýsa þessar aðgerð- ir erlendis. Ég held að það sé alltaf að koma betur og betur í ljós að þetta væri vel hægt,“ segir Guðmundur. Hann telur að almennt efnahags- ástand á íslandi skýri það hversu ódýrar fegrunaraðgerðir eru hér mið- að við annars staðar. „Ég held að menn hafi nú bara lagað sig að þess- um íslenska markaði. Ég hef engar aðrar raunhæfar skýringar á því. Það hefur líka alltaf sýnt sig í að löndum þar sem ríkið hefur borgað heilbrigð- isþjónustu þýði ekki að koma með þetta í neinum heljarstökkum." Verð hjá lýtalæknum er mismun- andi og efniskostnaður sömuleiðis. Umfang aðgerðanna er mjög mis- munandi. Það skiptir einnig máli varðandi kostnað hvort viðskipta- vinurinn er svæfður eða deyfður. Flestir koma til að láta taka augn- poka, strekkja andhtshúð, stækka bijóst og soga burt fitu. Fitusogiö er ein vinsælasta aðgerðin í dag. „Kven- mannslíkaminn hefur ákveðna fitu- dreifmgu og það eru ákveðnir staðir þar sem fitan brennur af einhverjum orsökum verr. Forðafitan vih bara vera þarna. Þetta eru oft þau líkams- svæði sem gefa konum kvenleg ein- kenni, eins og til dæmis mjaðmir, Það vakti athygli sænsku nektar- dansmeyjarinnar Caroline hvað fegrunaraðgerðir eru ódýrar á ís- landi. Hún notaði því tækifærið til að láta stækka á sér brjóstin. DV-mynd GVA læri, innanverð hné og neðanverður kviður. Þrátt fyrir megrun, eróbikk og annað slíkt gengur illa að ná fit- unni af þessum svæðum. Það virðist vera sem tískan krefjist þess í dag að ekki sé fita þarna. Þetta á kannski eftir að brevtast," tekur Guðmundur fram. Á meðan tískan ræður ferðinni græða lýtalæknarnir en fjöldi að- gerða er atvinnuleyndarmál. „Það Hvað kosta fegrunaraðgerðirnar? Viðtalskostnaður 1.350 l- Nefaðgerð 40-100 þús I Andlitsslípun (húðslípun) 30-60 þús. 135 130-160 150 þús. Eyrnaaðgerð 40-50 þús. r i Augnlok/pokar 1 par: 3040 þús. pör: 60-75 þús. Andlitslyfting 100-160 þús. Fitusog lítið: 30-50 þús. stórt: 80-120 Magalyfting 140-180 þús. JŒraL Dæmi um kostnað vegna fegrunaraðgerða. Verð hjá lýtalæknum er mismun- andi og efniskostnaður líka. Umfang aðgerða er einnig mjög mismunandi. eru ekki til neinar tölur yfir þetta. Þessu er haldið mjög leyndu. Þetta er viðkvæmur bisness og læknar eru ekki að bera sig saman. Maður veit ekki um umfang hvers og eins,“ seg- ir Guðmundur. Körlum, sem koma í fegrunarað- gerðir, hefur fjölgað þó enn séu kon- urnar miklu fleiri. „Karlar koma helst til að láta laga augnlok og í andlitslyftingar. Þeir koma einnig í fitusog. Það er töluvert um að bis- nessmenn, sem eru orðnir þreytuleg- ir en verða að líta vel út, komi í fegr- unaraðgerðir." Ekki er farið að lengja eða þykkja typpi á íslandi. Slíkar aðgerðir hafa verið gerðar í Danmörku í eitt og hálft ár. „Ég held að þessar aðgerðir séu á algjöru byrjunarstigi. Þetta þarf að þróast í nokkur ár af nokkr- um mönnum áður en þetta verður algeng aðgerð," segir Guðmundur. Það er fólk úr öllum stéttum og á öllum aldri sem lætur gera á sér fegr- unaraðgerðir. Flestir viðskiptavin- anna eru á aldrinum 45 til 65 ára. I> A Allir vita að það er leikur einn \ þátttökuseðli sem fæst í að grílla lambakjöt. Og næstu matvöruverslun. c5móeam- nú færist enn meira fjör gasgrill Þar með ertu með í potti í leikinn því nú getur þú og átt möguleika á að vinna glæsilegt Sunbeam gasgrill. Dregið er tvisvar sinnum, 10 gasgrill í hvort sinn. f fyrra skiptið þann 7. júlí og í seinna skiptið þann unnið þér inn glæsilegt gasgrill í skemmtilegum safnleik. Safnaðu 3 rauðum miðum sem finna má á öllum grillkjötspökkum með lambakjöti og sendu pósthólf 7300, 127 Reykjavík ásamt A natturulegagott 11. ágúst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.