Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 Visnaþattur__________________ Árla nam ég Eldans tal Jón Eldon fæddist í Keldunesi 11. unglingsaldri, og lagði hún gott til agúst 1851. Faðir hans var Erlend- ur Gottskálksson og var hann hag- mæltur vel og hefur verið getið fyrr í þáttum þessum. Erlendur átti Jón með fyrri konu sinni, Sigríði Finn-' bogadóttur. Jón var næstelstur þeirra systkina og þótti hann einna gjörvulegastur þeirra. Snemma byrjaði Jón að kveða og þannig minnist Einar Benediktsson skáld Jóns frá æskuárum sínum: Árla nam ég Eldans tal, ort var fram á vökur. Þegar kvam í Kaldadal kváðust gamanstökur. • Jón var ekki við eina fjöhna felld- ur. Fór hann víða um og eignaðist mörg heimili. Var hann tíðum hús- maður, þjónaði sjálfum sér og eld- aði mat sinn. Fæddust honum börn á víð og dreif þar sem hann fór því fríður var hann og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom og litu konur hann hýru auga. Maður nokkur deildi á Jón fyrir lauslæti og svaraði Jón þá: Þetta enda álíst synd. En ég stend ófeiminn. Þótt ég endrum alvaldsmynd út í sendi heiminn. Jón kom á samkundu eina þar er Jón nokkur Hörgur flutti mál sitt af ákafa: Hér eru orðin hjöluö mörg, höftin tungu slitin. Vitleysan úr herra Hörg hrapar út um vitin. Erlendur, faðir Jóns, og Benedikt sýslumaður Sveinsson voru vinir ágætir. Var Jón um skeið skrifari sýslumanns þó ekki stæði lengi. Segir sagan að sýslumaður hafi verið með kvenmanni í afhýsi og Jón ort þar út af þessa stöku: Hringalind er hjá honum, hann er girndum brenndur. Meyjaryndið á honum eins og tindur stendur. Einar skáld, sonur sýslumanns, nam á augabragði vísuna og eitt- hvert sinn er sveinn reiddist foður sínum hafði hann yfir vísuna í hefndarskyni. Reiddist Benedikt þessu og rak skáldið Jón í bræði sinni. Krákárbakki hét býli suður frá Baldursheimi í Mývatnssveit og stóð bærinn vestan Krákár, gegnt Sellandafjalli, Tveggja tíma gangur er frá Baldursheimi að Krákár- bakka. Þama inni á heiðinni bjó maður að nafni Páll Guðmundsson. Einhvem tíma falaði Jón hús- mennsku hjá Páli sem tók þvi fjarri. Rósa hét dóttir Páls, þá á með Jóni en ekki varð þó af samn- ingum. Er menn inntu Jón eftir hversu samningar hefðu gengið millum þeirra Páls svaraði hann: Eg var að makka auðs um Bil, ástin sprakk úr skorðum. Páll á Bakka bjó mér til blíðan sprakka forðum. Einnig þessi: Dælu táls ég dró um háls draumabáls úr skorðum. Dóttir Páls var mjúk til máls, mælti frjálsum orðum. Vfsnaþáttur Valdimar Tómasson Björg nokkur Friðriksdóttir bar Jóni kaffi. Hann kvað þá: Kaffið sýður könnum á, kemur blíðan þarna. Unaðsfríða auðargná eg mun síðar barna. Reyndist Jón sannspár því dóttir Jóns og Bjargar hét Gerður og bjó í Kelduhverfi. Jón var mikill vinur Sveins á Bjamarstööum í Bárðardal, Krist- jánssonar. Voru borð dúklögð er Jón bar að garði en síðar kólnaöi vináttan og eitt sinn er Jón fór fram hjá Bjarnarstöðum kvað hann: Eitt sinn var ég hart nær hér hita kærleiks brunninn. Hnífapara öldin er út í móa runnin. Jón kvað að lokinni jaröarfor umkomuleysingj a: Hér er lagður Mðinn nár lágt í grafar eyði, falla engin, engin tár ofan á þetta leiði. Framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála Staða framkvæmdastjóra menningar-, uppeldis- og fé- lagsmála Reykjavíkurborgar er Iaus til umsóknar. Um er að ræða nýja stöðu. Starfslýsing liggur frammi hjá ritara borgarstjóra í Ráðhúsinu. Gerð er krafa um háskólamenntun og reynslu á sviði stjórnunar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. október eða eftir nánara sam- komulagi. Skriflegum umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skila til borgarstjóra, Ráðhúsi Reykjavíkur, fyrir 14. ágúst. Borgarstjórinn í Reykjavík júlí 1995 * Rétt er að vekja athygli á að það er stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjómunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgar- innar, stofnana hennar og fyrirtækja. Matgædingur vikuiuiar Hrísgrjóna- bollur og eplakaka Freyja Magnúsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur í Hrafna- gih í Eyjafjarðarsveit, er matgæð- ingur vikunnar að þessu sinni. „Ég er grænmetisæta og nota hvorki sykur né ger og forðast unnar mat- vörur þar sem ég er með ger- sveppaóþol,“ segir hún. „Ég hef verið að þróa þessa mat- argerð í nokkur ár og hður miklu betur. Þetta er vissulega meira umstang en maður reynir að vinna sér auðveldara með því aö gera stóra skammta í einu og frysta.“ Hrísgrjónabollur með karrísósu 500 g hýðishrísgijón 1 stór laukur 1 th 2 hvítlauksrif 1 stór bolli nýrnabaunir (eða kjúkhngabaunir) 1 tsk. sjávarsalt cayennepipar eftir smekk Baunirnar lagðar í bleyti yfir nótt og síðan soðnar í nýju vatni í um þaö bil 11/2 klst. Grjónin skoluð og soðin í 45 til 60 mínútur. Best er að leggja þau í bleyti yfir nótt og sjóða í nýju vatni. Laukur, baunir og grjón hakkað í hakkavél. Kryddi bætt í og hrært vel saman, síðan mótað í litlar boll- ur sem steiktar eru í ólífuolíu á pönnu. Bomar fram með karrísósu og gufusoönum kartöflum, rófum og gulrótum. Freyja Magnúsdóttir. Karrísósa 3/4 bolli saxaður laukur 3/4 bohi saxað sellerí 3/4 bolli smátt skorin paprika (gul eða græn) 1 pressað hvítlauksrif biti af rifinni engiferrót 1 grænmetisteningur (sykur- og gerlaus) 1 msk. karrí 4 bollar vatn Laukur, hvítlaukur og karrí mýkt í smjöri, engiferi bætt í og látið krauma svolitla stund. Pa- priku og selleríi bætt í og látið krauma áfram nokkra stund. Vatni bætt í, grænmetisteningurinn brytjaður út í og hrært vel. Látið sjóða í um það bil 5 mínútur. Þykk- ið þá með maisenamjöli og saltið. Eplabaka 3 stór eph 2 perur 5 döðlur 1 bohi kókosmjöl hreinn ávaxtasafi (t.d. Florida Sunnan 10) 1 dl vatn Eph og perur afhýtt og sneitt fremur þunnt í pott. Döðlum og kókosmjöli ásamt ávaxtasafa og vatni bætt í. Soðið þar til meyrt. Sett í bökuform. 1 bolli heilhveiti 1 bolli haframjöl 1/2 tsk. neguh 2 tsk. kanell 1/2 tsk. natron 1/2 bolh olía (t.d. olífuoha) 1/2 bolli vatn (jafnvel meira) Öllu blandað saman, hnoðað ör- lítið, flatt út og lagt ofan á ávextina í forminu eins og lok. Hökkuðum hnetum stráð ofan á. Bakað við um það bil 170 gráður í 20 til 25 mínút- ur. Þeyttur rjómi borinn fram með volgri kökunni. Freyja skorar á Sigríði Halblaub í Reykjavik að verða næsti mat- gæðingur. „Hún lumar á mörgum góðum uppskriftum." Eftir helgina má fá uppskriftina í Símatorgi DV. Símanúmerið er 904-1700. Hinhliðin Jólarjúpa og malt- öl í uppáhaldi - segir Ragnar Kjartansson í Kósý Ragnar Kjartansson er einn af fjórum piltum í unglingahljóm- sveitinni Kósý. Hljómsveitin var stofnuð fyrir níu mánuðum og hef- ur vakið mikla athygli. „Við höldum áfram á meðan það verður jafn ljúft og það er núna. Þetta er bara eins og kaffiboð hjá okkur vinunum. Maður yfirgefur þaö þegar það verður leiðinlegt,“ segir Ragnar sem útskrifast frá MR næsta vor. í sumar starfar hann hjá tómstundaráði. Fullt nafn: Ragnar Kjartansson. Fæðingardagur og ár: 3. febrúar 1976. Maki: Kærastan mín er Elsa Eiríks- dóttir. Börn: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Nemi og dúllari. Laun: Sæmileg. Áhugamál: Tónhst og matur. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottó? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Borða góðan mat með góöu fólki. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vera með hausverk. Uppáhaldsmatur: Jólarjúpan. Uppáhaldsdrykkur: Maltöl. Hvaða íþróttamaður stendur Ragnar Kjartansson. fremstur í dag? Magnús Scheving. Uppáhaldstímarit: Urval. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Sigríður Hagalín heitin. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur, ég fíla þessi rólegheit. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Ringo Starr. Uppáhaldsleikari: í augnablikinu er það Arnold Schwarzenegger. Uppáhaldsleikkona: Uma Thur- man, hún er beib. Uppáhaldssöngvari: Kahled. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Dav- íð. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Andrés. Uppáhaldssjónvarpsefni: Simp- sons. Uppáhaldsveitingahús: Hótel Val- höh. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Bók sem ég hef aldrei náð að klára, fánareglubókina. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Hjálmar og Goggi. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Jón Ársæll. Uppáhaldsskemmtistaður: Þeir eru allir ósköp skemmtilegir. Uppáhaldsfélag í íþróttum: KR. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að hafa það huggu- legt. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég ætla að bregða mér til Lon- don og Amsterdam.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.