Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 45 Sex ár í útlöndum - nú húsfreyja í Vigur: „Ég fann mig aldrei neitt sérstaklega vel í London, mér leið mjög vel í Amsterdam en mér finnst lifið hér í Vigur alveg yndislegt. Ég hef aldrei séð mig fyrir mér í húsfreyjustarfinu og eflaust hefðu einhverjir hlegið ef þeim hefði verið sagt að ég ætti eftir að standa við eldavélina og uppvask- ið í aðalstarfi. Ég sem hef bara eldað fyrir mig eina og bakað eina köku á ári. Þá eru önnur húsverk hér mér nokkuð framandi en þau virðast liggja afskaplega vel fyrir mér,“ segir Ingunn Ósk Sturludóttir, húsfreyja í Vigur, en blaðamaður DV heimsótti þessa paradís í ísafjarðardjúpi á dög- unum og hitti þá að máli söngkonu sem hefur heldur betur söðlað um. Eftir sex ára veru í tveimur af stór- borgum Evrópu hefur hún sest að í Vigur. Þar búa nú niu manns fast allt áriö, örlítiö fleiri á sumrin. Sogaði í mig menninguna „Ég lauk áttunda stigi í söng hér heima 1987, hélt síðan til Lundúna árið eftir og var þar í tvö ár í einka- tímum. Ég notaði tímann þar til þess að soga í mig menninguna en engu að síður líkaði mér vistin þar ekki vel. Mér fannst borgin of stór og ys- inn of mikill. Eftir tvö sumur í Lon- don kom ég hingað heim en mig lang- aði til að læra meira, sótti um í tón- listarháskóla í Amsterdam og fékk þar inni í óperudeild." Ingunn var fjögur ár í Amsterdam og þar leið henni betur en í London. Hún segist hafa búið í gamla borgar- kjarnanum og eignast fullt af vinum, íslendingum og útlendingum, sem hún hefur mikið samband við í dag. Smyglaði mér með Síðan Ingunn kom heim úr námi hefur hún búið í Reykjavík, kennt á Akranesi og verið að syngja hingað og þangað. Hún segir að vitaskuld séu söngvarar á íslandi kannski að missa af tækifærum sem gætu boðist ef þeir væru búsettir erlendis en margir mjög góðir söngvarar sem hún þekki erlendis hafi miklu minna að gera en hún. Það sé því ekki alslæmt að vera söngvari á íslandi. „Ég gerði tilraun til þess aö komast að í söng úti en eftir að hafa sungið fyrir umboðsmann í Þýskalandi, og fengið mjög góðar viðtökur, gerði ég mér grein fyrir að ég gæti hvergi hugsað mér að eiga heima nema á íslandi. Aðdragandinn að því að ég bý nú hér í Vigur er svolítið skondinn því fyrir ári smyglaði ég mér með systur minni í afmælisveislu sem haldin var hér. Góð vinkona hennar er systir Björns, mannsins í lífi mínu, og ég varð nokkurs konar boðflenna í véislunni. Ég hafði komið með sem söngkona en ég missti allan mátt eft- - segir söngkonan Ingunn Ósk Sturludóttir flörð að syngja og ég hélt einsöngs- tónleika í Reykjavík sl. haust. Ég sé alveg fyrir mér að ég haldi aðra slíka áður en langt um líður. Þegar fer að hægjast um hér þá hugsa ég að ég - eigi eftir að hafa góðan tíma til þess að æfa mig, reyndar betri tíma en ég hef áður haft. Það er sífellt verið að tala um heimsborgara sem koma héðan og þaðan en ég held að sveita- fólk sé ekki minni heimsborgarar. Hér t.d. er mikið og gott bókasafn og fólk hér fylgist vel því sem gerist úti í hinum stóra heimi." Kvíði ekki vetrinum Björn og Ingunn gengu með blaðamanni DV um eyjuna og Björn þekkti hverja hverjum steini. Hér hefur hann náð í teistuunga undan einum steininum. Lappi þúfu og vissi hvað leyndist undir fylgist rólegur með. DV-mynd SV ir að ég koma hingað. Spurningin er sú hvort hafi verið á undan að heilla mig, maðurinn eða eyjan." Fimmtán hundruð ferðamenn á ári Ingunn flutti út í Vigur í liðnum maímánuði og segir hún að sér hafi verið mjög vel tekið. Þar búa nú fé- lagsbúi hjónin Salvar Baldursson og kona hans Hugrún Magnúsdóttir, ásamt þremur sonum, og Bjöm Bald- ursson og Ingunn. Foreldrar þeirra bræðra, Baldur Bjarnason og Sigríð- ur Salvarsdóttir, búa einnig í eyj- unni. „Mér hefur verið einstaklega vel tekið. Hugrún hefur tekið mér eins og systur og hún hefur verið afskap- lega þolinmóð við að koma mér inn í verkin. Hingað koma um fimmtán hundruð ferðamenn í þann stutta tíma sem ferðamannatíminn stendur yfir og því er yfirleitt mikið að gera. Hingað eru daglega ferðir frá ísafirði og eftir að fólk hefur gengið um eyj- una fær það hér veitingar hjá okkur. Ferðamennimir hrífast einna mest af fuglalífinu en kyrrðin hér heillar marga.“ í Vigur er hið sk. Viktoríuhús, hús sem byggt var 1862, og þar er líka gömul kornmylla frá 1840. Myllan er nothæf en Ingunn segir að þótt allt sé gert heima þá kaupi þau nú korn- ið malað. Bæði húsið og myllan hafa verið friðuð og em í eigu Þjóðminja- safnsins. Lítið sungið enn „Ég hef ekki enn sungið hér í eyj- unni, ef undan eru skildar stöku rok- ur úti á túni, en ég er síður en svo hætt að syngja. Ég hef farið út á ísa- Engum leynist rómantíkin sem svífur yfir vötnunum á stað eins og Vigur. Yfir sumartímann er nóg að gera, mikið er af ferðamönnum og samgöngur eru tíðar og góðar. Ing- unn segist hafa verið í Vigur um tíma í fyrravetur og hún kvíði ekki vetrin- um nú. „Það er nú ekki eins og fólk leggist bara fyrir hér yfir veturinn og bíöi þess að hann líði. Hér eru rollur og kýr og við erum að vinna við æöar- dúninn alveg fram að áramótum. Hingað kemur bátur tvisvar í viku, ef veður leyfir, með vistir og slíkt, og ég er viss um að mér á eftir að líða álíka vel hér í vetur og hingað til. Ég mun að auki kenna við Tón*- listarskólann á ísafirði í hálfri stöðu í vetur. Eftir að við Björn kynntumst kom aldrei neitt annað til greina frá minni hálfu en að ég flytti hingað. Hér líður mér vel og hér vil ég vera.“ -SV Löngufjörur (Snæ). Fjörur miklar og leirur fyrir Eyja- og Miklaholtshreppi. Þær eru stundum taldar ná frá Hítamesi allt vestur að Búðum en venjulegast er að kalla Lönguíjörur aðeins að Stakkhamri. Um fjömmar var fyrmrn alfaraleið og mátti fara þar þeysireið á þéttum söndum en sæta varð sjávarföllum. Þar vísaði Æri-Tobbi ferða- mönnum til leiðar yfir HafQarðará með vísunni: Smátt vill ganga smíðið á í smiðjunni þó eg glamri. Þið skuluð stefna Eldborg á, undir Þórishamri. En þar var ófæra og dmkknuðu þeir allir. ÖRN OG (#) ÖRLYGURf Vinningaskal K/s f vitjað hja Dvergshöfða 27, Reykjavík • Sími 568 4866 Erni og Örlygi hf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.