Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 29. JÚLl 1995 Sviðsljós Kærustupar á Englandi: 54 ára aldursmunur Ástarsaga Emily Beam, sem er tvítug, og Michaels Alexand- ers, sem er 74 ára, hlýtur aö gefa eldri mönnum smávegis sjálfstraust. „Viö lítum kannski út eins og Fríöa og dýrið,“ segir Michael. „En Emily segir alltaf að í hennar augum sé ég fálleg- ur.“ Emily kynntist Michael í einkaklúbbi í London. Þau horfðu hvort á annað og hann bauð henni á Ustsýningu. Þau urðu góðir vinir en áttuðu sig síðan á að vináttan hafði þróast í ást. „Þegar við uppgötvuðum að við ættum vel saman í rúm- inu líka var ekki aftur snúið. Við hófum búskap. Emily er ung og vill ekki binda sig í hjónabandi en við eigum vel saman. Við ætlum fljótlega saman til ítahu en síðan mun- um við taka einn dag í einu,“ segir kærastinn aldni. Þegar fréttist af kærustupar- inu í Englandi urðu miklar umræður í landinu vegna ald- ursmunarins. Þau láta það þó ekki á sig fá. Emily hefur ekki hriflst af honum vegna pening- anna því hann er ekkert sér- staklega ríkur. Hún er heldur ekkert heimsk þar sem henni gekk mjög vel í þekktum einka- skóla semhúnvarí. Parið býr í íbúð Michaels í London. Heimilið er hlaðiö hin- um ýmsu húsgögnum, bókum ogmyndum. Emily hætti í háskóla til að vera meira hjá Michael en starfar á ritstjómarskrifstofu tískublaðs. Þegar hún kemur heim bíður Michael með drykk handa henni og þau ræða máhn meðan hún tekur til kvöldmat. Michael hefur í gegnum tíðina skrifað átta bækur og rekið tvö veitingahús. Einnig gat hann sér góðan orðstír í hernum. Um þessar mundir er hann að skrifa kvikmyndahandrit. Á hverjum föstudegi fara þau saman í hádegisverð og versla síðan inn fyrir helgina. Þrátt fyrir 54 ára aldursmun segjast þau vera afar ástfangin. Waris Dirie, ein eftirsóttasta fyrirsæta heims: Reynt að selja hana fyrir fimm kameldýr Þegar fyrirsætan Waris Dirie var þrettán ára reyndi faðir hennar aö selja hana fyrir fimm kameldýr. Núna er hún ein af eftirsóttustu fyr- irsætum heims og geta dagslaun , hennar numið allt að einni miUjón króna á dag. Waris Dirie, sem er frá SómaUu, er dóttir geitahirðis og bjó við mikla fátækt. Vendipunkturinn í lífi henn- ar varð er hún var þrettán ára. Faðir hennar reyndi þá að selja hana sex- tugum manni fyrir fimm kameldýr en hún flúði tU frænda síns tU Moga- dishu, höfuðborgar Sómalíu. Waris komst til Englands í gegnum Waris hefur skreytt forsíður ýmissa tískutímarita. sambönd í sómalska sendiráðinu í London og gerðist í fyrstu barn- fóstra. Það var svo dag einn fyrir tólf árum að tískuljósmyndarinn Mike Goss kom auga á hana þegar hún haUaði sér upp að skólanum sem dóttir hans gekk í. Waris var aö bíða eftir barni sendiráðsstarfsmanns. Það er haft eftir Goss að hann hafi strax tekið eftir óvenjulegu útliti Waris. Hann var að búa tU nýja aug- lýsingu fyrir myndastofu sína og þótti Waris kjörin til að vera á aug- lýsingunni. Að sögn Goss kom Waris með miklu eldri mann með sér sem hún kynnti sem frænda sinn. Ljós- myndarinn gerði ráð fyrir að frænd- inn heföi komið með til að fylgjast með að ekki væri um ósiðsamlega starfsemi að ræða. Goss hvatti Waris, sem auk þess að gæta barns afgreiddi á hamborg- arastað, tU að fara á fund fleiri ljós- myndara. Goss sá hana ekki aftur fyrr en eftir tvö ár þegar hún heim- sótti ljósmyndastofu hans. Er hann spurði hvað hún hefði haft fyrir stafni svaraði hún: „Æ, það hefur svo sem ekki verið neitt sérstakt. Ég er búin að leika í James Bond mynd og vinna fyrir Pirelh.“ ... að Andrew Shue, ein af sfjörn- unum í Melrose Place, hefði far- ið tii ísraeis í sumarfriinu sínu til að slappa af. Hann skoðaði grátmúrinn i Jerúsalem, baðaði Sig við strendur Tel Aviv og lék beduína i eyðimörkinni. ... að Rowan Atkinson væri orð- inn leiður á herra Bean sem hann hefur leikið siöan 1979. Það er ekki sist vegna þess að sjálf- um þykir honum gaman að tala en herra Bean segir ekki orð. Atkinson er einnig með bíladellu en fær bara að keyra ryðgaðan mlni í hlutverki Beans. Hann kættist þvi þegar hann fékk að leika aðalsmann með bíladeilu í nýjum myndaflokki. ... að vel hefði farið á með Rac- hel Hunter og Britt Ekland þegar þær hittust á frumsýningu í Lon- don á dögunum. Það sem þær eiga sameiginlegt er Rod Stew- art. Rachel Hunter er gift honum en Britt Ekland bjó með honum í mörg ár. ... að Diandra Douglas krefðist nú forræðis yfir 1S ára syni sin- um og Michaels Douglas. Dlandra er búin að gefast upp á kvennafari eiginmannsins sem hún hefur verið gift í 18 ár. Auk forræðis yfir syninum heimtar hún að sögn milljarða króna. ... að í nýrri ævisögu sinni segði Anthony Quinn frá því að hann hefði átt vingott við Ingrid Berg- man samtímis því sem hann var í ástarsambandi við dóttur henn- ar, Piu Lindström. Hvorug vissi hvað um var að vera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.