Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 15 „Hefur þú séð alvöruhermann?" spurði dóttir mín leikfélaga sína í sandkassanum dag einn í vikunni. „Nei,“ svöruðu leikfélagarnir, drengiu- og stúlka á svipuðu reki. „Ég hef séð svoleiðis," sagði stúlk- an kotroskin. Leiksystkinin horfðu á hana í andakt. Þau höfðu aðeins séð hermenn í sjónvarpinu en engan alvöru. Á því er mikill munur. Dóttir mín naut þess greinilega að vera þetta lífsreynd- ari og sagði félögunum sólarsög- una. Boðið í útilegu Hún fór nefnilega í útilegu með móðursystur sinni. Við foreldrar stúlkubarnsins erum ekki úti- legutýpur. Viö kunnum ekki á þannig græjur, eigum ekki tjald eða helsta viðlegubúnað. Við höf- um að vísu farið í útilegu í bláa tjaldinu tengdaforeldra minna en það er mjög úr tísku. Það er óþægilegt að vekja mikla athygli á tjaldstæðum fyrir það að vera óvenju hallærislegur. Það erum við hjónin í útilegum, eiginlega púkó. Af því leiðir að við fórum sjaldan í tjaldferðalög. Ef við erum á ferðalagi viljum við heldur gista í húsum. Konan segir að þetta sé mér að kenna. Það þýði ekkert að kaupa hústjald. Ég ráði tæpast við að reisa svo flókna byggingu þótt teikningar fylgi. Ég óttast að nokk- uð sé til í þessu hjá frúnni og læt því ekki reyna á það. Þetta ástand á okkur getur samt valdið nokkrum vanda. Vanir úti- legumenn gera grín að okkur og börnin okkar hafa ekki skilning á þessum göllum foreldra sinna. Dóttir okkar litla var þvi fjarska glöð og upprifin rétt fyrir síðustu helgi þegar frænkan góða bauð henni með í útilegu. Þjóðlegur fróðleikur Þar skorti ekki græjurnar. Bíll- inn tengdist tjaldinu, pottasettin hentuðu í fjallasuðu og húsgögn, borð og stólar, pössuðu í guðs- græna náttúruna. Salötin voru til- búin og brauðsneiðarnar smurðar. Gaukur kom út úr skóginum, skammt frá tjaldinu. Hann var grænn í framan og allur hinn ógurlegasti. Fleiri skutu upp kollinum í birkirunnum Þjórsárdals. Skógurinn iðaöi af lífi. Þjóðlegri en þetta gerast útilegur ekki. Tölvugerð mynd ÞÖK grænn maður. Og ekki einn því fleiri grænir menn skutu upp koll- inum hvert sem litið var inn í græna birkirunna Þjórsárdals. Svili minn er harður af sér en þó má segja að honum hafi ekki orð- ið um sel. Þessir grænklæddu menn sem komu út úr skóginum voru líka grænir í framan og með brugðna byssustingi. Þetta var ógnvekjandi sjón. Greina mátti hvísl grænu mannanna en orða- skil heyrðust ekki. Allur var talandi eða framburður mannanna þó syngjandi. Þótt lágt færi smugu orð þeirra í eyru. Græningjar þessir réðust sem betur fer ekki að saklausum tjald- búunum heldur héldu áfram og hugðust sækja að Búrfellsvirkjun. Þegar betur var að gáð kom í ljós að þarna var sjálfur óvinurinn á ferð, flokkur felulitaðra Norð- manna á heræfmgu Norður-Vík- ings. Ósagt skal látið hvort Norð- mennirnir voru villtir þarna í Þjórsárdalnum en ekki sáust þeir 1200 bandarísku hermenn sem áttu að berja á þessum norsku andskotum sínum. Svila mínum varð svo um þessa sjón aö ekkert varð af morgunmig- unni. Hann gaukaði hins vegar tíðindunum að konu sinni sem kíkti út fyrir skörina á þá norsku í skóginum. Þetta sló Stöng og þjóðveldisbæinn algerlega út. Þarna lifnaði dalurinn við, grænir menn skriðu um allt með alvæpni. Varnir • landsins styrktar Það var því von að dóttir mín hefði tíðindi að segja leikfélögum í sandkassanum. Ekki hefur frést af öðru eins prógrammi í tjaldferð annarra barna. Skemmtun þessi í Þjórsárdalnum var auk þess ókeypis og er þaö bót þvi eins og allir vita er dýrt að ferðast um landið. Ekki skal dregið í efa að þessi óbyggðaferð grænmáluðu Norð- mannanna styrkir varnir lands- ins. Augljóst er líka aö fátt fór fram hjá hermönnunum sem æfðu sig hér á dögunum. Um það vitn- aði fjölskylda á rúmlega fimmtug- um hertrukk hér í blaðinu á laug- ardaginn. Fólkið var í sakleysi Grænmálaður gaukur Gott ef svili minn var ekki með síma í tjaldinu og annan í bílnum. Ég er ekki að segja að það sé nauð- synlegt að vera með tvo síma í úti- legu en hann er jú með létta tækja- dellu. Móðursystirin er kona þjóðleg og stefndi sínum mönnum því í Þjórsárdalinn. Þar er náttúrufeg- urð mikil og sagan stendur mönn- um ljóslifandi fyrir sjónum. Böm- in voru spennt á leiðinni og gátu vart beðið eftir að tjalda. Ferðalag- ið var skemmtilegt og ekki síður fræðandi því á leiðinni í Þjórsár- dalinn fengu börnin að vita um bæjarrústimar á Stöng og Gauk Trandilsson sem þar bjó á tíundu öld. Þá var þeim og sagt frá þjóð- veldisbænum sem byggður var í dalnum á áttunda áratugnum. Fór þessi þjóðlegi fróðleikur vel í unga sem aldna, einkum þegar hann blandaðist viö kók og pylsu í há- timbruðum vegasjoppum. Nútíma- skrínukostur Segir ekki frekar af reisunni þar til menn komu i náttstað. Frænka galdraði fram dýrindis rétti sem smökkuðust vel í kvöldkyrrðinni. Dró hún og fram ýmsa smárétti úr plastkimum sem hún hefur mikl- ar mætur á og kallar Tupperver, skrifað eftir framburði. Munu þetta askar nútímans og engin úti- legukona með konum nema eiga allar stærðir Tuppervers. Grunur leikur á að svili minn hafa fengið sér einn gráan fyrir svefninn. Sváfu menn vel þá nótt enda fjalla- loftið heilnæmt. „Ég sá Gauk!" Dóttir okkar hjóna vaknaði snemma næsta morgun því hún er óvön útilegum. Hún smeygði sér úr pokanum og út. Aðrir sváfu. Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri Frænkan vaknaði hins vegar með andfælum þegar sú stutta hentist inn í tjaldið og hrópaði: „Ég sá Gauk - ég sá Gauk!“ „Hvað er þetta barnið mitt?“ sagði móður- systirin og reyndi að róa stúlkuna. „Þig hefur dreymt þetta. Gaukur er ekki hér.“ „Víst,“ hrópaði barn- ið. „Hann er hérna úti í skóginum. Ég sá hann. Hann er grænní" Frænkan róaði stúlkuna og sagði henni að Gaukur Trandils- son væri löngu genginn á fund feðra sinna. Hávaðinn í barninu var hins vegar slíkur að öðmm varð ekki svefnsamt. Svili minn taldi því rétt að taka morgunpiss- una og gá til veðurs. Hann brá sér í brókina og stakk sér út í morgun- kyrrð Þjórsárdals. Óvinurinn grænn í framan En viti menn. Þar blasti við sínu á ferð um Uxahryggi á gamla brýninu, hergrænum trukk af ár- gerð 1943. Vissi það ekki fyrr en að svifu tvær þyrlur og plöffuðu niö- ur trukkinn - í þykjustunni. Höfðu allir nokkurf gagn af. Frumleiki í hernaði Þegar farið er yfir heræfingam- ar sem stóðu í viku verður að segja að þessir tveir atburðir bera af hvað varðar frumleika í hern- aði. Þetta sýnir okkur líka að við emm vel varin hvar sem er og hvenær sem er, jafnt í Þjórsárdal sem á Uxahryggjum. Við megum bara ekki láta okkur bregða við hið óvænta. Ég hálfsé eftir að hafa ekki farið með í útileguna. Þær gerast ekki öllu þjóðlegri en þessi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.