Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ1995 Afmæli Kristján Friðriksson Kristján Friðriksson bygginga- meistari, Torfufelli 48, Reykjavík, ersextugurídag. Starfsferill Kristján fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann fór ungur til sjós og stundaði sjómennsku nokkur ár á fiskibátum. Auk þess starfaöi hann í landi, m.a. hjá Steypustöö- inni í Reykjavík. Kristján hóf nám í húsasmíði 1962, stundaði kvöldnám við Iðnskólann í Reykjavík, lauk sveinsprófi í húsa- smíði 1966, stundaði síðar nám við Meistaraskólann og lauk þaðan prófum sem byggingameistari. Kristján starfaði síðan við hús- byggingar á eigin vegum og hjá öðr- um byggingameisturum. Hann veiktist fyrir tveimur og hálfu ári og hætti þá störfum sökum heilsu- brests. Fjölskylda Eiginkona Kristjáns er Concorída Konráðsdóttir, f. 18.12.1942, hús- móðir. Hún er fósturdóttir Konráðs Ingimundarsonar, vélstjóra í Reykjavík, og k.h., Jónu Guðrúnar Sólbjartsdóttur húsmóður. Móðir Concordíu var Sigurbjörg Björns- dóttir. Börn Kristjáns og Concordíu eru Friðrik Kristjánsson, f. 18.2.1961, skrifstofumaður hjá Essó í Reykja- vík, kvæntur Dagmar Hrund Matt- híasdóttur hjúkrunarfræðingi og ari í Reykjavík; Einar Friðriksson, f. 4.11.1937, húsasmiðurí Reykjavík; Ólafur Þór Friðriksson, f. 11.11.1940, verslunarmaður í Reykjavík. Hálfsystkini Kristjáns, samfeðra, eru Bryndís Friðriksdóttir, f. 28.12. 1927, húsmóðir í Reykjavík; Jón Friðriksson, f. 1948, verslunarmaö- ur í Noregi. Foreldrar Kristjáns: Friðrik Ólaf- ur Pálsson, f. 19.7.1903, d. 18.2.1990, bílstjóri í Reykjavík, og k.h., Regína Einarsdóttir Möller, f. 28.11.1901, d. í september 1954, húsmóðir. Ætt Friðrik var sonur Páls Friðriks- sonar, sjómanns í Reykjavík, og k.h., Margrétar Árnadóttur, hús- eiga þau tvær dætur; Kristján Kristjánsson, f. 30.6.1963, verslunar- maður í Reykjavík; Regína Krist- jánsdóttir, f. 8.7.1964, bréfberi og húsmóðir í Vestmannaeyjum, en maður hennar er Sigurður Sveinn Sveinsson verslunarmaður og á hún tvo syni; Konráð Kristjánsson, f. 26.10.1966, starfsmaður Rauða krossins í Reykjavík; Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, f. 7.8.1972, lands- liðsmaður í knattspyrnu og hús- móðir, en hennar maður er Óli Hall- dór Sigurjónsson háskólanemi og eiga þau einn son; Einar Þór Kristj- ánsson, f. 23.11.1975, nemi við Iðn- skólann í Reykjavík. Albræður Kristjáns eru Páll Frið- riksson, f. 16.5.1930, byggingameist- Andlát Kristján Friðriksson. móður frá Meiðastöðum í Garði. Regína var dóttir Einars Möller, verkamanns í Reykjavik, og k.h., Geirlaugar Kristjánsdóttur hús- móður. Kristján verður heima á afmælis- daginn og verður með heitt á könn- unnieftirkl. 16.00. með 95 ára 70 ára Jakobína Jakobsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Ingivaldur Ólafsson, Sundlaugavegi 28, Reykjavík. 80 ára Sigurður Sigurmundsson, Vesturbrún 12,Flúðum. Sigríður Sigurðardóttir, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum. Þorsteinn Þórðarson vélstjóri, Álfaskeiði64, B-5, Hafnar- firði. Eiginkona hans er Björg Ásta Hannes- dóttirhúsmóö- irsemvarðsjö- tíu ogfimmára 19.4. sl. ítilefni afmæl- annatakaþau ámótivinum ogættingjumí Gaflinum, Hafnarflrði, á millikl. 16.00 og 19.00 idag. Valgerður Vigfúsdóttir, Klukkufelli, Reykhólahreppi. Margrét Jósavinsdóttir, Staðarbakkal, Skriðuhreppi. Sigríður Vagnsdóttir, Pólgötu4,ísaflrði. Svavar Einarsson, Grundarstíg 24, Sauðárkróki. Rósa Magnúsdóttir, Lönguhlið 22, Vesturbyggö. Gróa Grímsdóttir, Borgarbraut 21, Hólmavík. Magnús Kristinn Finnbogason, Lyngbrekku 11, Kópavogi. Hanneraðheiman. 60 ára Guðrún Guðmundsdóttir, Ásgerði, Hrunamannahreppi. Ólafur Kristj ánsson, Logafold 112, Reykjavík. Hiltrud Hildur Guðmundsdóttir, Vogabraut32, Akranesi. Daniel Hafliðason, Búö II, Djúpárhreppi. Sigríður Jónsdóttir, Stigahlið 95, Reykjavik. 50ára Gunnar Kristinn Sigurðsson, Langholtsvegi 134, Reykjavík. Guðlaugur Sigurðsson, Keilufelli 19, Reykjavík. Bjarki Reynisson, Mjósyndí, Villingaholtshreppi. 40ára Kristín Konráðsdóttir, Sólheimum, Grímsnesi. Ásta Jóhanna Einarsdóttir, Stekkjargrund 4, Reyöarfirði. Sigurjón Sigurbj örnsson, Litluhlið 4H, Akureyri. Guðrún Arndís Jónsdóttir, Laugalandi ÍA, Borgarbyggð. Anna Hólmfriður Yates, Karfavogi ll.Reykjavik. Sigurður Pétur Hauksson, Kriuhólum2, Reykjavík. Gústaf H.G. Þorsteinsson, Vikurásil, Reykjavík. Gunnhildur Sigurjónsdóttir, Vesturvallagötu 3, Reykjavik. 85 ára 75 ára á næsta sölustað t Áskriftarsími 563-2700 Sigurjón Guðjónsson Sigurjón Guðjónsson, fyrrv. pró- fastur að Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd, til heimilis að Eskihlíð 20, Reykjavík, lést 17.7. sl. Útför hans fór fram frá Dómkirkjunni á mið- vikudaginn. Starfsferill Sigurjón fæddist að Hlíðarenda- koti í Fljótshlið 16.9.1901 en ólst upp í foreldrahúsum í Vatnsdal í Fljóts- hlíð. Hann stundaði heimanám í Odda, stundaði nám við Flensborg í Hafnarfirði, lauk stúdentsprófi frá MR1925, embættisprófi í guðfræöi við HÍ1929 og stundaði framhalds- nám í Austurríki og Svíþjóð 1929-30 og lauk kennaraprófi frá KÍ1933. Þá fór hann námsferð til Danmerk- ur, Svíþjóðar og Finnlands 1937-38 og kynnti sér kirkju- og skólamál ogbókmenntlr. Guðjón stundaði blaðamennsku og kennslu á árunum 1930-31 og var prestur í Saurbæ á Hvalíjaröar- strönd 1931-66. Hann var prófastur í Borgarfjarðarprófastsdæmi 1946-66. Samfara embættisstörfum stund- aði Sigurjón búskap í Saurbæ til 1962 og sinnti þá mjög jarðrækt og jarðarbótum. Hann var meðritstjóri vikublaðsins Fálkans í Reykjavík 1938-39, annaðist barnakennslu á Hvalíjarðarströnd í þrjá vetur og var skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akranesi 1943^4. Sigurjón var skáldhneigður og orti töluvert um dagana. Hann stundaði löngum þýðingar, t.d. á leikritum fyrir leikfélög og útvarp, og þýddi mikið af ljóðum hinna Norður- landaþjóðanna. Hann var áhuga- maður um sálma og sálmagerð, þýddi erlenda sálma og kynnti sér sögu þeirra. Þá var hann áhugamað- ur um íþróttir og líkamsrækt og stundaði íþróttir á námsárunum, einkum glímu, en hann var í for ís- lenskra glímumanna til Danmerkur 1926. Sigurjón sat í skólanefnd Reyk- holtsskóla 1955-66, í stjórn Hall- grímsdeildar Prestafélags íslands 1943-66 og formaður þar frá 1952, í stjórn Prestafélags íslands 1954-68, í undirbúningsnefnd um árabil, formaöur byggingarnefndar og skólanefndar heimavistarskóla á Leirá 1965-66, í sálmabókanefnd 1963-72, í hreppsnefnd og bygging- arnefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ. Sigurjón var sæmdur fálkaorö- unni, var sæmdur finnsku orðunni Finnlands hvítu rós og hlaut nýlega styrk úr Menningar- og minningar- sjóði norska prestsins Alfreds And- erssons Ryssts fyrir þýðingar á sálmum og ljóðum úr norsku. Sigurjón Guðjónsson. Fjölskylda Sigurjón kvæntist 15.6.1935 Guð- rúnu Þórarinsdóttur, f. 22.2.1906, húsfreyju. Hún er dóttir Þórarins Þorlákssonar listmálara og kaup- manns í Reykjavík, og Sigríðar Snæ- bjarnardóttur húsmóður. Kjörsonur Sigurjóns og Guðrúnar er Hrafnkell, f. 5.12.1939. Foreldrar Sigurjóns voru Guðjón Jónsson, f. 25.7.1868, d. 28.2.1962, bóndi í Vatnsdal, og k.h., Guðrún Magnúsdóttir, f. 30.1.1872, d. 10.6. 1956, húsfreyja. Bridge___________________ Bridge: Bikarkeppnin 1995 Annarri umferð bikarkeppninnar 1995 er nú lokið og úrslit leikja, sem ekki hafa birst áður, eru eftirfar- andi: Sveit Landsbréfa vann sveit Ólafs Lárussonar með 114 impum gegn 113 en sveit Ólafs var 38 impa yfir fyrir síðustu 10 spilin. Sveit Samvinnuferða-Landsýnar frá Reykjavík vann sveit Kristins Þórissonar frá Reykjavík með 122 impum gegn 41. Sveit Hjólbarðahallarinnar frá Reykjavík vann sveit Loðnuvinnslunnar frá Stöðvarfirði með 140 impum gegn 60. Sveit Jóns Þ. Daníelssonar frá Reykjavík vann sveit Guðmundar Ólafssonar frá Akranesi með 107 impum gegn 87. Sveit Potomac frá ísafirði vann sveit Guðmundar T. Gíslasonar frá Reykjavík með 101 imp- um gegn 89 impum. Sveit Antons Haraldssonar frá Akureyri vann sveit Sveins Rúnars Eiríkssonar frá Reykjavík með 105 impum gegn 88. Sveit Heiðars Agnarssonar frá Keílavík vann sveit Gísla Þórarinssonar frá Selfossi með 103 impum gegn 92 eftir að sveit Gísla hafði leitt allan leikinn og verið 32 impum yfir fyrir síöustu lotu. Sveit Sveins Aðal- geirssonar frá Húsavík vann sveit Bínu frá Reykjavík með 89 impum gegn 84. Sveit VIB vann sveit Sigtryggs Sigurðssonar með 79 impum gegn 77 impum í æsi- spennandi leik þar sem aldrei munaði meiru en 4 impum á sveitunum. Leikir í þriðju umferð Dregið var í þriðju umferð keppninnar mánudaginn 24. júlí en þeirri umferð skal lokið frá og með sunnu- deginum 20. ágúst. Sú sveit sem talin er upp á undan á heimaleik: Heiðar Agnarsson, Keflavík - Landsbréf, Rvk. Hjólbarðahöllin, Rvk. - Anton Haraldsson, Akureyri Samvinnuferðir/Landsýn, Rvk. - Garðar Garðarsson, Keflavík Sveinn Aðalgeirsson, Húsav. - Sigurður Vilhjálmsson, Súðav. Valdimar Elíasson, Hafnarfirði - Roche, Rvk. VÍB, Reykjavík - Neon, Kópavogi Esther Jakobsdóttir, Rvk. - Páll Þór Bergsson, Rvk. Jón Þór Daníelsson, Rvk. - Potomac, ísafirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.