Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 4
Fréttir LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 íslendingar koma víða við í atvinnurekstri erlendis: Uti um allan heim og dauð- hræddir við erlenda fjárfesta - segir Bjöm Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofmmar *l-• Kanada A'aska 33 ; Rússland, Kámtsjatka Bandaríkln. ss '■f/l...........m BS, \% - as ■ exlkó _____ , M \\ Grænhöföaeyjar Kó,umbía i:v.ÍL ■■ sádl-Arabía S Perú nda Taíland, Japan 7- .... Filabelnsströndli • "flSS :4teirta )//, Chíle Sw . \ t 1 vfcK. Namlbía;|^MalaVÍ L^'Víetnam Indónesía', Zlmbabwe ss Suöur-Afríka V;L Rdjleyjar /Ástralía NýJa-SJáland „Það eru íslendingar úti um allan heim í atvinnurekstri og störfum og það merkilega er að við erum dauð- hræddir við erlenda fjárfesta hér heima,“ segir Björn Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Þróunarstofnun- ar íslands, sem hefur einna mest yflr- Ut yflr þá íslendinga sem eru í at- vinnurekstri og störfum á erlendri grund. Flatkökur í Bandaríkjunum Það eru að verða fá lönd í veröld- inni þar sem íslendingar hafa ekki með einum eða öörum hætti haft af- skipti af atvinnulífmu. Þekkt eru dæmi um lakkrísverksmiðju í Kína, flatkökubakstur í Bandaríkjunum og innflutning á Prince Polo til Noregs. Engin leið er að gera tæmandi úttekt á landnámi íslendinga vítt og breitt en þó er hægt að nálgast það við- fangsefni. Þróunarsamvinnustofnun íslands hefur í nokkur ár verið með þróunar- verkefni í gangi í Namibíu. Þar eru nú á annaö hundrað íslendingar bú- settir og þar af eru 12 starfandi á vegum Þróunarstofnunarinnar en nálægt 40 manns starfandi við einka- rekstur. Þar er fyrirtækið Nýsir hf. í rekstri tengdum útgerð og fisk- vinnslu. Á Kamtsjatka eru íslendingar nokkuð fyrirferðarmiklir. íslenska fyrirtækið ísbú hf. stendur þar að útgerð og fleiri verkefnum, m.a. í byggingariðnaði. Meðal frumherja þar er Jens Valdimarsson sem var þekktur hérlendis sem fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Pat- reksíjarðar hf. Hann er eigandi ísbús hf. auk Björns Ágústs Jónssonar. Þá er Ingólfur Skúlason meðeigandi þeirra ísbúsmanna að fyrirtækinu Kamhnit sem haslað hefur sér völl í byggingariðnaði. Víetnam vænlegur kostur Margir horfa nú til Víetnams sem vænlegs kosts til að koma af stað rekstri. Þar starfar Haukur Haralds- son arkitekt og á aðild að fyrirtæki. ísbú er meö skrifstofu þar og kannar möguleika á rekstri. Risarnir í íslenskum fiskútflutn- ingi eru báðir fyrirferðarmiklir á erlendri grund. Bæði íslenskar sjáv- arafurðir hf. og Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna standa í rekstri í Bandaríkjunum, Japan og Evrópu auk þess að hafa ákveðin tengsl í Víetnam. Fyrirtækið flytur út fisk til 28 landa og er stærst íslenskra fyrir- tækja í erlendum viðskiptum enda flytur það út um 20 prósent af öllum útflutningi þjóðarinnar. Grandi hf. stendur ásamt Hampiöj- unni og fleirum að rekstri í Chiie. Fyrirtækið á um fjórðung i fisk- vinnslufyrirtækinu Friosur sem starfrækt er í suðurhluta landsins nálægt 44 gráðum suðlægrar breidd- ar. Friosur gerir út 6 fiskiskip og vinnur úr um 15 þúsundum tonna af hráefni árlega. Þar starfa 3 ís- lenskir skipstjórar auk útgerðar- stjóra og vélstjóra. Útgerðarfyrirtækið Samherji hf. á Akureyri hefur einnig haslað sér völl erlendis. Þeir Samherjamenn hafa þó ekki leitað langt yfir skammt og hafa keypt sig inn í rekstur í Fær- eyjum og á Grænlandi. Útgerðarfélag Akureyringa á stóran hlut í þýska útgerðarfyrirtækinu Mecklenburger Hochseefischerei. Sá rekstur hefur gengið brösulega og hefur verið ÚA þungur baggi. Flutningafyrirtæki í Kenía Ingi Þorsteinsson, ræðismaður ís- lands í Kenía, hefur verið iðinn við rekstur í fjarlægum löndun. Hann er aðili að flutningafyrirtæki í Kenía og einnig er hann eigandi að nýju fyrirtæki í Úganda sem hyggst hasla sér völl í útgerð og fiskvinnslu Við Viktoríuvatn. Auk Inga er Júlíus Sólnes, fyrrum umhverfisráðherra, þátttakandi í fyrirtækinu ásamt fleiri Islendingum. íslendirígar halda uppi þróunaraö- stoð í Malaví þar sem geröir eru út tveir bátar smíðaðir á ísiandi og þrír íslendingar eru með aðsetur. Þá hef- ur fyrirtækið Icecon, sem er í eigu SH, verið meö ráðgjafarstarfsemi mjög víða. Þar má nefna Perú, bygg- ingu rækjuverksmiðju á Grænlandi og margt fleira. Nú síðast tóku þeir að sér ráðgjöf á Kyrrahafseyjum. Á eýjunni Fiji er Icecon fyrir tilstuðlan Álþjóðabankans þar sem þeir eru að kanna möguleika til markaðssetn- Fréttaljós Reynir Traustason ingar sjávarafurða heimamanna. Einnig er fyrirtækið með ráðgjafar- starfsemi í íran. Alls hefur fyrirtæk- ið komið við sögu í um 30 löndum. íslendingar eru úti um allan heim i atvinnurekstri. Fyrirtækið lcecon er umsvifamikið á þvi sviði og rekur meðal annars ráðgjafarstarfsemi í íran. Túnfiskútgerðá Fílabeinsströndinni Páll Gíslason, sem lengi var fram- kvæmdastjóri Icecon, lét af því starfi um síðustu áramót og stjórnar nú útgerð túnfiskveiðiskips á Fílabeins- ströndinni. Magnús Magnússon rek- ur rækjuútgerð í Kólumbíu og einnig rekur Islendingur útgerð í Mexíkó. Þrátt fyrir að lakkrísverksmiðjan í Kína hafi ekki gengið upp telja menn samt að þar séu gullin tækifæri. Ice- con horflr nú mjög til þeirra mögu- leika sem þar kunna að vera. Það undrar engan enda er þar til staðar fimmtungur mannkyns. í Suður-Afríku starfa margir ís- lendingar. Sama er að segja um Ástralíu og Nýja-Sjáland. Fjöldi ís- lendinga býr í báðum þessum lönd- um og þar eru mörg dæmi um að fólk hafi haslað sér völl í landbún- aði. Eitt dæmi er einnig um aö íslend- ingur reki keðju af fatahreinsunum. Þróunarstofnun íslands lagði til fiskiskipið Feng til Grænhöfðaeyja og hefur það verið þar síðan. Nú er þar að vísu bara einn starfsmaður en íslenskir athafnamenn hafa lengi rennt hýru auga þangað þótt ekki hafi orðið af rekstri þar. Eðli málsins samkvæmt eru flestir þeir sem fara í rekstur erlendis á sviði sjávarút- vegs. Það þykja ekki sérstök tíðindi að menn hasli sér völl á því sviði í Evrópu eða Bandaríkjunum. i þjón- ustugeiranum hafa nokkrir komið við sögu og haldið uppi góðri kynn- ingu á íslandi erlendis. Stofnun flug- félags í Lúxemborg er þekkt þar sem Cargolux er enn við lýði þótt íslensk- ir frumherjar séu komnir út úr rekstrinum. Nú er Kristinn Sig- tryggsson, fyrrum framkvæmda- stjóri Arnarflugs, tekinn til við að reka flugfélagiö Emerald Air á ír- landi. íslendingar eru víða eigendur öldurhúsa og pöbba. Það sem er nýj- ast í þeim geira er trúlega það að Vilhelm Wessmann er að taka við rekstri Holliday Inn hótels í Zimbabwe. Tengsl viðTaíland Margir íslendingar hafa í dag sterk tengsl við Taíland, þá sérstaklega þeir sem sótt hafa sér kvonfang þang- að. Nokkrir eru búsettir þar og stunda viðskipti. í Indónesíu reka íslendingar trjávöruverksmiðju sem þeir keyptu eftir að Danir gáfust upp á rekstrinum. Framleiðslan er að mestu mjög dýr húsgögn framleidd úr harðviði. í ísrael hafa margir íslendingar haft viðkomu á samyrkjubúum og á Gaza-svæðinu reka íslenskir aðilar verkfræöistofu. Þá hefur landinn lagt Sádi-Aröbum lið varðandi rekst- ur verksmiðju sem framleiddi áveiturör. Litlum sögum fer þó af þeim rekstri í seinni tíð. í Eystra- saltslöndunum eru íslendingar í nokkrum tengslum við fyrirtæki. Þar ber hæst tengsl íslenskra aðila við útgerðir þar, sérstaklega frystitog- ara. Þá er nýlega búið að opna lyfja- verksmiðju í Litháen sem er að hluta í eigu opinberra aðila hérlendis. í Kanada á búseta íslendinga sér langa sögu og þar eru margir máttar- stólparnir í atvinnulífi sem ættir eiga að rekja til íslands. Þar eru líka fyrir- tæki sem stunda umdeild umsvif svo sem fyrirtækið Can-Ice sem rekið er af íslendingi og stundar viðskipti með fiskafurðir og fleira. Fyrirtækið hefur átt í útistöðum við íslensk fyr- irtæki vegna viðkipta hérlendis. Hreindýrarækt á Grænlandi Það þykir tíðindum sæta að íslend- ingurinn Magnús Magnússon bakar nú íslenskar flatkökur í New York ofan í Bandaríkjamenn með tækja- kosti sem er fluttur héðan. Sömuleið- is hefur þaö vakið nokkra athygli að annar Islendingur er búsettur á Grænlandi þar sem hann hefur um árabil stundað hreindýrarækt og er kvæntur þarlendum félagsmálaráð- herra. Annar íslendingur er búsettur nyrst í Alaska þar sem hann lifir af elgsdýraveiðum og býr með konu af indíánaættum. Það er raunverulega sama hvert ht- ið er um heiminn, víðast hafa íslend- ingar komið að atvinnulífi með einum eða öðrum hætti. í sumum tilfellum hafa hlutimir gengiö upp en í öðrum ekki. Eitt er þó alveg ljóst; landnám- inu er eills ekki lokið og íslendingar munu eftir sem áður uppgötva ný tækifærierlendis. -rt Rotþró stíflaðist við tjaldsvæðið í Þjórsárdal: Hundur veiktist eftir leik í skurði - vinnum að lagfæringum, segir Bjöm Jóhannsson „Við vorum þarna á neðra tjald- svæðinu í Þjórsárdal og hundurinn var að leika sér í skurði sem ramm- ar svæðið inn. Skólpið í skurðinum var ógeðslegt og líktist ekki neinu nema því sem gengur niður af mannskepnunni. Ég dró hundinn upp úr, dreif hann niður að á og spúlaði vel af honum. Um kvöldið var hann svo orðinn fárveikur. Hjá dýralækni fékk ég síðan þær upp- lýsingar að hann hefði fengið ein- hvers konar eitrun, hugsanlega vegna músaeiturs og sápuúrgangs. Ef þama hefði verið rottueitur hefði hundurinn drepist,“ sagði kona sem hafði samband við DV í gær. Hún sagðist hafa heyrt að frá- rennsli frá rotþró hjólhýsastæðis lægi út í skurðinn og þakkaði guði fyrir að hún heföi áttað sig á við- bjóðnum áður en bömin hennar tvö komust í tæri við leðjuna, öll böm hefðu gaman af því að drullu- malla og sulla í vatni. „Þetta er fallegasti staðurinn þarna, undir skógarhlíðinni, ogþað er ekki forsvaranlegt að hafa skólp- mál í þvílíkum ólestri þar sem börn og fullorðnir dvelja,“ sagði konan. „Það sem þarna gerðist var að rotþró stíflaðist og það sem í henni var tók að flæða í skuröinn. Við hófumst handa við að laga þetta í gær og höldum áfram við það í dag. Þetta verður allt komið í lag á morgun,“ sagði Björn Jóhannsson, bóndi á Skriðufelli, en hann sér um umrætt tjaldsvæði. -SV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.