Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 39 Hún er ung, sjálfstæð og hugrökk: Vildi að Þráinn tæki myndina upp á nýtt - segir Dóra Takefusa sem leikur eitt aðalhlutverkið í nýrri íslenskri bíómynd, Einkahfi Dóra Takefusa ásamt sambýlismanni sínum, Guðmundí Jónssyni gítarleikara, og syninum, Daníel. En mér fannst ég alveg tilbúin að fara út í lífið. Ég var þroskuð og sjálf- stæð. Ég bjó hjá afa mínum í Reykja- vík fyrstu mánuðina hérna og vann á þremur stöðum til að ná endum sam- an. Auk þess stundaði ég nám utan- skóla enda gafst mér ekki tími til að sitja á skólabekk. Á þessum tíma starfaði ég í tískuverslun og vann á bar á kvöldin. Einnig tók ég að mér þáttagerð fyrir Sjónvarpið. Hrafn Gunnlaugsson hringdi í mig og bauð mér að taka við af Jóni Gústafssyni í þáttunum Rokkararnir geta ekki þagnað og Unglingamir í frumskóg- inum. Hann hafði séð mig í mynd- bandi með hljómsveitinni Rikshaw þar sem ég kom fram sem kynnir. Ég þáði boðið án þess að hugsa út í hvað ég væri að gera, enda var ég einmitt þannig á þeim tíma - ofsalega hug- rökk. Gift og skilin tvítug En Reykjavík varð fljótt of lítil fyr- ir mig líka og þá var haldið af stað út í heim. Ég þvældist um Evrópu og þegar mig vantaði pening fékk ég mér vinnu einhvers staðar. í leiðinni kynntist ég mannlífi og menningu þess lands. Það má segja að ég hafi verið á stöðugu flakki í tvö ár. Þegar ég var sautján ára fékk ég nóg. Þá var ég stödd í París og ákvað að halda heim. Mér fannst ég tilbúin til að ná mér í eiginmann og eignast barn. Einnig hafði ég ákveðið að fara til Bandaríkjanna í framhaldinu og læra leiklist. Ég fann manninn fljót- lega þegar ég kom heim. Hann heitir Þórir Bergsson. Við vorum ofboðs- lega ástfangin og yndisleg saman. Ég var orðin átján ára þegar við gengum í það heilaga og fljótlega eftir það eignaðist ég soninn, Daníel, sem nú er fnnm ára. Áform mín um að fara til Banda- ríkjanna stóðust en ég fór þó ekki í leiklistarskóla heldur lærði fórðun. Mér fannst, þar sem leiklistarnámið er mjög erfitt og krefiandi, að það væri betra að bíða með það þangað til barnið yrði aðeins eldra. Hins veg- ar fór Þórir í leiklistarnám þar sem við bjuggum í Los Angeles. Hjóna- bandið átti sér þó ekki framtíð og ég var fráskilin og einstæð móðir tvítug. En við Þórir höfum alltaf verið mjög góðir vinir. í nýjum sjónvarpsþætti Ég kom síðan aftur heim til íslands og það var sannarlega erfið reynsla að vera einstæð móðir. Ég tók að mér hin ýmsu störf, svo sem á pitsustað, á bar og þess háttar. Það fór heilt ár í að vinna af fullum krafti tO að end- ar næðu saman og borga skuldir. Síð- an gerðist ég dagskrárgerðarmaður á Aðalstöðinni eitt sumar og þá fór boltinn að rúlla. Um haustið byrjaði ég aftur hjá Sjónvarpinu með popp- þættina. í haust verð ég með í nýjum magasínþætti fyrir ungt fólk. Þáttur- inn verður einu sinni í viku og það er mikil hugmyndavinna í gangi núna. Ég er ánægð með það því ég nærist á mikilli vinnu. Þó það sé kannski ekki alveg á hreinu þá held ég að þættirnir verði eftir fréttir á fimmtudagskvöldum en Dagsljós verði á sama tíma aðra virka daga. Sú sem ritstýrir þættinum heitir Ás- dís Ólsen en síðan er verið að ráða ungan karlmann til að kynna þáttinn með mér. íslensk rokkópera Þessa dagana er ég hins vegar að- stoðarleikstjóri í nýrri íslenskri rokkóperu, Lindindin, eftir Ingimar Oddsson sem sett verður upp í ís- lensku óperunni í september. Þetta hálfgerður smáborg- araháttur að vera sí- fellt að fjalla um nekt í íslenskum bíómyndum. Það er nekt og kynlíf í öll- um myndum í sjón- varpi og enginn kippir sér upp við það,“ segir hún enn fremur. Sambýlismaður Dóru er Guðmundur Jónsson gítarleikari og lagasmiður Sálar- innar. Þau hafa ver- ið saman í þrjú ár en hún segir að hann hafi verið bú- inn að ganga á eftir sér í sjö. „Við kynntumst fyrst fyr- ir tíu árum. Þessi elska var lengi bú- inn að ganga á eftir mér. Ég gaf honum aldrei tækifæri. Fyr- ir þremur árum gafst hann upp á að reyna við mig en þá kynntumst við fyrst og urðum vinir. Það var einmitt þá sem ég fékk áhuga á hon- um,“ segir hún og hlær. „Ég uppgötv- aði að hann er ynd- isleg manneskja. Guðmundur er jarð- bundinn og rólegur. Hann hefur góð tök á mér og tekst að halda mér á jörð- inni. Við erum ákaf- lega hamingjusöm og lífið gengur vel hjá okkur,“ segir Dóra Takefusa. Dóra sem Magga í Einkalífi ásamt mótleikara sínum, Gottskálki Degi. Bíómynd í bíómynd „Einkalíf fjallar um Nóa, Margréti og Alexander. Margrét er kærasta Al- exanders (Gottskálks) og Nói (Ólafur) er vinur þeirra. Þríeykið ákveður að búa til kvikmynd, nokkurs konar heimildarmynd um fjölskyldu Alex- anders. Vinirnir eru þó ekki alveg sammála um uppbyggingu myndar- innar og ýmsir árekstrar verða. I myndinni eru skilnaðir, ástir, kynlíf, glæpir, matur og allt það sem líf sér- hvers manns inniheldur. Þráinn hef- ur sérstaka hæfileika til að sjá það skondna í hversdagslífinu sem aörir taka ekki eftir. Mér fannst handritið mjög skemmtilegt," segir hún. „Það var mikil lífsreynsla að taka þátt í þessu verkefni. Þetta er heil- mikil og erfið vinna. Upptökur fóru fram síðastliðið haust en tökudagar voru þó ekki nema tuttugu og sex, sem er í raun kraftaverk.“ Fékk að sanna sig Dóra segist hafa beðið eftir tæki- færi að sanna sig í bíómynd og henni brá því óneitanlega þegar tölvu Þrá- ins var stolið og kvikmyndahandrit- inu með. „Ég hélt það yrði engin mynd. Fólk var búið að sjá mig í hlutverki Andreu í Veggfóðri og búið að mynda sér ákveðnar skoðanir um mig í gegnum hana sem ég var ekki sátt við. Það var ekki auðvelt að leika svona atriði eins og ég gerði í Vegg- fóðri - í rauninni er slíkt hlutverk eitthvað það erfiðasta sem leikari lendir í,“ segir Dóra og vísar þar til kynlífsatriðis í Veggfóðri. „Ég var undrandi á hversu margir spurðu hvort ég hefði virkilega gert það í al- vöru. Fyrst fór það í taugarnar á mér en síðan fór ég að velta fyrir mér hvort það þýddi þá ekki að atriðið hefði verið vel leikið.“ Er ekki spéhrædd Það er einmitt ein mynd úr Einka- lifi sem hvað oftast hefur birst að undanfórnu en hún sýnir Dóru nakta ásamt meðleikara sínum, Gottskálki Degi. Dóru finnst sú ljósmynd ekki gefa rétta mynd af Einkalífi. „Það er eiginlega bara fyndið að sú mynd skuli alltaf dúkka upp. Einkalíf er ekki djörf mynd og þetta er ekki Veggfóður 2. Að mínu viti á Einkalíf eftir að koma fólki á óvart," segir hún. Dóra segist ekki vera spéhrædd og þess vegna sé það ekki svo erfitt að fækka fótum. „Þegar ég er að leika er ég að leika,“ svarar hún. „Nekt skipt- ir mig engu máli. Fólk liggur hálf- nakið í sundlaugunum og engum finnst það athugavert. Mér fmnst það „Ég hef alltaf lifað hratt - raunar má ég aldrei vera að því að bíða. Sem barn var ég mjög sjálfstæð og á ung- lingsárunum hugrökk," segir Dóra Takefusa í viðtali við DV. Dóra hefur verið áberandi í íslensku þjóðlífi á undanförnum árum, sérstaklega vegna þátta sinna um popp í ríkis- sjónvarpinu. Hún vakti þó mikla at- hygli sem Andrea í kvikmyndinni Veggfóðri og þann 9. ágúst nk. mun hún sjálfsagt vekja enn meiri athygli sem Magga í kvikmyndinni Einkalíf eftir Þráin Bertelsson. „Ég er spennt en kvíði samt rosa- lega fyrir frumsýningunni. Eiginlega er ég með í maganum. Ég sá gróf- klippt brot úr myndinni hjá Þráni og varð svo um að ég næstum grátbað hann um að taka myndina upp á nýtt. Hann hló bara að mér og sagði að flestir leikarar væru óá- nægðir með sig þegar þeir sæju sig í kvikmynd. Ég meinti það þó fullkomlega að ég vildi leika hlutverkið upp á nýtt - var viss um að ég gæti gert betur,“ held- ur Dóra áfram. hún er uppalin. Reyndar var hún bara fjórtán ára þegar sá staður var orðinn of lítill fyrir hana og hún hélt ein sins liðs til höfuðborgarinnar. „Reykjavík varð fljótt lítil fyrir mig líka þannig að ég hélt á vit ævintýr- anna út í heim,“ útskýrir hún. Austrænt útlit Dóru er arfur frá fóður hennar sem er Japani. Hún seg- ir að móðir sín og vinkonur hennar frá Seyðisfirði hafi farið ungar til Kaupmannahafnar til að vinna á hót- eli. Þar kynntist hún foður Dóru sem fluttist með henni til íslands. Þau skildu síðan en faðir Dóru er kannski þekktastur fyrir að hafa sett verslun- ina Japis á fót i Reykjavík. Hann er æðislega skemmtileg vinna og starfið heUl andi. Leikstjóra- starfið á mjög vel við mig og er starf sem ég gæti hugs- að mér í framtíð- inni. Þessa dagana er allt á fullu í undirbúnings- vinnu og æfingum. Margt ungt hæfi- leikafólk tekur þátt í þessari sýn- ingu, t.d. Páll Rós- inkrans og Heiðrún Anna Björnsdóttir. Guð- jón Sigvaldason er leikstjóri og Bryn- dís Einarsdóttir dansahöfundur.“ Önnur kona í hennar líkama Það er nóg um að vera hjá Dóru Takefusa þessa dagana. Hlutverk hennar i Einkalífi er það stærsta sem hún hefur fengist við. Hún er í einu af þremur aðal- hlutverkunum, hinir eru Gott- skálk Dagur Sig- urðarson og Ólaf- ur Egilsson. „Ég man eftir að þegar ég fór á frumsýn- inguna á Vegg- fóðri leið mér hræðilega. Mér þykir óþægilegt að sjá einhverja Andreu eða Möggu í mínum líkama. Sjá konuna á hvíta tjaldinu segja ein- hverjar setningar sem ég, Dóra, myndi aldrei segja og hegða sér þannig sem ég myndi ekki gera. Þarna eru einhverjar manneskjur sem ég þekki ekkert en samt í mín- um líkama - það er mjög skrýtið. Mér finnst allt öðruvísi að sjá mig í sjónvarpi því þar er ég sjálf.“ Magga í Einkalífi og Andrea í Veggfóðri eru þó ekkert líkar og með þeim enginn skyldleiki. „Magga er bara ósköp venjuleg manneskja, ákveðin menntaskólastúlka, en Andr- ea var algjör tæfa,“ heldur hún áfram. Dóra segist innst inni vera svolítið feimin þó það sjáist kannski ekki á henni í daglegri umgengni. „Ég gæti örugglega ekki haldið ræðu án þess að undirbúa mig vel,“ útskýrir hún. Hið austræna útlit Dóru kemur frá Japan en þaðan er föðurætt hennar. Á ættir að rekja til Japans Dóra Takefusa er 24 ára gömul. , Húnerfæddí Reykjavík en / fluttist fljót lega til Seyðisfjarð- ar þar sem starfar nú sem bisnessmaður í Japan og Dóra segist eiga ágætis samband við hann þótt vegalengdin á milli þeirra sé óneitanlega löng. Dóra á þrjú hálfsystkin hér á landi og eitt ársgamalt í Japan. Listin átti hug hennar Dóra Takefusa hefur fengist við ýmislegt í gegnum árin en þessa dag- ana er það kvikmyndin Einkalíf sem á hug hennar enda styttist í frumsýn- ingardag. Hún segist hafa verið ein af nokkrum stúlkum sem Þráinn próf- aði í hlutverkið en var sú heppna að fá það. „Veggfóður var eina bíómynd- in sem ég hafði leikið i og þar var ég í litlu hlutverki. Ég er ekki lærð leik- kona en hef alla tíð haft áhuga á leik- list og sótt mörg leiklistarnámskeið. Allt frá því ég var barn hef ég verið á leiðinni í leiklistarskóla en ávallt hef- ur eitthvað komið í veg fyrir að úr því gæti orðið. Ég er enn þá með drauminn í maganum og stefni á að fara utan í skóla einhvern tíma. Listaheimurinn hefur heillað mig frá því ég var lítil. Ég hafði gaman af söng, dansi og leiklist. Unglingur með sjónvarpsþátt Þar sem ég gekk með þennan draum fór ég ekkií mennta- skóla. Ég taldi að skóli lífs- ins myndi henta leik- kon- unni best. I staðinn fór ég á flakk. Ég var forvit- in um fólk ög staði. Minn tími var kom- inn þegar ég var íjórtán ára. Ég var að springa af krafti og forvitni og fannst ég þurfa margt að gera. Raun- ar mátti ég ekki vera að því að vera ung- lingur. Á Seyð- isfirði, þar sem ég er alin upp, tók ég þátt í áhuga- leik- hús- „Mér finnst það hálfgerður smáborgaraháttur að vera sífellt að tala um nekt í islenskum bíómyndum," segir Dóra m.a. í viðtalinu. DV-myndir GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.