Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 Stuttar fréttir Utlönd MiklosRozsalátinn Kvikmyndatónskáldið Miklos Rozsa lést af völdum lungnabólgu á sjúkrahúsi í Los Angeles á fimmtudag, 88 ára að aldri. Pavarotti styður Bosníu ítalski óperu- söngvarinn Luciano Pava- rotti ætlar að slást í lið með írska rokkar- anum Bono og syngja til styrktar börn- unum í Bosníu á tónleikum í heimabæ sínum, Modena, i sept- ember. Guðáundanhaldi Guö er á miklu undanhaldi meðal íbúa landa Evrópusam- bandsins, segir í nýrri könnun, og skiptir guð Dani minnstu máli. Nýnasistar i loftið Danskir nýnasistar hafa fengið leyfi til útvarpssendinga og munu senda út nasistarokk og áróður. VígaferlíáSríLanka Rúmlega 200 skæruliðar Tamfla á Sri Lanka féllu í árás á herbæki- stöð þar sem hermennimir höfðu fengiö vitneskju um hvað til stóð. Norðmenn ekki hrifnir Norsk stjórnvöld eru ekki hrif- in af hótunum rússneska sjávar- útvegsráðherrans um að taka ís- lensk skip í Smugunni ef úthafs- ráðstefna SÞ ber ekki árangur. Dóniviðmyndatöku Ungur maður hefur verið gerð- ur útlægur úr neðanjarðarlesta- kerfi Lundúna fyrir að taka myndir upp undir pilsklæddar konur í stigum stöðvanna. Þríríhaldi Þrir menn, tveir í Frakklandi og einn í Danmörku, eru í varð- haldi vegna bankaráns og morðs á lögregluþjóni í Árósum i síðasta mánuði. Clintonvísarábug Bill Clinton Bandaríkjafor- seti vísaði í gær á bug fréttum um að Banda- ríkin væru að brjóta vopna- sölubannið á Bosníu og að- stoða við að koma vopnum á laun til múslíma í Bosníu. Löggaívanda Franska lögreglan á í erfiöleik- um með að bera kennsl á sprengi- efnið sem notaö var í tilræðinu í neðanjarðarlestinni en smiðin ber einkenni öfgamúslíma. Reuter, Kitzau, NTB Vöruverö erlendis: Bensínið á uppleið Eftirspurn eftir bensíni á heims- markaði hefur verið að aukast og verðið því hækkað. Á Rotterdam- markaði hefur 92 oktana bensín hækkað um 2,4% á nokkrum dögum. Sérfræðingar spá því að verðið eigi eftir að hækka enn meir en eftir miðj- an ágúst eigi það síðan eftir að lækka. Stuðst er þá við þróun síöustu ára. Hlutabréf í Wall Street lækkuðu í veröi í byrjun vikunnar en hafa ver- ið á uppleið síðan. Dow Jones hluta- bréfavísitalan var komin í 4732 stig á fimmtudag og var aö nálgast sögu- lega hámarkiö sem náðist 17. júlí sl. Hlutabréfaverð í kauphöllinni í London hefur einnig verið að hækka og sömu sögu ipá segja um Frank- furtíÞýskalandi. -Reuter Sjö stunda umsátur í Köln um gíslatökumann í langferöabíl: Þrír skotnir til bana í rútunni Sérsveitir þýsku lögreglunnar, íklæddar grænum samfestingum, skotheldum vestum, með hjálma á höfði og vopnaðar jámstöngum og byssum, brutu sér leið inn í lang- ferðabíl síðdegis í gær og skutu grimuklæddan byssumann til bana og frelsuöu um tuttugu gísla sem hann haföi í haldi. Lögreglan hafði setið um rútuna í sjö klukkustundir i borginni Köln við Rínarfljót. Einn gíslanna og rútubíl- stjórinn, sem var skotinn í upphafi umsátursins, fundust látnir inni í bílnum. Lögregluþjónn hlaut einnig alvarleg sár en að sögn er hann ekki í lífshættu. „Ódæðismaðurinn var skotinn tfl bana. Auk bílstjórans fundum við einn gíslanna látinn," sagði talsmað- ur lögreglunnar við fréttamenn. Hann sagðist ekki vita hvort ein- hverjir hinna gíslanna hefðu hlotið sár. Farþegarnir í langferðabflnum höfðu verið í skoðunarferð um falleg- ar sveitir Rínarlands. Undir kvöld í gær var ekki vitað hver byssumaðurinn var, né heldur var vitað hvað honum gekk til. Atburðirnir hófust í gærmorgun þegar rútan var um það bil að nema staðar við útsýnisstað. Kona, sem tókst aö flýja úr rútunni, sagði að maðurinn, sem var meðal farþeg- anna, hefði farið að rífast við bílstjór- ann og síðan gripið til byssunnar og skotið hann. „Hann dró grímu yfir andlit sér og ógnaöi fólki og var að öllum líkindum að biðja um verðmæti," sagði sjónar- vottur í viðtali við fréttamann sjón- varpsstöðvarinnar RTL. Lögreglan lét til skarar skríða gegn Itla særður gisl skríður (rá rútunni í Köln í átt að bílum lögreglunnar. Ekki er vitað hvað gísiatökumanninum gekk til með athæfi sínu. Símamynd Reuter byssumanninum stuttu eftir að gísl, brotna afturrúðu langferðabílsins og sem mikið blæddi úr, skreið út um hneigniður. Reuter Norskir heiöingjar reistu níöstöng úr plasti í miðborg Óslóar: Virðum arf inn frá Sveinbirni - sagði Maj-Britt Björklund hofgyöja ásatrúarmanna í Ósló Gíali Kristjánsson, DV, Ósló: t,Við metum og virðum arfinn sem heiðingjar um allan heim hafa frá allsherjargoðanum Sveinbirni Bein- teinssyni. Hann var endurreisnar- maður heiðinnar trúar sem nú breiö- ist út um allan heim,“ sagði Maj- Britt Björklund, þéttvaxin valkyrja og hofgyðja ásatrúarmanna í Ósló, þegar DV hitti hana undir níðstöng heiðingja í miðborg Óslóar í vikunni. Norrænir heiðingjar eru nú á fjög- urra daga móti í Ósló. Hófst „blótið“ á Eiösvallatorgi á miövikudag með kveðskap, færeyskum dansi og trumbuslætti. Níðstöng úr plasti var reist menningarmálaráöi Noregs á torginu og þótti mátulegt þar sem ráðið hefur daufheyrst við öllum bónum um fjárstyrk. Á fimmtudag voru ristar rúnir úti á Langeyju í Óslóarfirði og um kvöld- ið voru tónleikar. Þá verður einnig stefnt til markaðar á áðurnefndri Langeyju hvar varningur mun skipta um eigendur aö hætti víkinga. Um 70 heiðingjar voru í miðborg- inni og höfðu hátt. Flestir töldust til ásatrúarmanna en einnig gat að líta fulltrúa indíána og heiöingja úr Afr- íku. Þrír litlir hópar ásatrúarmanna starfa í Noregi. Að sögn Maj-Britt hafa þeir leitað eftir kynnum við ís- lenska heiðingja en ekkert orðið ágengt. Grænlandsversl- uniníhinu mesta basli Lars Emil Jo- hansen, for- maöur græn- lensku heima- stjómarinnar, treystir á aö ný stjóm stærsta verslunarfyrir- tækis landsins, Grænlandsverslunarinnar, muni koma skikkan á fjárhag þess. Miklir erfiðleikar steðja nú að Grænlandsversluninni. Á vor- fundi grænlenska þingsins fékk fyrirtækið yfirdráttarheimild hjá ríkissjóði upp á tæpa tvo millj- arða íslenskra króna. Hún kemur í viðbót við rúmlega milljarðs yf- irdráttarheimild í grænlensku bönkunum tveimur og í ár verður rekstrartap fyrirtækisins að minnsta kosti 700 mifljónir ís- lenskra króna. Miklarlíkur ákjarnorkuslysi í Litháen Miklar líkur eru taldar á að al- varlegt slys eigi eftir að verða í stærsta kjarnorkuveri heimsins, Ignalina í Litháen, sem talið er eitt hið óöruggasta. Þetta kemur fram í skýrslu sem bandaríska orkuráðuneytið hefur samið og sænska blaðið Dagens Nyheter skýrði frá. Höfuöorsakirnar fyrir hættu- ástandinu í Ignalina, samkvæmt skýrslunni, eru smíðagallar, slæmt viöhald, bágborið efna- hagsástand í landinu, stjóm- málaórói og slælegt öryggi. Að sögn skýrsluhöfunda verður annað hvort að bæta kjarnorku- verið i Ignalina eða hreinlega loka því en slys þar gæti skaðað tugþúsundir íbúa í Lettlandi, Pól- landi, Sviþjóð og Rússlandi, auk íbúa Litháens. Karadzic setur herlögíríki sínu Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, lýsti í gær yfir her- lögum í sjólfskipuðu lýðveldi sínu til að geta kvatt alla vopnfæra menn tfl aö berjast gegn óvinin- um, eins og hann oröaði það í yfirlýsingu sinni. Þungvopnaðar hersveitir Kró- ata lögðu undir sig Serba-bæinn Grahovo í vesturhluta Bosníu í gær og stökktu fimm þúsund óbreyttum borgurum á flótta. Missir bæjarins þykir mikið áfall fyrir aðskflnaðarsinna Serba í Króatíu þar sem skoriö er á sam- gönguæðar milh serbneskra svæða í Króatiu og Bosníu. Kosmohjólar ekkigegnkjarn- orkutilraunum Jörgen Kosmo, varnar- inálaráðherra Noregs, ætlar ekki að taka þátt í hjólreiða- boðkeppninni frá Ósló til Par- ísar til aö mót- mæla tilraunum Frakka meö kjarnorkuvopn i Kyrrhafinu. „Ég tel aö við náum mestum árangri með beinum samskiptum við frönsk stjórnvöld," sagði Kosmo. Jens Stoltenberg, atvinnu- og orkumálaráöherra, steig hins vegar á hjól sitt og hjólaði fyrsta sprettinn til Ljósakurs, rétt utan við Ósló. Það voru danskir ungkratar sem áttu hupiyndina að hjól- reiöaleiðangrinum. Ritzau, Reuter, NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.