Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ1995 Sérstæð sakamál Braybrook-drápin Sólin hellti brennheitum geislum sínum yfir Shepherds Bush, útborg London. í görðunum mátti sjá hús- mæður í sólbaði og börn að leik. Almenningsgarðurinn var vel sótt- ur þennan dag. Og fangarnir i Wormwood Scrubs fangelsinu hofðu leitað út í fangelsisgarðinn til þess að njóta sólskinsins. Enginn veitti sérstaka athygli gömlum bíl sem hafði verið lagt í Braybrook-stræti, rétt við gráa fangelsismúrana. Undir stýri sat eigandinn, hinn þrjátíu og sex ára gamli John Whitney. Við hlið hans sat vinur hans, John Duddy, en hann var árinu eldri. Það leyndi sér ekki að báðir voru mennirnir mjög óstyrkir. I aftursætinu sat maður með augnaráð sem lýsti æsingi. Hann var foringi þessa þriggja manna gengis. Þremenningarnir höfðu gert áætlun. Síðdegis þennan dag, 12. ágúst 1966, ætluðu þeir að stela nýjum og hraðskreiðum bíl sem átti að þjóna þeim við bankaránið sem þeir ætluðu að fremja daginn eftir. Dregur til tíðinda Skyndilega bar að bíl. í honum sátu líka þrír menn. Þeir voru allir lögregluþjónar og óvopnaðir eins og götulögregluþjónar bresku höf- uðborgarinnar eru að öllum jafn- aði. Þessir menn hétu Christopher Head, David Wombwell og Geoffrey Fox og voru allir hálffertugir. Þeir önnuðust eftirlit við Wormwood Scrubs fangelsið og þessi ferð var lík mörgum öðrum sem þeir höfðu farið. En nú þótti þeim sem eitt- hvað varhugavert gæti verið á ferð- inni. Gamla bílnum hafði verið lagt þannig að verið gat að nota ætti hann við tilraun til flótta úr fang- elsinu. Fox ók lögreglubílnum. Hann stöðvaði hann en félagar hans, He- ad og Wombwell, stigu út og gengu að kyrrstæða bílnum. Whitney, eigandi hans, skelfdist og ætlaði að yfirgefa félaga sína og hlaupa burt. En Duddy greip í handlegg hans. „Slakaðu á,“ sagði hann. „Þeir þekkja ekkert til fyrirætlunar okk- ar.“ Meðan Duddy mælti þessi orð teygði maðurinn í aftursætinu sig í litla tösku sem lá á gólíinu. Hann opnaði hana og stakk hendinni nið- ur í hana. í sama augnabliki kom Head lögregluþjónn að bílnum. Drápin „Réttu mér töskuna og stígðu út,“ sagði Head við manninn í aftursæt- inu. Wombwell var nú kominn að bílnum og hélt á blokk og kúlu- penna. Allt í einu dró maðurinn í aftur- sætinu skammbyssu upp úr tösk- unni og áður en lögregluþjónarnir tveir gátu nokkuð gert skaut hann Wombwell milli augnanna. Þegar Head sneri sér við og ætlaði að aðvara félaga sinn í bílnum fékk hann skot í bakið. Þá dró morðing- inn fram aðra byssu, rétti Duddy og sagði: „Skjóttu síðasta lögreglu- þjóninn." Sekúndu síðar var Fox einnig lát- inn. Hann fékk kúlu í höfuðið. Þessi atburður vakti þegar í stað mikla athygli í London og þótti með meiri glæpum sem þar höföu verið framdir um langan tíma. Nefndu blöðin hann „Braybrook-drápin". Höfðu þau eftir sjónarvottum aö þau hefðu tekið innan við tíu sek- úndur og um leið og síðasta skotinu hefði verið hleypt af hefði gamla bílnum verið ekið á brott á miklum hraða. Christopher Head. David Wombwell. Geoffrey Fox. Hér lauk leitinni. Númeriö náöist Ekki leiö á löngu þar til Whitney, eigandi bílsins, náðist. Einn sjónar- vottanna haföi sýnt þá árvekni aö líta á skrásetningarnúmer bílsins og náði hann að leggja það á minnið. Kom hann því tafarlaust til lögreglunnar sem lét skráning- ardeildina kanna hver eigandinn var. Þegar Whitney haföi verið handtekinn leið ekki á löngu þar til Duddy var sömuleiðis tekinn í vörslu lögreglunnar. Tvímenningarnir urðu greinilega skelfdir þegar þeir voru spurðir að því hver maðurinn í aftursætinu væri. Vildu þeir ekki nefna nafn hans, rétt eins og þeir óttuðust hefnd. Tæknimenn lögreglunnar grand- skoðuðu bíl Whitneys og leituðu fmgrafara í honum. Á tómum vindlingapakka fundu þeir loks fingrafor sem talin voru af þriðja manninum. Þegar þau voru borin saman við fingrafaraskrár kom í ljós að þau voru af Harry Roberts sem var þrjátíu og sex ára. En um leið og ljóst var hver hann var þótti lögreglunni augljóst að erfitt yrði að hafa hendur í hári hans. Harry Roberts. Gamalreyndur hermaður Harry Roberts hafði gerst her- maður á unga aldri og tvítugur var hann kominn í breska hersveit í Malasíu þar sem hann fékk sér- staka þjálfun í að berjast gegn skæruliðum kommúnista. Hann þótti fær í aö koma sér úr miklum vanda og halda lífi viö erfiðar að- stæður. Þá kunni hann að fara með flest þekkt vopn og var í raun sér- fræðingur á því sviði. Nú hófst leitin mikla að Roberts. Mikill fjöldi lögreglumanna leitaði á fjölmörgum stöðum á Suður- Englandi. Var leitað af mikilli ná- kvæmni en leitin bar engan árang- ur. Þegar komið var fram í nóvember taldi lögreglan líklegt að Roberts hefði komist úr landi því þá fannst aska eftir varðeld við gamalt her- byrgi við suðurströndina. En þá gerðist atburöur sem benti til þess að sú skoðun væri röng. Nokkru fyrir norðan London, í Bis- hops Stortford, voru framin all- mörg innbrot á sveitabæi og vakti það sérstaka athygli. í fyrstu beind- ist grunurinn að töturum en þeir eru nokkuð víða á Bretlands- eyjum og fara gjarnan um en í þetta sinn lýsti einn talsmanna þeirra, John Cunningham, því yfir að þeir bæru enga ábyrgð á þessum inn- brotum. „Skógardjöfullinn'' „Þið kennið töturum alltaf um,“ sagði Cunningham. „En hvers vegna reynið þið ekki að yfirheyra „skógardjöfulinn" sem settist að hér í grenndinni?" Lögregluþjónarnir sýndu þessu áhuga og báðu um að fá að heyra meira. Sagði Cunningham þeim nú sögu sem ekki þótti ástæða til að lýsa uppspuna þótt hún einkennd- ist mjög af hjátrú. „Kvöld eitt var ég á ferö úti í skógi,“ sagði sögumaöur. „Ég ætl- aði að veiða kanínur en heyrði þá skyndilega einkennilegt hljóð rétt hjá gömlum kirkjugarði. Eg gekk varlega á hljóðið þótt þar kynni að vera á ferð einhver djöfsi eða draugur. Loks kom ég auga á ljós inni á milli runna. Þegar ég kom nær sá ég gríðarmikinn skugga bera fyrir ljós sem þarna var.“ Cunningham lýsti síðan þeirri miklu hræðslu sem hefði gripið sig og sagðist hann hafa tekið til fót- anna. Felustaðurinn finnst Lögreglan hélt nú á þær slóðir sem Cunningham hafði nefnt og ekki leið á löngu þar til þar fannst byrgi sem var nákvæm eftirlíking byrgja sem gerð eru í frumskógum Malasíu. Þakið var úr trjágreinum en veggirnir úr þurrkuðum jarð- vegi. í kringum byrgið var girðing úr oddhvössum greinum. Enn utar hafði vír verið strengdur milli runna svo að lítið bar á og hann festur við dósir með steinum í þannig að í hringlaði gengi einhver á vírinn. í byrginu fannst viskíflaska og skammbyssa en þar var engan að sjá. Lögreglan lagðist í leyni en varð loks að gefast upp og viður- kenna að enn hefði Roberts gengið henni úr greipum. Fingrafór á flöskunni reyndust af honum og leiddi rannsókn í Ijós að Head og Wombwell höfðu verið skotnir með byssunni sem þarna hafði fundist. Leitúr þyrlum Lögreglan tók því ekki létt að Roberts skyldi enn hafa tekist að komast undan. Var nú hafin um- fangsmikil og skipuleg leit úr þyrl- um til viðbótar leit á landi. Það átak bar árangur en mennirnir sem fundu Roberts voru sérþjálfaðir hermenn úr síðara stríöi, Peter Smith og Oswald Thorne. Báðir höfðu þeir barist í frumskógum Borneó. Dag einn er þeir voru á ferð úti í sveit komu þeir auga á bæ sem var mjög afsíðis. Þeir nálguöust hann varlega. Við annan enda hlöðunnar við bæinn hafði mörg- um heyböggum verið staflað upp. Smith byrjaði að taka þá niður, einn af öðrum. Loks kom hann auga á holrúm í miðjum staflanum. í holrúminu var svefnpoki og var hann þakinn þurrkuöum jarðvegi. Samt mátti greina að í pokanum lá maður. Smith rak hlaupiö á riffli í pok- ann og skipaði þeim sem í honum var að gefa sig fram. Um leið renndi hann frá örygginu á rifflinum þannig að viðkomandi væri ljóst hvers hann mætti vænta ef hann hlýddi ekki. Pokinn var nú opnaður hægt og rólega. Úr honum kom maður með þrútin augu. Það var Harry Ro- berts. Mánuði síðar, eða í desember árið sem lögregluþjónamir þrír féllu, voru Roberts, Duddy og Whitney (sá síðastnefndi hafði þó ekki skot- ið neinn lögregluþjónanna) dæmd- ir í ævilangt fangelsi í Old Bailey sakadóminum í London.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.