Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 44
I 56 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ1995 níllfl 904-1700 Verð aðeins 39,90 mín 11 Fótbolti 2j Handbolti 3 [ Körfubolti 4! Enski boltinn 5 j ítalski boltinn 6 [ Þýski boltinn 7 j Önnur úrslit 8 NBA-deildin 1 [ Vikutilboð stórmarkaðanna 21 Uppskriftir 1 j Læknavaktin 2 j Apótek 3 [ Gengi 1| Dagskrá Sjónvarps 2J Dagskrá Stöðvar 2 31 Dagskrá rásar 1 4 j Myndbandalisti vikunnar - topp 20 ; 5[ Myndbandagagnrýni 6 j ísl. listinn -topp 40 j Tónlistargagnrýni 8 [ Nýjustu myndböndin 1\ Krár 21 Dansstaðir 3|Leikhús 4 | Leikhúsgagnrýni _5J Bíó 6 j Kvikmyndagagnrýni 1\ Lottó 2 Víkingalottó 3| Getraunir AÍllH llll 904-1700 Verð aöeins 39,90 mín. Menning Galliard í Hlaðvarpanum Tónleikar voru haldnir í Kafílleikhúsinu, Hlaðvarpanum, sl. miðvikudag. Þar kom fram hópur ungs fólks sem kallar sig Endurreisnar- flokkinn Galliard, enda er hér um að ræða tón- listarhóp sem ætlar að sérhæfa sig í flutningi endurreisnartónlistar. Hópurinn er skipaður þeim Birnu Helgadóttur, sópran, Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttur, alt, Erni Arnarsyni, tenór, Tórúist Askell Másson Finni Bjarnasyni, bassa, og Arngeiri Heiðari Haukssyni, lútuleikara, sem reyndar syngur einnig þegar svo ber undir. Hljómburðurinn í Kafíileikhúsinu er bæði sér- kennilegur og í raun alltof þurr fyrir þessa teg- und músíkur og gerði það hópnum erfitt fyrir með „debút“ sitt hvað hljóminn varðar, en á móti kom reyndar sérstök stemning hússins sem t.d. býður upp á mikla nálægð við flytjendur. Þessa nálægð nýttu flytjendurnir sér ágætlega og voru m.a. með bæði skemmtilegar og fróðleg- ar kynningar á efnisskrá sinni. Byijað var á lútusöngvum Johns Dowlands úr First Book of Airs og var mest sungið fjórradda. Einnig lék Amgeir Pavan og Galliard á lútuna. Hópurinn er greinilega skipaður hæfileikaríku tónlistar- fólki og bendir þessi ágæta byijun þeirra tii þess að þau hafi erindi til sérhæfingar í flutn- ingi endurreisnartónlistar. Eftir lútusöngva Dowlands fluttu þau madrig- al eftir Orlando Gibbons og sungu fimmraddað, Galliard-sönghópurinn. en síðan kom eina lagiö á efnisskránni sem ekki er talið vera samið á tímabilinu frá 1590-1610 og var það The Cares of Lovers eftir Henry Purcell. Purceli á að hafa samið þetta lag í júní fyrir réttum þrjú hundruð árum, en þeirrar ártíðar hans er nú víða minnst og var svo einn- ig hér með þessum hætti. Guðrún Edda altsöng- kona flutti þetta mjög svo flúraða lag og var hún bæði tónhrein og tónviss. Bassasöngvari hóps- ins, Finnur Bjarnason, söng ennfremur Tobacco Is Like Love eftir Tobias Hume og gerði bráð- skemmtilega. Eftir nokkur lög Dowlands flutti hópurinn madrigala eftir Thomas Morley, m.a. Now Is the Month of Maying sem var flutt meö skemmti- legri tilfinningu fyrir textanum og af músík- alskri nákvæmni. Voru þessir madrigalar Mor- leys best flutti hluti efnisskrárinnar, en henni lauk með vöggulagi eftir Pilkington, sem var ljúflega flutt. Andlát Leikhús Margrét Þórarinsdóttir frá Minna- Knarrarnesi, Vatnsleysuströnd, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja fimmtudag- inn 27. júlí. Sigurður B. Finnbogason rafiræð- ingur, Mávahlíð 35, Reykjavík, and- aðist 27. júlí á Hrafnistu í Reykjavík. Tilkynningar Sól Dögg á Akranesi Hljómsveitin Sól Dögg mun spila á skemmtistaðnum Pavarotti á Akranesi á laugardagskvöld. Myndlistarsýning á hálendi íslands í dag opnar Elias Hjörleifsson málverka- sýningu í veitinga- og gistihúsinu á Hrauneyjum við Hrauneyjafoss. Sýning- in er samsett af olíumálverkum og verk- um sem eru gerð á pappír. Sýningin stendur út ágústmánuð. Sýning í NLFÍ, Hveragerði Á morgun kl. 15 opna Þorbjörg Pálsdóttir og Hannes Lárusson sýningu í Heilsu- stofnun NLFÍ í Hveragerði. Hjónáband LEIKFELAG REYKJAVÍKUR Stórasviðiðkl. 20.30. Rokkóperan Jesús Kristur SUPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber I kvöld 29/7, fáein sæti laus, fimmtud. 3/8, fimmtud. 10/8, föstud. 11/8, laugard. 12/8. Miðasalan er opin alla daga nema sunnudaga, frá kl. 15-20 og sýningardaga til kl. 20.30. Tekið er á móti miðapöntunum i sima 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Ósóttar miðapantanir seldar sýning- ardagana. Gjafakort - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavikur- Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. Einkaumboð fyrir Uniroyal TJARNARBIO Söngleikurinn JÓSEP og hans undraverða skrautkápa eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber. Sunnud. 30/7, fjölskyldusýning kl. 17.00 (lækkaöverð). Sunnud. 30/7 kl. 21.00, flmmtud. 3/8 - miönætursýnlng kl. 23.30. Miöasala opln alla daga i Tjarnarbíói frá kl. 12.30-21.00. Miðapantanir símar: 561 0280 og 551 9181, fax 551 5015. „Það erlangtsíðan undirritað- ur hefur skemmt sér eins vel í leikhúsi. “ Sveinn Haraidsson, leiklistargagnrýnandi Mbi. Gúmmíviniiustofan hefur nú feng- ið einkaumboð fyrir Uniroyal fólks- og vörubílahjólbarða frá Evrópu. Af því tilefni komu fulltrúar Uniroyal til íslands og kynntu nýjungar í hjól- barðaframleiðslu. Kynnt var ný lína í vetrarhjólbörðum úr nýrri gúmmí- blöndu sem gefur meira slitþol og gerir hjólbarðana mjög hljóðláta. Einnig voru kynnt sumardekk, sér- hönnuð fyrir stöðugleika við ólíkar aðstæður og hafa Norðmenn gefið þeim nafnið „regndekk." Uniroyal hjólbarðar hafa verið á íslenskum vegum um árabil. Með tilkomu einkaumboðs Gúmmívinnustofunn- ar hefst nú beinn innflutingur frá framleiðanda í Evrópu og hefur það í för með sér verulega verðlækkun á Uniroyal hjólbörðum. Stórmót Bridgefé- lags Sauðárkróks Þann 1. júlí voru gefm saman í hjónaband af séra Ægi Fr. Sigurgeirssyni í Kópa- vogskirkju Guðbjörg Ketilsdóttir og Mikael Sigursteinsson. Heimili þeirra er að Kópavogsbraut 85, Kópa- vogi. Ljósmyndastofa Reykjavíkur Látum bfla ekki^O vera í gangi aó óþörfu!' ' Utblástur bitnar verst á börnunum yU^FERDAR Helgina 18.-20. ágúst stendur Bridgefélag Sauðárkróks fyrir stór- móti í bridge á Sauðárkróki. Mótið samanstendur af barómeter-tví- menningi, bikarkeppni sveita og eins kvölds tvímenningi. Mótið hefst klukkan 17.00 fóstudaginn 18. ágúst og lýkur klukkan 18.00 sunnudaginn 20. ágúst. Þátttökugjaldi er mjög stillt í hóf og er aðeins 3.000 krónur fyrir mann- inn allt mótið. Spilaö er um silfurstig og veglega verðlaunagripi. Sú nýjung verður í sveitakeppninni að lands- liðsspilararnir Jón Baldursson, Sæv- ar Þorbjörnsson, Guömundur Páll Amarson, Þorlákur Jónsson, Matt- hías Þorvaldsson og Jakob Kristins- son verða til sölu og kostar hver spil- ari 5.000 krónur. Hótel Áning býður upp á svefn- pokapláss í herbergi með aðgangi að baði á kr. 1.500 nóttin og tveggja manna herbergi á 3.380 krónur á manninn. Einnig eru góð tjaldstæði á Sauðárkróki. Flugleiðir bjóða upp á hagstæö flugfargjöld vegna móts- ins. Þar sem þátttaka er takmörkuð borgar sig að skrá sig sem fyrst. Þátt- tökugjaldið þarf að greiðast í síðasta lagi 11. ágúst. Skráning og allar nán- ari upplýsingar eru hjá Bridgesam- bandi íslands í síma 5879360 og Kristjáni Blöndal, hs. 4536146 og vs. 4535630. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! „JUJjraOAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.