Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 29. JtJLÍ 1995
3
dv Fréttir
Stígamót:
Efna til
fræðslu- og
forvarnar-
átaks
- fyrir verslunarmannahelgi
„Við höfum gefið út mjög hand-
hægan upplýsingabækling sem gæti
nýst þeim sem vilja kynna sér eitt-
hvað um nauðganir og ég tala nú
ekki um ef fólk er svo óheppið að
verða fyrir slíku. Bæklingurinn er
þá svona eins og fyrsta hjálp," sagöi
Juðrún Jónsdóttir, starfskona Stíga-
móta, en samtökin ætla að efna til
fræðslu- og forvarnarátaks fyrir
verslunarmannahelgina. Átakið felst
í útgáfu upplýsingabæklings þar sem
m.a. spurningum um nauðganir er
svaraö og verður honum t.d. dreift
við brottfararstaði um fyrrnefnda
helgi. Einnig hafa Stígamótakonur
látið hanna fyrir sig veggspjald með
sínu sígilda slagorði „Nei, þýðir nei!“
Vonum að þetta hafi áhrif
„Við vonum aö svona fræðsla hafi
áhrif. Ég held að fræðsla sé af hinu
góða og það er nú kannski eina for-
varnarleiðin sem er tiltæk, þ.e. að
reyna að koma út upplýsingum um
aö þarna eru alvarlegir hlutir á ferð-
inni,“ sagði Guðrún.
Aðspurð hvort Stígamótakonur
ætluðu að bjóða þjónustu sína á
mörgum útihátíðum um verslunar-
mannahelgina sagði Guðrún að sú
ákvörðun hefði verið tekin að leggja
aðaláhersluna á að koma út þessu
forvarnarfræðsluátaki. „Ef móts-
haldarar eru tilbúnir að borga kostn-
aðinn sem felst í því að hafa Stígamó-
takonur á útihátíðunum þá förum
við fúslega. Hingaö til höfum við
sjálfar þurft að standa undir öllum
kostnaði en það getum við ekki leng-
ur. Við ákváðum að verja peningun-
um frekar í fræðslu- og forvarnar-
starf. Okkur finnst kannski eðlilegt
eftir að hafa sýnt fram á nauðsyn
svona þjónustu að mótshaldarar hafi
þetta sem fastan lið á öllum útihátíð-
um.“
Glens og grín
í Hrísey
Valdís Þoisteinsdóttir, DV, Hrísey:
Mannlífið hér á eyjunni er rólegt
og gott og þó hálfgert vetrarveður
geri um hásumar raskar það ekki ró
íbúa. Atvinna er stöðug, talsvert um
farandverkafólk og ég veit ekki betur
en atvinnyleysisskýrslan sé alauð.
Nú er blessuð sóhn búin að skína
í viku - algjör orkusprauta og því
verður heilmikii uppákoma 30. júlí.
Útimarkaður við elliheimilið með
ótal básum og er það vel til fundið
því fjöldi ferðamanna er hér.
Skemmtun verður í Sæborg um
kvöldið þar sem Örn Árna og Jónas
Þór, eldri og yngri, koma fram. Það
verður því glens, grín og gaman í
Hrísey 30. júh.
í GALTALÆ KJARSKÓGI
'ág hef farið á |
Bindindismótiðj
í 17 árog |
1 það er eins ■
log að sleppa |
\ jólunum að I
4 fara ekki.../Ú
(Á PALLI)
REGGAE OH ICE
* 'l B
!s
l NATT
NACHIIS
SCHEVIMG
AFNAI
(Á PALLI)
Ji Ny
SPAUGSTOFAN
SERA PALMl
SKITAMORALL
ISLAHDSNOT
í POXI
FIOLSKYLDVNNAR
ÆVINTÝRAHEINVR BARNA 06 VN6LIN6A
RUTUFERÐIR FRA ;
KEFLAVÍK OG BSÍ KÍ
NÆGTJALDSTÆÐI fy -
GÓÐ HREINLÆTISAÐSTAÐA f
SJÚKRAVAKT
GÆSLA
HJÓLHÝSASVÆÐI
UNGLINGABUÐIR
VEITINGAHÚS 0^-
LOFTKASTALAR m
> ,, %%
■ HESTALEIGA
GONGUFERÐIR
ÆVINTÝRALAND
FLUGELDASÝNING
VARÐELDUR
'*/A| BARNALEIKHÚS
OKULEIKNI
HJÓLREIÐAKEPPNI
STREETBALL
| DISKOTEK í KÚLU
I OG MARGT FLEIRA..
Bindindismót
ekki gleyma því
FYRIR AÐEINS
4.500 kr. 16 ára o.e.
3.500 kr. 13-15 ára
frítt fyrir 12 ára og yngri