Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 7 Fréttir Framhaldsskólinn 1 Reykholti verður lagður niður 1. ágúst: Ólaf ur Þ. fær tvenn biðlaun - hafði hugsað mér að vinna fyrir kaupinu, segir Ólafur Þ. Þórðarson Ólafur Þ. Þórðarson, skólameistari í Reykholti og fyrrverandi þingmaöur Framsóknarflokks, fær tvenn bið- laun frá hinu opinbera eða alls að minnsta kosti tæpar 2,5 milljónir króna næsta árið þar sem hann er hættur þingmennsku og framhalds- skólinn í Reykholti verður lagður niður 1. ágúst. Ólafur fær að minnsta kosti 1.493 þúsund krónur í biðlaun eftir að framhaldsskólin hefur veriö lagður niður og röska eina milljón í sex mánaða biölaun frá þinginu. | Hann fær þannig tvenn biðlaun sam- tímis í um það bil þrjá mánuði í haust því að biðlaunagreiðslur frá Alþingi hófust eftir kosningar í vor. Ólafur fær jafnvirði þingfarar- kaups í biðlaun frá Alþingi eða tæpar 178 þúsund krónur á mánuði í sex mánuði, samtals 1.067 þúsund krón- ur. Hann fær einnig að minnsta kosti 118 þúsund á mánuði í eitt ár frá fjár- málaráðuneytinu eftir að skóla- meistarastaða hans hefur verið lögö niður með framhaldsskólanum í Reykholti í byijun ágúst þar sem hann hefur verið skólameistari frá 1970. í þessum útreikningum er mið- að viö lægstu laun skólameistara, Ólafur Þ. Þóröarson, skólameistari í Reykholti og fyrrverandi þingmað- ur Framsóknarflokks. eða rúmar 103 þúsund krónur, sem hefur fasta fjórtán tíma yfirvinnu á mánuði. Þetta gera gera samtals um 1.067 þúsund krónur. „Ég hef yfirleitt eytt þeim pening- um sem ég hef fengiö og ég býst við að ég haldi því áfram. Menn hefðu getað sagt að ráðuneytið hefði átt að Þjófnaðaralda undir Eyjaljöllum: Kunnugir virð- astveraáferð - þjófamir virðast vera að halda við eigin vinnuvélum „Þeir hlutir sem eru teknir eru þess eðlis að okkur sýnist varla að menn séu að þessu til þess að koma þeim í verð. í fæstum tilvikum eru verðmætustu hlutirnir teknir en frekar þeir sem einhver virðist hafa not fyrir og tekur þá frekar hjá koll- ega sínum en að kaupa þá. Hjól eru tekin undan rakstrarvélum, drif- sköftum stolið, bindigarn hirt og þar fram eftir götunum," sagði lögreglu- maður á Hvolsvelli sem DV ræddi við í gær. Hann sagði menn vera orðna hvekkta á þessu því hlutir hefðu verið að hverfa af bæjum í sveitinni meira og minna í allt sum- ar. „Okkur finnst eins og hér hljóti kunnugir menn að vera á ferð þvi reiðtygjum, sláttuvél og ýmsum verkfærum var stohð hér af býlinu Rot en það eiga hestamenn í Reykja- vík. Því er svo vel við haldiö að ókunnugum dytti aldrei annað í hug en að það væri í byggð, ekki að það stæði autt meira og minna. Menn virðast vera að stela þessum hlutum til þess að lappa upp á vélarnar hjá sér og það fmnst okkur ákaflega sorglegt. Nú eru bændur hér eystra farnir að fela vélar sínar bak við hús að næturlagi, taka garn úr bindivél- um o.s.frv." sagði bóndi undir Eyja- fjöllum sem DV talaði við í gær. -SV Vilja að guð ráði h venær róið er Regína Thorarensen, DV, Sejfossi: Það er slæmt útlit með sláttinn í Árneshreppi á Ströndum að sögn Pálínu Þórólfsdóttur á Finnboga- stöðum. Tún víða illa kalin og útlit fyrir að bændur verði að kaupa hey, það er þeir sem efni hafa á því. Fiskirí er gott þegar gefur en sjó- menn eru ekki sáttir við banndag- ana. Vilja að guð almáttugur ráði hvenær róið er en ekki ráðamenn fyrir sunnan. Ungmennafélagið í Ámeshreppi, kvenfélagið og slysavarnafélagið voru með ball í samkomuhúsinu í Árneshreppi nýlega. Það var vel sótt og mikið fjör. Það er regla að þessi félög halda 3 böll yfir sumartímann. Það næsta verður 5. ágúst. leggja skólann niður á þeim tíma- punkti sem min biðlaun sem þing- manns voru úr sögunni ef þeir hefðu talið það hagstætt. Það er ekki eftir pöntun frá mér sem skólinn er lagður niður. Ég hafði hugsað mér að vinna fyrir mínu kaupi,“ segir Ólafur Þ. Þórðarson. Misvindasamt hefur verið um Ólaf Þ. Þórðarson í íslensku þjóðfélagi á undanförnum árum. Ólafur rak mjög sjálfstæða stefnu innan Framsóknar- flokksins og taldist þar til uppreisn- armanna. Hann hafði mikinn áhuga á efnahagsmálum og hætti meðal annars stuðningi við ríkisstjórnina út af gengismálum vorið 1988, svo dæmi sé nefnt úr pólitíkinni. Þá vakti deila Ólafs við ábúendur á jörðinni Efranesi mikla athygli á árunum þegar hann keypti jörðina og krafðist þess að ábúendur yrðu bornir út árið 1992. -GHS FRABÆRT VERÐ 1.162.230 - á götuna kr. án vsk. GRACE Hyundai Grace er mjög rúmgóður og aflmikill sendibíll sem hefur vakið athygli um allan heim og er vinsælasti sendibíllinn á íslandi. Enda ekki furða því verðið skapar honum algjöra sérstöðu á markaðinum. Ath! í boði er 3 sæta bekkur og vsk. grind á 70.000r-kr. Fáanlegur með bensín- eða díselvél. HYunoni ...til framtíðar Vél..............2,4 lítra Hestöfl..............122 Lengd.............4,74 m Hæð.............. 1,97 m Breidd........... 1,69 m Flutningsrými... 5,8 m3 Burðargeta .... 1,275 kg ÁRMÚLA 13. SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI: 553 1236 Opið alla virka daga, laugardaga og sunnudaga kl. 8-21 Grunnfúavörn Metró verð frá kr. 3621. Terpentína Metró verð frá kr. 1431. Metró innimálning 10% glans, verð frá kr. 5951. Metró útimálning Verð frá 585 1. Pallaolía, ljósgræn Metró verð frá kr. 473 1. METRÓ - Málarinn, Skeifunni 8, sími 581 3500 il*\METRÓ miðstöð heimilanna Filtteppi Metró verð frá kr. 385 ferm. METRÓ - Hallarmúla 4, sími 553 3331

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.