Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFANSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SlMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftanrerð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Börn án æsku Mannréttindi hafa verið ofarlega á baugi í þjóðmála- umræðunni hér á landi að undanfómu, meðal annars vegna fyrirhugaðrar kvennaráðstefnu í Kínverska al- þýðulýðveldinu sem svo heitir. Þegar fiallað er um baráttuna fyrir afnámi þrælahalds í heiminum verður flestum fyrst hugsað til síðustu ald- ar, ekki síst borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum í forsetatíð Abrahams Lincolns en sá hildarleikur gekk gjarnan undir nafninu þrælastríðið. Telja má víst að flestir íslendingar séu alfarið á móti mannsali og nauðungarvinnu. Engu að síður er augljóst að íbúar í löndum hins auðuga hluta heimsins, þar á meðal á íslandi, stuðla óbeint að slíkum brotum á grund- vallarmannréttindum í öðrum löndum. Það er nefnilega algjör misskilningur að sú fyrirlitlega smán, sem þrælahald er, hafi verið afnumin á síðustu öld. Milljónir manna eru í reynd þrælar í mörgum lönd- um í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku. Þetta á ekki .síst við um saklaus böm sem em hneppt í ánauð og misnot- uð, ýmist sem vinnudýr í frumstæðum verksmiðjum til að framleiða vörur sem seldar em til hinna auðugri ríkja eða til að fullnægja aíbrigðilegum hvötum ferðamanna sem koma til fátækra landa í leit að ólögmætri lífs- rejmslu sem myndi kosta þá langa fangelsisvist á heima- slóðum. Enginn hefur í raun og veru tölu á þeim bömum sem lent hafa með þessum hætti í höndum þrælahaldara sam- tímans, sem em gjaman vel skipulagðir og íjársterkir glæpahringir. Hins vegar hafa ýmis samtök og stofnanir, sem reyna eftir mætti að vekja'athygli almennings á þessari svívirðingu, sett fram líklegar ágiskunartölur sem gefa til kynna hversu vandamálið er stórt og óhugn- anlegt. Þannig er tahð að síðustu tvo áratugina hafi um einni milljón bama annaðhvort verið rænt af þrælasölum í Asíu eða þau seld í þeirra hendur af foreldmm eða ætt- ingjum og síðan knúin til að þjóna ferðamönnum kyn- ferðislega. Verst er ástandið í Taílandi. Þar er áætlað að um 200 þúsund böm séu neydd til að stunda vændi en um 60 þúsund á Filippseyjum og um 40 þúsund á Sri Lanka. Þessi börn án æsku hafa engin tök á að sleppa úr prísundinni fyrr en þau em svo illa farin á sál og lík- ama að það svarar ekki lengur kostnaði fyrir þrælahald- arana að hafa þau á kynlífsmarkaðinum. Talsmaður samtaka sem berjast gegn þessum ófógn- uðu í Taílandi fullyrðir að helstu viðskipavinir bama- vændishúsanna séu frá Vesturlöndum og Japan og gjam- an virðulegir borgarar í heimalöndum sínum. Sum vest- ræn ríki hafa bmgðist við þeirri staðreynd með lagasetn- ingu sem heimilar yfirvöldum að ákæra og dæma eigin | borgara fyrir að fremja slika glæpi í öðrum löndum. Þrælahald bama er ekki síður algengt við framleiðslu á margvíslegum vörum sem fátækar þjóðir heims flytja út til Vesturlanda. Dæmi um slíka framleiðslu em teppi, fót af ýmsu tagi, flugeldar, eldspýtur og fótboltar. Tahð er að mihjónir bama vinni við slíka framleiðslu í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku, oft sem þrælar. Þótt þessi alvarlegu mannréttindabrot séu víða algeng er þó ástandið langverst á Indlandi og í Pakistan. Mörg vestræn fyrirtæki, sem selja vörur sem fram- leiddar era í þessum löndum, gæta þess nú vegna þrýst- ings frá almenningi að varan sé ekki afrakstur bama- þrælkunar, og taka það jafnvel sérstaklega fram. Það mættu íslenskt fyrirtæki taka sér til fyrirmyndar. Ehas Snæland Jónsson Undanbrögð í stað athafna í Bosníu Samþykkt öldungadeildar Banda- ríkjaþings um að Bandaríkjunum beri að ailétta vopnasölubanni af Bosníu hefur ekki raunhæfa, hern- aðarlega þýðingu, jafnvel þótt hnekkt verði á síðata stigi neitun- arvaldi forseta, sem Bill Clinton hefur við orð að beita. Þetta felst í ályktuninni sjálfri, eins og Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öld- ungadeildinni og hklegasti keppi- nautur Clintons um forsetaemb- ættið að ári, gekk loks frá henni. Fyrri varnagli var að ársfjórð- ungur skyldi líða frá því ályktunin væri samþykkt þangað til hún gengi í gildi. Síöan bætti Dole viö heimild til forsetans að fresta gild- istöku afnáms vopnasölubannsins um ótakmarkaðan tíma, telji hann það nauðsynlegt til að tryggja brottflutning friðargæsluhðs SÞ heilu og höldnu frá Bosníu. Þar á ofan er engin greið leið til að koma í hendur Bosníuhers þeim þungavopnum, skriðdrekum og fahbyssum, sem hann skortir helst til að geta boðið byrginn her Bosn- íu-Serba, sem er vígvæddur úr vopnabúrum Júgóslavíuhers, jafn- vel þótt Bandaríkin vildu taka að sér flutninginn. Serbar loka land- leiðum til Sarajevo og annarra yfir- ráðasvæða Bosníustjórnar, sem unnt væri að fara um með shka farma. Þar að auki hafa þeir flug- velhna við Sarajevo og Tuzla innan skotmáls. Ætti því samþykkt Bandaríkja- þings að hafa raunverulega þýð- ingu á vígelhnum yrði utanaðkom- andi hð, og þá væntanlega frá Bandaríkjunum, að koma til að stugga við Serbum svo um munar. En um þaö eru Clinton og Dole hjartanlega sammála að ekki komi tii greina að senda bandarískan landher á vettvang á Balkanskaga. Átökin milh þeirra, um hvort afnmema skuh vopnasölubann á pappírnum eða ekki, snúast því í Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson raun og veru um áróðursstöðu í kosningabaráttu um forsetaemb- ættið. Svo láta Rússar óspart í það skína að telji Bandaríkin sig bær að af- létta einhliða vopnasölubanni, sem sett er af Öryggisráði SÞ i samein- ingu, beri Rússlandi jafn réttur til að aflétta vopnasölubanni af Serb- íu. Bosníustjórn fagnar að sjálfsögðu samþykktinni í Washington, því hún auðveldar henni að stappa stáhnu í sitt fólk í bráð. Ekki mun af veita, því nú þykir ljóst að her- stjórn Bosníu-Serba hefur sett sér að gersigra her Bosníustjórnar fyr- ir veturinn. Serbar hafa þegar lagt undir sig Srebrenica og Zepa, sem SÞ hafði lýst griðasvæði. Og hrakið tugþús- undir fólks þaðan með morðum, nauðgunum og limlestingum. Eftir mikinn vandræðagang náðu vest- urveldin loks saman um aö heimila umfangsmikinn og samfelldan loft- hemað ógni Serbar Gorazde, þriðja og síðasta griðasvæðinu í Austur- Bosníu. Serbar sneru sér þá í stað- inn að griðasvæðinu Bihac í norð- vesturhorni Bosníu og sækja nú að því ásamt Króatíu-Serbum úr öll- um áttum, en þar eru 180.000 manns innikróuð við sult og seyru. Um Bihac liggja járnbraut og þjóðbraut frá vígi Serba í Banja Luca í Bosníu til Knin í Króatíu, sem Króatíu-Serbar hafa lýst höf- uðstað yfirráðasvæöis síns, Kraj- ina. Nái því Serbar Bihac er borin von að Króatíustjórn takist með skaplegu móti að losa tök Serba á Krajina. Forsetar Bosníu og Króatíu hafa gert samning um gagnkvæma að- stoð til að verja Bihac, en til þess að koma þar til skjalanna þarf Króatíuher að sækja 50 kílómetra um yfirráðasvæði Serba. Ófriður gæti því blossað upp í Króatíu á hverri stundu. Bosníu-Króatar hafa fyrir sitt leyti unnið um 70 ferkílómetra lands af Serbum síð- ustu daga í suðvesturhluta lands- ins og er sú sókn tii þess gerð að létta þrýstingi af varnarhði Bihac. Bardagi fámenns og lítt vopnaðs vamarhðs Bosníuhers á griða- svæðinu Zepa við ofurefli Serba stóð sem hæst þegar utanríkis- og landvarnarráðherrar stórveldanna réðu ráðum sínum í London í síð- ustu viku. í lokayfirlýsingu viku þeir engu orði að Zepa, en einbeittu umfjöllun að Gorazde þar sem þá var kyrrt. Vegna þessarar frammistöðu hef- ur Tadeuz Masowiecki, fyrrum for- sætisráðherra Póhands og undan- farið fuhtrúi SÞ til að fylgjast með mannréttindamálum í fyrrum Júgóslavíu, sagt af sér því starfi. í afsögninni fer hann hörðum orðum um hræsni og ragmennsku sem fyrirsvarsmenn samfélags þjóð- anna sýna með því að ofurselja fólkið í Bosníu grimmdaræði þegar sjálfar meginreglur siömennjngar- innar eru í húfi. Flóttafólk frá Zepa kemur sér fyrir í tjöldum í Zenica á yfirráðasvæði Bosniustjórnar. Símamynd Reuter Skodanir aimarra Vandinn með Bosníu „Samfélag þjóðanna stendur á krossgötum í Bosn- íu. Það er fyrir löngu búið að tapa allri virðingu sinni og sjálfsvirðingu. Það er við þessar aðstæður sem öldungadeild Bandaríkjaþings vill afnema vopna- sölubannið á Bosníu, sem í raun hefur svipt bosnísku þjóðina sjálfsagðasta réttinum sem til er, réttinum til að verja hendur sínar. Mörg vandamál fylgja því að afnema vopnasölubanniö. Tillagan veitir ekki full- nægjandi svör við því hvað gera eigi þegar gæslu- sveitir SÞ hverfa á brott og hvernig flytja eigi vopn- in inn. En það eru miklu fleiri vandamál því tengd að leyfa Serbum að halda áfram sem fyrr.“ Úr forustugrein Arbeiderbladet í Ósló 26. júlí. Ógn af hryðjuverkum „Frökkum hefur staðið stöðug ógn af hryðjuyerk- um í rúmlega tuttugu ár, allt frá fyrstu árásum Carl- osar. Hið alþjóðlega samhengi hefur breyst - Berlín- armúrinn er hruninn, miðað hefur í friðarátt í Mið- Austurlöndum - en annar málstaður, aörir hópar, önnur ríki beita þessum aðgerðum fátæka manns- ins, sem reyndar er aöeins ein mynd pólitískrar glæpamennsku. Veikleiki lýðræðisins er það sem gerir það einhvers viröi: skoöanir eru frjálsar, ríkis- stjórnir verða að taka mið af þeim. En þessi veik- leiki verður styrkur lýðræðisins þegar umræður hefjast. Úr forustugrein Le Monde 27. júlí. Hver man eftir Rúanda? „Man einhver eftir Rúanda, Mið-Afríkuríkinu þar sem hálf mihjón manna var myrt í iyrra? Margt bendir til að svipaður hryllingur sé í uppsiglingu. Wihiam Branigin segir í blaðinu að þeir sem frömdu íjöldamorðin í fyrra fái vopn sénd á laun. Vaxandi ótti er um að atburðirnir endurtaki sig.“ Úr forustugrein Washington Post 25. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.