Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 Fréttir Afkoma ríkissjóðs til áramóta: - segir seðlabankastjóri „Það er álitamál hvaða áhrif þetta hefur. Þar sem ríkissjóður hefur nokkuð góðan aðgang að erlendum mörkuöum, og notfær- ir sér það, þá segir það sig sjálft að hanu þarf að nota innlenda markaðinn minna. Það léttir auð- vitað álagið af innlendum mark- aðí og þýðir að vextír eru hér lægri en þeir væru ella,“ sagði Eiríkur Guðnason seðlabanka- stjóri i samtali við DV, aðspurður um áhrif erlendrar lántöku ríkis- sjóðs undanfarið á innlendan tjánnagnsmarkað. Eiríkur sagðist þó ekki telja að vextir myndu lækka frekar. „Lántakan hefur lengi verið áformuð og ætti ekki að hafa komið neinum á óvart. Þetta er hluti af fjárþörf ríkissjóðs á ár- inu,“ sagði Eiríkur. Fram hefur komið í tölum fjár- málaráöuneytisins og skýrslu Ríkisendurskoöunar að erlend lántaka ríkissjóðs á árinu hefur verið meiri en reiknað var með í fjárlögum. Markmið um lántöku innanlands hafa ekki náðst. Um þetta sagði Eiríkur aö mikið álag væri á innlendum fjármagns- markaöi vegna útgáfu verðbréfa frá mörgum aðilum, ekki aðeins bönkum og sparisjóðum, heldur verðbréfafjTirtækjum, sveitarfé- lögum og stórum fyrirtækjum. „Þess vegna stuðlar þetta að því aö fjármálaráðuneytið leitar leiða til aö fá hagstæð lán erlendis. Enda hefur ríkissjóður gott láns- hæfl á erlendum markaði." -bjb Milliuppgjör Eimskips: 40 milljóna króna bati Á fyrri hluía ársins skilaði rekstur Eimskips og dótturfélaga þess 245 milljóna króna hagnaðl Afkoman eftir saraa tíma í fyrra var jákvæð um 206 milijónir. Veltufé frá rekstri fyrstu sex mánuði ársins var 844 milijónir samanborið við 804 milljónir á fyrri hluta ársins 1994. í tilkynningu frá Eimskip segir að eígið fé fyrirtækisins sé nú 5,4 milljarðar króna og hlutfall eig- infjár 48%, Arðsemi eiginQár er 10% á fyrri hluta þessa árs. Á síðustu Qmm árum hefúr arð- semin verið 8% að meðaltali. Heildarflutningar Eimskips jukust um 8% fyrstu sex mánuð- ina miðaö við sama tima í fyrra. -bjb Bóndinn í Brattholti hefur selt kaffi og heimabakaó meölæti í tjaldi vió þjónustumióstöðina við Gullfoss i sumar og fyrrasumar og hyggur á byggingu sjoppu eða söluskála í nágrenni Gullfoss fyrir næsta sumar. Feróamálaráð hefur neitað bóndanum um leyfi til að byggja sjoppuna á leigulandi í ná- grenni þjónustumiöstöðvarinnar en getur ekki haft við það að athuga að sjoppa rísi á landi bóndans. Bóndinn hefur fengið frest til 15. ágúst til að fjar- lægja tjaldið. DV-myndir GVA Bóndinn í Brattholti selur kaffi og meðlæti í tjaldi við Gulifoss: Vill byggja sjoppu fyrír næsta sumar - verður gert 1 samráði við Náttúruvemdarráð, segir Lára Ágústsdóttir „Ferðamálaráð telur ekki eðlilegt að leyfa byggingu söluskála á því svæði sem það hefur á leigu en getur ekkert haft við það aö athuga þótt viðkomandi landeigandi reisi þjón- ustuhús á sínu landi í nágrenninu. Ferðamálaráð hefur ítrekað óskað eftir því að tjaldið verði fjarlægt en sá sem rekur tjaldið hefur ekki séð ástæðu til þess. Hann hefur sagt að þetta sé seinna árið sem hann sé með það og menn hafa ekki séð ástæðu til þess að fara út í nein læti,“ segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri um fyrirhugaða byggingu sjoppu við Gullfoss. Bóndinn í Brattholti við Gullfoss og íjölskylda hans hefur rekið veit- ingasölu í tjaldi við þjónustumiðstöð- ina við Gullfoss í sumar og fyrrasum- ar og er fyrirhuguð bygging sjoppu eða söluskála í nágrenni Gullfoss fyrir næsta sumar, samkvæmt áreið- anlegum heimildum DV. Búið er að teikna húsið og verður það svipað Ferðamönnum þykir sölutjaldið við Gullfoss greinilega forvitnilegt. Þeir festa það því grimmt á filmu. úthts og þjónustumiðstöð Náttúru- vemdarráös. Ferðamálastjóri segir að bóndinn hafi sótt um leyfi fyrir byggingu hússins á leigulandi við þjónustumiðstöðina en Ferðamála- ráð hafi alfarið hafnað því. „Það var mikil þörf fyrir veitinga- sölu og alltaf verið að spyrja okkur af hverju ekki væri veitingasala á þessum mikla ferðamannastað. Það hefur verið eríitt að vera með tjaldið í sumar því að veðurguðimir spila svolítið inn í þetta en þörfin fyrir veitingasöluna er ótvíræð. Við emm að vinna í málinu en það veröur allt að vera í samráði við Náttúruvernd- arráð. Við hugsum veitingasöluna ekki stóra í byrjun og fómm hægt af stað,“ segir Lára Ágústsdóttir, veitingakona við Gullfoss. Árið 1992 leigði Ferðamálaráð land undir veg að Gullfossi og þjónustu- miðstöð í nágrenni fossins og gerði samning við Náttúravemdarráð um reksturinn. Engin veitingasala er í húsinu og í samtali DV við ferða- málastjóra og framkvæmdastjóra Náttúraverndarráðs í gær kom fram að ástæðan væri sú að það teldist ekki í verkahring þessara aðila. Ferðamálaráð hefur gefið bóndan- um í Brattholti frest til 15. ágúst til að fjarlægja veitingasölutjaldið og mun hann fjarlægja það fyrir þann tíma en athygli vekur að tjaldbúar fá rafmagn og fleira úr þjónustumið- stöö Ferðamálaráðs. -GHS Hallinn ekki undir 8,5 milljörðum - segir Jón Kristjánsson, formaður flárlaganefndar heilbrigðis- og menntamálaráðu- Fjárlaganefnd Alþingis hefur kynnt sér niðurstöðu skýrslu Ríkis- endurskoðunar um framkvæmd fjár- laga á fyrri helmingi ársins og af- komuhorfur til áramóta. Jón Krist- jánsson, formaður nefndarinnar, sagði við DV að hallinn á ríkissjóði á þessu ári yrði áreiðanlega ekki undir 8,5 milljörðum. „Það má mikið gerast ef talan verður eitthvað lægri,“ sagði Jón. Ríkisendurskoðun reiknar nefnilega með 8,5 milljarða halla á árinu, 1 milljarði meira en fjárlög gera ráð fyrir. Fram hefur komið hjá fjármálaráðherra að mun- ur fjárlaga og áætlana Ríkisendur- skoðunar sé innan skekkjumarka. Jón sagði ljóst að til þess að markmiö fjárlaga næsta árs um 4 milljarða halla næðust þyrfti að skera útgjöld ríkissjóðs niður um 10 milljarða. „Einstök ráðuneyti glíma við þenn- an vanda núna. Fjárlaganefnd hefur ekki fengið tillögur í hendumar hvar eigi að skera niður. Það er ætlunin að komast að niðurstöðu í þessum mánuði og leggja drög að fiárlaga- framvarpi fyrir þingflokkana í lok mánaðarins," sagði Jón. Aðspurður um hvort 10 milljarða króna niðurskurður næðist sagðist Jón engu vilja spá um það. Upphæð- in benti til að verkefnið yrði mjög erfitt. „Það þarf að taka víða á og ekki munu allir fá óskir sínar uppfylltar. Viö þessar aðstæður er áríðandi að forgangsraöa verkefnum. Svona hallarekstur á ríkissjóði gengur auð- vitað ekki endalaust vegna skulda- söfnunar sem er í kjölfarið. Það kem- ur fram í skýrslu Ríkisendurskoðun- ar að erlendar lántökur hafa farið fram úr áætlunum vegna þess að það er þröngt um á innlendum veröbréfa- markaöi. Sveitarfélögin era einnig rekin með miklum halla. Allt leiðir þetta til skuldasöfnunar sem menn velta yfir á komandi kynslóðir," sagði Jón. Niðurskurður í ríkisfjármálunum mun augljóslega koma harðast niður á útgjaldafrekustu ráðuneytunum, neytunum. Vandinn mestur í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu Mesti vandinn er í heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytinu. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að viöbótarútgjöld í trygginga- og sjúkrahúsakerfinu veröi 1,2 millj- arðar til áramóta, þar af hálfur millj- arður vegna sjúkrahúsanna. Ríkis- endurskoðun gagnrýnir framúrakst- ur sjúkrahúsanna og telur að þar þurfi að breyta um aöferðir. „Telja verður að nú sé komið að þeim tímapunkti að stjómvöld þurfi aö taka ákvarðanir um þjónustustig og gæði þeirrar þjónustu sem sjúkra- húsunum er ætlað að veita og að framlög verði ákveðin í samræmi við það,“ segir m.a. í skýrslu Ríkisendur- skoðunar. Ráðuneytin eru þessa dagana að skila inn tillögum um niöurskurð. Samkvæmt heimildum DV er reikn- að með að tillögur Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðhera gangi ekki nógu langt og erfiðast veröi við hana að eiga í niðurskurð- inum. Margjr telja hana það innvígða í heilbrigðiskerfmu sem menntaður hjúkranarfræðingur að hún hafi of mikla samúð með kröfum sjúkra- stofnana um fjármagn. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.