Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 44
60 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 nn Elizabeth Hurley hefur lent I ýmsu upp á síðkastið. Varð fyrir skoti „Mér fannst eins og ég hefði orðið fyrir skoti. Ég hljóp út af heimili mínu og ég held að ég hafi orðið fyrir miklu áfalli.“ Elizabeth Hurley, kærasta Hughs Grants, um viðbrögð sin við fréttum af framhjáhaldi Grants, í DV. Ummæli Á asnaeyrunum „.. .nú höfum við staðið í þessu í þrjú ár og látið teyma okkur áfram á asnaeyrunum." Hjónin Hjördis Ásgeirsdóttir og Pétur Þorvaldsson garðyrkjubændur er átt hafa i striði við menntamálaráðuneyt- ið, i DV. Mjög glaður „Ég hef ekki verið svona glaður í mörg ár.“ Sigurbjörn Bárðarson hestamaður sem vann vann heimsmeistaratitil í gæðingaskeiði, í DV. Það voru hátt I gúgól heilafrumur I hausnum á honum Albert Ein- stein. Gúgól Tiu í hundraðasta veldi er tals- vert stór tala og tæki það menn ansi langan tíma að telja svo hátt. Þessi merkilega tala ber hið furðulega nafn gúgól. Það var níu ára gamall frændi Bandaríkja- mannsins dr. Edwards Kasners sem gaf tölunni þetta skrýtna auðkenni. Til aö gefa einhverja hugmynd um stærðs eins gúgols má benda á að í öllum alheiminum eru að- eins um það bil tíu í áttugusta og fjórða veldi frumeindir. Blessuð veröldin Hæsta tala með nafn Hæsta tala sem hefur sjálfstætt nafn er tíu í hundrað og fertug- usta veldi sem er kölluð asank- heya af búddatrúarmönnum. Hnífjafnt Ekki hafa allir miklar áhyggjur af gúgolum og asankheyum. Nambiquara-indíánar í Brasilíu nota ekkert talnakerfi né tölur. Þó er til í máli þeirra sagnorð sem táknar „þetta tvennt er jafnt“ Hlýjast á Austurlandi í dag verður suðvestlæg átt, gola eða kaldi. Súld eða rigning verður um Veðrið í dag landið vestanvert. Dálítil rigning verður norðanlands fram yfir hádegi en síðan léttir til víða norðan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýj- ast á Austurlandi. Sólarlag í Reykjavík: 22.23 Sólarupprás á morgun: 4.45 Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.04 Árdegisflóð á morgun: 00.04 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyrí úrkoma 17 Akurnes þoka 10 Bergsstaöir alskýjað 15 Bolungarvík úrkoma 11 Keílavíkurílugvöllur þoka 10 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 11 Raufarhöfn alskýjað 13 Reykjavík súld 10 Stórhöföi súld 10 Bergen hálfskýjað 13 Helsinki léttskýjað 19 Ka upmannahöfn léttskýjað 21 Ósló hálfskýjað 16 Stokkhólmur skýjað 16 Þórshöfn skýjað 10 Amsterdam skýjað 17 Barcelona þokumóða 22 Berlín alskýjað 17 Chicago alskýjað 23 Feneyjar léttskýjað 20 Frankfurt léttskýjað 18 Glasgow skýjað 15 Hamborg skýjað 17 London skýjað 17 Lúxemborg léttskýjað 19 Mallorca þokmnóða 21 New York skýjað 26 Nice léttskýjað 23 Nuuk rigning 4 Orlando skýjað 24 París léttskýjað 19 Róm þokumóða 23 Valencía þokumóöa 22 Vín léttskýjað 17 Winnipeg léttskýjað 13 Einar Eínar Örn Benediktsson er einn af forsprökkum stórtónleikanna Uxa sem haldnir verða rétt hjá Kirkjubæjarklaustri um helgina. : Það þarf víst ekki að kynna Einar fyrir neinum. Hann hefur verið einn mest áberandi tónlistarmaður íslendinga seinustu ár og náð meiri frægð á erlendri grund en flestir íslendingar geta státað af. Hvemig hefur undirbúningurinn tónleikanna gengið? „Þctta cr búið að vera eins og ég _________________________________ vissi að þetta myndi vera, mikíl Einar Örn Benediktsson. vinna, sérstaklega þegar nær dreg- ur. Við emm búin að vera að vinna stærra. Stefnan er að gera þetta að í þessu síðan í marslok. árvissum atburði á íslandi. Að Við eigum von á því að tónleik- þetta verði sett á rokkkort Evrópu amir geti veriö byrjunin á ein- sem sambærilegur atburður og hverju miklu meira, betra og Hróarskelduhátíðin, Reading- hátíðin og fleira." Hvað skyldi Einar vera að starfa núna annað en að undirbúa Uxa? „Ég vinn hjá Listahátíð í Reykja- vík viö undirbúning að Listahátíð ’96. Þar fyrir utan hef ég flækst svolítiö inn á netið með Internet- kaffihúsinu Síberíu. Ég er menntaður fjölnúðlafræð- ingur. Er með próf í fjölmiðlafræði frá Polytechnic of Central Lon- don.“ Hver em helstu áhugamál Ein- ars? „Ég hef engin áhugamál nema að liggja í leti,“ segir Einar. „Konan min heitir Sigrún Guð- mundsdóttir. Hún er ballettdans- arí.“ Þau Einar og Sigrún eiga einn dreng: „Hann heitir Hrafnkell Flóki og erþríggjaára." -ÚHE Myndgátan Matmaður ! ! 1 St-Á \ /Z8Y --------------------Ey POR Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Lítið er að gerast í íþróttunum hér heima um helgina. Aftur á móti stendur nú yfir í Gautaborg heimsmeistaramót í frjálsum íþróttum. Sex keppendur frá ís- landi taka þátt í mótinu, þau Pét- ur Guðmundsson kúluvarpari, Sigurður Einarsson spjótkastari, íþróttir Vésteinn Hafsteinsson kringlu- kastari, Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður, Martha Ernst- dóttir langhlaupari og Guðrún Arnardóttir grindahlaupari. Sýnt verður beint frá HM í frjálsum í ríkissjónvarpinu mn helgina. Skák Þessi staða er frá opnu móti sem lauk nýlega í Brjánsk í Rússlandi. Skákmeist- arinn Púgatsjév hafði hvitt og átti leik gegn Lukovnikov, sem lék síðast 24. - Be6-c4, án þess að gruna hvað hann átti í vændum: 25. Hxh7! Dd6 Jafngildir uppgjöf en 25. - Kxh7 er svarað með 26. Df6! og svartur er varnarlaus. T.d. 26. - DÍ8 27. Hhl + Dh6 28. De7+ og vinnur. 26. Hchl Kf8 27. Dh6+ Ke8 28. Dg7 og svartur gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Tveir bikarleikir í 16 liða úrslitum fóru fram í gær. Sveit Roche vann stóran sig- ur á sveit Valdimars Elíassonar og sveit Estherar Jakobsdóttur vann nauman 10 impa sigur á sveit Páls Þórs Bergssonar. Sveit Páls hafði rúmlega 40 impa forystu að loknum 10 fyrstu spilunum en þau dugðu ekki tO sigurs. Hér er eitt spil úr leik Roche og Valdimars Elíassonar. Sagnir gengu þannig í lokuðum sal, suður gjafari og AV á hættu: ♦ G732 V D86 ♦ 10986 4. G7 ♦ 10 V KG1073 ♦ ÁG75 + D105 ♦ Á64 V 95 ♦ 432 + K9864 Suður Vestur Norður Austur Valdimar ísak Óli Helgi pass 1» pass 2+ pass 24 pass 24 pass 3+ pass 3» pass 4» pass 4 G pass 3f p/h Hönd vesturs er nægUega góð í opnun, þó aðeins séu 11 punktar tO staðar. En vegna opnunarinnar var erfitt fyrir aust- ur að stöðva fyrr en á fimmta sagnstigi. Tvö lauf var gervisögn og geimkrafa og fjögur grönd fimm ása Blackwood. Fimm hjörtu lofuðu tveimur ásum af fimm (trompkóngur talinn sem ás) og Helgi lét þar við sitja. Óli Bjöm spfiaði út tígli í upphafi og sagnhafi sá að samgangur var nokkrum erfiðleikum bundinn í spUinu. Hann ákvað að spUa hjarta að tiunni i öðrum slag, norður drap á drottningu og spUaði laufgosa. Nú vom góð ráð dýr og útlitið oröið svart. Sagnhafa leist ekki á að hleypa laufinu og ákvað að gera ráð fyrir einni ákveðinni legu tíl að stnda spilið. Drepiö á laufás, tígulkóngur tek- inn, hjarta á kóng, tígulás og gosi teknir og laufi hent í blindum og spaðatíunni síöan hleypt yfir tU suðurs. Og viti menn, óskalegan fyrir hendi og samningurinn slapp heim. Á hinu borðinu vom spUuð 6 hjörtu, 3 niður. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.