Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 26
42 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 Trimm Reykjavíkurmaraþon: Odhiambo r i Korir Júlíus Korir, Keníubúinn tind- ilfætti sem átti aö hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni, veröur ekki með. I stað hans hefur Reykjavíkurmaraþon samið viö ungan fótfráan Keniumann, Jackton Odhiambo aö nafni. Þessi skrefdrjúgi Afríkubúi er aöeins 22 ára gamaU en varö í 10. saeti. á meistaramóti Keníu í víða- vangshlaupi og það er nokkuö hörð keppni. Hann er nýlega byrjaður aö keppa á Vesturíönd- um og tók þátt í Stokkhólms- maraþoni á dögunum. Hann var fyrstur eftir 40 kílómetra en fékk kveisu, missti flugiö og lauk hlaupinu í 10. sæti á 2.18. Besti tími Odhiambo í 10 km er 28.48 en 13.38 í 5 km. Það er því sýnt að íslenskir hlaupavíkingar og skokkberserkir verða að bíta í eitthvaö annað er skjaldarrendur til að hanga í afrísku þrumunni Odhiambo. Góðaf- sökun er gulli betri Ekkert er eins neyðarlegt og aö villast af leið í hlaupi, koma klukkutíma seínna en búist er við eöa koma í mark þegar búið er að slökkva á klukkunni og allir famir heim. Fyrir þá sem reísa sér hurðarás um öxl á hlaupavell- inum og takast á við lengri vega- lengd en þeir ráöa viö er fátt betra en aö hafa góðar og sannfærandi afsakanir á hraðbergi. Margir hlauparar og skokkarar eru afar slyngir í þessu og hafa komið sér upp lager af sannfærandi afsök- unum fyrir því að hætta hlaupi i miðjum klíðum eða koma í mark löngu seinna en eðlilegt má telj- ast. Litum aðeins á hvað þessar afsakanir þýöa í raun og vem. Égvilltist = elti konu meö bama- vagn úti á Seltjarnamesi og fann ekki hlaupabrautina aftur. Ég var mjög þungur = lenti i grill- veislu kvöldið áöur og drakk sig fulian. Ég fékk krampa = flækt- ist í skóreimunum og datt. Fékk í raagann af íþróttadrykknum = svelgdist á við fyrstu drykkjar- stöð og var fluttur í sjúkratjaldið. Drakk ekki nóg á leiðinni = villt- ist og fann ekki drykkjarstöðina. Sneri mig illa á leiðinni = datt og flórir næstu menn hlupu yflr hann. Ofhitnaði = fór óvart í ull- arnærbuxur um morguninn. Jók hraðann of seint = tók GSM- símann með sér og lenti á spjall- inu við viðhaldið á miöri leið. Gleymdi að taka millitimann = fór inn í garð að sinna kalh nátt- úrunnar og gleymdi sér við að horfa á ítalska boltann inn um kjallaraglugga. Maraþon í Nuuk: Islendingar slógu í gegn „Það var tekið frábærlega vel á móti okkur. Við vorum stærsti ein- staki hópurinn sem kom frá útlönd- um í hlaupiö og okkur var boðin frí gisting í tvær nætur og stjanað við pkkur á alla lund. Það má segja að' íslendingar hafi slegið í gegn þótt Umsjón Páll Asgeir Ásgeirsson ekkert okkar kæmist á verðlauna- pall,“ sagði Inga Sólnes, skokkari og driffjöður, í samtali við trimmsíðuna. Inga átti stóran þátt í því að skipu- leggja hópferð 19 íslendinga til Nuuk á Grænlandi um síðustu helgi til þess að taka þátt í hinu árlega Nuuk- maraþoni sem þar var haldið í sjötta sinn. Nuuk er höfuðborg Grænlands en hét áður Godtháb. Borgin er á vest- urströnd Grænlands og þar búa 14 þúsund af 54 þúsund íbúum lands- ins. Þessi fjörlega hópferð áhuga- samra skokkara er enn ein staðfest- ing þess að þátttaka í almennings- hlaupum erlendis nýtur vaxandi vin- sælda meðal skokkara. Þannig geta menn víkkað sjóndeildarhring sinn í fleiri en einum skilningi, kynnst nýju landi, nýjum hlaupaslóðum og nýjum skokkurum og gert skemmti- legt og óvenjulegt sumarferðalag úr öllu saman. Inga Sólnes hefur um tveggja ára skeið skokkað með Trimmklúbbi Seltjarnarness, undir stjórn Mar- grétar Jónsdóttur skokkvíkings og eldhuga. „Vegna þess að ég starfa að ferðamálum á svæðinu sem kallast Vest-Norden og nær m.a. til Græn- lands var oft verið spjalla um ýmsa möguleika á ferðum eins og þessum. Síðan frétti ég aö skokkarar úr Hópurinn sem fór og keppti í maraþoni í Nuuk á Grænlandi á Reykjavíkurflugvelli við brottför. DV-mynd GVA Námsflokkunum hefðu viljað fara til Grænlands en hætt viö vegna kostn- aðar. Þá var allt sett á fullt, þátttak- endum safnað og byijað að semja við styrktaraðila. Mér til halds og trausts var Grétar Guðmundsson sem er formaður Vináttufélags Grænlands og íslands. Hann vann ómetanlegt starf og er það ekki síst honum að þakka að þetta tókst. Eimskip styrkti okkur og við hlupum öll í merktum bolum þaðan. SAMIK, sem er samstarfssamning- ur íslands og Grænlands á sviði feröamála, styrkti okkur einnig. Mér vitanlega er þetta í fyrsta sinn sem íslendingar fara til Grænlands gagn- gert til þess að hlaupa. Einnig komu nokkrir hlauparar frá Bandaríkjun- um og Noregi en við slógum í gegn. Alls tóku um 300 manns þátt í hlaup- inu. Skráningargjaldið var 150 danskar krónur og innifahö í því var. bolur og pastaveisla eins og algengt er. Með dyggri aöstoð styrktaraðila tókst okkur að koma fluginu meö íslandsflugi niður í rúmar 20 þúsund krónur á mann.“ Enginn í hópnum fór í heilt maraþon, sex fóru í hálft maraþon og hinir í 10 kílómetra hlaupið en þátttaka var langmest í því. Hlaupaleiðin var hringur sem var 10,5 kílómetrar þannig að kepp- endur hlupu einn, tvo eða fjóra hringi eftir því í hvaða vegalengd þeir kepptu. „Leiðin var býsna erfið, mjög miklar brekkur á hringnum, mun meiri en við eigum að venjast." Hlaupið fór fram á laugardegi og þrátt fyrir slæma veðurspá reyndist vera besta veður, 15-20 stiga hiti og sólskin þegar á hólminn var komið. Gott veður átti sinn þátt í skemmti- legri stemningu. „Fólk sat í stórum hópum á torginu og naut veðursins og klappaði fyrir hlaupurunum þeg- ar þeir komu í mark. Þetta var á allan hátt frábært ferða- lag og ég er hreint viss um að annar slíkur leiðangur verður farinn að ári til þess að hlaupa maraþon í Nuuk,“ sagði Inga Sólnes að lokum. í í Reykjavíkurmaraþon 20. ágúst: Ágætt að hlaupa eftir tímaáætlun -10 km, hálfmaraþon og maraþon Flestir setja sér ákveöið tímatak- mark í Reykjavíkurmaraþoni og hlaupa eftir fyrir fram gerðri tímaá- ætlun. Það er mjög skynsamlegt að gera shka tímaáætlun þar sem ákveðið er fyrir fram á hvaða hraöa viökomandi ætlar að fara sérhvern kílómetra. í Reykjavíkurmaraþoni er sérhver kílómetri vel merktur þannig að auðvelt er að fylgjast með hvað tímanum hður miöaö við hlaupna vegalengd. Gera má ráð fyr- ir því að seinni helmingurinn í öhum þremur vegalengdunum sé um það bil 5% lakari heldur en fyrri hlutinn hjá mörgum og er það eðhlegt. Fáir hlauparar í heiminum hlaupa t.d. seinni hringinn í fullu maraþoni á betri tíma en fyrri hringinn. Jakob Bragi Hannesson 11. vika 6/8-12/8 lOkm 21 km 42 km Sunnudagur • 8 km ról. 10kmról. 14km ról. Mánudagur Hvíld Hvíld Hvíld Þriðjudagur 6km (hraðaleikur) 8 km (hraðaleikur) 8km (hraðaleikur) Fyrst2km ról.og Fyrst2km ról.ogsíðan Fyrst 2 km ról. og síðan síðan 2 km hratt og 1 km hratt og síðan 1 km 1 km hratt, síðan 1 km síðan2km ról. ról. Síðan2kmhrattog ról. Síðan 2 km hratt og 2 km ról. 2 km ról. Miðvikudagur 4 km ról. 8 km ról. 12km ról. Sri Chinmoy-hlaupið hefst við Ráðhúsið kl. 20.00. Fimmtudagur 5km ról. 5 km ról. 5 km ról. Föstudagur 4 km ról. 6km ról. 8km ról. Laugardagur 5km 8km 8km' jafnt og frísklega jafnt og frísklega jafnt og frisklega Samt.: 32 km 45 km 55 km 4 « 4 er styrktaraðili Reykjavíkurmaraþonsins FLUGLEIDIR/S& 0^9$ clSiCS^ mMM -f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.