Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 5 DV ^ Erlendfélöghugleiðabílatryggingar: 1 Fyrst verður að fækka slysum - segir forstjóri Tryggingar hf. Halldór Sigurðsson er löggiltur tryggingamiðlari sem vinnur hjá N.H.K. Intemational Limited, alþjóð- legri tryggingamiðlun sem aöallega miðlar sjótryggingum, eigna-, ábyrgðar- og flugvélatryggingum. Halldór segir að N.H.K. hafi verið að kanna að koma inn í bílatryggingar á íslandi. Þær séu reyndar á gráu svæði, fyrirtækið hafi ekki haft af- skipti af persónutryggingum, slysa- eða innbústryggingum. Það var fyrst í mars á þessu ári sem trygginga- miðlarar fengu leyfi til starfsemi hér, samkvæmt EES-samningnum. „Við vinnum fyrir þann sem vill tryggja en tryggingafélögin greiða okkur laun. Við vorum búnir að gera rannsókn í vor sem gaf alveg sömu útkomu og athugun FÍB. Til þess að koma upp bílatrygging- um þarf að koma upp tjónstöð. Síðan urðum við varir við að bíleigendur eru svo háðir tryggingafélögunum hér að við töldum markaðsaðstæður ekki gefa tilefni til þess. Tryggingafélögin veita lán til bílakaupa Mjög algengt er að tryggingafélögin veiti einstaklingum lán til bílakaupa. og loki þar með hluta markaðarins. Þegar tekið er lán er viðkomandi skuldbundinn til að tryggja hjá sama félagi. Bíleigendur virðast fastir á klafa tryggingafélaganna. Mér finnst spuming hvort þetta stangist ekki á við samkeppnislög. Við erum afskaplega ánægðir með þennan áhuga hjá bíleigendum sem við höfum ekki orðið varir við fyrr og þessi nýja umræða kemur málinu kannski af stað aftur,“ sagði Halldór Sigurðsson tryggingamiðlari. Ágúst Karlsson, forstjóri Trygging- ar hf., var spurður álits á athugun FÍB varðandi bifreiðatryggingarnar. „Mér líst afskaplega vel á hana og það er gott að fá umræður um þessi mál nú. Ég er feginn að umræöan kemur eftir slysahelgi þar sem skýrt er frá því í fréttum að 16-17 manns hafi slasast í Hvalfirði, 8-9 manns í Mosfellsbæ og 5 á Keflavíkurvegin- um og sumt af þessu slasaða fólki þurfti að klippa út úr bílflökunum." Grimmari lögfræðingar - Heldurðu að meira sé um slys hér en í samanburðarlöndunum? „Á því er ekki nokkur vafi, við höfum hka grimmari lögfræðinga og hærri bætur eru greiddar fyrir minni háttar líkamstjón en tíðkast erlendis. Mér blöskrar hve há tryggingaið- gjöldin eru sem við sendum út til bifreiðaeigenda en meðan við keyr- um eins og níðingar á gesti og gang- andi og nánast hvað sem er er ekki hægt að lækka þessi gjöld. Iðgjöldin munu hækka vegna allra þessara slysa. Það er ekki hægt aö bera svona lítið þjóðfélag eins og okkar saman við milljónaþjóðfélög." - Nú koma Færeyingar nokkuð vel út í athugun FÍB. „Það er nú ekki að marka, það kem- ur í blöðunum þar ef slys verða, þau eru svo sjaldgæf." Fullir á hestbaki - Hver heldurðu að sé ástæðan fyrir þessum tíðu slysum hér? „Við vorum of lengi á hestbaki, karlarnir voru fullir á hestunum og treystu á að þeir kæmu þeim heim, þar tók húsmóðirin á móti þeim og kom þeim í bælið. Svo halda menn að bíllinn hugsi fyrir þá eins og hest- urinn en hann gerir það bara ekki. Það vill enginn erlendis endur- tryggja bíla á íslandi - fyrst verður að fækka slysum. Trygging hf. er búin að tapa á bílatryggingum í mörg ár og gerir enn, aðrar tryggingar ganga mun betur.“ - Hvað um sjóðina sem þið eruð sagðir eiga? „Við erum meö svo mikið af óupp- gerðum tjónum, það er lengi verið aö gera upp mál, sérstaklega örorku- tjón sem oft tekur mörg ár að fá botn í. Við þurfum að ávaxta peningana sem við höfum til að borga síðar til sjúklinga sem slasast. Við reynum að ávaxta þá peninga eins vel og við getum. Það er sama hvaða trygginga- grein spurt er um, hún verður að Fréttir Samanburður FIB á bílatryggingum í nokkrum löndum Grunniðgjöld ábyrgðartryggingar - Meðaliðgjald án afsláttar í eitt ár - Island | FinnlandT 148.500 Lúxemborg I' ' ~l 47.939 Noregur I ~l 47.328 Færeyjar | 137.804 Svíþjóð I 124.640 78.826 'fc. .. sSáw- Kostnaður við að tryggja Toyota Corolla í eitt ár - Ábyrgðar-, slysa-, framrúðu- og kaskótrygging með ca 30 þús. króna sjálfsáhættu vegna kaskó- tryggingar. Ársakstur 15 þús. km, eigandi fertugur og tjónlaus meö búsetu í 150 þús. manna borg - 56.150 56.181 57.104 58.091 56.181 „1S1 55.942 40.400 gg ■ É É ■ ■ É H 29.600 33 32° 22.500 r~—j ■ ii * v®-' <4? ^ </ V <4^ Heimild: Félög bifreiöaeigenda í viökomandi löndum. w ## ^ SF1 & w % DV standa undir sér með eðhlegum hætti og það er óhugsandi að bílatrygging- ar geri það í sjáanlegri framtíð." - Heldurðu að ökukennslan sé nógu góð hérna? „Nei, langt frá því, ef maður spyr ungling hvað hann hafi tekið marga kennslutíma segir hann gjarnan 8 til 10 og hælir sér af. Það er auðvitað augljóst aö það er ekki nóg. Þegar unglingarnir fara síðan út í umferðina'er langt frá því að þeir hafi næga þjálfun enda eru það ung- ir ökumenn sem valda flestum tjón- um,“ sagöi Ágúst Karlsson. Innflutníngur hjálpar ekki íslenskum heimilum - Við höhm reynsluna afCFTA! Veljum ÍSLENSKT. Herra- oq dömustell. 18 gira, verð frá kr. 20.900, sfgr. 19.855 21 gírs á alls konar verði.___y/ Topp merkin: GIANT* SCOTT* BRONCO • SCHWINN EUROSTAR • DIAMOND • ITALTRIKE • VIVI Á FRÁBÆRU VERÐI! Innkaupatöskur á bögglabera, verð kr. 2.900. Bastkörfur, þrjár gerðir, verð kr. 790-1990, stór karfa með festingu á fjallahjól kr. 2.900. DÖMUHJOL Verö frá kr. 3 450. Án gíra, verð frá kr. 19.500 stgr. 18.522. 3.gíra, verð frá kr. 23.900, stgr. 22.705 (mynd) 18 gíra með öllu, verð frá kr. 28.900, stgr. 27.455. Varahlutir og aukahlutir: hjálmar, grifflur, barnastólar, Ijós, bjöllur, brúsar, töskur, slöngur, hraðamælar, og flest sem vantar Kreditkort og greiðslusamningar Ármúla 40 Símar: 553 5320 568 8860 l/erslunin t annað Æ Æ Æ p ntar á hjólið. j 'j IjK IJr mmmmmáamammÆ W BARNAHJÓL Verb frá kr. 9.600, stgr. kr. 9.120. Um 150 mismunandi tegundir, stærðir og litir af reibhjólum. Vöndub og traust hjól frá vibur- kenndum framleibendum. Hjólin eru afhent samsett og stillt af fullkomnu reibhjólaverkstæbi. Á okkar hjólum er eins árs ábyrgb og ókeypis upphersla eftir einn mánub. RU BÚÐ AF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.