Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 Erlend bóksjá Afturtil Nottingham Alan Sillitoe viö skrifborðið á heimili sinu i London árið 1958 - þegar Sat- urday Night and Sunday Morning hafði gert hann frægan. Metsölukiljur Bandaríkin Skáidsögur: 1. Tom Clancy; Debt of Honor. 2. Celeb Carr; The Alienist. 3. Carol Shíelds; The Stone Diaríes. 4. John Grisham: The Chamber. 5. Michaei Crichton: Congo. 6. Mary Higgins Clark: Remember Me. 7. NancyTaylor Rosenberg: First Offense. 8. Sandra Brown: Charade. 9. Anne Rivers Siddons; Downtown. 10. Meave Binchy: . Circle of Friends. 11. Steve Martini: Undue Influence. 12. Jackie Colfins: Hollywood Kids. 13. Elizabeth Lowell: Only Love. 14. Jack Higgins: On Dangerous Ground. 15. Peter Benchley: White Shark. Rit almenns eðlis: 1. J. Lovell & J. Kluger: Apollo 13. 2. Richard Preston: The Hot Zone. 3. B.J. Eadie 8i C. Taylor: Embraced by the Light. 4. Mary Pipher: Revíving Ophelia. 5. Thomas Moore: Care of the Soul. 6. Hope Edelman: Motherless Daughters. 7. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 8. M. Scott Peck: The Road Less Travelfed. 9. M. Knox & M. Walker: The Private Diary of an O J. Juror. 10. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 11. Thomas Moore: Soul Mates. 12. Delany. Delany & Hearth: Having Our Say. 13. Nícholas Dawidoff: The Catcher Was a Spy. 14. Nathan McCall: Makes Me Wanna Holler. 15. Karen Armstrong: A History of God. (Byggt á New yofk Ttmas Book Review) Undir lok sjötta áratugarins hófst í Bretlandi bókmenntabylgja sem kennd var viö unga reiða menn. Áhrif hennar voru mikil næstu árin, bæði í leikritun, þar sem John Os- borne markaði brautina, og í skáld- sagnagerö. Sú breska skáldsaga sem vakti hvað mesta athygli á þessum tíma hét Saturday Night and Sunday Morning. Hún kom út árið 1958. Höfundurinn, þrítugur maður frá verksmiðjuborginni Nottingham, varð frægur á samri stundu því bók- in seldist grimmt og var snarlega Umsjón Elías Snæland Jónsson kvikmynduð meö góðum árangri. Hann hét Alan Sillitoe og hefur nú nýverið sent frá sér sjálfsævisögu sína. Hún heitir Life without Ar- mour: An Autobiography (Har- perCollings, 18,99 pund). Verksmiðjupiltur frá Nottingham Alan Sillitoe fæddist í Nottingham árið 1928. Faðir hans var ólæs, drykkfelldur og ofbeldisfullur maður sem barði konu sína ítrekað uns blóðið lak úr henni. Hann var einnig oft atvinnulaus og því var úr litlu að spila á heimilinu. Alan fór að vinna í reiðhjólaverk- smiðju þegar hann var fjórtán ára gamall. Þaðan lá leiðin í herinn þar sem hann hlaut starfsþjálfun og svo eldskím í stríösátökum á Malaga- skaga, en þar særöist hann. En áhuginn var alla tíð við bækur og ritstörf. Hann fór því að semja sögur um lífið í verksmiðjuborginni sem hann þekkti svo vel. I Saturday Night and Sunday Morning segir frá ungum og uppreisnargjörnum manni sem vinnur í verksmiðju og hundleiðist. Það sem gerir líf hans einhvers virði, að minnsta kosti um stundarsakir, er hversu vel honum gengur að fleka konur starfsfélaga sinna. Smásögur á 600 blaðsíðum Sillitoe fylgdi þessari sögu eftir næsta ár, 1959, með smásagnasafni sem einnig sló í gegn. Það heitir The Loneliness of the Long-Distance Runner. í þessum smásögum íjallar hann um svipuð viðfangsefni og í fyrstu skáldsögunni. Seinni verk hans hafa hins vegar ekki náð til almennings með sama hætti, þótt hann hafi alltaf haldið áfram að skrifa. Það eru því fyrst og fremst þessar tvær fyrstu bækur sem halda nafni hans á lofti sem rithöf- undar. Lesendum gefst nú kostur á að kynnast smásagnagerð hans í heild í annarri nýútkominni bók: The Collected Stories of Alan Sillitoe (Flamingo, 16.99 pund). Þar er að finna á um 600 blaösíðum allar smá- sögur höfundarins. Þessar tvær bækur, ævisagan og sögusafnið, gefa að sögn enskra gagnrýnenda góða heildarmynd af manninum og rithöfundinum Alan Silhtoe. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Patrícia D. Cornwell: The Body Farm. 2. Anais Nin: A Model. 3. Maeve Binchy: The Glass Lake. 4. Gabriel Garcia Marquez: Bon Voyage. Mr. President. 5. Italo Calvino: Ten Italian Folk Tales. 6. Anton Chekhov: The Black Monk. 7. Oscar Wilde: The Happy Prince. 8. Stephen King: Insomnia. 9. Patricia Highsmith: Little Tales of Misogyny. 10. Roald Dahl: A Lamb to the Slaughter. Rit almenns eðlis: 1. Marcus Aurelius: Meditations. 2. Albert Camus: Summer. 3. Sigmund Freud: Five Lectures on Psycho-Analysis. 4. Virginia Woolf: Killing the Angel in the House. 5. Elizabeth David: ITI Be with You in the Squeezing of a Lemon. 6. James Herríot: Seven Yorkshire Tales. 7. Kahlil Gibran: Prophet, Madman, Wanderer. 8. Paul Theroux: Down the Yangtze. 9. Spike Milligan: Gunner Milligan 954024. 10. Camille Paglia: Sex and Violence, or Nature and Art. (Byggt & The Sunday Times) Danmörk 1. Juliane Preisler; Kysse Marie. 2. Jung Chang: Vilde svaner. 3. Josteín Gaarder: Sofies verden. 4. Jprn Riei: En underlig duel. 5. Hanne-Vibeke Holst: Til sommer. 6. Kirsten Hammann: Vera Winkelwir. 7. A. de Saint-Exupéry: Oen lille prins. (Byggt á Politiken Sondag) Vísindi Genalækningar hafa hundraðfaldast á sex árum: Margir telja æðibunu- ganginn of mikinn Genameðferð mun i framtíðinni lækna sjúkdóma þar sem skurðaðgerðir eða hefðbundin lyfjameðferð dugar ekki. Eistu nám- urnar Elstu neðanjaröarnámur Evr- ópu er aö finna á Grikklandi. Þaö eru jámgrýtisnámur á eyjunni Þasos í norðurhluta Eyjahafsins. Rannsóknir þýskra og grískra visindamanna sýna aö námu- vinnsla þar hófst á steinöldinni, fyrir ura tuttugu þúsund árum. Vísindamennirnir hafa rann- sakað námuvinnslu á eyjunni frá árinu 1982. Rannsóknir þeirra hafa sýnt fram á að vinnan fór fram með frumstæðum áhöldum eins og meitlum úr dádýrshom- um og hömrum úr stelni. Bjarga þör- ungarokkur? Koltvísýringi (C02) er einkum kennt um svoköiluð gróðurhúsa- áhrif en lofttegund þessi myndast m.a. viö bruna á kolum og bens- íni. Þýski vísindamaðurinn Mic- hael Melkonian hefur rannsakaö hvemig hægt sé að binda C02 og fyrir tilviljun datt honum í hug að gefá lofttegundina þömngum sem þurfa á henni að halda fýrir efnaskipti sín. í tilraunaofhi sínum gaf Mel- konian þörungunum reykjarský úr raforkuveri sem knúið er með brúnkolum. Sér til undrunar komust Melkoninan og félagar hans að því að úrgangsloftiö var aðeins 0,1 prósent en haföi oft mælst 15 prósent áður. Umsjón Guðlaugur Bergrnundsson Sex áru em nú liðin frá því svoköll- uðum genalækningum var beitt á sjúkling í fyrsta sinn. Á þeim tíma hefur orðið gífurleg aukning í þess- ari lækningaaðferð og er nú svo kom- ið aö allt að sex hundruð sjúklingar hafa tekið þátt í tilraunum og fengið í sig gen sem eiga aö lækna sjúkdóma á borö við fátíða galla í efnaskipta- kerfinu eða ósköp venjuleg krabba- mein. Nærri helmingur þessara sjúklinga hefur tekið þátt í genameð- feröinni á undanförnu hálfu ári, seg- ir í grein í IHT. En þrátt fyrir öll lætin hefur ekki enn verið birt ein einasta grein um sjúkling sem hefur fengiö bót meina sinna með genameðferð. Og spurn- ingar tæknilegs eðlis hafa hrannast upp. Vísindamenn hafa til dæmis uppgötvað að ónæmiskerfið ræðst hugsanlega á og eyðileggur framur sem gengust undir genameðferð þar sem það lítur á þær sem aðskota- hluti. Eða þá að ónæmiskerfið lítur á frumurnar sem sýktar, í þeim til- fellum þegar genin em flutt inn í lík- amann með veirum. Mikill fjöldi vísindamanna óttast að fyrirtækin sem stunda tilraunir með genalækningar fari of geist í sakirnar. Annars vegar kunni það að skýrast af því að vísindamenn vilji vera með og hins vegar ráði ferð- inni viðskiptahagsmunir sem komi læknisfræði lítið við. Þeir sem gagnrýna æðibunugang- inn óttast að almenningur muni verða genalækningum fráhverfur og að líftæknifyrirtækin í greininni muni fara á hausinn ef ekki fást skýr- ar niðurstöður úr hverri skyndi- rannsókninni á fætur annarri og ef, eins og oft gerist í læknisfræði, ein- hverjir sjúklingar bíða skaða af óhöppum í meðferðinni. Aðrir álíta að í lagi sé að æða áfram í jafn spenn- andi grein og genalækningum. Það sem horft er til í genalækning- um er að hægt verði að lækna með- fædda sjúkdóma, eins og slím- seigjukvilla, sem orsakast af gölluðu geni með því að koma fyrir leiðrétt- andi genum í framum sjúklinganna. Önnur tækni notar gen sem fá frum- urnar til að eyða sjálfum sér. Vís- indamenn vonast til að geta komið genum þessum inn í krabbameins- frumur eða frumur sem sýktar eru af alnæmisveirunni. Miklar vonir era bundnar viö genameðferð þar sem hún gengur miklu lengra en hetðbundnar lækn- ingaaöferðir, eins og lyfiameðferð eða skurðaðgeröir. Margir óttast hins vegar aö þróun þessarar nýju tækni sé ógnað með ótímabærum væntingum um skjótan bata og með tilraunum sem éru svo illa geröar að þær hafa nánast ekkert gildi. Vatn í and- rúmsloftinu ítalskir vísíndamenn hafa upp- götvaö vatn í efstu lögum and- rúmsloftsins á reikisfiörnunni Júpíter. Þetta uppgötvaðist þegar brot úr risahalastjörnu hrapaði þar niöur í fyn-a. Uppgötvun ítalanna ætti að vekja áhuga þeirra vísinda- manna sem hafa uppi kenningar um að svipaöur árekstur hafi skapað réttu skiiyrðin fyrir lífi á jörðinni. „Það sem kann að hafa gerst hér fyrir fiórum milijörðum ára, í kjölfar fiöldaárekstra haia- sfiama, gæti hafa gerst og er kannski enn að gerast í milljón- um reikistjömukerfa sólkerfis- ins,“ segja ítalirnir. Rúmlega tuttugu brot úr hala- sfiörnunni Shoemaker-Levy 9 rákust á Júpíter í júlí í fyrra, hver þeirra meö afli á við miÚjón- ir kjarnorkusprengna, og fylgd- ust Italirnir með ósköpunum með risastjömusjónauka sem há- hraöa litrófssjá var tengd viö. Alveg lyginni líkast Fisktegund ein í Suður-Amer- • fku hefur þróað mjög sérstaka aðferð til að tryggja að sæðis- frumur úr hængnum frjóvgi hrogn hrygnunnar. í stað þess að gusa hvora tveggja „út í loftið" og láta náttúruna um afganginn fer hrygnan með munninn að kynopi hængsins og losar hann þá sæöisfrumur sínar upp í hana. Sæöisfrumumar fara síðan um þarma hrygnunnar og ná þannig til hrognanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.