Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 Dagur í lífi Áma Johnsens þingmanns: í lífsins melódí Árni Johnsen hefur veriö kynnir á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í tuttugu ár. DV-mynd BG Það er til mikils aö vinna ef hvert örstutt spor má til auðnu verða en mánudagurinn síðastliðinn var um flest ósköp venjulegur, svo sem eins og gerist í lífsins melódí, því allt er þetta nú frekar smátt miðað við gang himintungla. Ég var enn á leið til Reykjavíkur úr Landmannalaugum þegar mið- nætti aðfaranætur mánudagsins gekk í garð, hafði farið á Hrafntinnu- sker og í íshellana, Landmannahelli og Landmannalaugar á sunnudegin- um með Þórði bónda í Köldukinn, Ragnari Axelssyni Ijósmyndara og fleiri góðum. Dagurinn byrjaöi sem sagt áður en tími vannst til að krækja sér í kríu. Símtal til Taílands Um áttaleytið á mánudagsmorgni brá ég mér til Þorlákshafnar að sinna erindum en fór síðan í það aö skoða mál sem varða hraöari uppbyggingu Holta- og Landvegar og vega í Gnúp- verjahreppi vegna stóraukins álags með vaxandi vikurflutningum. Bíla- síminn er mikið þarfaþing og lengir vinnudaginn raunverulega til mik- illa muna. Meðal símtala sem ég sinnti þennan morgun var samtal við veiðistjóraembættið á Akureyri, samtal til Taílands vegna vandræða einstaklings, samtal til Grænlands vegna fyrirhugaðs fundar Vest-nor- rænu þingmannasamtakanna, þar sem ég á sæti, en fundurinn verður á Suðvestur-Grænlandi. Um hádegis- bil var ég kominn í Þjóðleikhúsið þar sem unnið er að ýmsum lagfæring- um og endurbótum á vegum Bygg- ingamefndar Þjóðleikhússins en ég er formaður hennar og þarf að fylgj- ast mjög vel með gangi mála. Þar er nú verið að lagfæra aðgengi að hús- inu, bæði með endurbyggingu á tröppum, lagningu malbiks, gerð bílastæða og gróöurreita. Þá er verið að innrétta nýja kaffistofu fyrir Þjóð- leikhúsið en sú gamla var í kola- geymslu hússins niðri í kjallara, gluggalaus, með tveggja metra loft- hæð, og þannig hefur það verið í nær hálfa öld. Vonandi fer betur um starfsfólkið, gesti og gangandi í nýju kafíistofunni og það er meira að segja verið að setja upp lyftu í norðurhluta hússins, það er að segja alvörulyftu sem getur flutt fólk milli hæða og ýmsar vörur. Ýmislegt fleira mætti nefna en það er mikið verk óunniö til þess að þjóðleikhús íslendinga njóti þeirrar reisnar sem það á skilið sem bygging meö eðlilegt viðhald. Með frúnni í búðir Upp úr hádegi skaust ég í Kringl- una, fór með eldhúshnífana í brýn- ingu og gamla límtrésborðplötu í slípingu en Breki, sonur minn, ætlar að nota hana í skrifborð þegar búið verður að mála hana eftir kúnstar- innar reglum auðvitað. Þá brá ég mér í IKEA ásamt konunni og þar fékkst með ágætum sem að var gáð en þar sem ég fer hraðar um en hún í verslunum þá notaði ég tækifærið og skaust út á Gelgjutanga til að skoða vatnsgeymi hjá Olíufélaginu, 10 tonna gamlan geymi sem hug- myndin er að nota undir vatn í Bjarnarey í Eyjum. Þegar ég kom aftur hafði Dóra kona mín gefist upp á að bíða, líklega vegna þess að hún er ekki eins þolinmóð og ég, en þar sem við vorum sitt á hvorum bílnum kom þetta ekki alvarlega að sök. Flogið til Eyja Síðdegis var ég að afgreiða 23. sím- talið í bílnum daginn þann auk ann- arra þegar síminn hringdi enn eina ferðina og tilkynnt var að orðið væri fært til Eyja. Ég brenndi út á Reykja- víkurflugvöll klukkan fimm en snar- aðist í leiðinni inn í Teppabúðina við Suðurlandsbraut til þess að taka teppi sem átti að fara út í Eyjar. Síð- an var flogið með Val Andersen til Selfoss og út í Eyjar. Þar var tekinn bryggjurúntur og rætt við sjómenn og útgerðarmenn og næstu þrír klukkutímamir fóru í að vinna að undirbúningi dagskrárinnar á þjóð- hátíð Vestmannaeyja um næstu helgi. Þar er í mörg hom að líta enda þjóðhátíðin éinstök hátíð með tugum atriða og ríkum hefðum sem ekkert fær haggað vegna þess að þannig og nákvæmlega þannig vill fólk hafa það. í knöpp 20 ár hef ég verið kynn- ir á þjóðhátíð og stjómað dagskránni með þjóðhátíðarnefndum og allt þarf þetta að vera skothelt. í lundaveislu Um kl. 22.30 um kvöldið tók ég á móti Flugleiðavél á Vestmannaeyja- flugvelli því þar komu pappírar frá Reykjavík sem mig vanhagaði um en síðan var kósinn tekinn á bilnum suður í Stórhöfða, þangað sem Álsey- ingar ætluðu að sækja mig á gúmmí- hraðbát. Meiningin var nefnilega að gista í Álsey hjá vinum mínum, bjargveiðimönnunum. Sveinn Val- geirsson og Halldór Sveinsson renndu að Stórhöfða á Álseyjargrána og um miðnætti var ég kominn í góðra vina hóp í veiðihúsinu í Álsey þar sem veröldin er tímalaus og allt verður að galdri. Það var spjallað og spaugað, sungið og hlegið, farið í gufubað og útisturtu og nóttin var ung því þarna er lífið list og Sigur- geir ljósmyndari Jónasson var sterk- ur inni í myndinni, hrókur alls fagn- aðar. Eftir gufubaðið var steiktur lundi undir áhrifum teriakisósu, púðursykurs og rjóma. Salatið byggðist á ferskum perum, eplum og melónu í sýrðum ijóma. 30 lundar lágu í valnum á pönnunni og það var orðinn albjartur dagur þegar menn tóku á sig náðir eftir fuglaskoðun á veröndinni þar sem fugl flaug við fugl og sílislundinn linnti ekki látum að bera í ungann. - Eyjunnar fugla- kór og brimandi undir sjór en í svefn- skála var hrotukórinn að komast í stuð. Finnur þú finun breytingar? 321 ©PIB CIM Haitu fingrunum fyrir þig sjálfan, ungi maður! Nafn: Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruðustu og nítjándu getraun reyndust vera: 1. Gunnar Már Ólafsson 2. Hera Birgisdóttir Laufskógum 3 Raftahlíð 33 810 Hveragerði 550 Sauðárkróki Myndiraar tvær viröast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurveg- aranna. 1. verðlaun: TENSAI feröaútvarp með kassettu, að verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmiðstöö- inni, Síöumúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í verð- laun heita Líkþrái maöurinn og Athvarf öreigans, úr bókaflokknum Bróðir Cad- fael, að verðmæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Vínningarnir verða sendii- heim. Merkið umslagiö með lausninm: Finnur þú fimm breytingar? 321 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík J!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.