Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 Sérstæð sakamál Drápfúsu mæðgumar Síðasta dag ársins 1978 varð hin sjötíu og átta ára gamla nunna, Florence Williamson, bráökvödd þar sem hún var á morgungöngu í garði kaþólska klaustursins í Wis- consin í Bandaríkjunum. Meðal þess fáa sem hún skildi eftir sig var bréf en í því stóð meðal annars: „Hefði móðir mín ekki kennt mér það sem hún kenndi mér hefði ég aldrei gert það sem ég gerði. Endi ég í logum vítis býst ég við að hitta hana þar. Ef það gerðist myndi það gleðja mig að sjá hana þvi þar á hún heima." Það sem bjó að baki þessum óvenjulegu ummælum dóttur um móöur sína átti sér langa sögu. Hún hófst árið 1915. Þá var Florence aðeins fimmtán ára. Hún var einkabarn og bjó meö móður sinni, Söru Williamson. Florence var henni mjög háð en faðir hennar, Joseph Williamson, þótti heldur framtakslítill. Fjölskyldan bjó á lítilli jörð sem var í raun hluti lands Wilburs Fowlers, fóður Söru. Hann hafði gefið henni jarðarhlutann í brúð- kaupsgjöf. Fyrir utan Söru' átti Fowler aðra dóttur, Harriet, en Sara var eldri. Erföaskráin Dag einn árið 1915 sagði Fowler Söru að hann hefði gert erfðaskrá og myndi land hans skiptast til helminga milh hennar og Harriet. Vildi Sara eignast hlut Harriet yrði hún að kaupa hann. í raun var þetta sýndarákvæði því Fowler vissi að Sara og Joseph áttu ekkert fé og jörð þeirra var svo lítil að tekj- umar af búskapnum myndu ekki nægja til að stánda undir kaupun- um. Söru varð ljóst að faðir hennar var nú að refsa henni fyrir að hafa gifst Joseph en hann hafði verið vinnumaður hjá Fowler sem þótti það niðurlæging að dóttir hans skyldi ganga að eiga hann. Vildi Fowler nú tryggja að gamli vinnu- maðurinn hans tæki ekki við sjálfri aöaljörðinni. Sara vildi ekki sætta sig við ákvæði erfaskrárinnar. Hún sendi dóttur sína, Florence, til lítils bæjar nokkuð frá og bað hana að kaupa arsenik. Það kom alloft fyrir aö bændur keyptu það en til öryggis sagði Sara Florence að gefa upp annað nafn við kaupin. Kökur og öl Sara lét ekki bera á því hve illa henni þótti faðir hennar hafa farið með sig þegar hann samdi erföa- skrána. Að vepju bakaði hún kökur og bruggaði öl handa honum en nú brá svo við að honum varð ekki eins gott af gjöfum hennar og áður fyrr. Hann granaði þó ekkert þegar hann fékk innantökur. Honum eln- aði sóttin og þar kom að hann gaf upp öndina. Hann var jarðsettur án þess að nokkurn grunaði nokk- uð misjafnt. Nú var röðin komin að móður Söru. Hún lést tíu mánuðum á eftir manni sínum og á sama hátt. Þetta vakti nokkra umhugsun hjá sveita- lækninum sem grunaði þó ekki neitt. Hann taldi hins vegar aö brunnvatnið á bænum hefði meng- ast af einhverjum ástæðum og ráð- lagði að það yrði framvegis soðið. Harriet, systir Söru, og maður hennar, sem var í vel launuöu starfi, bjuggu f Milwaukee. Þau komu nú að líta á eignina sem var komin í hendur þeim eftir lát for- eldra þeirra systra. Harrietveikist Þær systur fóra yfir erfðaskrána og ræddu framtíðina. En meðan Florence á yngri árum. Harriet var þarna fékk hún skyndi- lega magakveisu. Hún hélt heim ásamt manni sínum en með í för- inni var Florence. Hafði oröið aö samkomulagi með systrunum að hún yröi hjá Harriet meðan hún væri aö ná sér. Það sem Harriet vissi þó ekki var að Sara lét Flor- ence taka með glas með arseniki. Hálfu öðru ári síðar lést Harriet. Læknirinn sá ekkert grunsamlegt við veikindi henar.og skrifaði dán- arvottorðiö í góðri trú. Eftir útfor- ina fluttist Florence á ný heim til foreldra sinna en þá höfðu þeir sest að á aðaljörðinni. Þegar eftirlifandi maður Harriet hafði orð á því að eignarhluti konu sinnar hefði gengið til sín hótaði Sara honum því að skjóta hann með haglabyssu ef hann svo mikið sem sýndi sig á jörðinni. Þegar Sara var orðin fjörutíu og sjö ára og farin að bera merki erfið- isvinnu komst hún að því að maður hennar, Joseph, var farinn að halda við yngri konu í Waukesha, nærliggjandi bæ. Hún varð reið og ákvað að binda enda á ástarsam- bandið. Brátt veiktist Joseph og skömmu síðar var hann allur. Nýr læknir var tekinn til starfa í sveitinni þegar þetta gerðist og grunaði hann ekkert misjafnt. Hann hallaðist að skoðun forvera John Peters með fyrri konu sinni. Rannsóknarlögreglukonan Pearl Guynes. síns og taidi brunnvatnið á jörðinni mengað. Hjónaböndin tvö Sara lifði aðeins í ár eftir þetta. Þykir ýmsum kaldhæðni að maga- sjúkdómur skyldi draga hana til dauða. Þegar Florence var orðin ein eftir seldi hún jörðina og flutti til næstu stórborgar, Madison. Þar vakti hún athygli. Hún þótti lagleg og virtist nokkuð fjáð. Þar kom þó að andvirði jarðarinnar gekk til þurrðar. Þá giftist Florence vel efn- uðum bónda, Henry Kessenich. í tíu ár liföu þau rólegu lífi en það var Florence þó aldrei að skapi. Hún vildi berast á en maður henar var sparsamur og sögðu vinir þeirra að þau rifust oft. Árið 1932 varð Florence ekkja. Maður hennar hafði líftryggt sig og rann tryggingarféð, sem var verulegt á þeirra tíma mælikvaröa, til hennar. Skömmu síðar seldi hún svo jörðina og var nú talin nokkuð efnuö. Féð entist henni þó ekki nema í þrjú ár. Þá giftist hún John Peters, vel efnuðum bónda. Hann var ekkjumaður og bamlaus. í þrjú ár lifðu þau rólegu lífi. Dregur til tíðinda Árið 1938 veiktist John Peters alvarlega af magasjúkdómi. Ekki varð greint hvers eðhs hann var • og ákvað læknirinn að leggja hann á sjúkrahús. Florence lagðist gegn því að hann yrði fluttur að heiman og sagðist geta annast mann sinn. Læknirinn hélt hins vegar fast viö sitt. Sjúkrahúslæknamir voru ekki lengi að komast að því að Peters var með arsenikeitrun. Haft var samband við Lawrence Larson sýslumann og lét hann tvennt af dugmesta starfsfólki rannsóknar- lögreglunnar, Frederick Miller og Pearl Guynes, annast rannsókn málsins. Fóra þau á sveitabæinn en komu að honum mannlausum. Florence var horfin og sömuleiðis mikið af hennar persónulegu mun- um. Gerð var ítarleg húsleit og leiddi hún í ljós blikkdós með arseniki. Var hún send tæknimönnum en engin fingraför fundust á henni svo að ljóst var að erfitt yrði eða ómögulegt aö sanna að Florence hefði haft hana undir höndum. Hún myndi því vart nýtast sem sönnun- argagn gegn henni. Fortíðin grafin upp Nú hófst mikil leit að Florence og fannst hún í íbúð í Madison þar sem hún bjó með sér yngri manni. Gaf hún þá skýringu á því að hafa farið af jörðinni að henni hefði sinnast við mann sinn. Hún var handtekin og nú fór Pearl Guynes að kanna fortíð hennar. Þá fór að koma í ljós margt sem vakti áhuga rannsóknarlögreglumannanna. Þegar Pearl Guynes komst að því að Henry Kessenich hafði látist af magasjúkdómi fékk hún leyfi til þess að láta grafa líkið upp. Rann- sókn leiddi síðan í ljós að bana- meinið hafði verið arsenikeitrun. Guynes ræddi nú við fólk í sveit- inni þar sem Florence haföi búið og þar fékk hún að heyra um hin dularfullu dauðsföll sem orðið höfðu á bænum. Voru öll líkin graf- in upp og fundust í þeim öllum greinileg merki um arsenikeitrun. Florence var nú ákærö fyrir morðið á Kessenich og morðtilraun á Peters og þótti mörgum líklegast að hún yrði dæmd til dauða. Var verjandi hennar meðal þeirra sem töldu að svo kynni að fara og sagði hann aðeins eitt að gera. Lokaþátturinn Þegar Florence hafði heyrt það sem verjandi hennar hafði að segja ákvað hún í samráði við hann að leggja öll spilin á borðið. Ljóst var að það myndi spara Wisconsin-ríki veruleg útgjöld vegna réttarhald- anna. I framhaldi af þessu tókust samningar við saksóknaraembætt- ið um að Florence færi ekki í raf- magnsstólinn en fengi í staðinn lífstíðarfangelsisdóm. 28. október 1938 kvað Roy H. Proctor dómari upp dóm í framhaldi af játningunni. Skyldi Florence af- plána lífstíðarfangelsisdóm og tíu ára fangelsisdóm til viðbótar þannig að hún gæti í fyrsta lagi fengið reynslulausn tíu árum eftir aö hún hefði tekið út það mikið af lífstíðar- dómnum að lausn eftir úttekt sam- kvæmt honum kæmi til greina. Árið 1960 þótti ríkisstjóra Wisc- onsin Florence Williamson, sem stóð þá á sextugu, hafa setið inni nógu lengi. Hann náðaði hana en setti henni þó eitt skilyrði; hún yrði að setjast að í klaustri en með- an á fangelsisvistinni stóð hafði hún gerst rómversk/kaþólsk. Florence gekk að þessu skilyrði og það var í klausturgarðinum sem hún gekk sín síðustu skref.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.