Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 41 r>v Landsmótið 1 golfi á Strandarvelll: Staða Björgvins og Karenar mjög góð - bæði með gott forskot fyrir síðasta keppnisdaginn * - r , . . í J ■i Í syni á Hliöarenda t gær. DV-mynd ÞÖK imenn ninum orðin slæm Blikarnir þurftu engan stórleik til að innbyrða sigurinn sem var þeim mjög kærkominn eftir frekar magra uppskeru að undanfórnu. Mikil barátta var í liðinu og eftir aö hafa náð tveggja marka for- skoti léku þeir af skynsemi. „Það er algjört lánleysi ríkjandi hjá okkur. Meðan við nýtum ekki færin vinnum við ekki leiki. Staðan er orðin mjög slæm en við höfum ekki lagt árar í bát,“ sagði Jón Grétar Jónsson.Val, við DV. „Þetta var vinnusigur. Menn gáfu allt í þennan leik enda kom ekkert annað til greina en að vinna. Við þurftum að hafa fyrir þessu og svona verður þetta til mótsloka," sagði Willum Þór, baráttuj- axlinn í hði Blika. mararnir dir dóma im í Sviss Heimsmeistarinn fráfarandi í fjór- gangi, Jolly Schrenk, kom síðust inn í hringinn í fjórgangi og náði efsta sætinu á Ófeigi. Hún skaust þar upp fyrir Unn Kroghen frá Noregi sem keppir á Hruna frá Snartarstöðum. í þriðja sæti er Gaby Fuchtersnieder á Merg von Wendalinus- hof og í fjórða til fimmta sæti Vignir Jónasson á Kolskeggi frá Ásmundar- stöðum og þýski knapinn Bemd Vith á Þorra frá Fljótsdal. í sjötta sæti er Gísli Geir Gylfason á Kappa frá Álftagerði. Einkunnir eru heldur lágar. Gefið er frá 0-10 en Jolly Schrenk er með hæstu einkunnina 7,57. Þá er munur einkunna lítill og þar vantar greinilega teygni. Flestir knaparnir komu með tónhst á spólu, jafnvel með stefi fyrir hverja gangtegund. Fráfarandi heimsmeistari kemur ávaht síðastur inn í hringinn. TU dæmis eru þeir Hinrik Bragason og Sigurbjörn Bárðarson saman í síðasta riðh í 250 metra skeiði, sem hófst í morgun. Flest bendir til þess að Björgvin Sig- urbergsson, GK, og Karen Sævars- dóttir, GS, verði krýnd íslandsmeist- arar í karla- og kvennaflokki á lands- mótinu í golfi í dag. Þegar einum keppnisdegi er ólokið í meistara- flokkunum hefur Björgvin fimm högga forystu á Birgi Leif Hafþórs- son, GL, og 10 högga forystu á Þórð E. Ólafsson, GL, sem er í þriðja sæti. Björgin og Birgir Leifur léku báðir mjög vel í gær og komu inn á 69 högg- um sem er einu höggi undir pari vallarins en Guömundur Svein- björnsson, GK, sló þeim við og kom inn á 68 höggum. Eftir þijá hringi hefur Björgvin leikið á 210 höggum. Hann hefur leikið mjög gott golf alla þrjá keppnisdagana og hefur bætt sig frá degi til dags. Hann lék fyrsta hringinn á 71 höggi, annan hringinn á 70 höggum og í gær á 69 höggum. Undanfarin ár hefur Björgvin verið í baráttunni um íslandsmeistaratitil- inn en herslumuninn hefur skort á og hann hefur þurft að sætta sig við þriðja sætið á síðustu tveimur lands- mótum. Nú er titilhnn í sjónmáli og takist honum að halda haus síðasta hringinn er sigurinn vís. íslandsmeistaranum frá því í fyrra, Sigurpáli Sveinssyni úr GA, hefur Vésteinnannar Vésteinn Hafsteinsson varð í öðru sæti í kringlukasti á móti í Helsingborg í Svíþjóð í fyrra- kvöid. Vésteinn kastaði 62,80 metra en sigurvegari varð írinn Nick Sweeney með 64,18 metra. Pétur Guðmundsson, sem þekkt- ari er fyrir afrek sín í kúluvarpi, varð Qmmti með 55,50 metra. Leik ÍBV og Fram í 1. deild karla í knattspyrnu var frestað í gær þar sem ófært var til Eyja. Nýr leíkdagur hefur verið settur á þriðjudaginn 22. ágúst klukkan 18.30. Máli Þróttar vísað frá Dómstóll ÍSÍ vísaði frá í fyrra- dag máh Þróttara gegn Stjörn- unni. Eins og kunnugt er dæmdi dómstóll KSÍ Stjörnunni í hag þegar félagið kærði Þróttara fyrir að hafa Ágúst Hauksson, þjálfara Þróttara, á varamannabekknum en hann var í leikbanni sem leik- maður Guðmundursigraði Guömundur Sveinbjörnsson, GK, sigraði án forgjafar á Merrild golfmótinu sem fram fór á Hval- eyrarvelh á dögunum. Guömund- ur lék á 72 höggum og það sama gerðu Ásgeir Guöbjartsson, GK, og Sveinn Sigurbergsson, GK, sem lentu í öðru og þriðja sæti. í keppni með forgjöf sigraði Magn- ús Gunnarsson, GR, á 64höggum. Jónas Tryggvason, NK, varð ann- ar á 64 höggum og með sama höggQölda var ólafur H. Ólafsson, GK. Öhfungamótígolfi Opið öldungamót í golfi verður haldið á Hvaleyrarvelli á laugar- daginn. Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur meö og án forgjafar í aldursflokki 55 ára og eldri. í flokki 50-54 ára verða veitt verö- laun fyrir besta skor og 1., 2. og 3. sæti með forgjöf. Ræst verður út frá klukkan 9 14. Skráning i mótið er í síma 565-3360. gengið illa og er fyrir síðasta keppn- isdaginn í 24. sæti með 233 högg en hann lék 18 holurnar í gær á 80 högg- um. Helga Þórissyni, GS, sem var í öðru sæti eftir 36 holur, gekk ekki sem skyldi í gær. Hann lék á 80 högg- um og hrapaði úr öðru sætinu í það níunda. Staða efstu manna í meist- araflokki karla eftir 54 holur er þannig: Björgvin Sigurbergs., GK 71-70-69 = 210 Birgir L. Hafþórsson, GL .75-71-69 = 215 ÞórðurE. Ólafsson, GL ....73-72-75 = 220 Björn Knútsson, GK......76-72-73 = 221 Björgvin Þorsteinss., GK .75-74-73 = 222 Öm Æ. Hjartarson, GS....79-70-73 = 222 Kristinn G. Bjarnas., GL ..75-73-76 = 224 Öm Amarson, GA..........74-72-78 = 224 Helgi Þórsson, GS........73-71-80 = 224 Guðm. Sveinbjömss., GK 81-77-68 = 226 Karen með sjö högga forskot Karen Sævardóttir, GS, er á góðri leið með að tryggja sér íslandsmeist- aratitilinn í meistaraflokki kvenna 7. árið í röð. Þegar þremur hringjum af íjórum er lokið er hún með sjö högga forystu á Ragnhildi Sigurðar- dóttur, GR. Karen og Ragnhhdur léku báðar á 79 höggum í gær og það sama gerði Herborg Arnarsdóttir, Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Grindvíkingar unnu einn sinn mikhvægasta sigur í sumar þegar þeir lögðu FH-inga að velli, 2-1, á blautum og þungum velhnum í Grindavík í gærkvöldi. Grindvíking- ar eru tvímælalaust það hð sem kom- ið hefur mest á óvart og var barátta þeirra th fyrirmyndar. Þeir gáfust ekki upp fyrr en flautað var til leiks- loka og það skhaði þeim tveimur mörkum og dýrmætum sigri. FH-ingar náðu forystunni í leikn- um en á síðustu 15 mínútunum skor- uðu heimamenn tvívegis og tryggðu sér stigin þijú. Öh mörkin í leiknum voru gerð eftir varnarmistök í síðari hálfleik. „Ég vorkenndi þeim í lokin en það var frábært að fá öll þrjú stigin. Sig- GR. Þórdís Geirsdóttir, GK, lék á 80 höggum en Ólöf María Jónsdóttir, GK, lék á 84 höggum. Margir spáðu því að Ólöf mundi veita Karenu hvað harðasta keppni á toppnum en eftir tvo slæma hringi er hún búin að missa af lestinni. Staðan í meistara- flokki kvenna eftir 54 holur: Karen Sævarsdóttir, GS...75-77-79 = 231 Ragnh. Sigurðard., GR....83-76-79 = 238 Þórdís Geirsdóttir, GK...81-78-80=239 Herborg Amarsd., GR 87-77-79=242 Ólöf M. Jónsdóttir, GK...78-83-84 = 245 PállefsturM.flokki Staða efstu manna í 1. flokki eftir 54 holur: Páll Ketilsson, GS.....79-84-74 = 237 Sveinn K. Ögmunds., GR .83-81-75 = 239 Guðmundur Óskars., GR .77-84-79 = 240 Friðbjöm Oddsson, GK....84-78-79 = 241 Ingi. R. Gíslason, GKG.79-87-77 = 243 RutvanrM.flokkinn Keppni í 1. flokki kvenna lauk í gær. Rut Þorsteinsdóttir, G, sigraði á 248 höggum. Erla Þorsteinsdóttir, GS, varð önnur á 249 höggum og Sigríður Mathiesen, GR, hafnaði í þriðja sæti á 260 höggum. urinn gat lent hvorum megin sem var,“ sagði Þorsteinn Jónsson, hetja Grindvíkinga, en hann skoraði sigur- markið tveimur mínútum fyrir leiks- lok. Fyrri hálfleikur var frekar tíðinda- líthl. Grindvíkingar byrjuðu betur en FH-ingar komust meira inn í leik- inn þegar á leið. Besta færið fékk Hahsteinn Arnarson FH-ingur en Albert Sævarsson varði frábært skot hans meistaralega. Síðari hálfleikur var mun skemmtilegri og þá komust FH-ingar yfir gegn gangi leiksins. Grindvík- ingar skiptu þá þremur leikmönnum inn á og þaö átti eftir að skila sér. Hinn 17 ára gamh Jón Freyr Magn- ússon jafnaði skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaöur og sigur- markið kom síðan í blálokin. Góða verslunarmannahelgi Sjáumst á landsleiknum! Island - Sviss á Laugardalsvelli 16. ágúst Mikilvægur sigur hjáGrindavík - 2-1 gegn FH1 gærkvöldi íþróttir Valur-Breiðablik (0-2) 0-3 0-1 Rastislav Lazorik (35.). Fékk bolt- ann viö miölínu, brunaði í gegnum flata vöm Vals og skoraði af öryggi. 0-2 Rastislav Lazorik (45.). Eftir mikið hnoð í vítateignum, þar sem boltinn barst á milli manna, náði Lazorik að pota boltanum í netið nánast á fjórum fótum. 0-3 Willum Þór Þórsson (75.) Skoraði með glæsiiegum skalla eftir fasta horn- spymu Kristófers Sigurgeirssonar. Lið Vals: Tómas Ingason - Kristján Halldórsson, Bjarki Stefánsson;.;., Gunnar Einarsson, Jón G. Jónsson *- ívar Ingimarsson, Guðmundur Brynj- ólfsson (Halldór Hilmisson 63.), Hörður Már Magnússon ;£, Sigþór Júlíusson (Kristinn Lárusson 72.) - Steward Be- ards (Sigurbjöm Hreiðarsson (63.), Dav- íð Garðarsson. Lið Breiðabliks: Hajrudin Cardaklija - Kjartan Antonsson Arnaldur Loftsson, Hákon Sverrisson, Gústaf Ómarsson - Amar Grétarsson V., Guð- mundur Guðmundsson (Vilhjálmur Haraldsson 87.), Úlfar Óttarsson (Kristó- fer Sigurgeirsson (63.), Willum Þór Þórs- son - Rastislav Lazorik ;.; (Anthony K. Gregory 82.), Jón Þ. Stefánsson. Valur: 12 markskot, 7 hom. Breiðablik: 9 markskot, 8 hom. Gul spjöld: Beards (Val), Gústaf (Breiðabliki). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Guðmundur S. Marísson, ágætur. Áhorfendur: 354. Skilyrði: SV gola, 9 stiga hiti, völlur- inn háll en góður. Maöur leiksins: Kjartan Antonsson (Breiðabliki). Geysilega sterkur vam- armaður og útsjónarsamur og á greini- lega framtíðina fyrir sér. Grindavík-FH (0-0) 2-1 0-1 Jón Erling Ragnarsson (65.) lyfti boltanum yflr Albert Sævarsson mark- vörð sem kominn var of langt út úr marki sínu. 1- 1 Jón Freyr Magnússon (76.) fékk sendingu inn í teiginn vinstra megin og skoraði. 2- 1 Þorsteinn Jónsson (88.) sendi bolt- ann í netið eftir varnarmistök FH-inga. Lið Grindavíkur: Albert Sævarsson ;•; - Björn Skúlason, Milan Jankovic Þorsteinn Guðjónsson Guðjón Ás- mundsson (Vignir Helgason 71.) - Zoran Ljubicic (Jón Freyr Magnússon 71.), Ólafur Ingólfsson, Ólafur Bjarriason, Þorsteinn Jónsson ;.;. - Grétar Einars- son, Tómas Ingi Tómasson (Lúkas Kostic 71.) Lið FH: Stefán Arnarson - Arnar Við- arsson, Petr Mrazek, Ólafur Kristjáns- son ;.v.;., Auðun Helgason - Stefan Toth, Jón Sveinsson, Hallsteinn Amarson, Hrafnkell Kristjánsson (Þorsteinn Hall- dórsson 82.) - Hörður MagnússonJón Erling Ragnarsson (Hlynur Eiriksson 84.) Grindavik: 9 markskot, 12 horn. FH: 6 markskot, 3 hom. Gul spjöld: Þorsteinn J. (Grindavík). Rautt spjald: Enginn. Dómari: Gylfi Orrason, dæmdi frá- bæriega vel. Áhorfendur: Um 100. Skilyrði: Smá hliðarvindur í suður, völlurinn blautur og þungur. Maður leiksins: Ólafur Kristjánsson, FH. Hafði griðarlega mikia yfirferð í ieiknum og ef fieiri lékju eins og hann væri FH í annarri stöðu í deildinni. Arnórmeiddist Eyólfur Haröaison, DV, Sviþjóð: Arnór Guðjohnsen meiddist með liði sínu Örebro í íslendinga- slagnum gegn Örgryte í gær- kvöldi og verður að líkindum ekki með íslenska landsliöinu sem mætir Svisslendingum eftir 12 daga. Amór sagði við DV í gær- kvöldi að hann hafði tognað iha og mætti sennhega ekki æfa afitur fyrr en eftir 2 vikur. Amór var tekinn út af á 70. mínútu leiksins sem lauk með 0-0 jafnteíli. Rúnar Kristinsson átti mjög góðan leik með Örgryte en minna bar á þeim Amóri og Hlyn Stefánssyni hjá Örebro. Þá gerðu AIK og Halm- stad 2-2 jafntefh í gærkvöldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.