Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 45 London (lög) Bretland (plötur/diskar) Bandaríkin (piötur/diskar) t 1.(3) Cracked Bear View Hootie and the Blowfish | 2. (2) PocahantasPoverty's Úr kvikmynd 1 3. (4) Crazysexycool TLC I t. (1 ) History-Past Prescnt and Futun Michacl Jackson t 5. ( 6 ) Batman Forevcr Úr kvikmynd t 6. ( - ) The Woman in Mo Shania Twain | 7. ( 7 ) Throwing Copper Live t 8. (10) John Michael Montgomery John Michael Montgomcry t 9. ( - ) Four Blues Traveler «10. ( 8 ) The Hits Garth Brooks tó Hvað er Exem? - Kjöttromman kominlít Hljómsveitin Exem gaf nylega út 11 laga plötu sem nefnist Kjöttromman. „Exem varö til um verslunar- mannahelgina 1993 á Kirkjubæjar- klaustri þar sem heiðnir landsmenn gátu aldrei búið án þess að detta dauðir niður og þar sem systumar glenntu sig árlega yfir glennugjána í viðurvist munkanna frá Þykkvabæj- arklaustri er stóðu hinum megin. Til að afsanna þjóðsögur um landnáms- mennina námu Exemfélagar andlegt land á Kirkjubæjarklaustri þar sem Einar Melax var tónhstarskólastjóri. Exem fæddist um miðja sumamótt með einni trommu við Systrafoss, sem var að vísu nær vatnslaus þá en ef vel var hlustað heyrðust nokkrir dropar faila með mikilvæg skiiaboð. Að sögn Exems var einn hvatinn að myndun þessa félagsskapar þau leið- indi sem þeir viðkvæmu félagar þjáð- ust af yfir þeirri fátækt sem þeim fannst rikja í útgáfú fyrir íslenska jaöarhópa - þeir Exemistar taka allt til sín.“ Þetta er einungis hluti af því svari sem Jafet Melge gefúr við spuming- imni hvað er Exem? Afganginn er að finna í innvolsi Kjöttronummnar. Heiðingjar? Kjöttromman er nýútkomin 11 laga plata með hljómsveitinni Exem sem er skipuð þeim Einari Melax og Þorra. Báðir þessir menn era nánast óþekktir almenningi vegna tilvistar þeirra í jaðarsveitum íslands til lengri tíma. Einar var i Oxmá, Kukli, Sykurmolunum og Melódíu en starfar nú sem tónlistarskólastjóri. Þorri stofiiaði Lnfemo 5 árið 1984, rek- ur gemingaþjónustu og hefur lengi aðhyllst indóevrópska heiðni og hef- ur reynt að bjarga heiðnum sið á ís- landi frá skriffinnum og eingyðings- trúarmönnum síðustu ár. Einar Melax sér mn tölvur, hljóm- borð, blástur og fiðlur á þessari ný- útkomnu hljómskífu en Þorri sér um röddina, marokkóskt og tyrkneskt slagverk. Auk þeirra em á plötunni: Þór Eldon (gítar), K. Máni (gítar), Guð Krist (gítar), Andrew McKenzie (gítar), Kristín Þorsteinsdóttir og Þórarinn Kristjánsson (slagverk), Einar Pálsson (franskt hom), Jóel Pálsson (tenór, saxófónn), Birgir Mogensen (bassi), Bjarney Gunn- laugsdóttir, Erla B. Einarsdóttir, Ragnheiðm Elín, Hallveig og G.G. Gimn (bakraddir). Mikið er lagt upp úr textaflutningi á plötimni og fyrir þá sem em ensku- mælandi en vilja njóta þeirrar visku sem Exem hefúr fram að færa hafa G.G. Gunn, Þorri og Júlía þýtt alla textana en þá má finna i innvolsinu. Verði ykkur að góðu! GBG Fjölmargar þekktar hljómsvertirflytja tónlist í Batmanmyndinni sem nú er verið að sýna hér á landi. Batman að eilífu Stórmyndir þarfnast umtals og imitalið þarf að vera gott. Framleið- endum Batman Forever hefúr greini- lega ekki þótt nóg að hafa stjömur á borð við Val Kilmer, Jim Carrey, Tommy Lee Jones og Nicole Kidman innanborðs við gerð myndarinnar. Til að fá aukiö umtal fengu þeir einnig til liðs við sig stjömur úr heimi tónlistarinnar. Nú er komin út geislaplata með tónlistinni úr Bat- man Forever og má þar finna 14 ólík- ar hljómsveitir flytja jafn mörg og ólík lög. Hverjir flytja? Efst á listanum er írska súpergrúppan U2 með lagið Hold Me, Thrill Me, Kiss Me, Kill Me sem út- varpshlustendur ættu að vera fam- ir að kannast við. Nýjustu fréttir af sveitinni herma hins vegar að ný plata sé væntanleg á haustmánuðum í samstarfl við Brian Eno - í eigin persónu. Söngkonan P.J. Harvey flytur lag eftir sjálfa sig sem titlast One Time too Many og bandaríska stúlknasveitin Brandy flytur lagið Where Are You now? eftir Lenny Kravitz. Breski söngvarinn Seal setur nafii sitt við myndina og eftirlætur fram- leiðendimum lag af síðustu sólóplötu sinni. Lagið kannast allir við, það heitir Kiss from a Rose og var mjög vinsælt á síðasta ári. Danssveitin Massive Attack flytur lagiö The Hunter Gets Captured hy the Game ásamt Tracey Hom og Eddi Reader á lagið Nobody Lives without Love. Rólynda sveitin Mazzy Star setur svip á plötuna með laginu Tell Me now til móts við kraft hljómsveitar- innar Offspring sem flytur lagið Smash It up (titillinn segir allt sem segja þarf). Hinn ofurdjúpraddaði söngvari Nick Cave á lagið There is a Light og rappsveitin Method Man flytur The Riddler. Söngvari INXS, Michael Hutchence, endurgerir gamla Iggy Pop-lagið, The Passenger, auk þess sem hljómsveitirnar The Devlins, Sunny Day real Estate og Flaming Lips eiga sitt lagið hver. Þetta er tilkomumikill listi flytj- enda sem hefur vakið upp mikið um- tal. Spumingin er bara: Hvers vegna heyrist svona lítið af tónlistinni í myndinni sjálfri? GBG vikunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.