Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1995, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 23 ísraelsmaðurinn Uri Amiram hefur komið fimm sinnum til íslands: Eins og ég hafi átt heima hér í fyrra lífi „Þaö er eins og ég hafl átt heima hér í fyrra lífi. Það eru margir staðir hér sem mér finnst ég hafa verið á áður,“ segir ísraelsmaðurinn Uri Amiram. Hann er haldinn miklum áhuga á öllu sem íslenskt er og er kominn í sína fimmtu heimsókn til íslands. Uri var fjórtán ára þegar hann ákvað að kynnast nánar landinu sem hann hafði aðeins séð á landakorti. „Ég hafði hvorki lesið um ísland né séð myndir héðan. Mér fannst ég samt verða að vita eitthvað um þessa eyju. Ég hafði samband við ræðis- mann íslands í ísrael og fékk heimil- isfóng dagblaða. Ég óskaði eftir Hrifnastur afReykjavík Uri er eiginlega hrifnastur af Reykjavík þótt honum þyki margir staðir á landinu fallegir. „Yfirleitt hef ég ekki gaman af sagnfræði en ég hef kynnt mér sögu Reykjavíkur. Þetta er falleg borg, hún er bæði nýtískuleg og gamaldags og útsýnið í allar áttir er stórkostlegt." Það hefur vakið athygh Michelle að alls staðar skuli gert ráð fyrir börnum. „Það eru barnastólar í sturtuklefum sundlauga og inn- kaupavagnarnir í stórmörkuðum raula hefðbundna hebreska texta við íslensk lög. Þetta fer mjög vel sam- an.“ Það er hins vegar bara heimilisfað- irinn sem er farinn að læra íslenska tungu. „Ég kann svolítið og reyni að lesa dagblöðin. Yfirleitt les ég alls ekki skáldsögur heldur bara fræðirit en ég hef lesið tvær bækur eftir Lax- ness sem þýddar hafa verið á hebr- esku og það nokkrum sinnum, það eru Brekkukotsannáll og Atómstöð- in.“ Uri segir að í hvert skipti sem hann fari frá íslandi finnist honum eins og verið sé að toga hann upp frá rót- um. „Hér er allt svo afslappað en nema tíu mínútna akstur inn í borg- ina. „Sambandið milli ísraela í Efrat og arabanna í þorpunum í kring er almennt mjög gott,“ segir Uri en við- urkennir að upp á síðkastið hafl þó orðið nokkrir árekstrar. Hann er vongóður um að samband ísraela og araba geti orðið gott í framtíðinni. Hann á samvinnu við araba í ferða- þjónustunni og segir araba góða handverksmenn sem ísraelar eigi talsverð viðskipti við. Uri og Michelle Amiram komu i brúðkaupsferð til Islands og nú eru þau komin hingað með börnin sín þrjú, Merav, Binyamin og Dov. DV-mynd ÞÖK pennavinum og fékk marga og þann- ig lærði ég ýmislegt um landið," greinir Uri frá. Hann kom í sínu fyrstu heimsókn hingað 1981 þegar hann hafði gegnt herþjónustu í Israel. „Ég var mjög spenntur og þetta var mjög sérstakt. Mér fannst ég tilheyra landinu. Ég hef ferðast til margra landa en það er ailt öðru vísi að koma hingað." Brúðkaupsferðin til íslands Þegar Uri hafði kynnst konuefninu sínu tilkynnti hann strax að brúð- kaupsferðin yrði farin til íslands og það varð úr. „Ég held að MicheUe hafi líka strax orðið ástfangin af ís- landi en hún bendir mér nú stundum á það þegar ég er að lýsa hrifningu minni á einhverju hér að hið sama sé nú einnig að finna í öðrum lönd- um.“ Michelle og Uri starfa bæði í ferða- þjónustu, hún hjá ferðaskrifstofu og hann hjá flugfélagi. Að sögn Michelle er þekking Uris á íslandi orðin vel þekkt í ísrael og leita menn oft til hans í því samhengi. Hann minnist á það í gríni að í sumum tilfellum viti hann jafnvel meira um ísland en íslendingar sjálf- ir. „Það komu íslendingar til mín í ísrael og ég spurði hvaöan þeir væru. Þeir sögðust vera frá stað nálægt höfuðborginni og héldu að ekki þýddi að segja mér nánar hvar. Þegar ég spurði nánar sögðu þeir að staðurinn væri nálægt Keflavík og þá giskaði ég á Njarðvík. Þeir urðu steinhissa og enn meira þegar ég spurði hvort þaö væri Ytri- eða Innn-Njarðvík. Þeir sögðu að jafnvel íslendingar sjálfir væru ekki vissir um hvort væri hvað." eru með sætum fyrir börn. Við höf- um ekki séð þetta í öðrum Evrópu- löndum sem við höfum komið til en þetta er kannski líka svona annars staðar á Noröurlöndunum." Þau hjónin eru nú í fyrsta skipti með börnin sín þrjú á íslandi. „Mér fannst mikilvægt að þau kæmu hingað þar sem þau heyra svo mikið talað um ísland heima hjá sér. Þau eru viss um að ísland sé þekktasta land í heimi því þau hafa heyrt svo mikið um það,“ segir Uri. Og börnin hafa einnig kynnst ís- lenskri tónlist heima hjá sér í ísrael. „Þegar við sitjum og syngjum á sabb- atsdaginn þá höfum við prófað að og upplifou fjölbreytta ferðamögulefka. Nýi bæklingurinn kemur út á þriðjudaginn. Náðu þér í bækling á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum eða á feróaskrifstofunum. FLUGLEIÐIR Traustur tslenskur ferðafélagi heima í ísrael er fólk miklu form- legra og stressaðra. Héðan kemur maður afslappaður til ísraels og það tekur mann nokkra daga að skilja af hverju allir eru svona æstir.“ Landnemar í Efrat Fjölskyldan býr í Efrat sem er stórt úthverfi Jerúsalemborgar og er hverfið handan við hina svokölluðu grænu línu, það er landamæri ísra- els fyrir sex daga stríðið 1967. Þau eru því landnemar en leggja áherslu á að þau líti fremur á sig sem Jerú- salembúa en landnema. Það sé ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.