Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 37 „Ég vissi ekkert um handbolta þegar ég kom tU íslands, enda er handbolti nær óþekkt íþrótt í Skotlandi. Það sama gildir um Bandaríkin þar sem mjög fáir þekkja íþróttina. Ég kom fyrst ná- lægt handbolta í gegnum fyrirtækið Athygli sem ég hef unnið nokkuð fyrir,“ sagði Skotinn Rab Christie sem hefur búið hér á landi í meira en áratug. Rab var annar ritstjóra fréttabréfs sem gefið var út fyrir heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik fyrr í sumar. Fram- kvæmdaaðilar ólympíuleikanna í Atlanta tóku eftir því hve vel tókst til með útgáfu fréttabréfsins og hafa farið þess á leit við Rab Christie að hann sinni upplýsingamálum fyrir handboltann þegar leikarnir fara fram. Kom til að læra málið „Ég kom hingað til íslands árið 1982. Tilgangurinn með því þá var að læra málið því ég hafði mikinn áhuga á landinu, sögu og menningu þjóðarinnar. Ég er með masterspróf í sagnfræði og hafði lært ýmislegt um sögu íslands og Skandinavíu áður en ég kom hingað til lands. Ég er einnig menntaður geðhjúkrunar- fræðingur. Sagnfræðin er nú einu sinni þannig, þó skemmtileg sé, að maður lifir sjaldnast á henni og þess vegna tók ég einnig geðhjúkrunar- fræðina. Ég fór ekki í skóla þegar ég kom hingað heldur fór ég bara að vinna. Ég starfa núna í 40% starfi við geð- hjúkrun en undanfarin ár hefur að- alstarf mitt verið í blaðamennsku, svokallaðri lausablaðamennsku („freelance"). Ég hef verið svo hepp- inn að hafa alveg nóg að gera hing- að til. Ég hef til dæmis skrifað frétt- ir fyrir knattspyrnutímaritið World Soccer, fréttir fyrir blaðið Scots- mém, kynningarefni fyrir ferðaþjón- ustu og fleiri störf. Ég er alltaf kallaður Robert Christie hér á íslandi þó að ég heiti Rab Christie. Það er vegna þess að Rab hljómar svo svipað og Hrafn og Rafn og það veldur misskilningi." Mikil vinna samhents hóps „Athygli tók að sér fyrir tveimur árum að skrifa kynningarefni um HM í handbolta á íslandi til að kynna keppnina erlendis og ég tók þátt í því. í mars í fyrra fékk At- hygli það verkefni að sjá um pressu- málefni keppninnar undir stjórn Guðjóns Arngrímssonar. Ég var með í þessu verkefni og ákveðið var að gefa út fréttabréf á hverjum degi HM-keppninnar. Ég var annar ritstjóri þess frétta- bréfs og skrifaði í það. Hinn ritstjór- inn var Fjalar Sigurðarson og við áttum mjög gott samstarf. ^rétta- bréFið var upphaflega hugsað sem efni fyrir blaðamenn en fljótlega fóru þjálfarar og leikmenn að sækja í það. Það endaði með því að upplag- ið fór upp í 1000-1100 eintök á dag, svo mikill var áhuginn." „íslenskur" Skoti ráðinn sem upplýsingafulltrúi á ólympíuleikum: Landsliðið tapaði en þjóðin sigraði - segir Rab Christie sem segir fslendinga slá öðrum þjóðum við í forritunarmálum að búa hér á landi. Ég fer reyndar minnst einu sinni á ári til Skotlands en ég á heima á íslandi. Ég hef samt sem áður ekki hug á því að sækja um íslenskan ríkisborgararétt en vildi helst hafa ríkisborgararétt beggja þjóða. Mér skilst að það gæti reynst torsótt. Þegar ég fer í heim- sóknir til Skotlands finnst mér ég vera orðinn hálfgerður túristi í framandi landi. Mér finnst eitt nokkuð óþægilegt hérlendis - hvað það er dýrt að ferð- ast héðan. Ég fer til Skotlands á hverju ári og þær eru ómældar fúlg- urnar sem maður hefur greitt Flug- leiðum fyrir fargjöldin þangað. Ég ætla mér að búa áfram héma á íslandi því ég kann mjög vel við mig hér, enda er ég giftur íslenskri konu, Sigríði Tómasdóttur. í Reykjavík er til dæmis mun hlýrra veður á vetuma heldur en í Edin- borg þar sem ég bjó áður. Þar næða ískaldir heimskautavindar frá Sí- beríu en á íslandi sér Golfstraumur- inn um að aldrei verði mjög kalt. mörgu leyti skemmtilegra að horfa á þá leiki en leiki úr íslensku knatt- spyrnunni í sjónvarpi. Lýsingar á knattspyrnuleikjum á Bretlandseyj- um eru heldur betri en lýsingar á leikjum hér - góðir lýsendur gera leikinn mun áhugaverðari. Vill fá ódýran bjór Þó að ég kunni vel við margt héma á íslandi þá hefur til dæmis alltaf verið skortur á góðum bjór! Það væri til dæmis yndislegt að geta teygað Guinness af krana hérna eða margar aðrar góðar tegundir. Bjórúrvalið er smám saman að lag- ast en verðið er alltaf jafn hátt. Það er hrein geðveiki að borga 5-6 pund eða 8-9 dollara fyrir eitt glas af bjór. Bjórverðið hér á landi er samt ekk- ert annað en það sem viðgengst ann- ars staðar á Norðurlöndunum. Mér fmnst þetta undarleg árátta yfirvalda að reyna að stjóma áfeng- isdrykkjunni á þennan hátt með því að hafa ölið á miör iu verði. Fólk Áhangandi Skagamanna „Eins og allir Skotar er ég mikill knatt- spyrnuáhugamaður. Mitt lið í Skotlandi er Partick Thistle. Það hefúr lengst af verið í úrvalsdeild- inni en hefur ekki verið að gera nein- ar rósir. Hins vegai er ég orðinn mikill aðdáandi Skagaliðs- ins í knattspyrnu og læt ekkert tækifæri ónotað til þess að fara á völlinn. Ég geri mér til dæmis oft ferðir upp á Skaga til að fylgjast með liðinu. ÍA er búið að byggja upp ótrúlega góðar aðstæð- ur á sínum velli fyrir félags- menn sína. Akranesliðinu gengur mun betur hér á ís- landi en Partick Thistle í Skotlandi. Annars sakna ég þess nokkuð að horfa ekki á skosku knattpyrnuna og ég læt senda mér myndbands- spólur af skoskum leikjum einu sinni í hverjum mánuði. Það er að sem ætlar að drekka drekkur það sem það vill og lætur engan segja sér fyrir verkum. Það er ótrúlegt en satt en fyrir um 20 árum var talað um það af fullri alvöru í Skotlandi að gera eitthvað gróft til að minnka drykkju, hækka verðiö eða gera alls kyns kúnstir. Skotar sverja sig í ætt við aðrar keltneskar þjóðir hvað drykkju varðar - það er stór part- ur af menningu kelta að drekka hressilega. Margar skoðanir voru uppi er ákvörðun var tekin um að fara öf- uga leið í áfengismálunum: rýmka allar reglur um áfengi, hafa krár og vínveitingastaði opna alla daga og leggja enga áherslu á að hækka verð. Ár- angurinn er sá að drykkjan hef- ur minnkað ef eitthvað er. Því er alls ekkert sjálfgeflð að drykkja minnki þó verðið hækki og reglur séu settar sem þrengja að þeim sem þykir sopinn góður. En þó að ég telji að ísland sé aftarlega á merinni í áfeng- islöggjöfinni eru íslendingar samt mjög framarlega í ýms- um málum. Ég hef til dæmis á fáum stöðum kynnst eins góðri póstþjónustu, síma- kerfið hér er mjög full- komið og mörg tækni- mál hérlendis eru á mjög háu stigi eins og ég var áður bú- inn að minnast á. 'lér finnst ís- endingar og kotar eiga nargt sameig- inlegt og vera líkir um margt. Útlit fólks er svipað enda er skyld- leikinn áreiðanlega fyrir hendi. Ég er ekki í vafa um að samskipti íslands og Bretlandseyja voru töluverð á land- námsöld. -ÍS »«,, iBv. „Ég vissi ekkert um handbolta þegar ég kom til Islands, enda er handbolti nær óþekkt íþrótt í Skotlandi," segir Rab Christie í viðtalinu, en hann hefur samt sem áður verið ráðinn sem upplýsingastjóri („Information manager") handboltans á ólympíuleikunum í Atlanta á næsta ári. DV-mynd JAK „Þetta var mikil vinna sem við lögðum á okkur, menn unnu 17-18 tíma á dag á meðan keppnin stóð yfir. Þarna komu ýmsir góðir við sögu: Skafti Jónsson, Sylvía Briem í Laugardalshöllinni, Hallur Hallsson og Magnús Bjarnfreðsson í Kópa- vogi, Vilborg Gunnarsdóttir og Bragi Bergmann á Akureyri. Þetta var mikil hópvinna sem gekk framar vonum og mæltist mjög vel fyrir. Rekja má vinsældir fréttabréfsins aðallega til tveggja ástæðna. Önn- ur var hið rit- aða mál, sem þótti gott efni, og kannski ekki síður hin að í hverju blaði birtist statistik eða töluleg grein- ing um alla leiki. Hún var unnin á vegum fyrirtækisins Hewlett Packard og hönnuð af Vai- garði Guðjóns- syni. Útprent- un kerfisins var hönnuð af Aðalsteini Þór- arinssyni og Eiríki Sæmundssyni. Menn í handbolta- hreyfingunni voru á einu máli um það að forrit Val- garðs væri það besta í heimin- um í dag og al- gjör bylting hvað varðar statistik í handboltaleikj- um. Ég er ekki í vafa um að möguleikar ís- lendinga til sölu á þessu forriti eru miklir. Reynd- ar hefur þegar reynt á það því forritið verður sennilega not- að á HM í kvennahand- bolta sem fram fer í desember í Austurríki og Ung- verjalandi. Því miður verður forritið ekki notað á ólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum því búið er að gera samning um að IBM sjái um tölvumálin þar. Það er óhætt að segja að Valgarður er algjör snill- ingur í forritun. Valgarður vann sjálfur við forritið ásamt Eiríki og Aðalsteini á meðan HM fór fram og þeir hafa sennilega unnið um 400 klst. á þremur og hálfri viku. Móts- haldið og framkvæmd keppninnar tókst svo vel og gerði svo mikla lukku hjá handboltamönnum og hreyfingunni allri að ég hef viljað halda því fram að þó að landsliöið hafi tapað á HM hafi þjóðin sigrað!“ fréttabréfi sem gefið var út á HM á íslandi. Ég fór út með eintök af því til Bandaríkjanna og allir voru sam- mála um ágæti þeirra. Á tímabili var neikvæð umræða í gangi um HM á íslandi, talað var um vandræði í miðasölunni og ým- islegt fleira sem betur mætti fara. Sú umræða náði samt ekkert út fyr- ir landsteinana. Menn fóru héðan mjög jákvæðir og ánægðir. Ég talaði við frammámenn margra þjóða á HM, til dæmis Frakka, Bandaríkja- menn og Svíá, og allir voru ánægð- ir. Blaðamenn voru einnig hæstá- nægöir með dvölina hér á landi því svo mikið var gert fyrir þá þegar leikir voru ekki í gangi. Það átti við um alla keppnisstaði: Reykjavík, Kópavog, Hafnarfjörð og Akureyri, alls staðar voru menn önnum kafn- ir að sinna fréttamönnum og hafa ofan af fyrir þeim. Þrátt fyrir að nánast allir blaðamennirnir sem voru hér á HM væru íþróttafrétta- ritarar fékk ísland mikla umfiöUun i blöðum. Það er ekki sist þvi að þakka hve mik- ið var gert fyrir blaðamennina. Á meðan keppn- in fór fram á ís- landi fylgdist Bryant Johnson, framkvæmda- stjóri ÓL í hand- bolta, með af áhuga. Stað- reyndin er sú að það er buUandi skortur á ensku- mælandi blaða- mönnum í heim- inum sem geta skrifað um handbolta. Hann spurði mig hvort ég væri til í að koma til Atlanta til að kíkja á fram- kvæmdamálin þar. Það þurfti náttúrlega ekki að spyrja mig tvisvar að því. Ég fór 5. ágúst utan til við- ræðna og kom heim 15. ágúst. Eftir viðræðurn- ar við fram- kvæmdaaðila í Atlanta varð það úr að ég var ráðinn til þess verkefnis að verða upplýs- ingastjóri (,,In-formation manager“) handboltans á ÓL. Ég á að sjá um að safna og dreifa upplýs- ingum um alla leikina. Ég er mjög spenntur fyrir þessu verk- efni. Ég verð ekki eini maður- inn frá íslandi sem verð þarna því dómarapar- ið Rögnvald Er- lingsson og Stef- án Arnaldson munu dæma leiki á mótinu. Þeir eru taldir vera meðal bestu dómarapara heims í dag. Á ólympíuleikunum í Atlanta verða 20 handboltaþjóðir, 12 karla- landslið og 8 kvennalandslið." Heim á hverju ári „Ég ve'it eiginlega varla af hverju ég settist aö hérna á íslandi, ég er einhvern veginn orðinn vanur því Viðurkenning fyrir íslendinga „í mínum augum er það sem gerð- ist einstakt. Yfirlýsing frammá- manna í handboltanum um góða framkvæmd á HM er rosaleg viður- kenning fyrir íslendinga. Ég komst að því þegar ég var í Atlanta að menn voru ofsalega hrifnir af því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.