Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 59 ^ Afmæli Bjöm Eysteinsson Björn Eysteinsson, Hjallabraut 25, Hafnarfiröi, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Björn fæddist í Meöalheimi í Ás- um í Austur-Húnavatnssýslu og ólst þar upp fyrstu átta árin, síðan á Hofsstöðum í Skagafiröi til 1936, átti heima á Hnausum í Þingi 1936-39 og á Guðrúnastöðum í Vatnsdal 1939-41. Björn stundaði nám við unglinga- skóla hjá séra Þorsteini Gíslasyni í Steinnesi í tvo vetur, tók inntöku- próf í Samvinnuskólann í Reykjavík 1938 og lauk þaðan prófum 1940. Hann flutti til Reyðarfjarðar 1941, stundaði afgreiðslu- og skrifstofu- störf hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði 1941-16, var aðalbókari og skrifstofustjóri þar 1947-67, full- trúi kaupfélagsstjóra á Reyðarfirði 1967-76 og var deildarstjóri Reyðar- fjarðardeildar KHB og fulltrúi á að- alfundum um árabil. Björn flutti til Hafnarfjarðar 1977 og hefur átt þar heima siðan. Hann starfaði á endurskoðunarskrifstofu SÍS í Reykjavík 1977-89. Björn sat í hreppsnefnd Reyðar- fjarðarhrepps 1955-58 og 1963-74 og var endurskoöandi sveitastjórnar- reikninga 1955 og 1958-63, hafði umsjón með byggingu félagsheimil- is á Reyöarfirði og var formaður byggingarnefndar 1952-55, var bókavörður Lestrarfélags Búðar- eyrarþorps 1946-76, sat í stjórn þess 1943-76, hafði með höndum fram- kvæmdir fyrir Byggingarfélags verkamanna á Reyöarfirði frá stofn- un 1952-74 er lögum um byggingar- félögin var breytt og sat í stjórn fé- lagsins á sama tíma, var formaður Ungmennafélagsins Vals á Reyðar- firði í nokkur ár, sat í stjórn Ung- menna- og íþróttasambands Austur lands og var fulltrúi á þingum þess í nokkur skipti, var endurskoðandi útgerðarfélagsins Austfirðings hf. meðan það starfaði og hafði umsjón með ýmsum framkvæmdum á veg- um sveitarfélagsins, s.s. byggingu barnaskóla. Fjölskylda Björn kvæntist 3.3.1945 Sigrúnu Jónsdóttur, f. 7.5.1925, d. 10.4.1973, húsmóður. Hún var dóttir Jóns Árnasonar, skipstjóra á Reyðarfirði, og Gunnlaugar Sölvadóttur hús- móður. Börn Björns og Sigrúnar eru Erna Guðrún, f. 9.2.1944, gift Ellert Borg-' ari Þorvaldssyni skólastjóra og eru börn þeirra Sigrún lyfjafræðingur, í sambýli með Ágústi Leóssyni við- skiptafræðingi og eiga þau soninnn Arnar Leó, Kristín fóstra, í sambýli með Páh Scheving Ingvarssyni kaupmanni og eiga þau soninn Ell- ert Scheving, og Björn Valur; Ey- steinn, f. 26.2.1954, innkaupastjóri hjá Bóksölu stúdenta; Hanna Ragn- heiður, f. 25.2.1960, MA í barnasál- fræði en sonur hennar er Jóhann Bimir Sigurðsson. Systkini Björns: Helga, f. 2.7.1916, húsfreyja að Hrauni í Olfusi, gift Ólafi Þorlákssyni bónda og eiga þau sex börn; Brynhildur, f. 4.2.1918, húsfreyja að Hrauni í Ölfusi, gift Karli Þorlákssyni bónda og eiga þau sex börn; Hólmfríður, f. 18.4.1919, nú látin, húsfreyja á Vilmundar- stöðum í Borgarfirði og í Reykjavík en sambýlismaður hennar var Sig- urður Geirsson sem einnig er látinn og eignuðust þau sex börn; Svan- hildur, f. 19.11.1921, nú látin, hús- móðir í Þorlákshöfn, var gift Georg Agnarssyni bifreiðastjóra sem einn- ig er látinn og eignuðust þau átta börn; Gestur, f. 1.5.1923, lögfræðing- ur í Hveragerði, og á hann tvö börn; Björn Eysteinsson. Kári, f. 14.1.1925, rannsóknarmaður hjá Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins, var kvæntur Fjólu Brynjólfsdóttur húsmóður sem er látin og á hann eitt fósturbarn; Ás: dís, f. 13.9.1927, kennari í Reykjavík, gift Ásmundi Kristjánssyni kennara og eiga þau tvö fósturbörn. Foreldrar Björns voru Eysteinn Björnsson, f. 17.7.1895, f. 2.5.1978, bóndi í Meðalheimi og á Hofsstöð- um, og k.h., Guðrún Gestsdóttir, f. 11.12.1892, d. 30.8.1970, húsfreyja. Til hamingju með afmælið 27. ágúst 85 ára Jónína Sæmundsdóttir, Skólastíg 5, Akureyri. Július Danielsson, Hrafnistu v/Skjólvang, Hafnar- firði. Kristján Hreinsson, Eyrargötu 26, Eyrarbakka. 80 ára Kristín Örnólfsdóttir, Efstalandil6, Reykjavík. 75ára Jóhann Jóhannsson, Byrgi, Akureyri. 70 ára Jón Einar Hjaltested, Furugerði 11, Reykjavík. Hanneraðheiman. 60ára JökullKrist- insson(áaf- mæli 28.8), Ægisgötu 26. Akureyri. Hanntekurá móti gestum á heinúli sínu sunnudaginn 27. ágúst fra kl. 15-18. Sigmar Jóhannesson, Sléttahrauni 27, Hafnarfiröi. Auður Hermannsdóttir, Lágafelli, A-Landeyjahreppi. Óli Þ. Guðbjartsson, Sólvöllum 7, Selfossi. Ólöf Erla Kristinsdóttir, Víðimel 35, Reykjavik. 50 ára Steingrímur Steingrimsson, Hátröð 6, Kópavogi. Ásrún Zophoníasdóttir, Álftamýri 34, Reykjavík. Ingibjörg Árnadóttir, Árvöllum 16, ísafirði. Hallgrímur Guðmundsson húsasmíða- meistari, Birkibergi34, Hafnarfirði. Eiginkona hanserRe- bekka Gunn- arsdóttírlistakona. Þau taka á móti gestum á heimili sínu á aímælisdaginn eftir kl. 16. Björn Eiríks- sonrafvirki, Vogagerðil9, Vogum. Kona hans er KolbrúnÞórar- ínsdóttirsund- laugarvörður. Þau taka á móti gestum laugardaginn 26. ágúst í Glaðheimumi Vogumeftirkl. 19. Geir Ólafsson, Hólagötu 35, Njarðvík. Snjólaug Þóroddsdóttir, Geithömrum, Svínavatnshreppi. Viðar Þormóðsson, Hlégerði 23, Kópavogi. Kolbrún Úlfarsdóttir, Njaröarholti 6, Mosfellsbæ. BjarniSigurjónsson, Njálsgötu 50, Reykjavík. 40ára Bjarni Ástvaldsson, Vallargötu 15, Sandgerði. Hlynur Ómar Svavarsson, Fálkagötu 17, Reykjavík. Birgir Árdal Gislason, Lóurima 1, Selfossi. Halldór Ólafsson, Hábergi 7, Reykjavík. Elisabet Kristín Einarsdóttir, Brúnalandi 3, Bolungarvík. Jón Guðni Guðmundsson, Hjallastræti 16, Bolungarvík. Grimur Andrésson, Álakvísl 14, Reykjavík. Björk Tryggvadóttir, Hofslundi 15, Garðabæ. Sigríður Lovisa Sigurðardóttir, Svarthömrum 30, Reykjavik. Trausti Axels Haraldsson, Rimasíðu 25d, Akureyri. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐfl /í\ VflLDfl ÞÉR SKflÐfl! Amdís Bjömsdóttir Arndís Björnsdóttir framhalds- skólakennari, Ásvallagötu 52, Reykjavík, er fimmtug í dag. Starfsferill Arndís fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavoginum. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborg í Hafnar- firði, stundaði nám viö íþróttahá- skólann í Ollerup 1963-64 og tók próf frá íþróttakennaraskóla ís- lands 1965. Þá lærði hún spænsku við háskólann í Malaga 1984, lauk B.Ed.-prófi frá KHÍ og stundaði nám í viðskiptafræði við HÍ. Arndís var íþróttakennari við grunnskóla Kópavogs 1965-85 og hefur síðan verið kennari við Voga- skóla í Reykjavík frá 1989. Arndís var margfaldur íslands- meistari og íslandsmethafi í spjót- kasti kvenna. Þá lék hún með ís- lenska landsliðinu á árunum 1968-70. Hún hlaut garpsmerki ÍSÍ 1974. Fjölskylda Eiginmaður Arndísar var Pétur Einarsson, f. 4.11.1947. Þau skildu. Hann er sonur Einars Péturssonar og Sigríðar Karlsdóttur. Börn Arndísar eru Sigrún Yrsa, f. 5.1.1969, flugumferðarstjóri, en maður hennar er Grétar Símonar- son og synir þeirra Pétur Geir og Brynjar; Sigríður Hrund, f. 12.1. 1974, nemi í Frakklandi; Einar Pét- ursson, f. 19.4.1978, nemi í Reykja- vík; Arndís Pétursdóttir, f. 2.1.1982, nemi í Reykjavík. Systkini Arndísar: Hildur Guðný, f. 26.4.1944, kennari, gift Þórarni Tyrfingssyni og eiga þau fjögur börn; Birna, f. 8.1.1947, húsmóðir og á hún tvö börn; Gunnvör Braga, f. 1.2.1951, atvinnurekandi, gift Gesti Þorsteinssyni og eiga þau fjög- ur börn; Einar Valgarð, f. 16.4.1952, bóndi, kvæntur Hafdísi Þórðardótt- ur og eiga þau sex börn; Guðbjörg Halla, f. 8.8.1953, húsmóðir, gift Marteini Jónssyni og eiga þau tvö börn; Hjalti Þór, f. 6.3.1956, staðar- haldari á Staðarfelli, kvæntur Mar- íu Mörtu og eiga þau fjögur börn; Halldóra Kristín, lést níu mánaöa; Sigurður Benedikt, f. 28.10.1959, verkamaður. Foreldrar Arndísar voru Björn Ó. Einarsson, f. 10.5.1924, d. 8.1.1993, Arndís Björnsdóttir. rafmagnstæknifræðingur og Gunn- vör Braga Sigurðardóttir, f. 13.7. 1927, d. 1.7.1992, dagskrárstjóri hjá RÚV. Ætt Björn var sonur Einars, útvegsb. og símstöðvarstjóra á Ekru í Stöðv- arfirði, Benediktssonar og Guð- bjargar Erlendsdóttur. Gunnvör var dóttir Sigurðar Ein- arssonar, skálds og prests í Holti undir Eyjafjöllum, og Guðnýjar Jónsdóttur hjúkrunarkonu. Arndís tekur á móti gestum á af- mælisdaginn. T Brynjólfur Þorsteinsson Brynjólfur Þorsteinsson, fyrrv. bóndi í Hreiðurborg, til heimilis að Háengi 9, Selfossi, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Brynjólfur fæddist í Stykkishólmi og ólst þar upp og í Reykhólasveit. Hann stundaði nám viö barnaskóla og var nokkra mánuði í unglinga- skóla hjá séra Árelíusi Níelssyni á StaðáReykjanesi. Brynjólfur stundaði ýmis störf i Reykhólasveit, vann hjá setuliðinu í Reykjavík og starfaði í eitt sumar á Reykjum í Mosfellssveit hjá Bjarna Ásgeirssyni. Brynjólfur flutti með foreldrum sínum að Hreiðurborg i Sandvíkur- hreppi 1944, starfaði þar hjá foreldr- um sínum en tók við búinu 1955 og var þar bóndi til 1994. Brynjólfur sat í hreppsnefnd Sandvíkurhrepps í tuttugu og fjögur ár. Þá var hann fóðurskoðunarmað- ur og sá um hundahreinsun hrepps- ins. Fjölskylda Kona Brynjólfs er Anna Guðrún Guðmundsdóttir frá ísólfsskála, f. 16.7.1932, húsmóðir oghestakona. Hún er dóttir Guðmundar Jóhanns- sonar, sem er látinn, og Ámfríðar Vilhjálmsdóttur sem býr með seinni manni sínum í Reykjavik. Börn Brynjólfs og Önnu Guðrúnar eru Herdís Kristín, f. 14.9.1954, yfir- kennari við Laugabakkaskóla í Miö- Brynjólfur Þorsteinsson. firði, gift Pétri Ágústi Hermanns- syni og eiga þau tvö börn; Arnar, f. 17.1.1956, sendibílstjóri í Reykjavík, kvæntur Hildi Björnsdóttur og eiga þau þrjú börn; Þorsteinn Júlíus Jó- hann, f. 11.9.1959, b. á Hreiöurborg í Sandvíkurhreppi, býr með Sigur- laugu Katrínu Unnsteinsdóttur og eiga þau þrjá syni; Magga Sigur- björg, f. 1.1.10.1964, b. á Túnsbergi í Hrunamannahreppi, gift Gunnari Kristni Eiríkssyni og eiga þau þrjá syni; Guðmundur Helgi, f. 3.8.1967, járnsmiður á Selfossi, kvæntur Bergljótu Sævarsdóttur og eiga þau saman eina dóttur, auk þess sem hann á dóttur frá því áður; Hulda, f. 3.8.1967, gjaldkeri á Selfossi, en hún býr með Þórði Stefánssyni. Systir Brynjólfs er Karólína Þor- steinsdóttir, f. 27.1.1927, kaupmaður á Seyðisfirði, gift Garðari Eymunds- syni og eiga þau íjögur börn. Hálfsystir Brynjólfs er Ragnheið- ur Þorsteinsdóttir, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Brynjólfs voru Þor- steinn Brynjólfsson, f. 8.6.1887, d. 14.4.1961, bóndi í Hreiðurborg, og Júlíana Jóhanna Sturlaugsdóttir, f. 3.9.1890, d. 30.10.1979, húsfreyja. Brynjólfur er að heiman á afmæl- isdaginn. Bjóðum afmælisbörnum á öllum aldri ókeypis fordrykk og veislukvöldverð allan ársins hring. Islttóm ÖDK Hveragerði I^S. 483 4700, fax 483 4775j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.