Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 23 dv___________________Bridge Bikarkeppni Bridgesambands íslands: Átta liða úrslit Fyrsti leikur í átta liöa úrslitum bikarkeppni Bridgesambands ís- lands var spilaöur fyrir stuttu og þar áttust viö sveitir Hjólbaröahallarinn- ar og Roche. Viöureignin var nokkuö jöfn en þegar upp var staðið höfðu þeir fyrr- nefndu skorað 3 impum meira, 77-74, og Hjólbarðahöllinn tryggt sér sæti í undanúrslitakeppnina. Aörar viðureignir í átta liða úrslit- um eru þessar: Sveit Estherar Jakobsdóttur, Rvk, gegn sveit Samvinnuferða-Landsýn- ar Umsjón Stefán Guðjohnsen Sveit Potomac, ísafirði, gegn sveit Verðbréfamarkaðar íslandsbanka Sveit Siguröar Viihjálmssonar, Súðavík, gegn sveit Landsbréfa, Rvk Þegar liggur fyrir að sveitir Sigurð- ar og Landsbréfa munu spila sunnu- daginn 3. september kl. 11 í húsnæði Bridgesambandsins við Þönglabakka 1 en öllum leikjunum á að vera lokið fyrir 4. september. Undanúrlit og úrslit verða síðan helgina þar á eftir, einnig að Þönglabakka 1. En við skulum skoða eitt skemmti- legt spil frá leik Roche og Hjólbarða- hallarinnar. Spil 30, A/Allir ♦ 87 V G9643 ♦ D86 + K76 ♦ ÁK10 V ÁK10875 ♦ G + D85 ♦ D9643 V 2 ♦ K9543 + G10 Norður Austur Suður Vestur pass pass llauf pass 21auf pass 2 hjörtu pass 3 tíglar pass 41auf pass 4 tíglar pass 4 hjörtu pass 61auf Allir pass í opna salnum sátu n-s Jónas P. Erlingsson og Einar Jónsson en a-v Gylfi Baldursson og Sigurður B. Þor- steinsson. Gylfi og Sigurður spila Precision sagnkerfið og sagnirnar útskýra sig sjálfar. Auðvitað er slemman í harðara lagi en ég hefi séð margar verri vinnast. Jónas spilaði út spaðaáttu, gosa, drottningu og ás. Ef hjartað liggur illa þarf sagnhafi að trompa einn tíg- ul til þess að fá tólf slagi. Hann má hins vegar aöeins gefa einn slag á tromplitinn og því held ég að Gylfi hafi valið rétta leið, þegar hann fór heim á hjartadrottningu, til þess að spila litlu laufi að drottningunni. Einar lét gosann, drottningin úr blindum og Jónas drap með kóngi. Það var ekki auðvelt fyrir hann að spila hjartanu, sem var banabiti Gylfa, og hann spilaði trompi. Nú var lítið annað að gera en drepa á laufás og vona að tían kæmi því enn þurfti aö trompa einn tígul til þess að fá tólfta slaginn. Þegar tían kom var spilið unnið og 12 impar græddir því á hinu borðinu voru sþiluð íjögur hjörtu i vestur og unnin fimm. Þar sátu n-s Helgi Sigurðsson og ísak Sigurðsson en a-v Hjalti Elías- son og Páll Hjaltason. Sagnir gengu þannig : Norður Austur Suður Vestur pass 2tíglar* dobl 31auf dobl 3 tíglar- 4hjörtu pass pass pass * Einhverjir tveir fimmlitir Þaö er ljóst aö þrír tíglar doblaöir heföu gefið betri tölu en fiögur hjörtu enda var opnun suðurs í djarfara lagi. Páll gerði hins vegar vel þegar hann fékk yfirslagi í fiórum hjörtum. Fjölskylduferð meö ss. Árnesi sunnudag kl. 15.00 fró Ægisgarði. Allar veitingar um borb. 3 tíma fero kr. 1.500 Bókanir í síma 893 6030. PHIUPS pekkist ekki betri! PHILIPS kynnir margar nýjar gerðir af ryksugum, hlaðnar nýungum sem auðvelda þér heimilisstörfin enn frekar. Við hjá HEIMIUSTÆKJUM vitum að ryksuga frá PHILIPS veitir þér ánægju og stenst allar kröfur þínar fullkomlega. Þess vegna veitum við þér árs ábyrgð og 30 daga skilafrest sem við köllum ánægjuábyrgð. Þannig er tryggt að þú færð það sem þú sækist eftir. Sterka og kraftmikla ryk- sugu í hæsta gæðaflokki, á góðu verði! senvtterf Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt. Ökuskólj íslands MEIRAPROF Ökuskóli íslands AUKIN ÖKURÉTTINDI - AUKIN ATVINNUTÆKIFÆRI LEIQUBIFREIÐ - VÖRUBIFREIÐ - HÓPFERÐABIFREIÐ (RÚTA). Fyrsta námskeið vetrarins hefst föstudaginn 1. sept. kl. 18.00 að Dugguvogi 2. Einnig höldum við námskeið annars staðar á landinu þar sem næg þátttaka fæst. Innritun stendur yfir á skrifstofu skólans. Nánari upplýsingar í síma 568 3841. Mörg verkalýðsfélög taka þátt í námskeiðskostnaði. Góð greiðslukjör. Ökuskóli Tslands hf. - Dussuvoeur 2 -104 Revkiavík - Sími: 568-3841
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.