Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 15 Á árinu 1993 fóru tæplega 970 þúsund tonn af eplum á evrópska ruslahauga. Um 720 þúsund tonn af ferskjum. Rúmlega 500 þúsund tonn af appelsinum. Tæp 127 þúsund tonn af blómkáli. Um 165 þúsund tonn af nektarínum. Meira en 80 þúsund tonn af sítrónum. Um 55 þúsund tonn af perum. Og tæp 33 þúsund tonn af tómötum. Siðlaus sóun 9SKEL - - - - Landbúnaöarstefna Evrópusam- bandsins hefur lengi veriö talin táknræn fyrir nánast sovéskt skrif- ræöiskeríl, gífurlega sóun verð- mæta og fjársvik í stórum stil. Fyrir þremur árum var, aö lokn- um miklum og heitum deilum, lagt til atlögu við brot af augljósustu göllum þessa kerfis. Undanfarið hafa birst nokkrar skýrslur og greinargerðir þar sem annars veg- ar er varpað ljósi á hvemig til hef- ur tekist og hins vegar dregin upp mynd af þeim mikla vanda sem blasir enn við. Frankenstein- skrímsli Landbúnaðarstefna Evrópusam- bandsins er dæmigerð fyrir Frank- enstein-skrímsli sem efnt er til í upphafi í góöum tilgangi. Hún á rætur að rekja til sjötta áratugar- ins. Faöir hennar var Hollending- urinn Sicco Mansholt. Markmiðið var að tryggja að alltaf væru næg matvæli til staðar innan banda- lagsins. En styrkjakerfið belgdist út og leiddi fljótlega til gífurlegrar of- framleiðslu sem skattborgarar og neytendur aðildarríkjanna stóðu straum af. Bændur voru og eru sterkt póli- tískt afl í mörgum þessara landa og því lögðu stjórnmálamenn ekki til atlögu við skrímslið fyrr en seint og um síðir. Landbúnaðarstefnan varð að heilagri pólitískri kú - eins og víðar. Þær aðgerðir sem gripið var til árið 1992 höfðu að markmiði að draga úr gífurlegri umframfram- leiðslu á nokkrum tegundum mat- væla. Draga átti úr kornrækt, mjólkur- og kjötframleiðslu með skipulögðum hætti á þremur árum. Talsmenn Evrópusambandsins segja nú að þessi markmið hafi öll náðst eins og að var stefnt. Þeir nefna sem dæmi að kornbirgðir Evrópusambandsins hafi minnkað úr 30 milljónum tonna árið 1993 í aðeins sex milljónir tonna á þessu ári. Smjörfjallið hefur minnkað úr einni milljón tonna fyrir tæpum áratug í um 25 þúsund tonn og nautakjötsfiallið úr 1,1 milljón tonna í um 40 þúsund tonn. En það hefur kostað evrópska skattborgara verulega fiármuni - og mun gera svo um fyrirsjáanlega framtíð. Borgaó fyrir að nýta ekki ræktað land Meginaðferðin við að draga úi framleiðslunni hefur falist í því að borga bændum fyrir að hætta að nota ræktað land. Núna streyma fiármunir úr sjóð- unum í Brussel vegna 7,2 milljóna hektara af ræktuðu landi sem stendur ónotað. Mestur hluti þessa mikla landflæmis, eða um 5,9 millj- ónir hektara, hefur bæst við að frumkvæði Evrópusambandsin: síðustu þrjú árin. En þótt ráðamenn í Brussel séu harla ánægðir með sjálfa sig eru útgjöld til landbúnaðarmála enn um helmingur allra fiárlaga Evr- ópusambandsins - og hafa hækkaö um 43% frá árinu 1979. Sú fiárhæð er reyndar svo stór- kostleg að erfitt er að gera sér grein fyrir hvað hún þýðir. Á hverju ári streyma þannig nokkuð á fiórða þúsund milljarðar íslenskra króna í það svarthol sem landbúnaðarhít Evrópusambandsins er. Miðaö við fiárlög ársins 1995 jafnast þessi árs- eyðsla á við útgjöld íslenska ríkis- ins í 250 til 300 ár! Milljónum tonna af matvælum eytt í heimi þar sem fólk deyr unn- Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri vörpum úr hungri og vannæringu hlýtur það aö teljast sví\drðilegt að henda mat í stórum stíl. Þetta gerir Evrópusambandið samt sem áður gegndarlaust, allt í þágu landbúnaðarstefnunnar. í svari ráðherra við fyrirspurn frá þingmanni á breska þinginu á dögunum kom fram að á vegum Evrópusambandins er um þremur milljónum tonna af ferskum ávöxt- um og grænmeti eytt á hverju ári. Þremur milljónum tonna! Og þessi svívirðilega sóun á mat- vælum í hungruðum heimi eykst stöðugt. Tölurnar sem ráðherrann hafði voru fyrir árið 1993. Þær sýndu að það ár hafði fiórum sinn- um meira af matvælum verið hent innan landamæra Evrópusam- bandsins en árið á undan. Á þessu eina ári höfðu tæplega 970 þúsund tonn af eplum farið á evrópska ruslahauga. Um 720 þús- und tonn af ferskjum. Rúmlega 500 þúsund tonn af appelsínum. Tæp 127 þúsund tonn af blómkáli. Um 165 þúsund tonn af nektarínum, meira en 80 þúsund tonn af sítrón- um, um 55 þúsund tonn af perum og tæp 33 þúsund tonn af tómötum, svo nokkur helstu dæmi séu nefnd um einstakar vörutegundir. Þessum matvælum er fórnað á altari landbúnaðarstefnu Evrópu- sambandsins - hent til aö halda verðlaginu uppi og framboðinu nokkurn veginn í samræmi við eft- irspurnina. Þetta siðlausa athæfi kostaði skattborgarana um 45 milljarða íslenskra króna árið 1993. Fá stórfé fyrir lélega vöru Brjálæði landbúnaðarstefnunnar innan Evrópusambandsins tekur á sig hinar óhklegustu myndir. Tvö lýsandi dæmi um slíkt hafa birst í evrópskum fiölmiðlum að undanfórnu. Annað varðar opinberan stuðn- ing við tóbaksframleiðendur. Þeir fá árlega úr sjóðunum i Brussel jafngildi tæplega 130 miOjarða ís- lenskra króna (ríflega öll fiárlög íslenska ríkisins í ár) til að búa til vindlinga sem eru svo lélegir að gæðum að það er bannað að selja þá í Evrópu! Þessari framleiðslu er síðan skipað úftil þróunarland- anna þar sem kröfur um gæði eru allt aðrar. Hitt varðar einnig framleiðslu á ónothæfri vöru. Á hverju ári borga evrópskir skattborgarar ríflega 90 milljarða króna til framleiöslu víns sem er svo lélegt að það endar afit sem vínandi til iðnaðarnota. Þá eru ónefndir þeir gífurlegu fiármunir sem fara út úr landbún- aðarsjóðum Evrópusambandsins til glæpamanna af ýmsu tagi. Svindlið er svo umfangsmikið að þaö er nánast atvinnuvegur út af fyrir sig. Tekistáumfram- tíð stefnunnar Ljóst er að næstu misseri og ár verða afar hörö átök innan Evrópu- sambandsins um breytingar á landbúnaðarstefnunni. Litið er á tvær nýjar skýrslur sem birtust í Bretlandi á dögunum sem skotfæri í þeim mikla slag sem fram undan er. Báðar telja upp- stokkun landbúnaðarstefnunnar knýjandi nauðsyn. Önnur skýrslan er unnin af nefnd sem skipuð var af breska landbún- aðarráðherranum. Nafn úttektar- innar - European Agriculture - The Case For Radical Reform - gefur tóninn. Þar er harðlega veist að mörgum helstu ágöllum núver- andi kerfis og gerðar tillögur um róttækar breytingar. Hin skýrslan er frá breskri ríkis- stofnun og þar er einkum fiallað um landbúnaðarstefnuna með til- liti til samkeppnisstöðu evrópsks landbúnaðar á heimsmarkaöi. Nið- urstaðan er sú að án grundvaOar- breytinga á stefnu Evrópusam- bandsins muni evrópskir bændur fara mjög halloka á næstu árum. En verjendur núverandi kerfis eru býsna sterkir. Þeir eru að sjálf- sögðu ráðandi í öllum Suður-Evr- ópuríkjunum, sem græða hvað mest á styrkjakerfinu, en einnig valdamOílir í stórveldum sam- bandsins, svo sem Frakklandi og Þýskalandi. Flestir veðja því á að rugOð í evr- ópskum landbúnaöi muni halda áfram lengi enn - á kostnað skatt- borgara og neytenda. Elías Snæland Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.