Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 Fréttir_________________________________________________________ Tilmæli yfirlögregluþjóns á Vellinum til undirmanna: Heilsi yf irmönnum að hermannasið óeinkennisklæddur yfirmaður svari með því að kinka kolli „Það er vilji sýslumanns að þessir hlutir séu í lagi og það er yfirlögregluþjóns að sjá um að vilja hans sé framfylgt. Að auki er það allt of oft sem maður sér lögreglumenn I fjölmiðlum húfulausa og með fráflakandi jakka,“ segir Óskar Þórmundsson yfirlögregluþjónn. Yfirlögregluþjónn ríkislögreglunn- ar á Keflavíkurflugvelli hefur séö ástæöu til að benda lögreglumönnum á Vellinum á aö sérstakar reglur gildi um kveðjur lögreglumanna á Keíla- víkurílugvelli. Segir í reglunum að „þar sem aðstæður og efni eru til skal einkennisklæddur lögreglumað- ur jafnan gefa kveðju (honneur)" eða heilsa að hermannasið, eins og það er kallað. „Ekki er unnt að gefa tæm- andi reglur um öll tilvik," segir í regl- unum „og því verða menn að nota heilbrigða skynsemi þannig að gerðir hans veki virðingu almennings jafnt sem yfirmanna. Óeinkennisklæddur lögreglumaður skal aldrei gefa kveðju." Óskar Þórmundsson yfirlögreglu- þjónn segir að lögreglumönnum beri aö sýna yfirmönnum sínum tilhlýði- lega virðingu. Einnig séu reglur sem þessar nauðsynlegar svo að banda- rískir hermenn, sem eru á verði í hliðum með íslenskum lögreglu- mönnum, verði varir við aga í ís- lensku lögreglunni og viti hverju sinni hvenær yfirmenn eru á ferð. „Það er vilji sýslumanns aö þessir hlutir séu í lagi og það er yflrlög- regluþjóns að sjá um að vilja hans sé framfylgt. Að auki er það allt of oft sem maður sér lögreglumenn í fjölmiðlum húfulausa og með frá- flakandi jakka," segir Óskar. Jafnframt segir í tilkynningunni að „þegar yfirmenn embættisins (sýslumaður, staðgengill sýslu- manns og yfirlögregluþjónar) eru á ferð um lögsagnarumdæmið ber öll- um einkennisklæddum lögreglu- mönnum að gefa þeim kveðju. Það á jafnt við hvort þeir eru við störf eða ekki enda er það ekki á valdi lög- reglumanns að meta slíkt." Loks segir að „þegar menn standa vörð í hliðum, skuli þeir ef það rask- ar ekki öryggi varðstöðunnar, standa upp og gefa áður nefndum yfirmönn- um kveðju. Óeinkennisklæddur yfir- maður svarar með því að kinka kolli.“ Við undirskrift yfirlögreglu- þjóns stendur aö þetta gildi þar til nánari reglur verði settar. Elías Jón Jónsson, aöalvarðstjóri og formaður félags lögreglumanna á Keflavíkurflugvelh, sagðist hafa ver- ið í sumarleyfi seinasta mánuðinn. Hann kannaöist þó ekki við að lög- reglumenn hefðu verið áminntir fyr- ir að heilsa ekki yfirmönnum sínum samkvæmt reglum. „Ég tel ástæðuna fyrir útgáfu tilkynningarinnar þá að það hefur verið i umræðunni hvenær eigi að gefa honneur eður ei. Senni- lega hefur verið einhver óánægja meðal æöstu yfirmanna með hegðun sumra undirmanna og tilkynningin hafi verið gefin út til að taka af öll tvímæli." -pp KærantilEFTA: Engin gögn komin frá íslandi -segir Bjöm Tore Godal Gísli Kxistjánsson, DV, Ósló: „Ég veit ekki til þess aö nokkur gögn hafi borist frá íslandi vegna togarans Más. Ég veit því ekki hvort ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af málarekstri þar, jafn- vel þótt kæra vegna togarans Hrafns Sveinbjamarsonar bætist við,“ segir Bjöm Tore Godal, ut- anríkisráðherra Noregs, í samtali við DV í gær vegna kæm íslend- inga á hendur Norömönnum fyr- ir brot á EES-samningnum. NIÐURSTAÐA Norðmenn gáfust upp eftir 24 tíma þref: Sátt ranilli okkar sem sjómanna - segir John Espen Lien, ofursti 1 strandgæslunni Gísli Kristjánsson, DV, Ósló: „Jú, ef til vill var þetta fljótfærni í upphafi en við höfum okkar reglur að fara eftir og gerðum það,“ segir John Espen Lien, ofursti í norður- deild norsku strandgæslunnar um þá ákvörðun sína að synja beiðni skipstjórans á Hrafni Sveinbjarnar- syni um aö leita hafnar í Noregi. í gær var ákveðið að kúvenda í málinu og leyfa togaranum að koma til hafnar í Noregi. Lien ofursti neit- aði í samtali við DV í gær að hann hefði verið beittur þrýstingi af hálfu yfirmanna sinna í Ósló. „Ég átti langt samtal viö Hilmar Helgason skipstjóra og eftir að hann . Á Reykjavíkurborg ab niðurgrelba dagvlstun bama hjá dagmæörum? Nel hafði lýst ástandi vélarinnar fyrir mér var það að samkomulagi milli okkar sem tveggja sjómanna aö hann sækti aö nýju um heimild til að leita hafnar án þess að formlega væri tal- að um neyðarhöfn. Mitt mat var það að neyðarástand gæti skapast á leið- inni til íslands ef togaranum væri siglt þangað" sagði Lien. Hrafni Sveinbjarnarsyni var snúið til hafnar í Hönningsvogi þegar eftir hádegi aö norskum tima í gær. Fylgdi varðskipið Stálbass togaranum. Ákveðiö var að fara frekar til Honn- ingsvogs en Hammerfest vegna hót- ana sjómanna á síðarnefnda staðn- um. Formaður sjómannafélagsins þar sagöi í samtali við DV í gær aö „öllum sem aðstoðuöu togarann yrði refsað". Aðspurður um hvort ekki hefði verið betra að kynna sér ástandið um borð í Hrafni Sveinbjarnarsyni þegar í upphafi svaraði Lien bara: „Ef til vill, ef til vifl.“ Útboö á inflúensubóluefni: Náðu með því fram 30 prósenta verðlækkun „Þetta er í fyrsta skipti sem útboð af þessu tagi er haldið og árangurinn er mjög góður. Viö náðum fram 30 prósenta verðlækkun á hverjum skammti af inflúensubóluefni með útboðinu," sagði Bjarni Þórólfsson, verkefnastjóri hjá Ríkiskaupum. Ríkiskaup efndu til þessa útboðs á inflúensubóluefni fyrir Heiisuvernd- arstöð Reykjavíkur og Landssamtök heilsugæslustöðva. Um er að ræða í útboðsgögnum loforð um kaup á 10 þúsund skömmtum en Bjarni segir að þeir verði trúlega fleiri. Það var Stefán Thorarensen hf. sem átti lægra boðið sem er um 350 krónur fyrir hvern skammt. Hitt fyr- irtækið sem tók þátt í útboðinu var Lyfjaverslun íslands. í fyrra voru greiddar um 500 krón- ur fyrir skammtinn af inflúensu- bóluefni. Bóluefnið sem boðið var inniheldur mótefnavaka sem mælt er með af Alþjóða heilbrigðisstofnun- inni gegn inflúensustofnum fyrir komandi vetur. Bjarni Þórólfsson segir að í ljósi þeirrar góðu reynslu Sem af þessu útboði fékkst megi gera ráð fyrir að farið verði þessa leið meö fleira sem heilsugæslustöðvarnar í landinu þarfnast. DV Fréttastofa Sjónvarps: Hef ráðið hingaðtil - segirBogiÁgústsson „í þau átta ár sem ég hef scarfað sem fréttastjóri hef ég fengiö að ráða því hvaða fréttamenn eru ráðnir til starfa. Það er nauðsyn- legt þegar menn standa í kapp- róðri og þurfa að stjóma fleyinu að þeir fái að ráða því hverjir sitja undir áram,“ segir Bogi Ágústs- son fréttastjóri vegna þeirrar samþykktar útvarpsráðs að mæla með öðrum í íast starf fréttamanns en hann hafði óskaö eftiraðyrðiráðinn. -rt Útvarpsstjóri: Hef engin við- brögðuppi „Ég hef engin viðbrögö uppi af þessu tilefni,“ segir Heimir Steinsson útvarpsstjóri vegna umsagnar útvarpsráðs um fastr- áðningar fréttamanna á frétta- stofu Sjónvarpsins og mótmæla Félags fréttamanna vegna af- skipta ráðsins. Heimir segist ekki hafa tekið ákvörðun um þaö hveijir veröi ráðnir í þær stöður sem i boöi era. - Munt þú fara að tillögu út- varpsráðs varðandi mapnaráðn- ingar á fréttastofu Sjónvárpsins? „Ég svara því engu að svo stöddu." _rt Stuttar fréttir Sniglarmedsýningu Bífhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, efna til viðamikillar mótorhjólasýningar á Keflavík- urvelli í dag. Sýningin verður haldin á skemmtistaðnura Top of Rock og hafa 110 hjól verið skráð til þátttöku. Offitan hættuleg Nýjar rannsóknir á samhengi milli blóðtappa og offitu benda til að hættan á myndun blóðtappa minnki um helming ef fólk léttist umtalsvert. Likamsþjálfun dreg- ur ekki úr hættunni en eykur vellíðan fólks. TapárekstriÚA Alls 92,8 milljóna króna halli varð á rekstri Ötgerðarfélags Akureyringa hf. fyrstu 6 mánuði ársins. Dótturfélag ÚA í Þýska- landi, Mecklenburger Hochsee- fischerei, skilaði hins vegar 87 milljóna króna hagnaöi. Forsvarsmenn Fiskverkunar Jóhannesar og Helga hf. á Dalvík segjast treysta Kristjáni Ólafs- syni, forseta bæjarráðs, að fullu en sjálfstæöismenn fluttu nýver- ið vantrauststillögu á hann vegna meintra vanefnda við Fiskverk- únina. Vantrauststillöguna segja þeir ómaklega. Brautskráning á Hólum í dag brautskráist 21 búfræð- mgur frá Hólaskóla. Af þeim sem brautskrást eru 4 af fiskeldis- braut og 17 af búfræöibraut, þar af 16 meö hrossarækt, reið- mennsku og tamningar sem aðal- svið. Moggasjónvarp? Árvakur, útgáfufélag Morgun- blaðsins, hefur ákveðið að leggja hiutafé í nýja sjónvarpsstöð sem verið er að koma á laggirnar. Bylgjan skýrði frá þessu. -kaa/rt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.