Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SiMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt,is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Vilja láta verkin tala Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefur ákveðið að bjóða út tryggingar 10.000 bíla á alþjóðlegum vettvangi til þess að ná iðgjöldum þeirra bíla niður um að minnsta kosti 15-20%. Þetta er djörf tilraun félagsins til að hamla gegn illa þokkaðri fáokun innlendu tryggingafélaganna. Fyrsta skref félagsins fólst í tveggja kvölda símakönn- un, sem leiddi í ljós, að rúmlega þriðji hver bíleigandi sagðist vera reiðubúinn að vera með í pakkanum. Af því að hér segja menn oft meira en þeir gera, hefur félagið áætlað, að tíundi hver bíleigandi verði í rauninni með. Nú ætlar félagið að safna yfirlýsingum 10.000 bíleig- enda um, að þeir séu tilbúnir að skipta um tryggingafé- lag, ef hagkvæmara tilboð bjóðist frá öðrum aðila. Með það í höndunum ætlar félagið síðan að bjóða allan pakk- ann í heilu lagi á alþjóðlegum tryggingamarkaði. Félagið hefur þegar tekið upp þráðinn við erlend fyrir- tæki til að kanna jarðveginn. Ráðamenn félagsins telja, að svona margir bílar séu freistandi, því að þeir geri nýju tryggingafélagi kleift að hazla sér völl hér á landi og leggja í þann kostnað, sem fylgir allri byrjun. Það er ekki auðvelt verkefni, sem Félag íslenzkra bif- reiðaeigenda hefur tekizt á hendur með þessu framtaki. Ýmis ljón eru á veginum, sem taka verður tillit til. Ef dæmið gengur upp, munu ráðamenn félagsins hafa mik- inn sóma af, en enginn verður óbarinn biskup. Erfiðasti hjallinn kemur fyrst í ljós. Hann felst í land- lægu þýlyndi íslendinga, sem láta yfir sig ganga hremm- ingar, sem mundu kalla á hörð viðbrögð borgara í ýmsum öðrum löndum, svo sem í Bandaríkjunum. íslendingar eru fúsir til mótmæla, en vilja ekki hafa fyrir þeim. Fræg dæmi eru raunar til úr sögu Félags íslenzkra bifreiðaeigenda. Þá kom í ljós, að íslenzkir bíleigendur voru fúsir til að þeyta bílhorn í eina mínútu til að mót- mæla benzínhækkun, en voru svo ófáanlegir til að taka strætisvagn í einn dag til sams konar mótmæla. Þótt þriðji hver bíleigandi segist vilja taka þátt, er ekki víst að tíundi hver bíleigandi muni í rauninni skrifa undir. Það er því við ramman reip að draga, þar sem er ístöðuleysi og úthaldsleysi og einkum þó þýlyndi og van- þroski íslendinga, þegar til kastanna kemur í alvöru. Ef félagið kemst yfir þennan hjalla, verður eftirleikur- inn ekki eins erfiður. Ljóst er, að innlendu ofbeldisfélög- in hafa að undanfórnu verið að safna digrum sjóðum í skjóh fáokunar. Áætlað er, að vextimir einir af sjóðunum nemi 10.000 krónum á ári á hvern bíleiganda í landinu. Þess vegna er líklegt, að einhver erlend tryggingafélög sjái sér hag í að bjóða 1 stóran pakka og nota magnið til að auðvelda sér að koma upp útibúi á íslandi. Sjóðir tryggingafélaganna sýna, að iðgjöld bílatrygginga eru of há hér á landi og að unnt er að bjóða lægri iðgjöld. Ef bíleigendum tekst þetta mikilvæga verkefni, er kominn grundvöhur fyrir því, að almennir borgarar átti sig á mikilvægi samtakamáttar gegn þeim aðilum, sem í skjóh þröngs og lengst af fremur lokaðs markaðar hafa rottað sig saman 1 fáokun á kostnað almennings. Hingað til hafa markaðslögmál aðeins gilt til mála- mynda á mörgum sviðum hér á landi. Á flestum mikil- vægum sviðum starfa fá og stór fyrirtæki, sem hafa með sér náið samráð um meðferð viðskiptamanna, og á sum- um sviðum er raunar einokun ríkisfyrirtækis. Fyrir utan afnám ríkisafskipta af landbúnaði er fátt, sem er betur til þess falhð að bæta lífskjör almennings en virk og öflug samtök hans gegn einokun og fáokun. Jónas Kristjánsson Kvennaráðstefna að ldnverskum hætti Á fyrri öldum lagði fólk einatt á sig mikið erfiði og ærinn kostnað til að fara pílagrímsferðir til helgra staða af trúarástæðum. Nútímafólk flykkist í staðinn á ráðstefnur vítt og breitt um heimsbyggðina af hug- sjónaástæðum. Mest aðdráttarafl hafa alþjóðaráðstefnur á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fjórða heimsráðstefna SÞ um konur á að hefjast í Peking, höfuð- borg Kína, 4. september og standa til hins 15. Eins og við önnur hlið- stæð tilefni var frá öndverðu gert ráð fyrir sérstakri ráðstefnu full- trúa óháðra félagasamtaka sam- hhða hinni opinberu sem fulltrúar ríkisstjórna sitja. Mörgum leist frá upphafi illa á að orðiö var við þrábeiðni Kína- stjórnar um að fá að standa fyrir þessari kvennaráðstefnu. Sérstak- lega þótti vandséð hvernig farið gætu saman valdboðsstjórn Kom- múnistaflokks Kína og reglur SÞ um frjálsan aðgang að og tjáningar- frelsi á samkomum sem þessari. Því nær sem dregur samkomu- degi verður ljósara að þessar efa- semdir eiga fullan rétt á sér. Kín- versk yflrvöld hafa sýnt að þau eru staðráðin í að takmarka stórlega aðgang að ráðstefnu frjálsu félaga- samtakanna og beita öllum ráðum til að hindra að þaðan berist boð- skapur sem þeim þykir óæskilegur. Meginráð Kínastjórnar til að ná þessu markmiði var að ákveða, eft- ir að undirbúningur var löngu haf- inn, að færa ráðstefnu óháðu sam- takanna frá Peking til smáborgar- innar Húærú, hálfs annars klukku- tíma ferð frá höfuðborginni. Var því borið við að íþróttaleikvangur í Peking, sem áður átti að vera vett- vangur samkomunnar, hefði reynst ótraustur. Þeim sem fylgst hafa með gangi mála ber saman um að raunveru- leg ástæða flutnings ráðstefnu óháðu samtakanna sé ótti við mikla aðsókn. Gert hafði verið ráð fyrir um 20.000 konum en þátttökutil- kynningar eru komnar yfir 36.000. Þá tölu ætla kínversk yfirvöld sér bersýnilega að lækka og telja þar að auki auðveldara að hafa tök á þeim sem koma í smástað úti á landi en í höfuðborginni. Auk þess að neita blákalt um vegabréfaáritanir fyrir fulltrúa til- tekinna hópa, svo sem samtaka Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson útlagakvenna frá Tíbet og íran, hafa kínversk yfirvöld gert miklu fleirum erfitt eða ómögulegt að sækja ráðstefnu óháðu samtak- anna með vífilengjum og undan- brögðum. Til að mynda er veiting vegabréfsáritunar gerð háð bókun gistingar en gistingarbeiðnum svo ekki svarað. Gert er ráð fyrir að með þessu móti verði um tug þús- unda kvenna meinaður aðgangur. Ráðstefna óháðu samtakanna á að hefjast 30. ágúst og ljúka 8. sept- ember. Með þeirri tímasetningu og fjarlægðinni milli Húærú og Pek- ing er að mestu girt fyrir að veru- legt samband verði milli kvenna frá óháðu samtökunum og fulltrúa í sendinefndum ríkjanna á opin- beru ráðstefnunni. Aðstöðuna í Húærú má svo marka af upplýsingum í kynning- arplaggi gestgjafa. Þar segir að í sjö húsaþyrpingum verði séð um að ekki verði fleiri en fimm svefnpláss um hverja snyrtingu, einn sími til millilandasamtala verði í hverri sjö bygginga þyrpingu og einn sími til innanlandssamtala á annarri hverri hæð. Yngri þátttakendum verður skipað á efri hæðir því að engar lyftur eru í sex hæða húsun- um. Kínversk stjórnvöld eru enn var- ari um sig gagnvart Kvennaráð- stefnunni eftir að hún varð tilefni til úttektar erlendra fréttamanna og mannréttindasamtaka á brotum á réttindum kvenna sem viðgang- ast í Kína. Sú stefna stjórnvalda að takmarka mannfjölgun hefur ýtt undir að meyfóstrum sé eytt og sömuleiðis fóstureyðingar og ófrjó- semisaðgerðir að konum nauðug- um. Enn viðgengst í sumum héruðum Kína að konum sé rænt og þær seldar mansali því mútuþægir embættismenn láta slíkt afskipta- laust. Á iðnaðarsvæðunum í Suð- ur-Kína hefur það gerst að konur hafa brunnið inni hópum saman í verksmiðjubyggingum eða svefn- skálum þar sem þeim er haldið við vinnu sína nánast eins og fóngum. Ofan á allt þetta bætist svo að fari ráðstefnuhald kvenna heims í Kína úrskeiðis að dómi valdhafa getur það orðið vopn í valdabaráttu sem fram fer bak viö tjöldin vegna þess að æðsti valdamaðurinn, Deng Hsiaóping, er á tíræðisaldri og kominn að fótum fram. Á veggtöflu i verksmiðju í borginni Gúlangjú eru skráðar tíðir starfskvenna. Verði varðmaður barneignatak- markana (konan á myndinni) vör við að blæðing dragist skipar hún konunni, sem í hlut á, að fara í þungunarpróf. Skodanir annarra Kína hótar Tævan „Með því að hefja aftur tilraunir með eldflaugar á hafinu út af Tævan ætla Kínverjar ekki aðeins að hræða Tævani. Þeir ætla einnig aö sýna Bandaríkj- unum, að þeir eigi ekki að blanda sér í þessa deilu. Andsvör Bandaríkjamanna og Tævan hafa veriö lít- il til þessa. Stefna Bandaríkjamanna hefur veriö að hvetja kínversku ríkin tvö til þessa að leysa ágrein- ingsmál sín án þess aö blanda Washington í málið.“ Úr forystugrein Herald Tribune 18. ágúst. Karlmenn verða að gefa eftir „Konur vinna lengur en karlmenn, fá lægri laun og eiga minna. Af þeim 1,3 milljörðum manna sem lifa í fátækt á jörðinni eru 70 prósent konur. Hvað skal gera? Svarið virðist augljóst: Konur verða að fá betri aðgang að vinnu og peningum. Peningar skapa möguleikana á að mennta sig og fá heilsugæslu og þeim verður aö dreifa jafnar. Karlmenn verða að gefa eftir.“ Úr forystugrein The Independent þann 20. ágúst. Engin iðrun vegna svika „Leiötogar Sameinuðu þjóðanna og NATO hafa ekki þjáðst af iðrun þegar þeir hafa brugöist íbúum Bosníu eða „öruggra“ svæða eins og Srebrenica og Zepa. Loforð um öryggi hafa verið svikin og þúsund- ir manna hafa týnt lífi sem fórnarlömb serbískra böðla og vegna aðgerðaleysis umheimsins. Og nú er verndarsvæðið Gorazde að falla. Það er aumkunar- verö og slök frammistaða. Ábyrgðin á þeim glæpum sem þar eru fyrirsjáanlegir mun bæði hvíla á glæpa- mönnunum sem fremja þá og umheiminum sem ekkert aðhefst.“ Úr forustugrein Politiken 21. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.