Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 43 DV Skák Opnu mótin í Bandaríkjumim: Dagskrá lata mannsins og fleiri nýjungar Fjölmargir sterkir skákmeistarar frá fyrrverandi Sovétlýðveldum hafa sest að í Bandaríkjunum og sumum gengur býsna vel að aðlagast nýjum aðstæðum. Margt er þeim þó fram- andi og ekki síst tilhögun skákmóta sem eru með talsvert öðru sniði fyrir vestan haf en tíðkaðist í þeirra ung- dæmi. Lokuð skákmót, þar sem allir tefla við aUa, eru fátíð í Bandaríkjunum. Mótin vestrá byggjast á þvi að allir eigi kost á því að vera með og allir geti unnið til verðlauna, burtséð frá titlum og öðrum vegtyllum. Þau eru í raun og veru eins og stórt happ- drætti. Keppendur verða að greiða nokkuð þung þátttökugjöld en í stað- inn eygja þeir vonina um að detta í lukkupottinn. Mótin byggjast á þátt- tökugjöldum skákmannanna. World Open skákmótið árlega í Fíladelfíu er trúlega þekktast opnu mótanna í Bandaríkjunum. Þar tefla vel yfir eitt þúsund keppendur frá ijölmörgum löndum og raðað er í flokka eftir stigum. Alhr mega freista gæfunnar í opna flokknum en sá bögguh fylgir skammrifi að þátttöku- gjöld fara hækkandi eftir því sem stigum viðkomandi fækkar. Margir láta sér þó ekki segjast og telja vel þess virði að sjá á bak nokkrum döl- um gegn því að fá kannski að tefla við stórmeistara. Nokkur brögð eru að því að menn reyni að leika á kerfið, einkum þeir sem langt eru að komnir, með því ýmist að skrá sig stigalausa, eða með lægri stig en raun er á - peningaverð- laun eru veitt fyrir bestan árangur á hveiju stigabih. Oftast er það svo að upp komast svik um síðir. Stjórnandi mótanna, Bih Goichberg, hefur aug- un opin. Berist honum vitneskja um að einhver tefli „áberandi of vel“ eru menn sendir heim og fá ekki að taka þátt í fleiri mótum. Margir skákmenn tefla á þessum mótum í þeim eina tiigangi að reyna að vinna til verðlauna og afla sér lífs- viðurværis en þá vih skáklistin sjálf verða aukaatriði. Þessum mönnum eru það mikh vonbrigði ef illa gengur í upphafi en nú þurfa þeir ekki leng- ur að örvænta. Síðustu ár hefur skákmönnum gefist kostur á að byija upp á nýtt gegn viðbótargjaldi. Opnu mótin eru nefnilega orðin æði margslungin. Skákmaðurinn getur valið mUli mismunandi móta fyrstu umferðirnar: teflt rólyndislega, eina kappskák á dag; teflt tvær skákir á dag fyrstu dagana eða teflt fyrri helming mótsins á einum degi meö atskákarsniði. Síðustu umferðirnar eru mótin síðan sameinuð. Þannig getur skákmaður sem teflir í fyrstu eina skák á dag og tapar í 2. umferð skráð sig upp á nýtt og teflt þá tvær skákir á dag. Ef það gengur ekki sem skyldi getur hann bætt sér það upp á einum degi með atskákum og staðið vel að vígi þegar mótin þijú sameinast. Fleiri kostir eru í boöi. Hafi skák- maður öðrum hnöppum að hneppa í miðju móti getur hann tekið sér frí og fær þá skráð jafntefh í mótstöfl- una. Nýjasta afbrigði Goichbergs er „dagskrá lata mannsins" sem stóð til boða á US-Open skákmótinu sem fram fór í Concord i Kaliforníu fyrr í mánuðinum. Þar voru tefldar tólf umferðir en keppendur þurftu ekki nauðsynlega að mæta í sex fyrstu skákirnar. Mótstölvan sá um að reikna út líklegan árangur keppand- ans miðað við stigatölu. Lati maður- inn gat því haflð taflið í 7. umferð, með prýðilegan árangur að baki. Stórmeistarinn Alexander Yermol- inski, innflytjandi frá Sovétríkjun- um, sigraði á þessu móti. Hann mætti reyndar ekki til leiks fyrr en í þriðju umferð en var þá skráður með hálfan annan vinning úr tveimur skákum! Umsjón Jón L. Árnason Hann'fékk 9 vinninga úr 10 síðustu skákunum sem er vissulega vel af sér vikið. Skákirnar á þessum opnu mótum vilja oft verða nokkuð skrautlegar, einkum þegar styrkleikamunur milli keppenda er umtalsverður. Stundum verða óvænt úrslit, eins og í með- fylgjandi stööu frá US-Open þar sem Sanchez hafði hvítt og átti leik gegn stórmeistaranum kunna, Walter Browne: Browne lék síðast 33. - Bb5-d3 og hefur trúlega hugsað sér framhaldið 34. Hc5 Hd5 35. Hc8+ Hd8 36. Hc5 Hd5 o.s.frv. með jafntefli. En hvítur var ekki á þeim buxunum: 34. Hc5 Hd5 35. Hxa5! og Browne gafst upp. Ef 35. - Hxa5 36. Dc8+ og mát í næsta leik. Stórmeistarinn aldni, Artur Bisguier, náði að hefna fyrir félaga sinn þar sem hann hafði hvítt í þess- ari stöðu og átti leik gegn Burtman: 8 7 6 5 4 3 2 1 ABCDEFGH # 1 A it A y W A la&if A A A A S S Síðasti leikur svarts var 22. - HfB- c8 og nú vonast hann eftir því að hvitur gerist veiðibráður með 23. Rxc8?? sem svarað er með 23. - Dxa3. Eftir... 23. Dxa7+!! gafst svartur hins vegar upp. Ef 23. - Kxa7 24. Rxc8+ og næst fellur drottningin. Að lokum ein stutt og snaggaraleg: Hvitt: A. Kaugars Svart: K. Sarafuddin Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rc3 d6 3. f4 e6 4. Rf3 g6 5. Bb5+ Rd7 6. d4 Dc7 7. f5 a6 8. fxe6 fxe6 9. Rg5!? Da5? Rétt er að láta hvítan sýna fram á réttmæti fórnarinnar og þiggja bisk- upinn. 10. Df3 Eða 10. Dg4! sem virðist enn sterk- ara. 10. - Rh6 Hótunin var 11. Df7+ Kd8 12. Rxe6 mát. 11. Df6! cxd4 12. Bxd7+ Bxd713. Dxh8 dxc3 14. 0-0 0-0 0? Betra er 14. - Dc5+ 15. Khl d5 en tafhð er slæmt. 15. Hxf8 - Og svartur gafst upp. 41 -JLÁ Útblástur bítnar verst á börnunum yuyFEnoAQ _ mmSmm mSmsmm "■■'‘■•'-í'. Margar einstakar senur Einkalífs eru skemmtilegar og fyndnar enda hefur Þráinn auga fyrir hinu spaugilega f fari ís lenska meðaljónsins og bardúsi hans. A.I. Mbl. En á móti kemur að mörg atriöi eru sérstaklega fyndin og skemmtileg og í þeim falla margir gullmolar í vel heppnuð um orðaleikjum, persónur eru litrfkar og lifandi. H.K. DV Húmorinn í Einkalífi liggur einhverstaðar mitt á milli Nýs Lífs og Magnúsar, ærslafullur og svartur. A.l. Mbl. En myndin kemur á óvart, þetta eru ekki bara skrautiegar og fyndnar skopmyndir af fjölskyldum og þjóðlífi, heldur brýnar vangaveltur um raunveruleika og skáldskap. Ó.H.T. Rás 2 Þráinn velur líka góðan leikarahóp með sér í minni hlut verkin og þekktan fyrir þjóðarspaug; Sigurður Sigurjónsson er söngkennari sem tryllist (mjög rólega þó) eftir skilnað og sagar í sundur innbú fyrn/erandi konu sinnar.... A.l. Mbl. Einkalíf er kvikmynd á miklum hraöa, þar sem snöggar skiptingar á milli atriða eru einkennandi. H.K. DV. Kárl Á. Úlfsson er spaugilegur linur sólbaðsstofueigandi; Egill Olafsson er fráskilinn geðlæknir, sem í Ijós kemur í einu af betri innskotum myndarinnar, að þarf mest á geð- lækni að halda .... A.I. Mbl. Þráinn Bertelsson er meistari í því að slá skýra tóna og skapa á fáeinum augnablikum skýrar manngerðir og skerkt andrúmsloft í bíómyndum sínum. Ó.H.T. Rás 2 Kristbjörg Kjeld er glimrandi fín húsmóðir með vald yfir sunnu- dagssteikinni, Þórhallur Sigurðsson er lögreglumaður sem lendir í absúrd krinqumstæðum og svo mætti áfram telja A.I. Mbl. Þessir kostir Þráins nýtast vel í bíómyndinni Einkalffi, ekki síst í hópatriðum með fullorðna fólkinu, eins og yfir sunnu dagssteikinni eða á foleldrafundinum (, framhalds- skólanum. Ó.H.T. Rás 2 Smellurinn í ár! sKei «**?&£&*** -toSZS&s* Sýnd kl. 5,7,9 og 11 fcXnuMtUTffti art Í5t cg ðlkrýðissnti, fí*|l. bJfaritoÉtail£< ImMmik, elraitvf fojitííí •c*$ swfsl&p hiuti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.