Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 Knattspyrnuamma á Akranesi: „Þeir hafa gaman af þessu, strákamir" - segir Unnur Sveinsdóttir en í hennar hús hafa landsliðsmenn verió sóttir í tæplega tvö hundruð leiki Unnur Sveinsdóttir, knattspyrnuamman á Skaganum, ásamt frændunum og barnabörnum, Ólafi Þóröarsyni, fyrir- lióa ÍA, og Sigursteini Gíslasyni. Hér er aðeins hluti af afkomendum Unnar Sveinsdóttur, sem leikiö hefur knattspyrnuna af snilld, það eru Teitur Þórðarson, sem stendur fyrir aftan, Sigursteinn Gislason, Stefán Þórðarson, Ólafur Þórðarson og Þóröur Þórð- arson. DV-myndirSigurbjörg Þrastardóttir Sigurbjörg Þrastardóttir, DV, Akranesi: „Það er svo sem ágætt að þeir séu að pjakkast með boltann, þessi grey - þeir gera þá ekki annað á meðan,“ segir hún meðal annars, ættmóðir einnar mestu fótboltafjölskyldu Skagans. í þessum orðum, sem hljóma þó svo hversdagslega, felast margfræg sannindi um uppeldisgildi íþrótta - að iðkun þeirra haldi ung- mennum frá óreglu og óhollustu. En það er einmitt háttur Unnar Sveinsdóttur að draga úr og láta allt hljóma hversdagslega - henni þykir t.a.m. ekki tiltökumál að eiga á viss- an hátt hlutdeild í knattspyrnuland- sleikjum. Ekki miklar hún sig heldur af barnabörnum sínum sem farið hafa utan í atvinnumennsku. Og síst af öllu dettur henni í hug að stað- hæfa að Skagamenn verði íslands- meistarar í ár, þar sem mótið er ekki úti enn. Mestar áhyggjur sem „knatt- spyrnuamman“ Unnur hefur varð- andi boltabröltið er að strákarnir æíi of grimmt og keyri sig út fyrir aldur fram. Akranesbær var í eina tíð nafntog- aður fyrir þrennt sem þar þótti vera í hærra gæðaflokki en víðast annars staðar. Hin „heilaga" þrenning sam- anstóð af kartöflum, knattspyrnu og kvenfólki en í seinni tíð eru þaö víst helst kartöflurnar sem hafa dalað... Því veröur að minnsta kosti ekki á móti mælt að Skagamenn hafa um árabil verið í fremstu röð knatt- spýrnuliöa á íslandi og þaðan hafa margir fræknir kappar komið. Fjöl- margir þeirra hafa skipað landsliðs- sæti og sumir gengið til liðs við félög á erlendri grund, fjarri kartöflugörð- unum heima. Ávextir á ættartrénu Afkomehdur Unnar Sveinsdóttur, sem fyrir skemmstu fagnaði 85 ára afmæli sínu, eru margir meðal þekktari kappa Skagamanna. Unnur var gift Teiti Benediktssyni, sem lést árið 1939, og átti með honum þrjú börn. Sonur þeirra, Sveinn Teitsson, lék með hinu svonefnda gullaldarliði Skagamanna á árunum 1951-64, auk fjölda landsleikja, og sonur hans, Árni Sveinsson, fetaði í fótspor hans á 8. og 9. áratugnum. Dóttursynir Unnar, Ólafur og Teit- ur Þórðarsynir, hafa um árabil verið i eldlínu knattspyrnunnar. Teitur lék með meistaraflokki Skagamanna í nokkur ár áður en hann hélt utan í atvinnumennsku. Hann geröist síð- an þjálfari og stýrir nú liöi Lilleström í Noregi. Ólafur var í nokkur misseri atvinnumaður í Noregi en er nú fyr- irliði íslandsmeistara Skagamanna og á að baki 248 leiki með liðinu. Þess má geta að faðir Ólafs og Teits (og tengdasonur Unnar Sveinsdótt- ur) er Þórður Þórðarson sem var einn af máttarstólpum gullaldarliðs Skagamanna á 6. og 7. áratugnum. Bræðurnir Þórður og Stefán Þórð- arsynir eru langömmubörn Unnar og eiga báðir sæti í Akranesliðinu, Þórður sem markvörður og Stefán sem framhetji. Þá er ótalinn Sigursteinn Gíslason, sem er dóttursonur Unnar, en hann var valinn leikmaður 1. deildar á síð- asta keppnistímabili og er fastamað- ur í ÍA-liðinu. „Já, já, þetta eru allt ágætisdreng- ir,“ segir mamman, amman og lang- amman Unnur í Nýlendu og brosir hógvært þegar á kappana er minnst. Það má með réttu segja að hún eigi vissa hlutdeild í þeim kappleikjum sem þeir hafa háð en hún sver þó af sér aö hafa haldið að þeim knetti og takkaskóm þegar þeir voru pattar. Ekki svo mjög stirð... Til þess að grafast fyrir um upp- sprettu íþróttaáhugans liggur beint við að spyrja hvort Unnur sjálf hafi stundaö íþróttir á árum áður. „Nei, elskan mín góða, þaö gerði ég aldrei. Ekki nema leikfimi í skól- anum og svo var maður náttúrlega i slábolta í húsagörðum með leikfélög- unum. Hvað fótboltann áhrærir þá var honum ekki hampað í mínu ung- dæmi líkt og í dag. íþróttin sem slík var enda ný af náhnni og rétt að ná fótfestu hér en annars fóru flestir drengir í sveit á sumrin og stóðu þess vegna ekki í æfingum og slíku.“ Hvað sem allri þjálfun kann að líða er líkamlegt atgervi hinnar rosknu konu eftirtektarvert. Hún geysist um langa ganga og hleypur næstum upp og niður stiga, að eigin sögn fegin að þurfa hvorki á lyftum né hjólastól að halda. Hún samsinnir þó með semingi þegar fótaflmina ber á góma, segist síðan að vísu þegar á allt er litið kannski ekki vera svo mjög stirð... Aðstöðubyltingin Unnur býr á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi og hefur útsýni yfir hið umfangsmikla íþróttasvæði ÍA. Hún hefur alla tíð búiö á Skagan- um og hefur því ekki fariö varhluta af hinni gifurlegu uppbyggingu íþróttamannvirkja á staðnum. „Hérna var bara auðn í gamla daga, garðar og bakkar,“ segir hún og bendir yfir æfingasvæði félagsins sem breiðir úr sér frá dvalarheimil- inu að aðalleikvanginum. Umhverfis völlinn er áhorfendabrekka auk ný- byggðrar stúku og segist Unnur gjarnan fylgjast með mannfjöldanum sem drífur aö þegar leikir fara fram. Á æfingasvæðinu er auk þess líf frá morgni til kvölds svo það má segja að Unnur sé umkringd sparkandi snillingum á alla vegu. Uppi á hillu gefur að líta ljósmynd af gulum og glöðum frændum úr ÍA-liðinu; Sigursteinn, Ólafur, Þórð- ur og Stefán brosa þar breitt ásamt Teiti, þjálfara Lifleström. Myndin leiðir hugann að fjölskylduboðum og Unnur er spurð hvort um nokkuö annað sé rætt en fótbolta þegar ætt- ingjarnir hittast. Hún svarar því til aö boltann beri ekki mikið á góma, nóg annað sé að tala um, enda sé knattspyrnan „aukabúgrein" fremur en aðálatriði í lífi fjölskyldunnar. „En þeir hafa gaman af þessu, strákarnir, og því er alveg rétt af þeim að vera í þessu. Knattspyrnan veitir auk þess íleirum ánægju en þeim sjálfum, fólk hefur gaman af að sækja völlinn, fjölmiðlarnir eru uppteknir af úrslitum leikja og það er mikil lyftistörig fyrir bæjarlífið ef vel gengur.“ Endemis æfingarnar Þrátt fyrir að hafa átt fulltrúa á völlum víða um lönd til margra ára segist Unnur aldrei hafa verið dugleg við að fylgja þeim eftir. Þó má merkja að hún hefur gaman af að sjá mynd- ir af strákunum sínum i blöðum og sjónvarpi og er stolt af þeim þó hún hafi ekki hátt um það. Fyrir þeirra hönd er hún glöð yfir því hversu víða þeir hafa farið í tengslum við kapp- leikina en Evrópuleikir og landsleik- ir drengjanna hennar Unnar skipta hundruðum. Aðspurð segist Unnur sjaldan vera hrædd um strákana í átökunum inni á vellinum - þeir bjargi sér þar, en samt er ekki laust við að hún hafi vissar áhyggjur líkt og mæðrum og ömmum er tamt. „Það eru þessar óheyrilegu æfingar sem ég hef illan bifur á. Þeir verða lappalausir löngu fyrir tímann, strákarnir, ef þeir halda svona lát- laust áfram. Það væri ekkert ef þeir gætu hvílt sig á milli en þessir menn eru í fullri vinnu auk knattspyrn- unnar þannig að þetta er náttúrlega erfitt fyrir þá,“ segir Unnur. „En þeir eru duglegir, enda þýðir ekkert annað ef menn vilja standa sig,“ bætir hún svo einarðlega við, næst- um því eins og reyndur þjálfari. Skyldi hún hafa gert eitthvað til þess aö hvetja strákana eða rækta með þeim knattspyrnuhæfileikana? „Nei, biddu fyrir þér. Ég hef ekki alið þá á neinu sérfæði eða sent þá á þolæfingar. Þeir hafa komist þetta á eigin áhuga og engu öðru,“ svarar Unnur um hæl. Hún vill ekki meina að hæfileikarnir liggi í genunum en kannski sé það öðru fremur áhuginn sem erfist. Ungur nemur, gamall temur; hver tekur upp eftir öðrum og þeir yngri hrífast auðveldlega með í andrúmslofti þar sem lífiö snýst um... nei, aldeilis ekki um kartöfl- ur, heldur knattspyrnu. Leikirmeðm.fl. ÍA: Landsleikir Sveinn Teitsson 197 22 Árni Sveinsson 362 50 Teitur Þórðarson 187 41 Ólafur Þórðarson 250 61 SigursteinnGíslason 246 12 Þórður Þórðarson 86 - Stefán Þórðarson 45 • -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.