Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 Utlönd__________________ Hilary fer H Kfna Stuttarfréttir FlóttamennfráSaír Þúsundir rúandískra flótta- manna komu úr felum í Saír og héldu aftur til búða sinna. Pull- trúar SÞ og stjómvöld í Sair reyndu aö ná samkomulagi um flutning þeirra frá landinu. Ástralir i kynlífsf erdir Um 25 þúsund Ástralir fara ár- lega í kynlífsferðir til Filippseyja. Er það um þriöjungur þeirra Ástrala sem heimsækja eyjamar. Jeltsín birtist Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti birtist í fyrsta skipti op- inberlega frá því í síðustu viku og hélt þmmandi ræðu þar sem hann varaði við hættunni af aukinni glæpastarfsemi. Neitamorðum Fyrrum hershöfðingjar Aust- ur-Þýskalands neita ábyrgð á morðum á óbreyttum borgurum sem reyndu að flýja yfir Berlín- armúrinn. Þeir segjast einungis hafa fylgt lögum. Alsíringur framseldur Sænski dómsmálaráðherrann hefur samþykkt að framlengja gæsluvarðhald yfir Alsíringi sem grunaður er um sprengjutilræði í París í síðustu viku. Hann verð- ur líklega framseldur til Frakk- lands. Lögreglumenn í haldi Lögreglan í Sri Lanka hefur 15 lögreglumenn í haldi sem taldir em bera ábyrgð á fjölda rotnandi líka sem flutu um á vötnum og skurðum nálægt höfuðborginni. Engarkosningar NeisonMand- ela, forseti Suð- ur-Afríku, sagöi að engar kosningar yrðu í Cape Town í nóvember þar sem viðræður hans við leiö- toga þar um mörk bæjarins hefðu ekki leitt til niðurstöðu. Skæðirskógareldar Skæðir skógareldar á Long Is- land hafa neytt hundruð manna til að flýja heimili sín. Kínverjar hætta skaki Kínverjar sögðust ætla að hætta tilraunum með eldflaugar á sundinu milli Kína og Taívans. BýðurSaddamhæli Mubarak Egyptalandsforseti býður Saddam Hussein íraksfor- seta póhtískt hælí verði þaö til aðhindrablóðbaðíírak. Reuter Viðskipti með hlutabréf erustöðug Hlutabréfaviðskipti í helstu kaup- höllum heims hafa haldist nokkuð stöðug undanfarna viku. Hlutabréfa- vísitalan í Lundúnum hefur til dæm- is haldist svo til óbreytt meðan hluta- bréfavísitalan í New York, Frankfurt og Tokyo hafa lækkað litillega og vísitalan í Hong Kong hækkað að- eins. Bensín- og olíuverð hefur haldist stöðugt að undanfórnu eins og búast má við á þessum árstíma. 92ja oktana bensín hefur hækkað um tæpa þrjá dollara tunnan frá því í lok síðustu viku og 98 oktana bensín hefur hækkaö um fimm dollara. Litlar breytingar hafa orðiö á verði ásykriogkaffi. -GHS Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, ætlar að fara á kvennaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Kína 4.-14. september. Fréttir þess efnis koma aðeins einum degi eftir að bandarísk-kínverska andófsmanninum Harry Wu var vís- að úr landi í Kína eftir að hafa feng- ið 15 ára fangelsisdóm fyrir njósnir. Embættismaður Hvíta hússins sagði að forsetafrúin hefði ekki farið til Falsarar hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að fram- leiðslu forritsins Windows 95 sem sett var á markað á fimmtudag. Unnu þeir myrkranna á milli við fram- leiðsluna til að eiga nógar birgðir áður en opinber útgáfa forritsins yrði sett í verslanir. Mest magn ólöglegra útgáfa af Windows 95 er framleitt í Kína en helsta dreifingarmiðstöðin fyrir þær útgáfur er í Hong Kong. Selst ólögleg útgáfa á broti af verði þeirrar löglegu í Hong Kong eða á 4 dollara meðan löglega útgáfan kostar um 100 dollara (6.300 ísl. kr.). Þessar upplýsingar koma fram í grein í blaö- inu Financial Times í vikunni. Vitnað er í verslunarmann í Peking sem segir viðskiptavini þurfa að vera blátt áfram heimska eöa hafa afar ríka réttlætiskennd taki þeir löglegu útgáfuna fram yfir þá ólöglegu. Olöglegar útgáfur af Windows 95 fóru í sölu í Hong Kong strax í októb- er þegar fyrstu reynsluútgáfum for- ritsins var dreift. Lögfræðilegur ráð- Kína hefði Wu verið þar lengur í haldi. Hillary Clinton mun dvelja þrjá daga í Kína og einungis sækja kvennaráðstefnuna og kvennaráð- stefnuhópa sem ekki eru á vegum ríkisstjórna og haldin er utan við Bejing. Hún mun ekki eiga nein sam- skipti viö kínversk yfirvöld. Opinber yfirlýsing um ferð forseta- frúarinnar hafði ekki verið gefin út gjafi Microsoft, framleiðanda Windows 95 í Asíu, segir engan geta ráðið við falsarana. Verð þeirra sé úr öllu samhengi við þann kostnað sem felst í framleiðslu og þróun for- ritsins. Erfið barátta við falsarana í Kína er hið opinbera einn fárra aðila sem kaupa löglega útgáfu af Windows 95. Nærri öll 10 þúsund ein- tök forritsins sem seld hafa verið í Kína hafa verið seld opinberum aðil- um. í nýlegri rassíu á vegum BSA, bandarískrar stofnunar á vegum tölvuiðnaðarins sem berst gegn fóls- unum, kom í ljós að fölsun Windows 95 í Kína var mjög umfangsmikil. Þrátt fyrir aögerðir til að hindra fals- anir á höfundarverkum, þar á meðal samninga Kína og Bandaríkjanna þar um, er árangurinn takmarkaður ef litið er á sölu falsaðra eintaka. Falsarar forrita eru mjög vel skipu- lagður hópur. Strax daginn eftir fyrr- þegar blaðið fór í prentun. Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum,, sagði í gær að enginn samningur væri miklli Kína og Bandaríkjanna sem tengdi málalok Wus við heimsókn Hillary. í Kína verður Hillary Clinton með- al annars í félagsskap sendinefndar Páfagarðs sem í eru margar kon- Ut’- Reuter nefnda rassíu voru fólsuð eintök af Windows 95 komin í sölu. En það er ákveðin hætta sem felst í að kaupa falsað eintak af tölvufor- ritum, nefnilega hættan á að vírus komist í tölvu viðkomandi og valdi verulegum skemmdum. í Evrópu er gróskan í farmleiðslu ólöglegra for- rita mest í Hollandi. Þar munu um 58 prósent forrita í tölvum vera ólög- leg eða afrit. Þar hefur Microsoft lagt áherslu á hættuna af vírussmiti og komið notkun ólöglegra forrita niður í 50 prósent. í Belgíu hefur sama hlut- fall hrapað úr 68 í 46 prósent. Aðrar ástæður fyrir þessari þróun eru ódýrari forrit og strangari viðurlög við broti á höfundarréttarlögum. Talsmaður Microsoft í Belgíu segir falsarana vera sterkasta keppinaut fyrirtækisins þrátt fyrir minni notk- un ólöglegra eintaka. Og þrátt fyrir strangari viðurlög og hert eftirlit eru falsararnir alltaf skrefi á undan. Kauphallir og vöruverð erlendis 25 177 $/,u 18,53 M J J Á tunna M J J A Um 300 spænskir sjómenn settu upp vegatálma í gær og efndu til mótmæla þar sem ekki hefur tekist að ná sam- komulagi í fiskveiðideilu Evrópusambandsins og Marokkó. Töluverður hiti færðist í leikinn og varð óeirðalögregla að dreifa hópnum. Símamynd Reuter Unnið hörðum höndum að fölsun á Windows 95 Máekkikalla sig McAllan Jóski pulsusalinn Allan Peder- sen má ekki kalla sig McAllan né hafa skilti með því nafni á pulsuvagninum sínum. Það var niðurstaða héraðsdóms Silki- borgar á Jótlandi í gær. Allan var kærður af hamborgararisanum McDonald’s en þar á bæ fannst mönnum að hið nýja nafn pulsu- salans væri of líkt hinu fræga hamborgaranafni. í dómnum seg- ir að forskeyíið „Mc“ stríði gegn vörumerkjalöggjöfimii og notkun þess sé ósæmileg notkmx á þekktu vörumerki. Allan Pdersen segist ekki skiþa dómínn og ætlar að áfrýja honum til hæstaréttar. Á meðan hættir hann að nota nafnið McAlian á pulsu vagmnum. Lögreglansend tilgeðlæknis Þingmaöur á Filippseyjum hef- ur lagt fram frumvarp til laga sem skyldar alla lögreglumenn landsins, 100 þúsund manns, að fara í sálfræðilegt próf þjá geð- lækni. Skal það gert til að sía þá lögreglumenn frá sem hafa til- hneigingu til afbrota. Samkvæmt frumvai-pinu má enginn lög- reglumaður stunda störf nema að hafa tekið slíkt próf. Þingmaöurinn segir að álit al- mennings á lögreglunni sé henni alls ekki í hag. Óttist mörg fórn- arlömb glæpa að eiga samstarf við lögregluna af ótta við að ein- stakir lögreglumenn séu meðlim- ir i glæpaflokkkum. Lögreglan á Filippseyjum hefur orðið fyrir verulegum álitshnekki undanfar- iö þar sem nokkrir yfirmenn eru grunaðir um aðild að mannráns- flokkum og ijórir lögreglustjórar eru sakaðir um að hafa fyrirskip- að morð á ll meintum bankaræn- ingjum. 333 milljónir smitastaf kynsjúkdómum Mun fleiri smitast af kynsjúk- dómum en áður var haldið og svo virðist sem fleiri smit auki mjög hættuna á eyðnismiti. Sam- kvæmt nýrri körrnun Alþjóða- heilbrigöismálastofnunarinnar (WHO) munu 333 milljónir manna smitast af kynsj úkdómum á þessu ári, þar á meðal sýfilis og lekanda. Fyrri kannanir, sem gerðu ráð fyrir aö 250 milljónir manna smituðust, voru byggðar á mun rýrari gögnum. Nýju gögnin benda til þess að útbreiðsla kynsjúkdóma hafi aukist mjög í Kína og fyrrum Sovétríkjum meðan útbreiðslan hefur minnkað mjög í löndum eins og Noregi, Svíþjóð, Chile, Kostaríka, Taílandi og Zimbabwe. Er öryggi í kynflífi, ekki síst notkun smokka, þökkuð sú fækkun. Pólland: Fylgi við iög gegnreykingum Neðri deild pólska þingsins samþykkti með miklum meiri- hluta lög sem banna sölu tóbaks til fólks undir 18 ára aldri og sem takmarkar mjög auglýsingu á tóbaki. Lögin banna sígarettu- sjálfsala og heimila bæjar- og sveitarstjómum aö setja eigin reglur um sölu og notkun tóbaks. Lögin banna auglýsingar á tóbaki i sjónvarpi og útvarpi, blöðum og tímaritum fyrir unglinga, skóla og menningarstofnanir og á iþróttaviðburðum. Sérfræðingar fagna lögunum en þriðjungur Pólveria reykir reglulega. Full- trúadeild þingsins á eftir að sam- þykkja lögin og eins á Walesa for- seti eftir að samþykkja þau með undirritun sinni. Router/lUtzau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.