Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 Utlönd__________________ Hilary fer H Kfna Stuttarfréttir FlóttamennfráSaír Þúsundir rúandískra flótta- manna komu úr felum í Saír og héldu aftur til búða sinna. Pull- trúar SÞ og stjómvöld í Sair reyndu aö ná samkomulagi um flutning þeirra frá landinu. Ástralir i kynlífsf erdir Um 25 þúsund Ástralir fara ár- lega í kynlífsferðir til Filippseyja. Er það um þriöjungur þeirra Ástrala sem heimsækja eyjamar. Jeltsín birtist Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti birtist í fyrsta skipti op- inberlega frá því í síðustu viku og hélt þmmandi ræðu þar sem hann varaði við hættunni af aukinni glæpastarfsemi. Neitamorðum Fyrrum hershöfðingjar Aust- ur-Þýskalands neita ábyrgð á morðum á óbreyttum borgurum sem reyndu að flýja yfir Berlín- armúrinn. Þeir segjast einungis hafa fylgt lögum. Alsíringur framseldur Sænski dómsmálaráðherrann hefur samþykkt að framlengja gæsluvarðhald yfir Alsíringi sem grunaður er um sprengjutilræði í París í síðustu viku. Hann verð- ur líklega framseldur til Frakk- lands. Lögreglumenn í haldi Lögreglan í Sri Lanka hefur 15 lögreglumenn í haldi sem taldir em bera ábyrgð á fjölda rotnandi líka sem flutu um á vötnum og skurðum nálægt höfuðborginni. Engarkosningar NeisonMand- ela, forseti Suð- ur-Afríku, sagöi að engar kosningar yrðu í Cape Town í nóvember þar sem viðræður hans við leiö- toga þar um mörk bæjarins hefðu ekki leitt til niðurstöðu. Skæðirskógareldar Skæðir skógareldar á Long Is- land hafa neytt hundruð manna til að flýja heimili sín. Kínverjar hætta skaki Kínverjar sögðust ætla að hætta tilraunum með eldflaugar á sundinu milli Kína og Taívans. BýðurSaddamhæli Mubarak Egyptalandsforseti býður Saddam Hussein íraksfor- seta póhtískt hælí verði þaö til aðhindrablóðbaðíírak. Reuter Viðskipti með hlutabréf erustöðug Hlutabréfaviðskipti í helstu kaup- höllum heims hafa haldist nokkuð stöðug undanfarna viku. Hlutabréfa- vísitalan í Lundúnum hefur til dæm- is haldist svo til óbreytt meðan hluta- bréfavísitalan í New York, Frankfurt og Tokyo hafa lækkað litillega og vísitalan í Hong Kong hækkað að- eins. Bensín- og olíuverð hefur haldist stöðugt að undanfórnu eins og búast má við á þessum árstíma. 92ja oktana bensín hefur hækkað um tæpa þrjá dollara tunnan frá því í lok síðustu viku og 98 oktana bensín hefur hækkaö um fimm dollara. Litlar breytingar hafa orðiö á verði ásykriogkaffi. -GHS Hillary Clinton, forsetafrú Banda- ríkjanna, ætlar að fara á kvennaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Kína 4.-14. september. Fréttir þess efnis koma aðeins einum degi eftir að bandarísk-kínverska andófsmanninum Harry Wu var vís- að úr landi í Kína eftir að hafa feng- ið 15 ára fangelsisdóm fyrir njósnir. Embættismaður Hvíta hússins sagði að forsetafrúin hefði ekki farið til Falsarar hafa undanfarnar vikur unnið hörðum höndum að fram- leiðslu forritsins Windows 95 sem sett var á markað á fimmtudag. Unnu þeir myrkranna á milli við fram- leiðsluna til að eiga nógar birgðir áður en opinber útgáfa forritsins yrði sett í verslanir. Mest magn ólöglegra útgáfa af Windows 95 er framleitt í Kína en helsta dreifingarmiðstöðin fyrir þær útgáfur er í Hong Kong. Selst ólögleg útgáfa á broti af verði þeirrar löglegu í Hong Kong eða á 4 dollara meðan löglega útgáfan kostar um 100 dollara (6.300 ísl. kr.). Þessar upplýsingar koma fram í grein í blaö- inu Financial Times í vikunni. Vitnað er í verslunarmann í Peking sem segir viðskiptavini þurfa að vera blátt áfram heimska eöa hafa afar ríka réttlætiskennd taki þeir löglegu útgáfuna fram yfir þá ólöglegu. Olöglegar útgáfur af Windows 95 fóru í sölu í Hong Kong strax í októb- er þegar fyrstu reynsluútgáfum for- ritsins var dreift. Lögfræðilegur ráð- Kína hefði Wu verið þar lengur í haldi. Hillary Clinton mun dvelja þrjá daga í Kína og einungis sækja kvennaráðstefnuna og kvennaráð- stefnuhópa sem ekki eru á vegum ríkisstjórna og haldin er utan við Bejing. Hún mun ekki eiga nein sam- skipti viö kínversk yfirvöld. Opinber yfirlýsing um ferð forseta- frúarinnar hafði ekki verið gefin út gjafi Microsoft, framleiðanda Windows 95 í Asíu, segir engan geta ráðið við falsarana. Verð þeirra sé úr öllu samhengi við þann kostnað sem felst í framleiðslu og þróun for- ritsins. Erfið barátta við falsarana í Kína er hið opinbera einn fárra aðila sem kaupa löglega útgáfu af Windows 95. Nærri öll 10 þúsund ein- tök forritsins sem seld hafa verið í Kína hafa verið seld opinberum aðil- um. í nýlegri rassíu á vegum BSA, bandarískrar stofnunar á vegum tölvuiðnaðarins sem berst gegn fóls- unum, kom í ljós að fölsun Windows 95 í Kína var mjög umfangsmikil. Þrátt fyrir aögerðir til að hindra fals- anir á höfundarverkum, þar á meðal samninga Kína og Bandaríkjanna þar um, er árangurinn takmarkaður ef litið er á sölu falsaðra eintaka. Falsarar forrita eru mjög vel skipu- lagður hópur. Strax daginn eftir fyrr- þegar blaðið fór í prentun. Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum,, sagði í gær að enginn samningur væri miklli Kína og Bandaríkjanna sem tengdi málalok Wus við heimsókn Hillary. í Kína verður Hillary Clinton með- al annars í félagsskap sendinefndar Páfagarðs sem í eru margar kon- Ut’- Reuter nefnda rassíu voru fólsuð eintök af Windows 95 komin í sölu. En það er ákveðin hætta sem felst í að kaupa falsað eintak af tölvufor- ritum, nefnilega hættan á að vírus komist í tölvu viðkomandi og valdi verulegum skemmdum. í Evrópu er gróskan í farmleiðslu ólöglegra for- rita mest í Hollandi. Þar munu um 58 prósent forrita í tölvum vera ólög- leg eða afrit. Þar hefur Microsoft lagt áherslu á hættuna af vírussmiti og komið notkun ólöglegra forrita niður í 50 prósent. í Belgíu hefur sama hlut- fall hrapað úr 68 í 46 prósent. Aðrar ástæður fyrir þessari þróun eru ódýrari forrit og strangari viðurlög við broti á höfundarréttarlögum. Talsmaður Microsoft í Belgíu segir falsarana vera sterkasta keppinaut fyrirtækisins þrátt fyrir minni notk- un ólöglegra eintaka. Og þrátt fyrir strangari viðurlög og hert eftirlit eru falsararnir alltaf skrefi á undan. Kauphallir og vöruverð erlendis 25 177 $/,u 18,53 M J J Á tunna M J J A Um 300 spænskir sjómenn settu upp vegatálma í gær og efndu til mótmæla þar sem ekki hefur tekist að ná sam- komulagi í fiskveiðideilu Evrópusambandsins og Marokkó. Töluverður hiti færðist í leikinn og varð óeirðalögregla að dreifa hópnum. Símamynd Reuter Unnið hörðum höndum að fölsun á Windows 95 Máekkikalla sig McAllan Jóski pulsusalinn Allan Peder- sen má ekki kalla sig McAllan né hafa skilti með því nafni á pulsuvagninum sínum. Það var niðurstaða héraðsdóms Silki- borgar á Jótlandi í gær. Allan var kærður af hamborgararisanum McDonald’s en þar á bæ fannst mönnum að hið nýja nafn pulsu- salans væri of líkt hinu fræga hamborgaranafni. í dómnum seg- ir að forskeyíið „Mc“ stríði gegn vörumerkjalöggjöfimii og notkun þess sé ósæmileg notkmx á þekktu vörumerki. Allan Pdersen segist ekki skiþa dómínn og ætlar að áfrýja honum til hæstaréttar. Á meðan hættir hann að nota nafnið McAlian á pulsu vagmnum. Lögreglansend tilgeðlæknis Þingmaöur á Filippseyjum hef- ur lagt fram frumvarp til laga sem skyldar alla lögreglumenn landsins, 100 þúsund manns, að fara í sálfræðilegt próf þjá geð- lækni. Skal það gert til að sía þá lögreglumenn frá sem hafa til- hneigingu til afbrota. Samkvæmt frumvai-pinu má enginn lög- reglumaður stunda störf nema að hafa tekið slíkt próf. Þingmaöurinn segir að álit al- mennings á lögreglunni sé henni alls ekki í hag. Óttist mörg fórn- arlömb glæpa að eiga samstarf við lögregluna af ótta við að ein- stakir lögreglumenn séu meðlim- ir i glæpaflokkkum. Lögreglan á Filippseyjum hefur orðið fyrir verulegum álitshnekki undanfar- iö þar sem nokkrir yfirmenn eru grunaðir um aðild að mannráns- flokkum og ijórir lögreglustjórar eru sakaðir um að hafa fyrirskip- að morð á ll meintum bankaræn- ingjum. 333 milljónir smitastaf kynsjúkdómum Mun fleiri smitast af kynsjúk- dómum en áður var haldið og svo virðist sem fleiri smit auki mjög hættuna á eyðnismiti. Sam- kvæmt nýrri körrnun Alþjóða- heilbrigöismálastofnunarinnar (WHO) munu 333 milljónir manna smitast af kynsj úkdómum á þessu ári, þar á meðal sýfilis og lekanda. Fyrri kannanir, sem gerðu ráð fyrir aö 250 milljónir manna smituðust, voru byggðar á mun rýrari gögnum. Nýju gögnin benda til þess að útbreiðsla kynsjúkdóma hafi aukist mjög í Kína og fyrrum Sovétríkjum meðan útbreiðslan hefur minnkað mjög í löndum eins og Noregi, Svíþjóð, Chile, Kostaríka, Taílandi og Zimbabwe. Er öryggi í kynflífi, ekki síst notkun smokka, þökkuð sú fækkun. Pólland: Fylgi við iög gegnreykingum Neðri deild pólska þingsins samþykkti með miklum meiri- hluta lög sem banna sölu tóbaks til fólks undir 18 ára aldri og sem takmarkar mjög auglýsingu á tóbaki. Lögin banna sígarettu- sjálfsala og heimila bæjar- og sveitarstjómum aö setja eigin reglur um sölu og notkun tóbaks. Lögin banna auglýsingar á tóbaki i sjónvarpi og útvarpi, blöðum og tímaritum fyrir unglinga, skóla og menningarstofnanir og á iþróttaviðburðum. Sérfræðingar fagna lögunum en þriðjungur Pólveria reykir reglulega. Full- trúadeild þingsins á eftir að sam- þykkja lögin og eins á Walesa for- seti eftir að samþykkja þau með undirritun sinni. Router/lUtzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.