Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995 Sérstæð sakamál Dauðinn kom /; til kvöldverðar Kvöldveröarboö Joes Cleaver og konu hans, Hildu, voru þekkt. Þau sátu yfirleitt hefðarfólk og var þá ekkert til sparað, hvorki í mat né völdum vínum. Hjónin voru vei efnuð og til þeirra kom einkum annað efnafólk sem og áhrifamenn á ýmsum sviðum. Og til þess var ætlast að karlmenn mættu í smók- ing og konur í kvöldkjólum. Fordrykkir voru ætíð bornir fram klukkan sjö og þegar sest var að kvöldverðarborðinu, klukku- tíma síðar, voru á borðum valdir réttir og vín frá góðum árum. Þannig gekk þetta til að kvöldi 1. september 1986. Við borðið sátu þá Joe og Hilda Cleaver. Þau voru bæði áttatíu og tveggja ára en hún hafði þá fengið heilablóðfall og lamast að hluta svo að hún sat í hjólastól. Að auki sátu að snæðingi Margaret Murphy, sjötug hjúkrun- arkona sem annaðist Hildu, sonur Cleaver-hjóna, Thomas, og kona hans, Wendy. Thomas hafði misst annan fótinn og var með gervifót. Ólæstútihuró Wendy, sem var fjörutíu og sex ára, var lagleg kona sem setti það ekki fyrir sig að taka til hendinni gerðist þess þörf. Hún hafði tekið aö sér að matbúa þetta kvöld. Hafði hún annast matseldina í dýrum kvöldkjól en sett á sig svuntu. Hús.Cleaver-hjóna var nefnt Bur- gate House og stóð á bökkum ár- innar Avon í Hamsphire á Eng- landi. Þarna er allajafna mjög frið- samt og þvi var það siður hjónanna að læsa ekki útihurðinni fyrr en komið var að háttatíma enda hafði það ekki komið fyrir aö óboðnir gestir sýndu sig. En allt er einhvern tíma fyrst. Rétt fyrir klukkan tíu um kvöldið gerðist það sem enginn hafði átt vona á. Wendy var nýbúin aö bera fram eftirrétt, jarðarber og melónu, þegar dauðinn kom til kvöldverðar, eins og síðar var komist að orði um það voðaverk sem unnið var á heimili Cleaver-hjónanna þetta kvöld. Óhugnanleg aðkoma Daglega kom til starfa á heimil- inu þjónustufólk en það bjó í þorp- inu Fordingbridge sem er skammt frá. Þegar þaö kom til vinnu að morgni næsta dags sá þaö sér til skelfingar að útidyrnar stóðu opn- ar og reyk lagði út af efstu hæð- inni. Þegar inn var komið reyndist þar talsveröur eldur og hafði hann teygt sig niður stigann. Þrátt fyrir reykinn og eldinn tókst þjónustufólkinu að komast inn í eitt svefnherbergjanna á efri hæðinni. Þar kom það að Wendy Cleaver á rúminu. Hún hafði verið bundin á höndum og fótum og kefl- uð. Hafði henni verið nauðgað. Um háls hennar var snúra sem hún hafði verið kyrkt með. Með erfiðismunum tókst þjón- ustufólkinu að komast inn í annað svefnherbergi en þar lá Joe Cleaver bundinn á rúminu og var látinn. Kona hans, Hilda, sat í hjólastóln- um rétt hjá rúminu og var hún sömuleiðis látin. Aftan við hjóla- stólinn lá svo Margaret, hjúkrun- arkonan, og var hún einnig lífvana. í baðherbergi við hhðina á þessu svefnherbergi fannst líkið af Joe og Hilda Cleaver. George Stephenson. John Daly. Wendy Cleaver. George Daly. Thomas Cleaver. Burgate House. Thomas, syni hjónanna. Var greinilegt að hann hafði reynt að flýja þvi rúður í baðherbergis- glugganum höfðu verið brotnar. Rannsóknin hefst Þjónustufólkið, skelfingu lostið yfir þessari hroðalegu aðkomu, hóf baráttu við eldinn og tókst að hefta útbreiðslu hans. Síðan hafði það samband við næstu lögreglustöð og tilkynnti hvernig komið var. Þeim sem þar tóku viö boðunum þótti ljóst að um hroðalegan glæp væri að ræða og því voru gerðar ráðstafanir til þess að senda rann- sóknarlögreglumenn og tækni- menn á vettvang. í ljós kom að öllum skartgripum kvennanna hafði verið stolið. Á heimihnu var lítill peningaskápur en þeim sem þama höíðu verið á ferð hafði ekki tekist að opna hann. Þá hafði þeim sést yfir að líta í gervifótlegg Thomas en í honum var jafnvirði um hundrað þúsund króna í seðlum. í fyrstu var ekki að sjá að mikið væri um vísbendingar. Ljóst var þó að morðingjarnir höfðu komið inn um útidyrnar, enda hurðin ólæst. Þá höfðu þeir farið ráns- hendi um húsið en síöan lagt í það eld til þess að afmá öh spor. En af einhveijum ástæðum hafði eldur- inn ekki breiðst út heldur kraumað á efri hæðinni alla nóttina og þess vegna var húsið ekki brunnið til grunna þegar þjónustufólkið kom til starfa morguninn eftir. Vísbendingarnar Rannsóknarlögreglumennirnir, sem voru ýmsu vanir, voru skelfdir yfir aðkomunni því að augljóst var að á feröinni höfðu verið mjög grimmlyndir menn. En hvernig stóð á því aö þeir höföu gengið beint inn um útidyrnar? Gat verið að þeir hefðu þekkt til í Burgate Ho- use? Á skrifborði Joes Cleaver fannst dagbók. Þar var meðal annars minnst á George nokkurn Stephen- son sem hafði verið í þjónustu fjöl- skyldunnar en verið rekinn fyrir að stela nokkrum kössum af áfengi. Stephenson reyndist vera á saka- skrá og kom fram að hann hafði veriö í slagtogi með tveimur mönn- um, George og John Daly. Höfðu þeir framið mörg afbrot og var aö- setur þeirra í Bournemouth sem er strandborg skammt frá. Var nú lýst eftir þremenningunum. Nokkru eftir að það var gert hringdi bílastæðisvörður, Doris Ling, og sagði að hún hefði séð þijá menn taka sjónvarpstæki úr far- angursgeymslu bíls. Var brugðist skjótt við og náðust mennimir fljótlega. Ákæran Þremenningarnir reyndust vera þeir eftirlýstu. Voru þeir þegar settir í varðhald og yfirheyrslur hafnar. Neituðu þeir allir að hafa nokkuð með ránið og morðin í Burgate House að gera. Svo margt benti hins vegar til sektar þeirra að þegar rannsóknarlögreglan hafði komið niðurstöðum sínum til saksóknaraembættisins var þar tekin um það ákvörðun að ákæra þá fyrir voðaverkin. í upphafi réttarhaldanna neituðu þremenningarnir staðfastlega allri sekt. En skyndilega breytti John Daly framburði sínum og kvaðst sekur. Hann hefði nauðgað Wendy Cleaver og kyrkt hana á eftir. Saksóknarinn í málinu, David Elfer, byggði eftir þetta málflutning sinn að verulegu leyti á þessari játningu en vakti sérstaka athygli á því að vart hefði komið til greina að neinn sem hefði í huga að ræna úr húsi efnamanns gengi beint að aöaldyrunum án þess að vita að hurðin væri ólæst. Þá benti það einnig til þess að hinir seku hefðu þekkt til aðstæðna að þeir virtust hvorki hafa óttast þjófavörn né aðrar varúðarráðstafanir, hvað þá að þeir hefðu búist við átökum þar sem þeir gætu orðið að láta í minni pokann. Það sem gerðist Elfer saksóknara tókst að nýta sér játningu Johns Daly til að draga upp trúverðuga mynd af því sem gerst hefði á heimili Cleaver-hjóna. Hann sagði að Stephenson hefði vitaö að útihurðin var alltaf ólæst fram að háttatíma. Þá hefði hann vitað hvenær staðið var upp frá borðum þegar gestir voru í heim- sókn. Þremenningarnir hefðu komið að fólkinu rétt í þann mund sem það var að byrja á eftirréttin- um. Ráðist hefði verið á gömlu hjónin og hjúkrunarkonuna fyrst en síðan Thomas og Wendy. Allt hefði fólkiö síðan verið borið upp í svefnherbergin. Þar hefði Wendy verið yfirbuguð i annað sinn og nauðgað. Síðan hefði verið kveikt í. Allt hefði fólkið síðan dáið af reykeitrun og brunasárum. „Það var von ofbeldismannanna að húsið brynni til grunna,“ sagði Elfer. „En svo fór ekki. Þess vegna fannst ýmislegt sem varð til þess að hægt var að sýna fram á aö George Stephenson var með John Daly.“ Gögnin Nú kom fram hjá saksóknara að í svefnherberginu, sem Wendy fannst í, var vindlingastúfur með munnvatni á og leiddi rannsókn í ljós að það var komið frá George Stephenson. Þá fannst hráki í jurtapotti á neðri hæðinni og tókst vísindamönnum sömuleiðis að sanna að hann væri frá honum kominn. Loks fundust við smásjárrann- sókn trefjar á skó StephensonS. Voru þær úr teppi í anddyrinu. Sams konar trefjar fundust svo í bílnum sem mennirnir þrír höföu nýlega leigt og þótti því yfir allan vafa hafið að hann heföi verið not- aður við ránið og morðin og flótt- ann á eftir. Þremenningarnir, George Ste- venson, George og John Daly, voru alhr dæmdir í ævilangt fangelsi. Þegar dómarinn, Hobhouse, kvað upp dóminn sagði hann meðal ann- ars: „Þið sýnduð Cleaver-fjölskyld- unni enga miskunn. Ykkur verður ekki sýnd hún hér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.