Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.1995, Blaðsíða 34
,42
Trimm
Sannir karl-
menn borða rétt
- nokkur atriði um rétt fæðuval karlmanna
„Þú ert það sem þú étur. Enginn nær árangri í íþróttum nema þekkja grundvallaratriði i réttu fæðuvali.
Spakur maður sagði: Þú ert það
sem þú étur. Þetta eru orð að sönnu.
Nútímamaðurinn stendur frammi
fyrir flóknu úrvali margra fæðuteg-
unda og það vefst fyrir mörgum að
Þorða rétt samsetta fæðu. Sumir
segja að konur séu samviskusamari
í þessum efnum meðan karlmönnum
hætti til að grípa það sem hendi er
næst og borða á hlaupum og treysta
því að þeir fái næga orku úr fæö-
unni. Lítum á nokkur atriði sem
Umsjón
Páll Ásgeir Ásgeirsson
karlmenn skyldu hafa í huga ef þeir
stunda skokk eða hlaup reglulega
eða aðra hreyfingu.
Kynlíf
Heilbrigt líferni leiðir til betra kyn-
lífs. Þjálfaður líkami styrkir sjálfs-
mynd og eykur kynorku. Mikil þjálf-
% un óg of hröð megrun getur þó leitt
til þess að hormónabirgðir lækki og
athafnaleysi fylgi í kjölfarið. Gegn
þessu má vinna með því að borða
nóg. Ekkert er sannað um samhengi
milli einstakra fæðutegunda og kyn-
lífs en sink, sem finnst í ostrum, kjöti
og heiiu korni, er líkamanum nauð-
synlegt til sæðisframleiðslu. Nægt
C-vítamín er nauðsynlegt fyrir sund-
hraða sæðisfrumanna.
Blöðruhálskirtill
Einn af hverjum tíu karlmönnum
fær frumubreytingar í blöðruháls-
kirtli sem getur leitt til verri veik-
inda. Fituríkt fæði eykur áhættuna
_^3n rannsóknir sýna að í Japan er
krabbamein í blööruhálskirtli fátíð-
ara en á Vesturlöndum og er það tal-
ð stafa af mikilli neyslu soja- og
insubauna.
Stress
Stress leiðir af sér mörg heilsu-
,'andamál. Þeir sem vinna undir
álagi þurfa því aö gæta þess að fá
nægan svefn, borða nóg af trefjaríkri
fæðu vegna meltingarinnar og
minnka kaffidrykkju.
Vöövar
Sá sem þjálfar mjög mikið hleypur
í tvo tíma eða meira í einu, þarf að
gæta þess aö ganga ekki á vöðva-
massa líkamans. Undir slíku álagi
þarf að gæta þess að líkaminn fái
nægar hitaeiningar á hverjum degi,
sérstaklega kolvetni.
Ný orka
Sá sem hleypur eða skokkar einu
sinni á dag þarf að gæta þess að lík-
aminn fái aftur þá orku sem eytt
var. Best er að borða eitthvað smá-
vegis fljótlega eftir að æfingu lýkur
þegar vöðvarnir þurfa mest á nær-
ingu að halda. Það skal vera kol-
vetnaríkt snarl, t.d. eins samloka,
einn banani eða álíka.
Vatn er víni betra
Hóflega drukkið vín skaöar engan
og rannsóknir hafa sýnt að rauðvín
inniheldur phenol sem hindrar æöa-
kölkun. En of mikið áfengi hindrar-
eðlileg efnaskipti líkamans og eyðir
B vítamín forða hans. Alkóhól, líkt
og kaffi og te, er þvagdrífandi og eyð-
ir vatnsbirgðum líkamans sem hann
þarf svo nauösynlega á að halda.
Boröið reglulega
Sá sem borðar ekkert í fjóra tíma
eða meira byrjar að ganga á orku-
forða líkamans meira en eðlilegt get-
ur talist. Því er sérlega óhollt að
sleppa máltíðum og best er að borða
eitthvað á þriggja tíma fresti.
Eldum sjálf
Sá sem eldar sjálfur fær ferskan
og hollan mat og veit nákvæmlega
hvað hann lætur ofan í sig. Sá sem
kann ekki mikið að elda gerir rétt í
því að gæta þess að fjölbreytni sé næg
í eldamennskunni, ekki sé alltaf ver-
ið að borða sömu þrjá réttina til
skiptis.
Maraþon:
Hlaupið í misjöfnu veðri
Jafnvel harður hlaupari, eins og
Hugh Jones, sigurvegari í Reykjavík-
urmaraþoni 1995, lét þau orð falla að
þetta væri eitt erfiðasta hlaup sem
hann hefði tekið þátt í. Þegar horft
var á hlaupara streða inn Sæbraut-
ina móti rokinu og rigningunni,
rennblauta en þijóska á svip, eins
og votar mýs í mótþróakasti, fer ekki
hjá því að á hugann leituðu spurn-
ingar eins og: Hver vegna gera menn
þetta?
Sá sem hefur mánuðum saman far-
ið út að skokka í misjöfnu veðri,
bæði í regni, sól og snjókomu, stund-
um í myrkri, sá sem hefur af harð-
fylgi trimmað af sér tugi aukakílóa
og trimmaö sig gegnum kvalafull
álagsmeiðsli, lætur ekki nokkra
regndropa á hlýjum sumardegi í suð-
austan andvara i Reykjavík stoppa
sig af. Ónei. Þaö stóð aldrei til að það
yrði auðvelt að hlaupa maraþon. Það
datt engum í hug. Datt ekki Fippfei-
des, fyrsti maraþonhlauparinn,
dauður niöur að loknu hlaupi? Ójú.
Þó allir fetum vér í fótspor hans
forðumst við auðvitaö slík öriög. En
við þá sem vorkenndu hlaupurum
síðasta sunnudag segi ég þetta: Þetta
var ekki erfitt. Þetta var dásamlega
gaman.
Reimaðu
skóna rétt
Eins og flestir muna er þaö merk-
ur áfangi á braut manns tiJ þroska
þegar hann nær valdi á því að
reima skóna sína sjálfur. En hélstu
að þú kynnir aö reima þá rétt?
Bíddu hægur.
Sú reimingatækni sem sýnd er á
meðfylgjandi mynd er sögð alveg
sérstaklega hentug tíl þess að
reima að sér skóna þannig að þeir
falli vel og þétt að hælnum og gefi
ekki eftir þrátt fyrir hlaup, stökk
og átök. Vonandi sést vel á mynd-
inni hvernig reimunum er brugðiö
hvorri utan yfir aðra í efsta gatinu.
Rétt aðferö við að reima.
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 1995
DV
Plástur þessi á að auka úthald.
Plástur á
nefið eyk-
urút-
hald?
Getur verið að það auki úthald-
ið að hafa plástur á nefmu? Verð-
ur maður ekki að athlægi ef mað-
ur mætir með trýnið allt útplástr-
að í næsta almenningshlaupi? Ef
marka má erlend tímarit er ekki
alveg sama hvurslags plástur er
notaður til þessa.
Umræddur plástur hefur verið
markaðssettur vestur í Ameríku
undir nafninu Breathe Right.
Upphaflega var honum ætlað að
koma í veg fyrir hrotur og nef-
stíflur af ýmsu tagi sem geta
myndað hvimleið ýlfur í sofandi
fólki fyrír utan hroturnar. Plást-
urinn er sérstaklega hannaður til
þess að opna nefgöngin betur og
auka þannig súrefnisflæði. Þetta
aukna súrefnisflæði fuilyrða
menn að auki úthald sé plástur-
inn borinn við trimm, hlaup eða
líkamlega áreynslu.
Ekki verður hér lagður neinn
dómur á það hvort þetta er allt
saman heilagur sannleikur eða
enn eitt dæmið um vel heppnað
skrum. Trimmsíðunni er ekki
kunnugt um hvort téður plástur
fæst á Islandi en sé svo ekki verð-
ur þess eflaust ekki langt að bíða.
(Runner's World).
Hlaupum
yfir
brúna
Laugardaginn 2. september
verður mikið um dýrðir á Sel-
fossi. Ekki svo að skilja að það
sé neitt eínsdæmi. Það er oft mik-
iö um dýrðir í þessari höfuðborg
flatneskjunnar á Suðurlandi en á
þessum laugardegi verður þó
sannarlega stungin tólg í þeim
efnum.
Þennan dag fer nefnilega hiö
árlega Brúarhlaup fram á Sel-
fossi og byrjar að vanda klukkan
tvö við Ölfusárbrú sem hlaupið
er kennt við eins og skarpa les-
endur var trúlega farið áð gruna.
Umrætt hlaup hefur notið vax-
andi og verðskuldaðra vinsælda
undanfarin ár, einkum vegna
þess að enn hefur ekki fundist
brekka á Selfossi eða í nágrenni
og ekki síður fyrir gott skipulag
og stemningu á hlaupadag. Að
þessu sinni verður skondraö 5
krn, 10 km og hálfmaraþon.
. Styttri hlaupaleiðirnar liggja að
mestu innanbæjar á Selfossi en
hálfa maraþonið er hiaupið í átt-
ina að Stokkseyri og til baka aft-
ur.
■ Við sama tækifæri verður
keppt í 10 km hjólreiöum og hefst
sú keppni kl. 13.00.
Skráning og upplýsingar i síma
482-1768 hjá Guðmundi Jónssyni
en einnig á skrifstofu UMFÍ i
Fellsmúla.