Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 1995 Fréttir Klakfiski í hafbeitarstöðinni í Kollafirði slátrað vegna kýlaveiki: Verulegar líkur taldar á að kýlaveikin breiðist út - veiðimenn sárir yfir að veikum seiðum var sleppt 1 EUiðaárnar í sumar „Hljóðið í laxveiðimönnum hefur verið hrikalega þungt og þeir eru sárir yfir því að fiskifræðingar skyldu sleppa kýlaveikum seiðum í Elliðaárnar í byrjun sumars. Lax- veiðimenn eru á varðbergi og vita ekki hvaö þeir ætla aö gera næsta sumar. Mér skilst að sumir þeirra séu farnir aö skila inn veiðileyfum í Elliðaánum," segir Gunnar Bender,- ritstjóri Sportveiðiblaðsins, um viö- brögð laxveiðimanna við þeim tíð- indum að laxar hafi drepist úr kýla- veiki í Elliöaánum í sumar. Um helg- ina bárust þær fréttir að öllum klak- fiski í hafbeitarstöðinni í Kollafirði hefði verið slátrað og nemur tjónið um þremur milljónum króna. Laxveiðimenn hafa brugöist skjótt við tíðindunum og sent illa útlítandi fisk til fisksjúkdómadeildarinnar að Keldum. Verulegar líkur eru taldar á því að kýlaveikin breiðist út í helstu ár á suðvesturhorni landsins. Mesta smithættan er í Korpu við Grafarvog og aðrar ár í nágrenninu, svo sem Leirvogsá, Laxá í Kjós, Brynjudalsá, Botnsá, Laxá í Leirár- sveit og jafnvel litla á eins og Varmá í Mosfellsbæ. Þá eru ár á Borgar- fjarðarsvæðinu einnig í hættu. Friðrik Þ. Stefánsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, seg- ist ekki vita til þess að laxveiðimenn hafi skilað inn veiðileyfum í Elliða- ánum enda menn búnir að borga fyr- ir leyfin fyrir nokkru. Þó sé hugsan- legt að einhverjir sleppi veiðunum. Helstu einkenni kýlaveikinnar eru blæðingar úr gotrauf og ljót sár í holdi. Smitið berst með vatni frá fiski til fisks eöa við snertingu og lifir bakterían góðu lífi í heitum og vatns- litlum ám, eins og Elliðaánum. Þegar kólnar leggst hún í dvala en veikin getur aftur blossað upp að vori. Reykjadalsa Brjfnjudalsá laveiki á faraldri — Slátrað jafnóðum „Við biðum bara eftir því áð kýla- veikin kæmi upp í hafbeitarfiski því að þar er laxinn alltaf að koma inn. Þetta er nánast sama farvatnið, Ell- iðaárnar og Kollafjörðurinn. Mikið af fiskinum kíkir aðeins upp í Elliða- árnar áöur en hann áttar sig og held- ur áfram upp í Kollafjörð og öfugt. Laxarnir eru oft í vöðum fyrir utan og eru í ósnum í smátíma áður en þeir átta sig þannig að þessi veiki er ekki komin upp í fiskeldisstöðinni sem slíkri og það vona ég að verði ekki,“ segir Gísli Jónsson, yfirdýra- læknir fisksjúkdóma. „Við höfum náttúrlega engan klak- fisk og engin hrogn úr þessum end- urheimta fiski í haust en við eigum seiöi til sleppingar á næsta og þamæsta ári þannig að við getum brúað bilið með þeim ef við viljum. Ef við viljum taka inn hrogn í haust getum við tekið þau inn annars stað- ar. Við erum enn að taka inn fisk úr hafi sem við slátrum jafnóðum. Um miðjan september setjumst við svo niður og ákveðum framhaldið," segir Jónas Jónasson, tilraunastjóri í Kollafirði. Allar líkur eru á því að hafbeitar- stöðin í Kollafirði veröi hreinsuð í haust, meðal annars með því að úða sótthreinsivökva, að sögn Gísla. Laxi úr Kollafirði hefur verið sleppt í ýmsar laxlitlar ár, til dæmis Norð- lingaá, en í sumar var laxi einungis sleppt í Hellisá á Síðu. Gísli telur „af- ar hæpið" að laxinn hafi borið smitið enda hafi fiskurinn verið fiuttur strax austur. Rétt er þó að minna á að veikin getur legið niðri í sumar og vetur og blossaö upp næsta sumar eða jafnvel síðar og gildir sama um aðrar ár. „Það er ekki auðvelt að eiga við svona veiki og ég held að þeir sem hafa fjallað um málið af hálfu stjórn- valda hafi gert það þannig að ekki verði við þá að sakast. Menn hljóta aö velta fyrir sér hvemig hið opin- bera bregst við og hvort það eigi að reka svona starfsemi. Við höfum rætt í því sambandi hvernig tekiö verður á hafbeitarstöðinni í Kolla- firði. Engar ákvarðanir liggja fyrir,“ segir Guömundur Bjarnason land- búnaðarráðherra. Nýrnaveikin í fersku minni Mörgum laxveiðimönnum er í fersku minni þegar nýrnaveiki greindist í laxaseiðum í Kollafirði árin 1984-1985. Þá var einum laxár- gangi slátrað, fiskurinn urðaður og stöðin sótthreinsuð. Eftir að nýrna- veikin kom upp var starfsemi stöðv- arinnar endurskipulögð til að minnka líkurnar á því að veikin breiddist út. Sérstakt starfsfólk vinn- ur nú við móttöku á laxi og slátrun í húsnæði hafbeitarstöðvarinnar við Vesturlandsveg en sjálf seiðaeldis- stöðin er ofar í dalnum og vinnur annað starfsliö þar. Umgangur þarna á milli er lítill sem enginn. Norðmenn hafa barist viö kýla- veiki frá því á sjöunda áratugnum þegar veikin kom upp í einni af fræg- ustu laxveiðiánum í Noregi. Eftir Fréttaljós Guðrún Helga Sigurðardóttir nokkurra ára baráttu tókst að ráða niðurlögum veikinnar en um það bil áratug siðar kom veikin aftur upp í laxeldisstöð og barst þaöan víðar. íslendingar njóta nú reynslu Norð- manna. Gísli kveðst vongóður um að kýlaveikin berist ekki í aðrar ár og hægt verði að losna við sýkina úr Elliðaánum innan nokkurra ára. Neysla á laxi datt niður Fregnir um kýlaveikina hafa vakið geysilega athygli, bæði meðal lax- veiðimanna og ekki síst neytenda. Bjöm Guðmundsson í fiskbúðinni við Sundlaugaveg segir að eftirspurn eftir laxi hafi dottið niður og fólk sem venjulega hafi keypt lax líti ekki við honum núna. I dag mælir Dagfari__________ Knattspyrnuamman Nú er langt liðið á íslandsmótiö í knattspymu og Akumesingar nán- ast búnir að sigra enda þótt fjórar eða fimm umferðir séu eftir. Þetta verður sosum ekki í fyrsta skipti sem Skagamenn verða íslands- meistarar en þess em hins vegar fá dæmi að eitt félag hafi slíka yfir- buröi fram yfir önnur, aö keppn- inni sé í raun og vem lokið áður en hún hefst. Sparksérfræðingar hafa verið að velta fyrir sér hvern- ig Akurnesingar fari að því að framleiða stöðugt nýja árganga af knattspymusnillingum. Allt frá því á sjötta áratugnum hefur hver landsliðsmaðurinn á fætur öðrum komið fram á sjónarsviðið uppi á Skaga og enn er ekkert lát á. Nú er komin fram skýring sem í sjálfu sér kemur ekki á óvart. Þetta er allt í genunum og uppi á Skaga er kynbótaætt sem hefur verið ræktuð af elju og ástundun, rétt eins og þeir gera í hrossaræktinni. Knattspyrnuséníin eru meira og minna öll komin af Unni Sveins- dóttur og manni hennar, Teiti heitnum Benediktssyni. Unnur er ættmóðir bróðurpartsins í Skaga- liðinu og hefur raunar átt aflcorn- endur í öllum þeim liðum sem Skagamenn hafa teflt fram síðustu þrjá áratugina. Unnur er enn við góða heilsu og Dagfari tók hana tali á dögunum. Segðu mér, Unnur, er liðið allt undan þér, eða hvað? Ja, ég á markmanninn og vömina og sóknartengiliðina. Annar tengi- liðurinn er mér óviðkomandi og auk þess veit ég ekki til að Júgó- slavarnir í liðinu séu aíkomendur mínir, ekki að minnsta kosti í bein- an legg. Ég hef aldrei verið í Júgó- slavíu. Hvernig eru þessir afkomendur þínir skyldir þér? Ég er búinn að missa syni mína og tengdasyni úr liðinu en þetta er þriðji og fjórði ættliður. Ég er orðin svo gömul að ég verð að treysta á börnin og barnabörnin í sambandi við framleiðsluna framvegis. En af hverju áttu ekki alla í liðinu úr því að þetta er í blóðinu og í genunum í ættinni? Spurðu þjálfarann, hann velur liðið. Honum væri nær að hafa fleiri afkomendpr mína inn á, þá hefði ÍA ekki tapað stiginu um dag- inn á móti Leiftri. Og svo er þetta öfund hjá öðrum fjölskyldum hér í bænum. Þær vilja líka eiga menn í liðinu. Maður veit aldrei. En áttu þá fleiri sem gætu verið með? Já, blessaður vertu. Sonur minn Sveinn Teitsson væri enn með ef hann hefði ekki hætt að æfa upp úr 1970 og Árni sonur hans væri örugglega ennþá í liðinu ef hann hefði ekki meiðst. Svo á ég barna- bamabarn sem er á bekknum. Það hefur ekki verið nógu mikill stöð- ugleiki í barneignum í fjölskyld- unni. Það stendur til bóta, ég er að vinna í því núna. En hvað meö dætumar? Það tíðkaðist ekki í þá daga að stúlkur æföu fótbolta og þær urðu að taka það til bragðs að giftast til að komast með sína menn í liðið og tengdasonur minn, Þórður Þórðarson, spilaði með Sveini syni mínum og þau hjónin eiga síðan þrjá stráka sem hafa spilaö með LA og gallinn er í rauninni sá að þau skyldu ekki hafa átt fleiri stráka. Ég er oft skömmuð fyrir það. En dæturnar hafa gert sitt. Hvað áttu marga landsleiki, Unn- ur? Við eigum samtals rétt tæplega tvö hundruð landsleiki. Ég held að það séu allir landsleikir íslands frá lýðveldisstofnun, nema einn upp úr 1980 þegar mínir menn voru settir út úr liðinu vegna klíkuskap- ar. Enda tapaði ísland þeim leik. Hvað er svo fram undan hjá þér, Unnur? ÆOarðu að spila meö þína menn á næsta ári? Já, ég hef ekki ennþá lagt skóna á hilluna og nú er ég að leggja drög að því að krakkarnir í fjórða ættlið vandi sig vel í barneignunum því við Skagamenn megum ekki klúðra sigurgöngunni með því að gera mistök í barneignum. Það verður að velja rétta maka og það verður að fylgjast vel með tímasetningum getnaða og ná upp stöðugleika í liö- inu. Ferðu oft á völlinn, Unnur? Nei, guði sé þökk, ég hef aldrei séö fótboltaleik. Mér leiðist þetta sport. Ekkert nema meiðsli. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.